Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 53 dægurflugum. Hann dróst að þeim verkum þar sem tekist var á við grundvallaratriði tilverunnar. Svo fékk hann sterka löngun til að setja slíkar hugsanir fram á eigin máli. Tær hugsun í meitluðu formi, í ís- lenskum búningi. Það var ómótstæði- lega lokkandi að reyna. Það varð hans ástríða. En það var erfltt. Og kröfuharður maður eins og Daníel var aldrei ánægður. Hann sýndi fáum afurðirnar og var afar tregur að senda nokkuð fyrir almannasjónir. En það verður tómlegt til lengdar að skrifa bara fyrir sjálfan sig svo hann sendi frá sér tvær bækur með ljóðaþýðingum. Þá fyrri þegar hann var 87 ára að aldri og hina 92 ára. En þetta segir ekki bara sögu um sérlyndi, heldur líka um mann með annasaman starfsdag sem fékk lítið næði fyrir hugarefni sín fyrr en að honum loknum. Ég tel að Daníel hafi haft starfsþrek afreksmanns og skapgerð hetjunnar. Ég held að leið hans frá þröngum sjómannskjörum í Súgandafirði í það að ljúka læknis- námi af eigin rammleik hafi verið býsna brött. Hann var þrekskrokkur með þreksál og ég held hann hafi yfirleitt sofið stutt. Og í ellinni blés oft á móti líka. Fyrri bókina sína gaf hann út eftir heilabólguáfall sem rændi hann jafnvægisskyni og dró mjög úr þreki til hugarstarfa. Þá seinni vann hann mikið til eftir að hafa í ofanálag brotið á sér hrygginn og sitjandi þjáður í hjólastól. Þetta finnst mér vera hetjuskapur. Ég held að sjómennskan hafi stað- ið honum nærri hjarta. Það eru til mergjaðar lýsingar eftir hann í ljóð- um um siglingar og veðurfar til sjós. Þegar-ég hitti hann síðast, fyrir rúm- um mánuði, hafði hann nýlokið við langt frásagnarkvæði undir ljóða- hætti um langafa sína tvo sem báðir voru hákarlaformenn fyrir vestan og báðir fórust í lendingu. Efnið var honum hugleikið, kannski sérstak- lega af því hann vissi að hann nálgað- ist lendingu sjálfur. Daníels vegna þarf enginn að syrgja í dag. Það var svo komið að hann vildi losna héðan. En sjálfs mín vegna syrgi ég. Ég sé eftir Daníei og ég sé eftir Dýrleifu. Mér finnst það afleit tilhugsun að geta ekki heimsótt þau í Árgerði og notið góðs af visku þeirra og fjöri. Þórarinn Hjartarson. Crfi ö fisdrykkjur Veitingohú/ið GAfH-mn Sími 555-4477 ERFIDRYKKJUR JT P E R L A N sími 562 0200 KitchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28 * 562 2901 og 562 2900 ■HHtoMtoWUÍUMHMaMuÚMMMáaaiMMMataauMMMMfeMMi MIIMIMINGAR t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, STEINUNNAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Bröttugötu 24, Vestmannaeyjum. t Innilegar þakkir faerum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður, sonar og bróður, SIGURBJÖRNS HERBERTSSONAR. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á deild 11E, Landspítalanum, fyrir góða hjúkrun. Guðmundur Sveinbjörnsson, Sveinbjörn Guðmundsson, Lilja Dóra Guðmundardóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Haraldsson, Vilhjálmur Guðmundsson. Hildur Jóhannesdóttir, Bylgja Sigurbjörnsdóttir, Steinunn Felixdóttir, Elísabet Herbertsdóttir. Hún er komin Rescue 911 kvikmyndaði eina af sögum þessarar bókar og hefur sýnt tveimur öðrum mikinn áhuga Kvikmynd sögunnar verður sýnd um ailan heim á næstunni F"'cr—_ Þessi magnaða björgunarbók flaug beint í efstu sæti metsölulista Og RÚV Ottar Sveinsson er jafnframt höfundur metsölubókar síðasta árs, Útkall Alfa TF-SIF ,ISLENSRA BOKAÚTGAFAN Síðumúla 11 • Sími 581 3999 r i d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.