Morgunblaðið - 07.12.1995, Page 1

Morgunblaðið - 07.12.1995, Page 1
104 SÍÐUR B/C/D/E 280. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ákvörðun Pers- sons fagnað Stokkhólmi. Reuter. ÞEIRRI ákvörðun Görans Perssons, fjármálaráðherra Svíþjóðar, að taka við af Ingvar Carlsson sem forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna hefur almennt verið fagnað. Wanja Lundby, talsmaður sænska alþýðu- sambandsins, sagði, að Persson væri leiðtogi, sem gæti sætt hægri- og vinstrimenn innan Jafnaðarmannaflokksins. Talsmaður vinnuveitenda sagði, að Persson væri augljóslega besti arftaki Ingvars Carlssons. Skoðanakannanir um Persson gefa hins vegar dálítið ólíka niður- stöðu. í Gallup-könnun, sem birtist Frakkland Tilraun- um hætt í febrúar París. Reuter. CHARLES Millon, varnar- málaráðherra Frakklands, sagði í gær að umdeildum kjarnorkutilraunum Frakka i Suður-Kyrrahafi myndi ljúka fyrir lok febrúarmánaðar. Gert hafði verið ráð fyrir að tilraununum lyki fyrir 31. maí. Þegar hafa verið sprengd- ar fjórar kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni og Jacques Chirac, forseti Frakklands, hefur sagt að líklega verði alls sex sprengjur sprengdar. Tamílum boðin sak- aruppgjöf CHANDRIKA Bandaranaike Kamaratunga, forseti Sri Lanka, flutti sjónvarpsávarp í gær og bauðst tíl að veita tamilskum skæruliðum sakaruppgjöf ef þeir legðu niður vopn. Hún hvatti enn- fremur allt að 500.000 íbúa Jaffna-skaga, sem flúðu heimili sín vegna bardaganna, tíl að snúa heim. Stjórnarherinn náði Jaffna- borg á sitt vald á þriðjudag, en hún hafði verið undir yfirráðum Tamíla í tæpan áratug. Kamara- tunga sagði þetta mikilvægan sig- ur fyrir sljórnina en mikið verk væri enn óunnið til að tryggja varanlegan frið í landinu. Skæru- liðarnir berjast fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla í norður- og austur- hlutum eyjunnar. Þeir rufu vopnahlé í apríl og neituðu að ræða tíllögur Kamaratunga um víðtæka sjálfstjórn Tamíla, sem eru um 17% landsmanna. Mannskæðir bardagar Fréttaskýrendur segja að stjórn Sri Lanka eigi nú erfitt verk fyrir höndum við að endur- reisa Jaffna-borg eftir 12 ára stríð og vinna ibúana á sitt band. Þeir telja ennfremur að skæru- liðarnir hefni ófaranna í Jaffna, á norðurodda eyjunnar, með árásum annars staðar í landinu. í Expressen, voru 46% hlynnt hon- um og 27% andvíg en í SIFO-körin- un í Aftonbladet voru 45% á móti honum og 38% með. Karin, móðir Perssons, sagðist í viðtali við Aftonbladet hafa áhyggj- ur af syni sínum. Hann hefði haft svo ágætt starf í fjármálaráðuneyt- inu auk þess sem hún hefði heldur viljað sjá Margot Wallström land- búnaðarráðherra í forsætisráð- herrastólnum. ■ Ekki „maður fólksins“/22 Reuter Betrumbætur fyrir Karl KARL prins af Wales ræðir við skólanemendur á Hallwood Park-fjölbýlishúsinu í Runcorn, Cheshire, í gær. Prinsinn fór í heimsókn til bæjarins til að líta húsið augum en gagngerar end- urbætur hafa verið gerðar á því í kjölfar þess að prinsinn gagn- rýndi útlit þess í bók sinni um breskan arkitektúr. Hægfara hjálpar- starf vekur ugg Brussel. Rcuter. ^ ^ i ^ ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) lýsti í gær áhyggjum sínum vegna þess að hjálparstarf í Bosníu kunni að ganga mun hægar fyrir sig en aðgerðir bandalagsins 'til að framfylgja friðarsamkomulaginu sem náðist fyrir milligöngu Bandaríkjamanna í Dayton í Ohio. Reuter Heimildarmenn innan NATO hafa lýst áhyggjum sínum vegna þess hversu hjálparstarf hefur farið hægt af stað. „Það er ekki hlutverk NATO að dreifa hjálpargögnum og aðstoða