Morgunblaðið - 06.12.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 06.12.1995, Síða 1
Eldvarna- getraun 1995 UM JÓL og áramót er notkun opins elds (kerti), rafmagns- tækja og annars búnaðar í hámarki og af þeim sökum hafa hlotist bæði eldsvoðar og alvarleg slys. í guðs bænum, verið varkár í umgengni ykkar við eld og rafmagnstæki. 0g þegar kemur að áramótunum hitnar verulega í kolunum. Þá eru stjörnuljós, flugeldar og alls kyns blys á flestum heimil- um. EKKI fikta með þessa hluti, krakkar, þeir eru til notkunar og skemmtunar und- ir eftirliti og í umsjón fullorð- inna. Reykskynjarar eiga að vera á hveiju heimili, ekki bara einn - í raun er þörf fyrir reykskynj- ara í hveiju herbergi. En einn er betri en enginn og hann verður að vera í lagi. Athuga þarf rafhlöður í reykskynj- urum einu sinni í mán- uði og skipta um þær á árs fresti, t.d. er góð regla, að nota fyrstu vikuna í desember til þess þegar jólaundirbúning- urinn hefst og notkun kerta, jólaljósa, skreytinga og slíks hefst. Landssamband slökkviliðs- manna efnir árlega til bruna- varnaátaks fyrir jól og áramót til þess að hvetja fólk til var- kámi í umgengni við eld og huga að eldvömum, eins og slökkvitækjum, reykskynjurum og eldvamateppum. Fáið full- orðna til þess að svara spuming- um slökkviliðsmannanna með ykkur og ræðið saman um flóttaleiðir, eldvamir - og bmna- æfíng getur skipt sköpum. MEÐFYLGJANDI myndir eru úr myndasafni Landssam- bands slökkviliðsmanna (LSS). Þær eru eftir börn sem tóku þátt í teiknimyndasam- keppni LSS í grunnskólum 1992. Spurningar 1. Er nauðsynlegt að skipta um rafhlöðuna í reykskynjaranum árlega, t.d. í desembermánuði? □ Já □ Nei 2. Er rétt að gera ráð fyrir fleiri en einni neyðarútgöngu- leið á þínu heimili og í skólan- um? □ Já C] Nei 3. Er mikilvægt að jólaskreyt- ingar séu íjarri brennanlegum efnum, svo sem gluggatjöld- um? □ Já ö Nei 4. Setjið nýtt neyðarsímanúm- er sem komið verður á upp úr áramótum í hvíta reitinn. 5. Er mikilvægt að hurðir séu lokaðar til að hindra útbreiðslu elds? □ Já □ Nei 6. Óvarleg meðferð flugelda, blysa og hvellhettna er megi- norsök augnslysa um áramót. Eru t.d. hanskar og hlífðar- gleraugu góð vörn við meðferð handblysa? □ Já □ Nei Landssamband slökkviliðsmanna Pósthólf 4023 124 Reykjavík Dregið verður í getrauninni 19. janúar 1996 og verða fjölmörg verðlaun veitt fyrir rétt svör. NAFN: Skilafrestur í Eldvarnaget- PÓSTFANG: raun 1995 er til 8. janúar 1996. Lausnir skulu sendar til: SKÓLI: Snædís á kjólnum ÞETTA er Snædís, sem ég teiknaði mynd af. af að teikna konur og kjóla. Kær kveðja. Raunar þekki ég enga Snædísi. Eg heiti Sigrún Myndin þín er glæsileg og svo merkir þú Ragna Hjartardóttir, ég er 9 ára og hef yndi hana svo flott, Sigrún Ragna. Þakkir. Hvolpur í völundarhúsi Æ, Æ, greyið! Hjálpið hvolpinum að komast út úr þessu völund- arhúsi. Orin sýnir ykkur útganginn. Farið varlega að hvolpin-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.