Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ EINS og alþjóð hlýt- ur að vera kunnugt, hefur bæjarfélagið Hafnarfjörður, verið í sérstakri meðferð slúð- urpressunnar sl. eitt og hálft ár. í Iqölfar fæðingar svokallaðrar „Magnúsastjórnar“ eftir síðustu bæjar- stjórnarkosningar, hefur látum vart linnt. Er ekki ofmælt, að bæjarfélagið Hafnar- fjörður hafi hreinlega verið lagt í einelti. „Magnúsastjómin“ lagði upp laupana, að- eins ári eftir valdatöku sína og var sú burtför ekki vonum fyrr. A þessu eina ári hafði henni tekist að rústa gjörsamlega því frá- bæra samfélagi sem Hafnarfjörður var orðinn ásamt þeirri góðu ímynd, virðingu og tiltrú, sem bærinn með réttu hafði áunnið sér um land allt og reyndar langt út fyrir landstein- ana einnig. Niðurrif alls þess besta sem bærinn hefur haft uppá að bjóða um margra ára skeið virtist vera efst á stefnuskránni. Ófræg- ingarherferð gegn upp- byggingu miðbæjar- kjama og fyrirtækja- rekstri þar og niðurrif menningarmála í Hafn- arfirði virðist mér vera sérstakt metnaðarmál þeirra kumpána, enda fylgist þjóðin agndofa með ósköpunum. Allt þarf að sverta og um- vefja torráðnum dylgj- um og lygum um svín- arí og spillingu. Ekkert er hejlagt og engu er eirt. Ýmislegt væri um slíka starfshætti að segja, jafnvel þó að sannleikskom leyndust í fúk- yrðaflaumnum, sem þó hefur ekki verið til að dreifa. Gróa gamla á Leiti er enda fastráðinn starfsmað- ur þessara óheillaafla. Mér koma reyndar ekki á óvart þessháttar vinnubrögð, þegar trúbræður Stal- íns sáluga em annarsvegar, enda em þau drifkrafturinn í þeirra dap- Hafnfirðingar eiga það skilið, segir Svérrir —j————————————— Olafsson, að ófræging- arherferðinni linni. urlegu tilvist. Mér þykir hinsvegar skjóta skökku við, þegar menn, sem flestir hafa talið grandvara og sómakæra, láta draga sig á asna- eymnum út í slík voðaverk. Magnús Jón Árnason og félagar láta ekki staðar numið. Enn mega Hafnfirðingar búa við þau ósköp, að á þeim dynji í íj'ölmiðlum fúk- yrði og svívirðingar, af froðufell- andi vömm vandlætingarfullra bylt- ingarbræðra, um að Hafnaríjörður sé hið mesta lastabæli. Þar hafi um áratugi stjórnað glæpamenn og skúrkar, sem vitandi vits, kasti hundmðum milljóna af almannafé í sérstök pólitísk gæludýr. Hvflík firra. Er Magnús Jón virkilega svo veraleikafirrtur að trúa því að venjulegt fólk sjái ekki í gegnum froðusnakk hans? Menn hljóta að velta því fyrir sér hvort það em engin takmörk fyrir því hversu langt menn geta gengið í því að sóða út mannorð einstaklinga og orðstír heils bæjarfélags, án þess að þurfa að svara til saka fyrir? Getur hver sem er hundelt náung- ann og hans mannorð í fjölmiðlum landsins og fengið þar útrás fyrir persónulega vanlíðan sína, öfund og biturð? Hvenær taka þessi ósköp enda? Hafnfirðingar em orðnir dauðuppgefnir á niðurlægingarbull- inu, enda vita flestir betur og þykir vænna en svo um bæinn sinn að þeir sætti sig við endalaust skítkast í hans garð. Niðurrifsmennirnir hafa ekki fjallað málefnalega um nokkum skapaðan hlut. Ábyrgð íjölmiðla í slíkum málum e_r líka orðin stórt spumingamerki. í upp- hafi orrahríðarinnar stóðu fyrr- nefndir pótentátar fyrir svokölluð- um „rannsóknum" og „kæmmál- um“ og urðu hreinlega að athlægi þjóðarinnar fyrir vikið. Margir fjöl- miðlar smjöttuðu á þessum „feitu sölubitum" og birtu gjaman með stríðsletursfyrirsögnum. Hinsvegar vom ekki birtar leiðréttingar þegar niðurstöðum rannsókna og kæra var vísað öfugum heim til vafa- samra föðurhúsanna. Þaðan af síð- ur með stríðsletmðum fyrirsögnum. Menn skulu jú bara þurfa að lifa með glæpastimpilinn, satt