flóttamenn," sagði einn sendifull- trúinn. Vill bandalagið að hjálpar- stofnanir Sameinuðu þjóðanna, svo sem flóttamannahjálpin og barna- hjálp SÞ, starfi með NATO frá fyrsta degi. Uppbygging Um helgina verður haldin ráð- stefna í London þar sem rædd verð- ur uppbygging í lýðveldum gömlu Júgóslavíu. Er fullyrt að ríki heims verði að leggja til um 6 milljarða dala, um 390 milljarða ísl. kr., til að hægt verði að koma lífi í löndun- um í eðlilegt horf. ■ Snjókoma tafði/20 New York Strangt tekiðá ölvun New York. The Daily Telegraph. ÞING New York-ríkis er að ræða frumvarp sem kveður á um að ökumenn yngri en 21 árs, sem staðnir verða að akstri með minnsta mælanlega áfengismagn í blóðinu, verði tafarlaust sviptir ökuleyfi. Verði frumvarpið samþykkt verða þetta hörðustu lög í þessum efnum í Bandaríkjun- um. Æ fleiri umferðarslys eru rakin til ungra, drukkinna, ökumanna í New York og markmið frumvarpsins er að fækka þeim. Frumvarpið er einnig rakið til laga um samgöngumál, sem Bandaríkjaþing samþykkti ný- lega, en þau kveða á um að skerða eigi fjárveitingar til vegagerðar í ríkjum sem láta hjá líða að herða viðurlög við akstri undir áhrifum áfengis. Vilja sýna fram á áreið- anleika sinn Brussel. Reuter. FYRRUM kommúnistaríki í Mið- og Austur-Evrópu vonast til að þátttaka í friðargæslu í Bosníu auki líkur á aðild þeirra að Atlants- hafsbandalaginu, að sögn stjórnar- erindreka í höfuðstöðvum banda- lagsins. Utanríkisráðherrar NATO áttu í gær fund með ráðherrum þeirra ríkja er taka þátt í Samstarfi í þágu friðar. Nokkur ríkjanna, ekki síst Pólland, Ungveijaland og Tékkland, reyndu að nýta þetta tækifæri tií fulls til að sýna fram á áreiðanleika sinn sem bandamenn, að sögn sömu heimildarmanna. „Þriggja mánaða þátttaka í frið- argæslunni jafngildir þriggja ára rannsóknum," sagði stjórnarerind- reki. ■ Andreas Papandreou forsætisráðherra Grikklands gengst undir uppskurð Valdabarátta að hefjast Abenu. Reuter. Andreas Papandreou Aþenu. Reuter. GERÐUR var barkaskurður á Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikk- lands, í gær en hann er með lungna- bólgu og hefur verið á sjúkrahúsi í tvær vikur. Ráðherrann, sem er 76 ára, er í öndunarvél, nýrun starfa illa og er búist við að hann verði á sjúkrahúsi næstu mánuði. Ljóst þykir að hörð barátta sé hafin í sósíalistaflokknum, PASOK, um leiðtogaembættið. Læknar sögðu að með uppskurðinum yrði hægt að bæta líðan Papandreous, honum yrði gert kleift að hreyfa sig meira en vegna öndunarerfiðleikanna hefur hann verið með loftslöngu í kok- inu og þurft að fá sterk verkjalyf. Einn- ig er bent á að sennilega muni forsætis- ráðherrann nú eiga auðveldara með að tala sem skiptir ekki litlu ef hann hefur heilsu til að ræða við gesti á sjúkrahús- inu um stjórnmálastöðuna. Hvatt til leiðtogakjörs Margir þingmenn sósíalistaflokksins og fjölmiðlar hafa hvatt til þess að kjör- inn verði nýr leiðtogi en Akis Tso- hatzopoulos innanríkisráðherra gegnir nú embætti forsætisráðherra. „Þetta getur ekki gengið mikið léng- ur,“ sagði Lambros Kannelopoulos, einn af þingmönnum sósíalista. Hann sagði að stjórn flokksins yrði að gripa til ráð- stafana til að binda enda á það pólitíska tómarúm sem skapast hefði. Kanellopoulos varð fyrstur til að hreyfa málinu opinberlega. Ritari þing- flokks PASOK, Dimitri Beis, tók undir orð Kanellopoulos en ljóst er að mönnum er vandi á höndum þar sem ekki eru nein ákvæði í stjórnarskrá eða flokks- lögum er mæla fyrir um viðbrögð við þeirri stöðu sem upp er komin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.