Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Norræna félagið um þarf- ir sjúkra barna 15 ára HINN 7. nóvember 1980 var Norræna fé- lagið um þarfír sjúkra bama (NOBAB) stofnað á ráðstefnu í Lilleham- mer í Noregi. Aðildar- lönd félagsins em fímm, Danmörk, Finnland, Ís- land, Noregur og Sví- þjóð. Helga Hannesdótt- ir bama- og unglinga- geðlæknir hefur verið formaður félagsins nú á þriðja ár en það er í fyrsta skipti sem ísland fer með formennsku í félaginu. Stjómina skipa einn fulltrúi frá hveiju aðildarlandi auk formanns og ritara sem era kosn- ir sérstaklega. Ritari félagsins er Esther Sigurðardóttir, fulltrúi for- eldra frá íslandi. Félagið samanstend- ur af fagfólki úr öllum heilbrigðis- stéttum ásamt foreldram veikra bama, bæði einstaklingar og fag- og foreldrafélög. Hvert aðildarland hefur jafnframt eigið félag innan síns lands. Umhyggja er íslandsdeild félagsins. Formaður Umhyggju er Þorsteinn Ólafsson. Meðlimafjöidi félagsins er fleiri þúsund manns í aðildarlönd- unum fímm. Félagið gefur út tímarit- ið NOBAB-NYTT tvisvar á ári og fer Island nú með ritstjóm tímaritsins, sem er dreift til meðlima og aðildarfé- laga. NOBAB mætir þörfum veikra bama og unglinga fyrst og fremst með því: * Að halda árlega ráðstefnur, fundi og námskeið fyrir fagfólk, félög og foreldra. * Að hafa áhrif á stjómvöld um ýmsar stefnumótandi ákvarðanir varðandi þarfír veikra bama og unglinga. * Að dreifa og miðla upplýsingum og hug- myndum um þarfír veikra bama til stjóm- valda og almennings. * Að samræma að- gerðir og eiga samvinnu við aðrar þjóðir og al- þjóðasamtök með svipað starfssvið. * Að hafa samtökin opin öllum þeim sem hafa áhuga á þörfum veikra bama og ungl- inga. Síðastliðin fímmtán ár hefur stjóm félagsins unnið markvisst að eflingu félagsins og auknu samstarfí milli foreldra og fagfólks innan hvers lands, milli aðildarlanda og síðastliðin 3 ár við Evrópusamtök um þarfír sjúkra bama (EACH). Evrópusam- tökin vora formlega stofnuð í Austur- ríki árið 1993 og standa nú 14 þjóð- lönd að baki þeirra. Trúin á ávinning af fjölþjóðlegu samstarfí á þessu sviði kom m.a. vegna árangursríks starfs NOBAB og leiddi forsvarsmenn Evr- ópufélaganna saman. Þarfír sjúkra bama era í raun þær sömu og þarfír heilbrigðra bama. Sjúk böm þarfnast fyrst og fremst öryggis og frelsis til athafna, en auk þess þarfnast þau sérstaklega mann- legra samskipta, nærvera foreldra, uppörvunar og hughreystingar, hjúkr- unar og lækningar; svonefndrar heild- rænnnar meðferðar. Þegar sjúkdóma eða slys ber að höndum, geta þessar þarfír gleymst eða fallið í skugga fyrir öðrum brýnni þörfum, auk þess sem slíkar aðstæður valda róttækum Ýmis brýn mál hafa verið leyst á vegum NOBAB, segir Helga Hannesdóttir, sem hér rekur sögu félagsins. breytingum á lífí og líðan bamsins, foreldra og fjölskyldu þess. Þegar bam veikist og leggst inn á sjúkrahús skapast vanalega kreppuástand í lífi' bams og fjölskyldu þess. Á sjötta og sjöunda áratugnum leiddu rannsóknir á bömum vistuðum á sjúkrahúsum í ljós, að ýmsar læknis- fræðilegar aðgerðir á bömum, spítala- dvöl og fjarvera frá foreldram yllu oft bömum djúpstæðri tilfínningalegri vanlíðan, hræðslu, kvíða, öryggis- leysi, ásamt neikvæðum hugmyndum sem gæti haft varanleg áhrif á þroska bama, ef þeim væri ekki hjálpað að vinna úr þessum neikvæðu tilfinning- um. Heilbrigðisstéttir víða um heim átta sig nú á alvöra þessa máls og hve mikilvægt er að koma til móts við þarfír veikra bama með þverfaglegri þekkingu og samvinnu við foreldra sem fyrst í öllum þjóðlöndum. Undanfarin ár hefur NOBAB unnið markvisst að ýmsum málum eins og t.d. að stuðla að því að böm liggi á bamadeildum en ekki á fullorðins- deildum, að veita bömum aðstöðu til skapandi leiks og náms á sjúkrahús- um og nærvera foreldra og að gerð staðla fyrir böm og unglinga á sjúkra- húsum. Staðlar þessir era byggðir á svokölluðum Leiden-sáttmála, sem er Evrópusáttmáli um böm á sjúkrahús- Helga Hannesdóttir fy , mMmf/mwé £/■?'/) íýÁ' f/,v,//<'7'<J'- 'Z\ %Wfa, íi 'éi/jf m'k,’/'í'Á. -: , Lifandi tónleikar Venjulegir hátalarar Bose Acoustimass „Direct/Reflecting"® Einnig fást Bose Acoustimass Am7 Dolby Prologic heima- bíóhátalarar á 94.700 kr. [cj&gggf TIL AU.T AÐ 3« MANM skiptir ekki máli! Það fer ekki mikið fyrir litlu orkuverunum frá Bose en áhrifin eru stórkostleg. Bose Acoustimass Am5 hátalarar á iátatiCfraéí: 69.900 kr.stgr. Verð áður 79.900 Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500 um sem byggist á tíu þáttum. Fyrir u.