eða logið! Hvflíkt siðgæði. Sama er að segja um umfjöllun um málefni Miðbæjar Hafnarijarðar. Þar em forsvars- menn fyrirtækisins Miðbær hf. og bæjaiyfírvöld, með öllum ráðum gerð tortryggileg með dylgjum og hálfkveðnum vísum. UmQallanir um málið hafa verið uppfullar af ósönnum staðhæfíngum, óná- kvæmni og öðram óvönduðum vinnubrögðum. „Let them deny it“ Límmiðaprentarar sem prenta strikamerki Límmiðar á böggla, póstinn, fyrir lagerinn o.fl. o.fl. -GAGNASTÝRINGnr Suðurlandsbraut 16 • Sími 588 1900 • fax 588 3201 (látum þá neita því) aðferð Nixons sáluga er látin ráða ferðinni. Sú aðferð hefur þó aldrei þótt góð sið- fræði enda höfundur hennar hinn mesti skúrkur. Við skulum hafa það hugfast, að miklu auðveldara er að „drepa“ orðstír einstaklings eða samfélags en að lífga við aftur. Það hefur og kostað miklar fómir, blóð, svita og tár, að gera Hafnarfjörð að því fyrirmyndar menningarsam- félagi sem hann er. Það er dapur- legt ef það á að verða hlutskipti bæjarfélags, einstaklinga eða fyrir- tækja sem vilja vinna af stórhug og framsýni, að missa höfuðið um leið og stigið er upp úr meðal- mennskunni og smáborgarahættin- um. Það era slæm vinnubrögð að refsa samborgurunum með illmælgi og mannorðsmeiðingum fyrir það eitt að hafa unnið gott verk. Það er sorgleg staðreynd að slík vinnu- brögð hafa verið dæmigerð fyrir allan málflutning þeirra Magnúsar Jóns Ámasonar og félaga. Það er mikill ábyrgðarhluti, ef ekki tilræði við velferð samborgaranna, að standa þannig að málum. Með and- láti þessarar ógæfu stjómar, sann- ast enn frekar, að vinnulag Stalín- ismans, þar sem tilgangurinn helg- ar meðalið, á ekkert erindi inn í venjuleg samfélög siðaðra manna. Því fyrr sem Magnús Jón og félag- ar átta sig á þeirri staðreynd, því betra. Það kostaði kjark fyrir sjálfstæð- ismennina Jóhann Gunnar Berg- þórsson og Ellert Borgar Þorvalds- son, að enda ólánshjónaband Magn- úsastjómarinnar. Ifyrir þá ákvörðun sína, eiga þeir svo sannarlega skilið hrós, án tillits til framvindu annarra pólitískra hræringa í Hafnarfirði, sem í kjölfarið fylgdu. Ljóst er hins- vegar, að hugmyndasmiðir að tilurð „Magnúsastjórnarinnar“, þurfa í fyllingu tímans að axla mikla ábyrgð á spjöldum sögunnar. Hafn- arfjörður hefði vart þolað aðfór þeirra mikið lengur. Við Hafnfírð- ingar getum nú farið að horfa aftur fram á veginn og tekið til við endur- reisn bæjarfélagsins okkar eftir nið- urlægingu og óstjórn „Magnús- anna“. Eg veit að flestum Hafnfírð- ingum er eins farið og mér, að þeir em búnir að fá sig fullsadda af rógburði niðurrifsaflana, hvar í flokki sem slíkir kunna að leynast og nú sé mál að linni. Hafnfírðing- ar eiga það skilið. Höfuadur er myndlistarmaður og Hafnfirðingur. Bæjarfélag í einelti Sverrir Ólafsson JOLALAND I TIVOLIHUSINU er opið fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13-19. íslensk skemmtidagskrá á mörgum leiksviðum! Leikritin: „í Grýluhelli", „Smiður i jólasveinanna" og „Fyrir löngu á f|öllunum..." É um íslensku jólasveinana í samvinnu við Þjóðminjasafn íslands. Tónlistaratriði og hljómplötukynningan Sigga Beinteins kl. 15 laugardag og sunnudag; Halli Reynis laugardag; Vinir Dóra og Zebra ásamt Magnúsi Scheving sunnudag. Sankti Kláus verður á ferii um Jólalandið og kynnir er álfurinn Mókollur. MÖGULEIKHÚSID • ÓKEYPIS Á HESTBAK JÓLAPÓSTHÚS OG SÉR STIMPILL • HÚSDÝRAGARÐUR Bömin hitta Sankti Kláus f Jólalandi. FLUGLEIDIR Landsýn MÓKOLLUR st,unarferðir SBS. Unrierdarm.dstoe SSSSSíi*' aSSSÍS- 6000 GESTIR FYRSTU HELGINA. ,%íDERALLTAi logn og blída JOlALAND!NU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.