Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýir rekstr- araðilar Nausts Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður um gagnrýni á breytingar á skaðabótalögum Of há iðgjöld stafa ekki af því að líkamstjón séu ofbætt ÞORFINNUR Guttormsson, yfír- þjónn á Hótel Holti til margra ára og Óðinn Jóhannsson, þjónn á Hótel Holti taka um áramót við rekstri veitingastaðarins Nausts við Vest- urgötu. „Við stefnum að því að gera Naustið að góðum matstað þar sem allir geta komið, látið sér líða vel og fengið góðan mat á góðu verði,“ sagði Þorfínnur. 85.000 m3 fjarlægðir FRAMKVÆMDIR við jarðvegs- vinnu vegna nýja kerskálans sem byggja á við híið eldri kerskála ÍS AL í Straumsvik ganga sam- kvæmt áætlun, að sögn Rannveig- ar Rist, upplýsingafulltrúa ÍSAL, en flylja þarf á brott um 85 þús- und rúmmetra af jarðvegi af byggingarsvæðinu. Þegar fyrsta áfanga jarðvegsvinnunnar verður lokið hefst fyrsti áfangi við bygg- ingu skálans. GESTUR Jónsson hæstaréttarlög- maður segir að fullyrðingar Sam- bands íslenskra tryggingafélaga um að iðgjöld bifreiðatrygginga muni hækka ef tilögur hans og Gunnlaugs Claessens hæstaréttar- dómara um breytingar á skaða- bótalögum verða að lögum séu ótímabærar. Ef iðgjöld bifreiða- trygginga á íslandi séu of há stafí það ekki af því að líkamstjón ein- staklinga séu ofbætt, heldur af hinu að slysin í umferðinni séu allt- of mörg, auk þess sem vera kunni að rekstrargjöld tryggingafélag- anna séu of há. Gestur sagði að í álitsgerð hans og Gunnlaugs sé fjallað um það hvemig bæta skuli fjártjón fólks vegna örorku. Niðurstöðurnar séu meðal annars þær að skaðabótalög- in frá 1993 séu um margt til bóta, en bæta þurfí úr annmörkum sem komið hafí fram við framkvæmd þeirra og jafnframt aðlaga laga- reglurnar breyttum forsendum vegna lækkunar vaxta. Meginregla laganna sé að bætur fyrir varanlega örorku reiknist á grundvelli svokallaðs fjárhagslegs örorkumats í stað staðlaðra læknis- fræðilegra örorkumata sem áður hafí gilt, en þó gildi það áfram að stuðst sé við læknisfræðileg möt hjá þeim sem ekki afli atvinnu- tekna. Lagt sé til að aðalregla skaðabótalaganna verði víkkuð út og skaðabætur vegna varanlegrar örorku verði alltaf ákveðnar á grundvelli fjárhagslegs örorkumats, enda leiði gildandi reglur til óeðli- legrar mismununar á bótarétti fólks eftir því hvort það hefur atvinnu- tekjur eða ekki. Þessi tillaga muni í mörgum tilvikum lækka bætur til slasaðs fólks vegna þess að niður- stöður fjárhagslegra örorkumata hafi sýnt sig að vera mun lægri að jafnaði en læknisfræðilegu mat- anna. Leiðrétting á margföldunarstuðli Gestur sagði að í álitsgerðinni væri einnig sýnt fram á að marg- földunarstuðull skaðabótalaganna væri ekki nægjanlega hár til þess að slasað fólk fengi fullar bætur fyrir fjártjón vegna varanlegrar örorku. Margföldunarstuðullinn sem lagður sé til sé mun hærri en stuðull gildandi laga. Tillaga um hærri stuðul byggist á reiknifor- sendum sem séu nákvæmlega til- greindar í álitsgerðinni og útreikn- ingi sem gerður sé á þeim forsend- um. „Ég held að enginn haldi því fram að stuðullinn sé rangur miðað við forsendur. Hækkun margföld- unarstuðulsins ein og sér mun valda hækkun skaðabóta miðað við gild- andi lög. Þar er um að ræða leiðrétt- ingu á margföldunarstuðli sem ein- faldlega er ekki réttur, ef markmið- ið er að slasað fólk fái fullar bætur fyrir fjártjón," sagði Gestur. „Ég dreg mjög í efa það mat SÍT og vátryggingafélaganna að iðgjöld bifreiðatrygginga þurfi að hækka um 30% ef tillögurnar verða að lög- um. í langflestum þeirra mála sem vátryggingafélögin hafa gert upp á undanfömum árum hafa verið greiddar örorkubætur á grundvelli læknisfræðilegra örorkumata. í yf- irgnæfandi meirihluta þessara mála hefur læknisfræðilega örorkan ver- ið metin 15% eða lægri. Sú reynsla sem þegar liggur fyrir um fjárhags- leg örorkumöt bendir til þess að fjárhagsleg örorka í sambærilegum tilvikum sé nú metin mun lægri og oft engin. Þessi breyting mun draga mjög úr bótagreiðslum til slasaðra," sagði Gestur ennfremur. Jón Steinar Gunnlaugsson um viðbrögð vegna breytinga á skaðabótalögum Ekkí sannfær- andi spádómar JÓN Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður segir