Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR UMRÆÐA um fíkniefnavandann hefur verið áberandi undanfarið og ýmsir aðilar komið við sögu. Fram hefur komið tillaga á Alþingi um hertar refsingar gegn fíkniefnabrot- um og Samband íslenskra sveitarfé- laga hefur sömuleiðis lýst yfir áhyggjum sínum af þróun mála. í tveimur viðhorfakönnunum sem höf- undur hefur staðið að í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hafa þessar áhyggjur jafn- framt komið skýrt í ljós. En hveijar eru rætur vandans og hveiju hafa hertar refsingar skilað til að draga úr honum? Mun lögleiðing fíkniefna draga úr vandanum sem fylgir þeim? Fíkniefni í Bandaríkjunum Óhætt er að fullyrða að Bandarík- in hafí verið í fararbroddi í barátt- unni gegn fíkniefnum og á síðustu árum hafa þarlend yfirvöld háð sann- kallað stríð gegn útbreiðsiu þeirra. Síðan 1980 hefur fjöldi fanga meir en tvöfaldast og er nú sá mesti í heiminum miðað við fólksfjölda. Drif- krafturinn bak við þessa þróun liggur að litlu leyti í aukningu giæpa, held- ur mun fremur í breyttri afgreiðslu refsimála í dómskerfinu sem hefur aukið líkumar á að dómar endi í fang- elsisvist - ekki síst í meðferð mála er tengjast fíkniefnum. Ef við lítum á ástæður fangavist- ar kemur í ljós að árið 1992 sátu 58 prósent fanga í alríkisfangelsum Bandaríkjanna vegna fíkniefna og hefur hlutfallið ekki verið hærra á síðari árum. Til samanburðar má nefna að á tímabilinu 1985-93 sátu að jafnaði 5-11 prósent fanga í ís- lenskum fangelsum vegna fíkniefna og er þar vissulega ólíku saman að jafna. Hveiju hefur þessi mikla herferð bandarískra stjómvalda gegn fíkni- efnum skilað? Herferð sem kostað hefur milljarða dollara á hveiju ári? Á síðustu ára- tugum hefur framboð og eftirspurn eftir fíkniefn- um vaxið hröðum skref- um og má segja að þau hafi náð að læsa sig um nánast allan þjóðfélags- líkamann. Neyslukann- anir sýna t.d. að á tíma- bilinu 1975-91 sögðust um 45-60 prósent stúd- enta hafa neytt fíkniefna og 18-30 prósent á síð- ustu þijátíu dögum fyrir könnunina. Á hveiju ári játa yfir átta milljónir á aldrinum 18-25 ára að hafa neytt kókaíns og umtalsverður hluti á síðustu dögum fyrir könnunina. Útbreiðsla fíkni- efna er því umtalsverð og mun meiri en gengur og gerist meðal annarra iðnvæddra þjóða, þrátt fyrir þyngri viðurlög og mikinn viðbúnað banda- rískra yfirvalda gegn fíkniefnum. Hefðbundnar neyslukannanir hafa þó sýnt að neysla fíkniefna virð- ist hafa dregist eitthvað saman í Bandaríkjunum á síðustu árum. Bendir það ekki til þess að aðgerðir yfirvalda gegn fíkniefnum séu loks að skila árangri? Það má vera en gæta verður að því að dregið hafði úr neyslu þessara efna áður en viður- lög voru stórlega hert í byijun 9. áratugarins. Auk þess virðist neysla allra vímuefna, bæði löglegra og ólöglegra, hafa dregist eitthvað sam- an sem bendir til víðari vakningar í þjóðfélaginu gegn vímuefnum en birtist í herferð yfirvalda gegn fikni- efnum. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að ekki hafi á sama máta dreg- ið úr neyslu harðra efna eins og heróíns og kókaíns/krakks en fíkni- efnavandinn verður einmitt hvað verstur í tengslum við neyslu þessara efna. Hefðbundnar neyslukannanir ná jafnan fremur til venjulegra borgara, miðstéttarinnar, sem býr við stöðug kjör en síður til þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu. M.