Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR -^-.Davíð Oddsson forsætisráðherra réðst með fúkyrðum þá sem vilja kanna möguleika á aðild íslands að ESB Gætirðu ekki tekið þennan óþverra með í næstu sendingu til Grillarans, Snorri minn??? Borgarstjóri um kaup á Asmundarsal Kaupin endurskoðuð ef lausn finnst fyrir leikskóla INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir borgaryfirvöld til- búin til að endurskoða kaup borgar- innar á Ásmundarsal við Freyjugötu en þó þannig að jafnframt finnist lausn á leikskólamálum í hverfinu og að borgin beri ekki viðbótar- kostnað af rekstri hússins. Borgarstjóri bendir á að kaup- samningur borgarinnar og Arki- tektafélagsins sé bindandi fyrir báða aðila og að hann hafi verið samþykktur mótatkvæðalaust í borgarráði. „Því verður ekki breytt nema um það náist samkomulag," sagði Ingibjörg. „Við erum tilbúin til að skoða þetta mál en þó þannig að það finnist lausn á leikskólamál- um í hverfinu og að borgin beri ekki neinn viðbótarkostnað af rekstri í þessu húsi. Við eigum fullt í fangi með að reka þær menningar- miðstöðar sem við eigum nú þegar og ekki er mikill vilji til þess hér að bæta við það.“ Hugmyndir eru uppi um að Listasafn Reykjavíkur verði í Hafnarhúsinu og því væru engar forsendur fyrir að bæta við menningarstofnun ef slíkt hefði í för með sér rekstrarkostnað fyrir borgina. Hentar sem leikskóli Borgarstjóri sagði að arkitekta- félagið hafí lengi óskað eftir að borgin keypti húsið. Komið hafi í ljós að það hentaði sem leikskóli en hugmyndin er að sameina lóðir Grænuborgar og nýja leikskólans með því að nýta lóð í eigu borgar- innar á gatnamótum Mímisvegar og Eiríksgötu. „Við hefðum að öðr- um kosti ekki keypt húsið,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er greinilega mikið tilfinn- ingamál fyrir marga og ég hugsa að margir mundu vilja sjá borgina reka þarna einhveija starfsemi," sagði Ingibjörg. „Aðrir hafa sagt það mikilvægt að gefa þessum lista- mönnum, sem gerðu kauptilboðið, kost á því að eignast hús en ég er ekki viss um að þeim sé mikill greiði gerður með því og með þessari umræðu. Þó fólk geri tilboð þá er ekki þar með sagt að það sé það eina sem það vilji.“ Ósýnileg- ir hjól- Einkanúmer á bíla á næsta ári Ósýnileg- ir hjól- reiðamenn LÖGREGLAN í Reykjavík hefur setið fyrir hjólreiðamönnum við skóla og víðar undanfarið, til að brýna fyrir þeim að hafa ljósabúnað hjólanna I lagi. Fjölmargir ökumenn hafa kvartað við lögreglu undan „ósýnilegum“ hjólreiðamönnum á sveimi í umferðinni, sem stefni sjálfum sér og öðrum í voða. Snemma á þriðjudagsmorgun var lögreglan mætt í eftirlitið. Við Melaskóla var litið á 8 reið- hjól og reyndust 3 þeirra með ónógan búnað. Við Menntaskól- ann í Hamrahlíð voru 5 á hjóli og 3 þeirra þurfa að hugsa sinn gang. íbúar í Mosfellsbæ stóðu sig betur, þar fann lögreglan 8 á hjóli og aðeins einn þeirra var ekki með fullnægjandi búnað. Lögreglan hyggst halda eftir- litinu áfram. Bifreiðaskoðun hafa þegar borist tíu pantanir EKKI verður hægt að eignast einkanúmer á bíla fyrr en á næsta ári, þar sem nauðsynlegar laga- breytingar hafa ekki verið sam- þykktar,_ auk þess sem Bifreiða- skoðun íslands hefur ekki mótað verklagsreglur vegna afgreiðslu númeranna. Nokkrir hafa þegar haft sam- band við Bifreiðaskoðun íslands og óskað eftir sérstöku númeri, en slíkar umsóknir eru ekki teknar gildar. Dómsmálaráðherra er nú að ganga frá frumvarpi til laga um breytingar á umferðarlögum, svo heimilt verði að útbúa bílnúmer að óskum hvers bíleiganda, að sögn Þórhalls Ólafssonar, aðstoð- armanns ráðherra. Þingsályktun- artillaga, sem Alþingi samþykkti sl. vor, gerði ráð fyrir að bíleigend- ur geti raðað sex bókstöfum eða tölustöfum saman hvernig sem þeir vilja á bílnúmer til að mynda orð, nöfn eða tölur. Hjá Bifreiðaskoðun íslands fengust þær upplýsingar, að um tíu pantanir hefðu borist með sím- bréfum til fyrirtækisins. Slíkar umsóknir um einkanúmer hafí enga þýðingu, á meðan engin sé lagaheimildin, verklagsregla fyrir- tækisins eða gjaldskrá. