Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Frjálslegrí aðdrag- andi forsetakjörs SETT hefur verið á dagskrá Alþingis sú hugmynd, að kjör for- seta íslands verði háð því, að frambjóðandi fái meirihluta at- kvæða, og skuli, ef enginn frambjóðandi nær því, kjósa um þá tvo, sem flest atkvæði fengu í upphafi. Með því eigi að tryggja, að meirihluti þjóðarinnar standi á bak við for- setann. Þegar kosið var árið 1980 um íjóra frambjóðendur og forseti var kosinn með þriðjung atkvæða á bak við sig, sögðu úr- slitin vitaskuld ekki, að tveir þriðju hlutar kjósenda væru á móti honum. Kosningiij sýndi hver var fremstur - meðal jafningja mætti segja. Fer ekki vel á því? Ef kosning er endurtekin, eins og lagt er til, getur seinni umferð skerpt andstöðuna við þann sem sigrar og orðið til þess að allt að því helmingur kjósenda hafi lýst sig andvígan honum. Höfundur, Bjöm S. Stefánsson, hefur kynnt sér óvenjulegar atkvæðagreiðslu- aðferðir. Fyrirkomulagið getur einnig leitt til þess, að í upphafi kjósa menn ekki þann, sem þeim þykir bestur, heldur þann, sem þeir vilja tryggja, að komist í seinni um- ferð. Tjáningarfrelsið er skert með þessu móti. Svo er reyndar einnig, eins og kosið er hér á landi. Rökin fyrir stuðningi við frambjóðanda verða gjama þau að vara fólk við að kasta atkvæði sínu. Frá því segir í dagblöðum, að konur nokkrar nafngreindar séu að leita uppi heppilega konu til að tefla fram til forseta. Til þess að tryggja kjör konu skuli forð- ast, skilst manni, að fleiri konur verði í framboði. Þeir, sem vilja gæta þess sjónarmiðs, að næsti forseti íslands verði karlmaður, hljóta líka að sjá því máli best borgið með því, að aðeins einn karl verði í kjöri. Kosningafyrir- komulagið leiðir til þess, að þröngur hópur kemst í aðstöðu til að þrengja mjög val almenn- ings, áður en til kosninga kemur. Til er fyrirkomulag, sem er þann- ig, að það spillti ekki kvenhyggju- megin, þótt tvær eða þijár konur væm í framboði, og sömuleiðis spillti það ekki líkum á, að karl næði kjöri, þótt þeir yrðu tveir eða þrír í framboði. Ýmsar hugmyndir em um öðm vísi aðferðir við kosningar. Oft er um að ræða röðun með stigagjöf. Aðeins ein slík aðferð er til, sem á við undir ölium kringumstæðum og hugsun er á bak við stigagjöf- ina. Aðferðin á sér langa sögu í fræðunum um kosningar, hún markar raunar upphaf fræðanna. Frakkinn Borda setti hana fram árið 1770. Hún var tekin í notkun í vísind- afélagi Frakka nokkm síðar, en Napóleon fékk hana afnumda þar. Hún hentar ekki einræðissinnuðum manni né þröngum hóp, sem er í aðstöðu til að velja það, sem almenningur má velja um. Framhugsun Borda, sem týndist reyndar í tvær aldir, var að líta á hveija einstaka röð sem úrslit keppni milli allra. í röð- inni ABC telst A betri en B og A betri en C og fær fyrir tvö stig og B telst betra en C og fær eitt stig. Önnur röð (annar atkvæðaseðill) með röðinni CAB skilar tveimur stigum til C og einu til A. Lengstum hafa fræðimenn lát- ið við það sitja að gmfla yfir merkilegum hugmyndum, en látið vera að reyna þær. Það bar því til tíðinda í þessum fræðum, að skipulega hefur verið gengið í það á norrænum rannsóknavettvangi að fá reyndar óvenjulegar og merkilegar atkvæðagreiðsluað- ferðir. Við þetta hef ég unnið undanfarið. Aðferð Borda, raðval, var notuð meðal almennings í skoðanakönn- unum vorið 1994. Á Snæfellsnesi var leitað álits almennings í fjór- um sveitarfélögum á nafni á sam- einuðu sveitarfélagi. Sveitar- stjórnarmenn röðuðu fyrst sín á meðal þeim 190 hugmyndum, sem komu fram, og gáfu fólki kost á að raða þeim fimm nöfnum, sem urðu efst hjá þeim. Fijálst var, hvort menn röðuðu öllum eða til að mynda einu nafni á undan hin- um saman eða einu efst og einu neðst. Þijú nöfn hlutu álíka mörg stig, en