ö.o. fíkniefnaneysla mið- stéttar virðist hafa dregist eitthvað sam- an, en neysla undir- málshópanna hefur ekki minnkað að sama skapi eins og ýmsar aðrar rann- sóknir hafa sýnt. Hér erum við e.t.v. farin að nálgast kjarnann í umræðu okkar. Stríðið gegn fíkniefnum hefur í raun orðið stríð lögregluyfirvalda gegn jaðarhópum samfélagsins, en neysla og verslun með harðari efni er einmitt fyrirferðarmest á meðal þeirra. Vandi þessara þjóðfélags- hópa einkennist m.a. af brotnum fjölskyldutengslum, ófullnægjandi húsnæði, gloppóttri skólagöngu og takmarkaðri starfsreynslu. Misnotk- un fíkniefna endurspeglar síðan vanda þessara hópa og gerir hann sýnilegri og um leið verri viðureign- ar.-Alþjóðlegur samanburður stað- festir þessa mynd. Þar sem félags- skipanin er í hvað mestum ólestri þar er fíkniefnavandinn einnig hvað verstur. Fíkniefni og önnur afbrot Tengsl fíkniefnanotkunar og ann- arra afbrota eru sannarlega fyrir hendi og hafa verið dregin fram í mörgum rannsóknum. Skýringar eru hins vegar ekki jafn ljósar. Sumir telja að neyslan sjálf leiði af sér afbrot, en skýringar liggja vafalítið talsvert dýpra. í fyrsta lagi sýnir umræðan að ofan að fíkniefnaneysla er langt frá því að vera bundin við hóp glæpamanna, heldur virðist ná langt inn í raðir venjulegra borgara. í öðru lagi verður að taka með í reikninginn bága félagsstöðu þeirra einstaklinga sem lenda hvað harðast í fíkniefnavandanum og eru mest áberandi í hópi síbrotamanna. Þeir búa yfirleitt við lakari kjör en geng- ur og gerist í samfélaginu og leita því margvíslegra ráða til að greiða fyrir fíkn sína, sem er vissulega kostnaðarsöm á hinum svarta mark- aði, og fá iðulega lögleg tækifæri til þess að fullnægja henni. Rót af- brotavandans liggur því ekki nema að hluta til í fíkniefnanotkuninni, Félagslegur og efna- hagslegur veruleiki jað- arhópa í samfélaginu plægir j arðveginn, að mati Helga Gunn- laugssonar, fyrir misnotkun harðra fíkniefna. heldur miklu frekar í bakgrunni þess- ara undirmálshópa, sem elur af sér misnotkun harðra efna svo og önnur afbrot til þess eins að komast af. Fíkniefni á íslandi Drögum við íslendingar dám af þeirri mynd sem hér hefur verið dregin upp af eðli fíkniefnavandans? Margt bendir til að svo sé. í gögnum fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík vekur athygli sá mikli fjöldi einstakl- inga sem fíkniefnalögreglan hefur afskipti af á hveiju ári. Að jafnaði voru um 470 einstaklingar hand- teknir á hveiju ári 1987-92 grunað- ir um fíkniefnamisferli. Jafnframt kemur í ljós að um 40 prósent hand- tekinna árið 1990 sögðust vera at- vinnulausir á meðan atvinnuleysi í landinu var þá á bilinu 1-2 prósent. Tæp 40 prósent til viðbótar sögðust Rætur fíkniefna- vandans Dr. Helgi Gunnlaugsson Alþjóðlegi alnæmisdagurinn Ólafur Ólafsson Haraldur Briem Nýgengi alnæmis í nokkrum Evrópulöndum 1988-1994 Fjöldi alnæmistilfella miðað við milljón íbúa og ár 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 Heimild. tumpean Centre for Ihe Epídemilogical