þ.b. tveim áram vora staðlamir full- gerðir og myndskreyttir fyrr á þessu ári af frönskum listamanni PEF og þeim dreift til heilbrigðisyfírvalda og allra sjúkrahúsa á Norðurlöndum. Auk þess vora staðlamir gefnir út í formi veggspjalda, bæklinga og korta og þeim dreift á heilsugæslustöðvar, læknabiðstofur og fleiri staði. Staðl- amir byggjast á eftirfarandi 10 þátt- um: Sjúkrahúsmeðferð bama; tryggja beri tengsl bama og foreldra; ábyrgð foreldra; upplýsingar til bama og for- eldra; samákvörðunarrétti; friðhelgi; styðja eðlilegan þroska bams; aðlagað umhverfí; sérmenntað starfsfólk; samhengi og heild. NOBAB-staðallinn um umönnun, lækningu og hjúkran bama á sjúkra- húsum er Leiden-sáttmálinn lagaður að norrænum aðstæðum. Alþjóða heil- brigðismálastofnunin (WHO) átti framkvæði að Leiden-sáttmálanum. Með stöðlunum er lögð áhersla á rétt veikra og fatlaðra bama. í þeim er meðal annars lögð rík áhersla á að leggja böm eingöngu inn á sérút- búnar bamadeildir með sérmenntuðu starfsfólki, þar sem þarfír bama og fullorðinna era gerólíkar og fara ekki saman. Þó nokkuð hefur miðað í rétta átt á Norðurlöndum fyrir tilstuðlan NOBAB og reynt hefur verið að að- laga umhverfí bama þörfum þeirra og bamadeildir útbúnar leiktækjum og skreytingum við hæfí bama. í stöðlunum er einnig lögð rík áhersla á að aðstandendum bama sé frjálst að koma og fara að vild og vera eins mikið með bömunum og þeir geta á meðan á sjúkrahúsdvöl þeirra stend- ur. Aðstaða til gistingar þarf að vera fyrir foreldra og þeir hvattir til að gista með bömum sínum á sjúkrahús- um. Ýmiskonar fræðsluefni og upplýs- ingabæklingar fyrir foreldra og böm þurfa að liggja frammi á sjúkradeild- um um áhrif sjúkrahúsdvalar á böm og einnig um hina ýmsu sjúkdóma sem leiða til innlagnar og þá meðferð sem bömum er gefín við þeim. NOBAB hefur unnið markvisst að því að staðlamir séu hafðir að leiðar- ljósi við allar breytingar og úrbætur í málefnum veikra og fatlaðra bama. Má t.d. nefna að hér á landi, í tengsl- um við flutning bamadeildar Landa- kotsspítala á Borgarspítala, voru NOBAB-staðlar hafðir að leiðarljósi. Finna má nú staðlana myndskreytta á veraldarvefnum ásamt öðram upp- lýsingum um NOBAB, m.a. um næsta þing félagsins, sem verður í Finn- landi, 29. ágúst-l.september 1996. Þema þingsins verður: Bamadeildir án takmarka. Með kynningu á NOBAB á alnetinu öðlast félagið og Norðurlandadeildir þess fjöldadreif- ingu um heim allan, sem auðveldar NOBAB-dreifíngu á hugsjónum og markmiðum félagsins til almennings. Talsvert upplýsinga- og fræðslu- efni hefur verið gefíð út á vegum samtakanna og landsdeilda þess. Auk þess hefur verið gefíð út fræðsluefni fyrir veik böm og foreldra þeirra sem liggur frammi á barnadeildum sjúkra- húsa. í tilefni af 15 ára afmæli NOBAB var ákveðið að veita aðilum (félögum, stofnunum, einstaklingum) viðurkenn- ingu, sem sýnt hafa málefnum veikra bama sérstakan skilning. Verðlaunin hlaut Norska félagið um þarfír sjúkra bama fyrir að hafa verið fyrsta aðild- arland á Norðurlöndum til að halda NOBAB-þing og taka NOBAB-staðla í notkun á sjúkrahúsum. Ýmis brýn mál hafa verið leyst á sviði norrænnar samvinnu frá stofnun þessara samtaka, en af mörgu er að taka og næg verkefni bíða enn úr- lausnar. NOBAB er að undirbúa að gera könnun á Norðurlöndum á að- búnaði og aðstæðum veikra bama utan sjúkrahúsa og á samanburði milli landa á gæðum sjúkrahússþjón- ustu fyrir böm og verður þá sérstak- lega litið á heildræna og þverfaglega meðferð. Höfundur er læknir og formnður Norræna félagsins um þarfir sjúkra barna. 5* t L>A,TSfí>. O * V • \ Grafmn lundi á salatbeði með gin- og einiberjavinaigrette faté með nmngo- og rifsberjacompote farmaskinka og marinenið rauðspretta með hvítum baunum og saivíu ★ Humarsúpa með skötuselstortelini* ★ Hamborgarhiyggur með hunangs-sinnepssósu Bakaður skötuselur með beikoni, hvítu smjöri og basil Gœsa- og rjúputvenna með sólberjasósu Kjúklingur með hnetu- og villisveppafyllingu ■ og kampavíns-rósmarinsósu W ★ . . Innbökuö, súkkulaðijyllt pera með vanillusósu Ris á la mande með hitidberjasósu Nougatís með súkkulaði-Grand Mamiersósu ★ * Einungis á kvöldin. Innifalið er 1 glas af livítum eða rauðum eðaldrykk. BORÐAPANTANIR í SÍMA 552 5700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.