eitt þeirra hafði þá sér- stöðu að vera ýmist í efsta eða neðsta sætinu. Aðferðin var notuð í sex hrepp- um Ámessýslu við skoðanakönn- un, sem fram fór samhliða hrepps- nefndarkosningum í maí 1994. Spurt var hvort menn vildu hrepp sinn óbreyttan, sammna við ná- grannasveitarfélög eitt eða fleiri, vemlega sameiningu (efri og neðri hluti sýslunnar) eða að Ámessýsla q11 yrði sveitarfélag. Ekki varð vart við nein vand- ræði meðal kjósenda, þótt seðillinn væri óvenjulegur. Tölvuforrit auð- veldaði stigagjöf. Með þessari aðferð spilla sam- heijar ekki hver fyrir öðram, þótt þeir tefli fram hver sinni óskatil- lögu. Ef málið er að fá konu kjöma, geta þeir, sem hafa það sjónarmið, raðað þeim konum, sem fram em bomar, á undan körlun- um. Það spillir ekki því markmiði, þótt tvær konur eða þijár komi fram. Með raðvali verður aðdrag- andi kosninga fijálslegri en menn eiga að venjast. Höfundur starfar við hagfræði- stofnun Háskólans í Reykjavík. Bjöm S. Stefánsson 23 Ara Fílabein Klæðningin sem þolir íslenska veðráttu Leitib tilboða ÁVALLT TIL A LAGER ÞÞ &co Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29-108 REYKJAVfK SfMAR 553 8640/568 6IOO,fax 588 8755. Jarðskjálftar og forvamir ÚR miðjurými Odda - húss Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. BÓKNÁMSHÚS Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, Oddi, hefur vakið talsverða athygli. Má þar nefna fjölmargar heimsóknir er- lendra skólamanna, og að bygging- in varð fyrir valinu þegar Menn- ingarverðlaun DV í byggingarlist vom veitt fyrr á árinu. Á undan- fömum vikum hefur hins vegar bæst við umfjöllun um húsið í fjöl- miðlum (Dagsljósi og DV) þar sem látið er að því liggja að öryggi sé áfátt í húsinu hvað varðar væntan- legan Suðurlandsskjálfta. Umfjöll- un um náttúmvá og viðbúnað við henni er vandasöm og mikilvægt að hún byggist á réttum upplýsing- um. Því þykir rétt að greina frá þeim ráðstöfunum sem gripið var til í þessu sambandi þegar húsið var hannað og byggt. Ný skólagerð Oddi er fyrsta skólahúsið á land- inu sem hannað er sérstaklega fyr- ir fjölbrautaskóla sem starfar eftir svokölluðu áfangakerfi. Þá tók hönnunin mið af því að talsverður hluti nemendanna kemur í skólann að morgni með skólabílum, og dvel- ur daglangt í skólanum. í skýrslu til skólanefndar 29. apríl 1982 sagði þáverandi skólameistari, Heimir Pálsson: „Meginhugsun er sú að láta miðrými („fjölrými") mynda eiginlegan kjama skólans, skapa þannig stað þar sem allir eigi erindi oft á dag, þar sem menn hittast, vinna (t.d. fer mikið af hópvinnu nemenda fram þama), hvílast og í skemmstu máli sannfærast um að þeir séu hluti af stórri heild, eigi margt sameiginlegt með öðmm nemendum sem máski hafa allt önnur markmið með námi sínu.“ Niðurstaðan varð miðsækin bygg- ing sem ynni gegn þeirri tilhneig- ingu að skólinn greindist sundur í sjálfstæðar brautir, yrði „margir skólar undir sömu stjórn“. I bygg- ingunni era öll rými í sem bein- ustum tengslum við miðkjamann en yfir honum er glerþak sem teng- ir húsið saman. Glerþakið snýr í suður þannig að vinnurými snúa flest í norður en sólskermar stjóma hita og birtuálagi í miðrýminu. Jarðskjálftahönnun Við upphaf hönnunar hússins var ákveðið að taka mið af þeirri staðreynd að skólinn er staðsettur á einhverju mesta jarðskjálfta- áhættusvæði landsins. Af hálfu byggingarnefndar skólans var Júl- íus Sólnes prófessor fenginn til þess að skilgreina forsendur jarð- skjálftahönnunar, annast jarð- skjálftaútreikninga og yfirfara teikningar af burðarvirkjum. Við undirbúning að byggingu fyrri áfanga hússins var reynt að meta jarðskjálftaálag á Selfossi. Ljóst var að kröfur samkvæmt þágild- andi jarðskjálftastaðli ÍST13 voru of litlar, þ.e. gerðu ráð fyrir frekar litlu álagi á bygginguna eða