Moniloríng olAIDS Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin hefur valið 1. desember ár hvert alþjóðlegan alnæmis- dag. Að þessu sinni hefur stofnunin valið eftirfarandi kjörorð í tilefni dagsins: Sam- eiginlegur réttur, sam- eiginleg ábyrgð. Um þessar mundir er talið að yfir 4,5 millj- ónir manns hafi veikst af völdum alnæmis og að 19 milljónir fullorð- inna séu sýktir af völd- um alnæmisveirunnar og að meira en 1,5 milljónir bama séu sýktar. Af þeim fullorðpu sem sýkst hafa af veirunni er talið að um 14-15 milljónir séu lifandi. í Evrópu hafa 165.000 einstak- lingar greinst með alnæmi frá því að sjúkdómsins varð fyrst vart. Mið- að við 15. nóvember 1995 höfðu greinst 38 einstaklingar með alnæmi á íslandi frá því alnæmi greindist fyrst árið 1985. Samtals höfðu greinst 97, þar af 81 karl og 16 konur, með smit af völdum alnæmis- veirunnar á tímabilinu. Alls hafa 29 manns látist af völdum alnæmis á íslandi. Ef litið er til nýgengis (nýrra sjúk- dómstilfella á ári hveiju miðað við milljón íbúa, sbr. mynd) undanfarin 6 ár á Norðurlöndum og meðal nokk- urra Evrópuþjóða kemur í ljós að ísland sker sig úr að því leyti að ekki er um aukningu á nýgengi sjúk- dómsins að ræða á tímabilinu. Hafa ber í huga að hér eru tilfelli fá þann- ig að búast má við árlegum sveiflum í nýgengi sjúkdómsins. 19 milljónir fullorðinna eru sýktir af alnæmis- veirunni, segja Harald- ur Briem og Olafur Olafsson, og 4,5 millj- ónir hafa veikzt af alnæmi. Á undanfömum áratug hefur þekking aukist á meðgöngutíma alnæmis, þ.e. þeim tíma sem líður frá smiti af völdum veirunnar þar til menn veikjast af alnæmi. Með- göngutími alnæmis er að meðaltali um 10 ár í flestum þeim aldurshóp- um sem sýkst hafa hér á landi og gera má ráð fyrir að sumir einstak- lingar geti lifað í 20 ár eða lengur. Með því að beita þekkingunni um meðgöngutíma sjúkdómsins og miða við þann fjölda sem greinst hefur með alnæmi má áætla fjölda þeirra sem smitast hafa hér á landi síðasta áratug. Slík áætlun bendir til að smit hafi byijað að breiðast út hérlendis um 1980, útbreiðslan náði hámarki á árunum 1982- 1984, en síðan hafa tiltölulega fáir smitast á ári hveiju. Þess má geta að 1983 átti landlæknir ásamt pró- fessornum í ónæmisfræði ítarlegar umræður við félagsskap homma og skýrði helstu smitleiðir vegna eyðni. Vegna hins langa meðgöngutíma sjúkdómsins er ekki hægt að áætla fjölda smitaðra eftir árið 1990 en mótefnamælingar sem fram- kvæmdar hafa verið hérlendis und- anfarin ár benda ekki til neinnar teljandi aukningar á smiti. Telja verður líklegt að öflugt fræðslu- starf um alæmi sem stundað var hér á landi einkum á síðasta áratug hafi skilað árangri. Meginástæðan fyrir því að dregið hefur úr nýgengi smits er sú að faraldurinn meðal samkynhneigðra tilheyra ófaglærðri verkalýðsstétt. Það eru því fyrst og fremst jaðarhóp- ar hins íslenska samfélags sem lenda í útistöðum við yfirvöld vegna fíkni- efna og reyndar annarra afbrota einnig, rétt eins og í öðrum samfé- lögum. Almennt séð einkennist hins vegar íslenskt samfélag af tiltölu- lega meiri jöfnuði en gengur og ger- ist meðal flestra annarra vestrænna þjóða. Vandi vegna fíkniefna og annarra