spádóma vá- tryggingafélaganna um að breytt- ar reiknireglur skaðabótalaga leiði til 30% hækkunar iðgjalda ekki efnislega sannfærandi. „Minnt skal á, að með hinum nýju skaðabótalögum voru tekin upp svokölluð fjárhagsleg örorku- möt, þar sem lagður skyldi hald- betri mælikvarði en áður á ör- orkutjón," segir Jón Steinar í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Örorka lækkar verulega í smærri málum „Lítil reynsla er ennþá komin á lögin. Engu að síður er ljóst af störfum örorkunefndar fram til þessa, að örorkan lækkar verulega í fjöldanum öllum af smærri mál- unum. Mín tilfinning er, að sú lækkun muni vega mun þyngra í heildardæminu en sú hækkun bóta sem felst í tillögunum um breyt- ingu á skaðabótalögunum,“ segir ennfremur. Jón Steinar Gunnlaugsson segir einnig að þeir sem vilji mótmæla lagareglu um fullar bætur fyrir ijártjón með því að vátryggingaið- gjöld á sviði ábyrgðartrygginga muni hækka við lögleiðingu slíkrar reglu, séu í reynd að krefjast þess, að tjónþolar niðurgreiði iðgjöld með hluta af tjónbótum sínum. Lögmaðurinn segir tillögur Gunn- laugs Claessens hæstaréttardóm- ara og Gests Jónssonar hæstarétt- arlögmanns um hækkun reiknist- uðuls laganna vel unnar og brýnt að lögunum verði hið fyrsta breytt til samræmis við þær. ■ Fjártjón og/41 Rótaryklúbbur Reykjavíkur Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSí Konur fá aðgang að klúbbnum MEIRIHLUTl félaga í Rótary- klúbbi Reykjavíkur samþykkti á fundi í gær að breyta lögum klúbbsins þannig að konum verði framvegis veitt innganga í hann, en nokkrar deilur hafa verið inn- an klúbbsins um það undanfarin ár hvort það skyldi leyfa. Um 25 rótaryklúbbar eru starfandi hér á landi og er Rót- aryklúbbur Reykjavíkur sá fímmti þeirra sem gerir konum kleift að gerast félagar. Friðrik Pálsson, starfandi for- maður Rótaryklúbbs Reykjavík- ur, sagði í samtali við Morgun- blaðið að grundvallarlögum Rót- aryhreyfingarinnar hafí verið breytt fyrir nokkrum árum þannig að heimilað var að taka konur inn sem fulltrúa fyrir sín- ar starfsgreinar. „Um þetta hefur verið nokkur ágreiningur hér á landi og það má kannski segja að það hafi verið horft með dálítilli eftir- væntingu til þess hvernig Rót- aryklúbbur Reykjavíkur tæki á þessu þar sem hann er bæði stærsti og elsti klúbburinn í landinu. Það hefur nokkrum sinnum verið reynt að fá þessa breytingu í gegn, en það hefur ekki verið samþykkt fyrr en nú. Ég held að þetta séu mjög ánægjuleg tíðindi fyrir hreyfing- una og fyrir okkar klúbb fyrst og fremst,“ sagði Friðrik. Kemur ekki til álita að hefja samningaviðræður ÞAÐ kemur ekki til álita að taka við gagntilboðum og hefja samn- ingaviðræður við einstök verka- lýðsfélög sem ætla ekki að aftur- kalla uppsögn kjarasamninga, segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Hann bendir á að samningar við þessi félög séu bundnir út næsta ár og að samningaviðræður verði fyrst teknar upp í lok næsta árs. Þórarinn segist vænta þess að fleiri félög afturkalli uppsagnir næstu daga en þau sem þegar hafa gert það. Launanefnd hafí komist að þeirri niðurstöðu að for- sendur samninga stæðust. Því verði ekki breytt einhliða eftir á. „Það er óumdeilanlegt að for- sendur samninganna stóðust og þess vegna er ekkert frekar hægt að segja samningum upp um þessi mánaðamót en um einhver önnur mánaðamót á samningstímanum. Aramótaviðmiðunin í kjarasamn- ingunum sneri eingöngu að til- teknum forsendum samninganna og endurmati launanefndar á þeim,“ segir Þórarinn. Ákvörðunin snýst eingöngu um desemberuppbótina „Ákvörðunin sem Verkamanna- sambandsfélögin eru nú að taka er ósköp einföld og snýst eingöngu um það hvort félagsmenn þeirra eiga að fá 16.000 krónum hærri desemberuppbót eða ekki,“ segir Þórarinn. Niðurstaða óskynsamleg Hann segir að niðurstaða þeirra verkalýðsfélaga sem hafa ákveðið að afturkalla ekki uppsagnirnar sé mjög óskynsamleg. „Þetta var greinilega mjög naumt hjá Norð- lendingunum og atkvæðagreiðslan fór fram á fundum, þannig' að vafalaust hefur verið lagt mikið upp úr því hvað forystumennirnir sögðu. Mér kæmi ekki á óvart þó allsheijaratkvæðagreiðsla hefði farið með öðrum hætti,“ segir Þórarinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.