lárétt- um jarðskjálftakrafti sem nam um 13% af þyngd hennar. Því var stuðst við nýjar tillögur Alþjóða- steinsteypusambandsins (CEB, Bulletin d’Information, Nr. 160, Prag 1983). Ákveðið var á grund- velli upplýsinga um jarðskjálfta- sögu svæðisins og þeirra rann- sókna, sem gerðar hafa verið á Suðurlandsskjálftum, að velja lá- rétt hönnunarálag er næmi um 30% af þyngd byggingar. Því til viðbót- ar var svo ákveðið að auka gmnn- álagið vegna mikilvægis bygging- arinnar um 40% og um önnur 20% vegna hugsanlegra mögnunar- áhrifa í undirstöðujarðvegi í sam- ræmi við tillögur CEB. Þannig fékkst grunnálagið 0,42 af þyngd byggingar og em þess ekki dæmi að á íslandi hafi verið notað svo Allt hefur veríð gert til að tryggja sem bezt ör- yggi Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi gagnvart j arðskj álftum, segir í greinargerð um bygginguna. hátt gmnnálag af völdum jarð- skjálfta við hönnun bygginga. Tjón í jarðskjálftum Tjón af völdum jarðskjálfta getur orðið með tvennum hætti. í fýrsta lagi getur myndast spmnga eða gömul spmnga opnast í jarðvegi undir byggingu sem hreinlega rífur hana í sundur. Við slíkum hamför- um er oft lítið hægt að gera annað en forðast spmngin svæði. Ef nýjar spmngur myndast verður hins veg- ar lítið við ráðið. í öðra lagi koma miklir bylgjukraftar fram í burðar- virki hússins af völdum jarðskjálfta- hreyfingarinnar. Stafar byggingum aðallega hætta af láréttum bylgjukröftum sem geta valdið miklu tjóni ef ekki hefur verið tekið tillit til þeirra. Lóðrétt bylgjuhreyf- ing í jarðskjálfta veldur yfírleitt minna tjóni þar sem byggingar þola betur lóðrétta krafta. Við jarð- skjálftahönnun burðarvirkja er gjarnan tekið tillit til láréttu jarð- skjálftabylgjukraftanna með því að reikna burðarvirkið fyrir jafngilda krafta, sem látnir em verka á burð- argrind hússins ofan undirstöðu. Þess þarf þó að gæta að í raun kemur jarðskjálftahreyfingin fram, og þá álag af völdum hennar, í gegnum undirstöður hússins. Því verða undirstöðurnar að vera það sterkar að þær geti flutt áhrif jarð- skjálftans upp í burðargrindina. Þess eru mörg dæmi, að óvanir verkfræðingar átti sig ekki á þessu. Því hrynja eða skemmast hús vegna þess að undirstöðurnar gefa sig þótt burðarvirkið ofan þeirra sé í lagi. Bygging Odda Við byggingu fyrri áfanga Odda var undirstaða hússins ítarlega rannsökuð. Þannig var til dæmis ákveðið að sprengja sig niður fyrir þykkt hraunlag sem mörg hús á Selfossi era grunduð á. Var farið mun neðar með undirstöðurnar og því hægt að fá betri yfírsýn yfir jarðveg undir húsinu. Engar sjáan- legar sprungur voru í grunninum. Undirstöðurnar voru síðan settar á þjappaða hraunfyllingu, misþykka. Þetta hefur í för með sér að hugs- anlegar sprungur í berggrunni undir húsinu rífa sig síður í gegn- um undirstöðurnar. Þá voru undir- stöður byggingarinnar afstífaðar með þverveggjum og bitum langt umfram það sem þörf var fyrir vegna veggja og súlna i kjallara, til að fá fram nægan styrkleika til að geta flutt jarðskjálftaálagið upp í bygginguna. Burðarvirki seinni áfanga hússins er að mörgu leyti frábrugðið fyrri áfanga þar sem ekki er eins mikið um afstífandi veggi eins og í fyrri áfanga. Sjálft burðarvirkið var handreiknað í fyrri áfanganum í samræmi við vel þekktar japanskar hönnunarað- ferðir en áraun í gólfum hússins var hins vegar tölvureiknuð, sem var nýmæli á þeim tíma. Við síðari áfangann var beitt mun fullkomn- ari aðferðum við jarðskjálftaút- reikningana þar sem nú var hægt að reikna allt burðarvirkið í einu með flóknum tölvuforritum. Mjög var vandað til hönnunarinnar og lögð í hana mikil vinna. Grafa þurfti dýpra niður fyrir undirstöð- um en áður vegna mikilla lagna sem þurfti að koma fyrir undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.