afbrota verður því ekki eins djúpstæður og þekkist víða erlendis, auk þess sem fámennið gefur meiri möguleika á óformlegu taumhaldi og eftirliti með einstaklingunum en víða annars staðar. Kostir í stefnumótun Sumir þjóðfélagshugsuðir hafa haldið því fram að réttast væri að leyfa ■ framleiðslu, dreifingu og neyslu fíkniefna. Hér er vert að staldra örlítið við. Rétt eins og úr- ræði refsilaga hafa ekki leyst fíkni- efnavandann er jafnvíst að lögleiðing þessara sömu fíkniefna mun ekki gera það heldur. Líklegt má telja að lögleiðing fíkniefna myndi til lengri tíma litið leiða til talsvert al- mennari útbreiðslu en hún er í dag. Kostnaður samfélagsins af stærri hópi fíkla gæti því orðið verulegur og mun meiri en sá herkostnaður sem við berum í dag í formi ýmiss konar löggæslu og meðferðarúr- ræða. Ef yfirvöld vilja í alvöru leitast við að uppræta vandann væri eðlileg- ast að höggva að rótum hans; sem eru félags- og efnahagsleg vanda- mál jaðarhópa samfélagsins sem í raun skilyrða og plægja jarðveginn fyrir misnotkun harðra fíkniefna. En það er vissulega flókið og vand- meðfarið mál og krefst pólitísks vilja og samfélagslegrar samstöðu sem alls ekki er sjálfgefin á tímum auk- innar einstaklingsábyrgðar og mark- aðslausna í þjóðfélagsmálum. Yfir- völd og borgarar samfélagsins verða þó sífellt að halda vöku sinni fyrir nýjum leiðum í stað þess að fylgja blindandi eldri stefnumörkun, sem e.t.v. hefur ekki reynst nægilega farsæl. Höfundur er lektor í félagsfræði við Háskóla íslands. hefur dvínað. Hins vegar hefur hlut- ur gagnkynhneigðra meðal þeirra sem greinast smitaðir aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. íslendingum hefur tekist vel að halda alnæmisfaraldrinum í skefj- um fram til þessa. Við höfum verið heppin með að alnæmissmit hefur ekki náð að breiðast út meðal fíkni- efnaneytenda sem sprauta sig. Á hinn bóginn er það vissulega áhyggjuefni að smitandi lifrarbólga, sem hefur sömu smitleiðir og al- næmi, hefur breiðst ört út meðal fíkniefnaneytenda á undanförnum árum. Og einnig skal á það minnt að útbreiðsla alnæmis eykst enn í okkar nágrannalöndum og heimin- um öllum ekki síst í Suðaustur- Asíu. Ef okkur á að takast að halda þeim góða árangri, sem virðist hafa náðst, er nauðsynlegt að slaka ekki á fræðslu og forvörnum gegn al- næmi. Það gildir enn sem fyrr að al- næmisveiran smitar eingöngu með óvörðum kynmökum við sýktan ein- stakling, með menguðum sprautum og nálum og frá sýktri móður til barns í meðgöngu eða við fæðingu. Alnæmisveiran smitar hins vegar ekki í daglegri umgengni, snert- ingu, sundlaugum, með mat eða snertingu svo sem handabandi, faðmlögum eða kossum. Ekki má gleyma því að næstum 100 einstaklingar hafa greinst með smit á íslandi. Margir eru við góða heilsu og langflestir eru og hafa verið ábyrgir þjóðfélagsþegnar þannig að engum ætti að standa nein ógn af þeim. Smitaðir eiga sameiginlegan rétt með okkur öllum og ábyrgðin er okkur öllum sameig- inleg í glímunni við alnæmi. For- dómar gagnvart smituðum einstak- lingum eiga ekki að líðast. Ólafur Ólafsson er landlæknir og Haraldur Briem er sérfræðingur í smitsjúkdómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.