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hve hátt gjald fyrir skráning- arspjöld með einkanúmeri verður. I greinargerð með þingsályktun- artillögunni var lagt til að gjaldið yrði 10-15 þúsund krónur, sem er um þrefalt hærra en venjulegt númeragjald. Iþróttamannvirki ekki bara fyrir keppni Mikilvægt að hafa almeiming með 1 ráðum GEIR Ove Berg sagði við Morgunblaðið að raikilvægt væri að hafa þarfir allra í huga þegar íþróttasvæði væru skipulögð en svo hefði ekki verið - mannvirkin væru alfarið fyrir keppnisfólkið. Almenningur vildi ekki dýr- ar og glæsilegar byggingar heldur hentug og aðgengi- leg hús eða svæði i næsta nágrenni. „Rannsóknir okkar sýna að 50% þeirra sem stunda íþróttir eða lík- amsrækt á einn eða annan hátt æfa ekki undir skipu- lögðu eftirliti íþróttafélag- anna en hvað gerum við fyrir þennan hóp? Ekkert - vegna þess að félögin eru svo sterk. Hins vegar þurf- um við að leita svara við spurningum varðandi þarfir þessa fólks. Hvaða aðstæður þurfa að vera fyrir hendi fyrir börnin? Þurfa þau þessi stóru íþróttahús? Nei. Hvað með þarfír fjölskyldunnar? Þær þurfa að- stöðu í næsta nágrenni við heim- ilin. Fólk á ekki að þurfa að fara yfír ljölfamar umferðargötur til þess að komast á svæðið, að eiga á hættu að verða fyrir bíl og farast áður en komið er á æfinga- staðinn. Öiyggið verður að vera fyrir öllu. Eins verður að hafa í huga að fjöldinn allur stundar íþróttir og líkamsrækt fyrst og fremst sér til heilsubótar en ekki til að keppa. Til þessa hafa íþróttafélög í Noregi einblínt á keppni en almenningur er ekki sama sinnis. Fólk vill vera virkt og það er hagur okkar allra því betra forvarnarstarf varðandi heilsuvernd er ekki til. Við verð- um að hafa þetta í huga við alla skipulagningu íþróttamannvirkja og notkun þeirra.“ Geir Ove sagði að ekki væri hægt að alhæfa eitt eða neitt í þessu efni. Eitt hentaði í Bærum og annað á AkUreyri. „Það er mikilvægt að fjölskyldan geti stundað líkamsræktina saman en vissulega er erfitt að mæta þörf- um allra. En við reynum. Og höfum í huga að bömin þurfí ekki að fara meira en 500 metra frá heimili sínu og geti þess vegna farið með afa eða ömmu á svæði þar sem öll finna eitt- hvað við sitt hæfí. Feðgar geta farið í fótbolta saman. ________ Með öðrum orðum reynurr) við að skapa umhverfi þar sem öll- um líður vel.“ Hann sagði að erfitt — gæti reynst að breyta ríkjandi fyrirkomulagi. „Það getur verið hefð fyrir til dæmis knattspyrnu í ákveðnum bæjarhluta en ekki er þar með sagt að íbúarnir vilji endilega vera í knattspyrnu. Það þarf að spyrja fólkið hvað það vill og þarf og við gerum það. Það verður að bjóða upp á mis- munandi aðstöðu fyrir eldri borg- ara annars vegar og börnin hins vegar. Sumir njóta þess að fara í göngutúra’með hundinn. Það er líkamsrækt og mjög góð fyrir áttræðan mann eða konu. Við verðum að bjóða upp á aðstöðu fyrir þetta fólk, útbúa göngu- brautir og byggja hundasalerni. Þetta er einföld og ódýr aðstaða en hefur mikið að segja fyrir Geir Ove Berg ► Geir Ove Berg er íþrótta- fulltrúi í Bærum í Noregi og fyrrum heimsmeistari og heimsmethafi í skíðaflugi. Hann flutti erindi um skipu- lagningu íþróttasvæða með til- liti til almennings og íbúða- byggðar á mannvirkjaráð- stefnu íþróttasambands ís- lands, menntamálaráðuneytis- ins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fram fór á Akureyri fyrir skömmu, og lagði áherslu á þátttöku íbú- anna í allri skipulagningu. íþróttir væru ekki aðeins fyrir keppnisfólk heldur mikilvægur þáttur í heilsuvernd almennings og miklu skipti að hafa almenn- ing með í ráðum varðandi skipulagningu, byggingu og rekstur íþrótlamannvirkja. Betra for- varnarstarf er ekki til marga. Aðstaða sem nýtist allt árið. Eins hugum við að fötluð- um, útbúum til dæmis brautir við vötn þar sem fólk í hjólastól- um getur farið fijálst allra sinna ferða og rennt fyrir físk ef vill. Pallar eru byggðir til þess og eins er útbúin aðstaða svo þetta fólk geti komist út í báta og siglt á vötnunum. Þannig sköpuð við aðstöðu fyrir heilbrigða útiveru og líkamsrækt." íslensk íþróttaforysta þekkir vel hvað erfítt er að halda starf- inu gangandi en engu að síður ofbýður mörgum utan skipulagða íþróttastarfsins hvað mikið fjár- magn fer í íþrótta- hreyfinguna. Geir Ove sagði að sama hefði verið upp á teningnum í Noregi en tekist hefði að breyta almenning- sálitinu með því að fá almenning í lið með íþróttahreyfingunni. „Við höfum fundið að þar sem almenningur er hafður með í ráðum varðandi skipulagningu, byggingu og rekstur verður eign- artilfínning hans rík. Þannig myndast samstaða, almenningur fær aðstöðu og íþróttafélögin sjá drauma sína rætast í til dæmis yfirbyggðum knattspyrnuvelli. Þetta gerist samt ekki á svip- stundu en með tímanum verður árangurinn augljós. Það er viss sigur þegar einn úr hverri fjöl skyldu bætist í hóp virkra heilsu- ræktarmanna. Og markmiðið hlýtur að vera að sem flestir stundi íþróttir með heilbrigði þjóðarinnar í huga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.