Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kosningabarátta í Bandaríkjunum Dole vændur um spillingn Washinglon. The Daily Telegraph. TALIÐ er að repúblikaninn Robert Dole, sem álitinn er líklegastur til að verða forsetaframbjóðandi flokks síns í Bandaríkjunum á næsta ári, sé að lenda í miklum vanda vegna hagsmunagæslu fyrir auðkýfinga og stórfyrirtæki. Er Dole vændur um að misnota að- stöðu sina gegn fríðindum af hálfu fyrirtækjanna. Á þriðjudag var skýrt frá því að Dole fengi m.a. oft að ferðast með einkaþotum auðkýfingsins Carls Lindners í Cincinnati. Vitað er að Lindner og ýmis fýrirtæki hans hafa gefið rausnarlega í kosningasjóði beggja flokka í Bandaríkjunum. Undanfarin tvö ár hefur þing- maðurinn, sem er leiðtogi repúblik- ana í öldungadeildinni, rúmlega 180 sinnum notað einkaflugvélar er oft- ast hafa verið í eigu stórfyrirtækja. Var þetta upplýst í nýrri bók um Dole eftir fyrrverandi aðstoðar- mann hans, bókin nefnist Öldunga- deildarþingmaður til sölu (Senator for Sale). Bókin um Dole hefur vakið mikla athygli en ájálfur segist Dole ein- göngu vera að gæta bandarískra hagsmuna. Repúblikanar unnu mik- inn sigur í þingkosningum í fyrra og var eitt af helstu baráttumálun- um að draga úr áhrifum sérhags- muna og hvers kyns spillingu í þing- sölum. Unnið fyrir Chiquita Lindner rekur stórfyrirtækið Chiquita er selur banana og reynir Dole að koma í gegn lögum sem torvelda myndi stjórnvöldum í nokkrum löndum Rómönsku Amer- íku að gera samninga um banana- viðskipti við Evrópusambandið en með samningunum yrði markaðs- hlutdeild Lindners skert. Dole reyn- ir að fá í gegn sérstök ákvæði um bananaviðskipti í væntanlegum fjárlögum og einnig að fá sam- þykktar viðskiptalegar refsiaðgerð- ir gegn Kosta Ríka og Kólumbíu er keppa á sömu mörkuðum og Chiquita. Reuter * Strútabóndi í Ukraínu VLADIMIR Taratyka ræktar strúta í austurhluta Ukraínu. Hér ber hann ungan strút í fangi sínu, en í baksýn gefur að líta tvo full- vaxna strúta. Strútabúið er í Konstantinovka, skammt frá bænum Donetsk. Taratyka rækt- ar strúta til manneldis og eggja- framleiðslu. Hann ræktar einnig snigla og suður-ameriska loðdýr- ið Chinchilla, en feldur þess er einkar verðmætur. afslátt á 500 g jólasmjörstyk Áður 168 kr. Nú 126 kr. Notaðu tækifærið og njóttu smjörbragðsms ! á ári! kr. 35. SPARAÐU ///■■ Einar Farestveit &Co. hf. Borgartúni 28, símar 562-2901 og 562-2900. ■ ktöbei MEÐ EL-GENNEL BRAUÐVÉLINNI Otrúlegt en satt: Ef þú bakar eitt brauð á dag, sparar þú 35.000 krónur á ári í heimilisrekstrinum og getur að auki ávallt boðið fólkinu þínu upp á nýbakað, ilmandi og hollt brauð án aukaefna! Verð aðeins kr. 24.605 stgr. Hefurþú efni á að sleppa 35.000 kr. sparnaði? REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og búið, H.G. Guðjónsson, Suðurveri, Húsasmiöjan, Skútuvogi, Glóey, Ármúla 19, Rafbúðin, Álfaskeiöi 31, Hafnarf., Miövangur, Hafnarfirði. SUÐURNES: Staðafell hf.t Keflavik, Samkaup, Keflavik, q Rafborg, Grindavík. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi, Trésmiöjan Akur, Akranosi, Kf. Borgfirðinga, (1) Borgarnesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Versl. Hamar, Grundarfiröi, Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: £ Kf. Króksfjaröar, Króksfjarðamesi, Skandi hf., Tálknafiröi, Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri, Laufið, Bolungarvik, <I> Húsgangaloftið isafirði, Straumur hf., ísafiröi, Kf. Steingrimsfjarðar, Hólmavík. NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Boröeyri, Kf. V-Húnvetinga, Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi, Kf. Skagfiröinga, Sauðárkróki, KEA, _q Akureyri, og útibú á Norðurlandi, Kf. Þingeyinga, Húsavík, Kf. Langnesinga, Þórshöfn, Versl. Sel, Skútustöðum. C AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði, Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum, Rafalda, Neskaupstaö, Kf. Héraðsbúa, Reyöarfiröi, Kf. Fáskrúðsfjarðar, Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi, Kf. A-Skaftfelinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Árnesinga, Vik, Kf. Rangæinga, Hvolsvelli, Kf. Rangæinga, Ruðalæk, Versl. Mosfell, Hellu, Reynistaöur, Vestmannaeyjum, Kf. Ámesinga, Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.