Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 33 AÐSENDAR GREINAR Jólaóratóría Bachs DAGANA 9. og 10. desember nk. verða 3 fyrstu kantötumar úr Jólaór- atóríu Bachs fluttar í Hallgrímskirkju undir stjóm Harðar Askelssonar. Flytjendur eru Mótettukór Hallgríms- kirkju ásamt hljómsveit og einsöngvur- unum Mörtu G. Halldórsdóttur sópran, Moniku Groop alt, Karl Heinz Brandt tenór og Tómasi Tómassyni bassa. íslenskir tónlistamnnendur hafa margsinnis átt þess kost á undanföm- um ámm að hlýða á þessa yndisfögm tónlist í túlkun fjölda úrvals lista- manna. Oftast vom fluttar fyrstu kantötumar eða valdir kaflar úr verk- inu. Skrásetjara þessa pistils em ekki tiltækar tæmandi heimildir um alla þessa tónleika, en á enga mun hallað þótt tveggja flytjenda sé hér sérstak- lega getið. Þar er um að ræða Pólý- fónkórinn, undir stjóm Ingólfs Guð- brandssonar, sem stóð að flutningi fímm sinnum á ámnum 1964-1979 og Langholtskórinn, undir stjóm Jóns -Stefánssonar, sem flutti Jólaóríuna fimm sinnum á áranum 1981-1990, þar af tvisvar sinnum verkið allt. Hvað er óratóría? í tónlistarorða- bókum segir að erfitt sé að skilgreina hugtakið. Ástæðan er einfaldlega sú, að merking þess hefur verið breytileg bæði milli landa og skeiða tónlistar- sögunnar. Á okkar tímum er átt við langt tónverk við samfelldan trúarleg- an texta, sem flutt er af kór, hljóm- sveit og einsöngvumm. Rétt eins og óperan er óratórían uppmnnin á ítal- íu. í upphafí vora flytjendur söngs í leikbúningum og hljómsveitin'hálffal- in. Blómadagar ítölsku óratóríunnar vom á 17. öld og nægir þar að nefna höfunda eins og Giovanni Battista Pergolesi og Alessandro Scarlatti. í Þýskalandi þess tíma vom hins vegar flest stórvirki kirkjutónlistar passíur eða kantötur. Óratórían hafði hins vegar áhrif á þróun þessara greina tónlistarmeiðsins og samkvæmt fram- angreindum skilningi á óratóríu em hinar miklu passíur Bachs óratóríur. Johan Sebastian Bach Dagana 9. og 10. des- ember verða þrjár kant- ötur úr Jólaóratóríu Bachs fluttar í Hall- grímskirkju, segir Sig- ríður Guðmundsdótt- ir, sem hér fjallar um tónverkið. Hins vegar er Jólaóratórían í raun réttri ekki óratóría, heldur sex sam- stæðar kantötur og skal nú gerð grein fýrir þeim í örstuttu máli. Hver einstök kanata er fullgerð sem slík, með texta er tilheyrir flutn- ingsdeginum. Þær vom fmmfluttar í Leipzig 1734-35. Flutningsdagar voru þrír fyrstu jóladagarnir, þ.e. 25., 26. og 27. desember, áttundi dagur jóla (nýársdagur), næsti sunnudagur þar á eftir, sem bar upp á 2. janúar og þrettándinn, 6. jan- úar. Kantptur nr. 1, 2, 4 og 6 voru fluttar í báðum höfuðkirkjunum, Tómasarkirkjunni og Nikulásarkirkj- unni, en nr. 3 og 5 einungis í hinni síðarnefndu. Vafaiaust er talið, að Bach hafi hugsað sér þær sem eina heild og lúta margvísleg rök að því. Þær eru t.d. allar byggðar um D dúrinn, nánar tiltekið D-G-D-F-A-D og hann lét prenta alla textana í einu lagi. Einnig má nefna atriði eins og það, að hann lokar hringnum með því að nota fyrstu laglínu fýrsta sál- malagsins í lokakór síðustu kantöt- unnar. Þessa laglínu sótti hann í kóral eftir þýska tónskáldið Hans Leo Hassler. „Herzlich tut mich ver- langen", en það tónverk þekkja ís- lenskir _ kirkjugestir sem sálminn góða „Ó höfuð dreyra drifið". Þessi sálmur kemur einnig nokkrum sinn- um fyrir í Matteusarpassíunni. Frum- gerð Jólaóratóríunnar hefur varð- veist og er nú geymd á safni í Berlín. Við samningu Jólaóratóríunnar notaði Bach jöfnum höndum nýtt efni og ýmislegt er hann hafði áður samið. Fyrirferðamestar em þar kantötur er hann skrifaði til að heiðra konungsíjölskylduna í Dresden á ár- unum 1733 og 1734 og kirkjuleg kantata sem nú er týnd. Eldra efnið fékk að sjálfsögðu nýjan texta. Við samningu textans naut hann, sem oftar, aðstoðar skáldsins Henrici, sem skrifaði undir höfundarnafninu Picander. Margar og lærðar greinar hafa verið ritaðar um tilurð Jólaóratór- íunnar sem önnur stórvirki Bachs og unnendur tónlistar meistarans geta víða leitað fanga. Vissulega gefur öll slík vitneskja tónlistinni aukna vídd, en fyrst og fremst talar hún til okkar sjálf, ávallt ný og undra- verð. Snilld hans fáum við ekki skil- ið en njótum af gnægð hennar alla ævi með þakklátum huga. Aðalheimild: Malcolm Boyd. Bach. - (The Master musicians series). 1983. J.M. Dent & Sons Ltd., Aldine House, 33 Welbeck Street, London WIM 8 LX. Höfundur er líffræðingur og syng- ur í Mótettukór Hallgrimskirkju. Vegna mikillar eftirspurnar hefur okkur tekist að útvega viðbótar- gistirými á Kanaríeyjum. Brottför Laust Lengd 20. des. 1 sæti 4 vikur 27. des. 2 sæti 3 vikur 27. des. 2 sæti 4 vikur 03. jan. 3 sæti 3 vikur 24. jan. 10 sæti 3 vikur 31. jan. 12 sæti 2 vikur 07. feb. 10 sæti 2 vikur 14. feb. 9 sæti 2 vikur 14. feb. 4 sæti 3 vikur 4 4 ÚRVAL ÚTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: simi 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: stmi 482 1666, Akureyri: stmi 462 5000 ■ og bjá umboðsmönnum um land allt. 'tvarpstœi SIEMENS I aðer gaman aðgefa SllllllPj vandaðar og fallegar jólagjafir. Gjafir sem gleðja og koma að góðum notum lengi, lengi. ( Þannig eru heimilistcekin frá Siemens, \ í Bosch og Rommelshacher. (Ekki sakar að kceta hiiálfana íleiðinni.) . ... Ryksugur fi\ M I Hrœrivél meö öllum fylgihlutum á 16.900 kr. stgr. Handryksuga á 3*750 kr. ^ Q BrauÖristárfyá 3.600 ktj comroí :# Vöfflujám á 5*900 kr. J jGufustrokjárn frá 3*900 kr.j SJtMENS SMITH & NORLAND Umboðsmenn: Akranes: Rafþjðrtösta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála • Helli Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavik • Búðardalur: Ásubúð • ísafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: í • Húsavík: Öryggi • Þórshöfn: Norðurraf • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn" • Höfn í Hornafirði: Kristall • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði. * Grundarfjörður: Guðni ið • Akureyri: Ljósgjafinn vík: Stefán N. Stefánsson ikjaverslun. Sig. Ingvarss. Noatum 4 • Simi 5113000 QLAN • AUGLÝSINGASTOFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.