Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 55 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell BMW er til sýnis í Bíóhöliinni við Álfabakka. „Goldeneye“ leikurinn fer af stað „GOLDENEYE“ leikurinn þar sem m.a. verður farið á svonefndi, lukkuleikur í til- efni frumsýningar á nýjustu James Bond myndinni, fór formlega af stað sl. laugardag þegar kvikmyndin var frum- sýnd á viðhafnarsýningu í Bíóborginni við Snorrabraut. Þetta er stærsti kvik- myndalukkuleikur sem ráðist hefur verið í hér á landi og er aðalvinningurinn glænýr BMW 316i frá B&L og auka- vinningarnir eru t.d. ævin- týraferð á vegum Smirnoff International til þriggja landa Listmunasýn- ing á Vestur- götu lOa FYRSTA í aðventu var opnuð að Vesturgötu lOa í Reykjavík fram- hald menningar-, kynningar- og sölusýningarinnar Iða sem haldin var í fyrsta skipti í Perlunni sl. sumar. Listmunir voru eftir handverks- fólk af öllu landinu til sýnis og sölu. Sú sýning stóð aðeins yfir í 3 daga og urðu margir frá að hverfa sökum mikillar aðsóknar. Nú verður gerð bragarbót á og verður opið að Vesturgötu lOa allan desember frá hádegi til kl. 7 síðdeg- is og lengur um helgar til áramóta til að koma til móts við áhuga al- mennings. Vesturgata lOa er eitt elsta hús landsins, frá því fyrir aldamót, og á það sér langa og merka menning- arsögu. Framkvæmdastjóri íða er Rósa Ingólfsdóttir, teiknari Sjónvarpsins. Hún er meðlimur í Félagi íslenskra teiknara, Félagi íslenskra leikara og í stjórn Félags leikmynda- og búningahöfunda. Leita vitna RANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri á mótum Kringlumýrar- brautar og Listabrautar klukkan rúmlega 16 laugardaginn 28. októ- ber. Þar rákust á tveir Nissan-bílar; öðrum var ekið norður Kringlumýr- arbraut en hinum vestur Lista- braut. Sól var lágt á lofti þegar áreksturinn varð og greinir öku- menn á um stöðu umferðarljósa á gatnamótunum. skriðdrekanámskeið, snyrti- vörur frá Yves Saint Laurent og fyrstu átta myndirnar um James Bond. Hægt er að nálgast þátt- tökuseðla í leiknum í Sambíó- unum og Háskólabíói, á út- varpsstöðini FM 957 og í versl- un Bifreiða og landbúnaðar- véla. Dregið verður í hverri viku í beinni útsendingu á FM 957 og á þrettándanum, hinn 6. janúar, verður bíllinn dreg- inn út með viðhöfn á fjöl- skyldusamkomu í Perlunni. Bókmennta- kvöld á Akranesi í KVÖLD, fimmtudaginn 7. desem- ber, verður lesið upp úr nýútkomn- um bókum eftir rithöfunda á Akra- nesi og bókum tengdum Akranesi. Lesið verður úr bókum eftir Kristínu Steinsdóttur, Gyrði Elíasson, Krist- ján Kristjánsson, Guðrúnu H. Ei- ríksdóttur, Hannes Sigfússon, Þóru Einarsdóttur og Valbjörgu Krist- mundsdóttur. Hefst upplesturinn klukkan 20.30 og fer fram í Kirkju- hvoli á Akranesi. Aðgangseyrir er 500 kr. og er kaffi og meðlæti inni- falið. Jólakort til styrktar krabbameins- sjúklingum STYRKUR hefur gefið út jólakort sem seld verða til ágóða fyrir starf félagsins. Á kortinu er mynd af olíumálverki eftir Eirík Smith, list- málara, en hann gaf samtökunum birtingarréttinn. Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, var stofnaður fyrir átta árum og hefur beitt sér fyrir úrbótum í mál- efnum þessara sjúklinga og öflugu félagsstarfi þeirra. Kortin verða til sölu á skrifstofu Krabbameinsfélags íslands að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Jólafundur Jólafundur Styrks verður haldinn í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, fimmtudaginn 7. desember og hefst kl. 20.30. Listasmiðja fyrir börn STARFRÆKT verður listasmiðja fyrir börn á aldrinum 7-10 ára í Norræna húsinu laugardaginn 9. desember milli kl. 10-13. Þar mun sköpunargleðin ráða ríkjum og er leiðbeinandi Guðbjörg Lind Jóns- dóttir, myndlistarmaður. Fjöldi þátttakanda er takmarkað- ur. Börn sem hafa áhuga á að taka þátt í listasmiðjunni er bent á að tilkynna þátttöku sína til skrifstofu Norræna hússins fyrir kl. 15 föstu- daginn 8. desember. Þriðjudaginn 12. desember kl. 17 verður síðan opnuð sýning á afrakstri listasmiðjunnar í anddyri og kaffistofu Norræna hússins. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Jólakort Barnaheilla BARNAHEILL hafa gefið út jóla- kort til styrktar samtökunum en þetta er í annað sinn sem þessi fjár- öflunarleið er farin af þeirra hálfu. Jólakortin eru unnin í samvinnu við systursamtök Barnaheilla í Noregi og Bretlandi. Allir félagar í Bamaheill eru að fá send jólakort Barnaheilla þessa dagana og er treyst á góðar viðtök- ur þeirra. Einnig hafa um 3.000 fyrirtæki fengið tilboð um kaup á kortum og hafa viðbrögð þeirra verið afar góð. Hægt er að panta jólakort Barnaheilla á skrifstofu samtakanna. Samtökin Barnaheill hafa starfað um sex ára skeið og vaxið fiskur um hrygg með hverju ári. M.a. hafa samtökin byggt upp meðferð- arheimili fyrir börn og unglinga að Geldingalæk á Rangárvöllum, stað- ið fyrir fjölmörgum ráðstefnum um málefni barna og kynnt Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna nú á haustdögum. Þá reka Barnaheill Foreldralínuna, ráðgjafarþjónustu fyrir foreldra. Verndari samtakanna er forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Kakadu og kóralrif LÍFFRÆÐIFÉLAGIÐ stendur fyrir myndakvöldi í fundarherbergi Tæknigarðs fimmtudaginn 7. des- ember kl. 20.30. Félagarnir Aðalsteinn Öm Snæ- þórsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Jón Geir Pétursson, Jón Sólmunds- son, Ólafur Patrick Ólafsson og Tómas G. Gíslason sýna myndir frá ferð sinni til Norður-Ástralíu. Þeir ferðuðust frá norðurströndinni til austurstrandarinnar á einum mán- uði og skoðuðu ýmsa þjóðgarða s.s Kakadu þjóðgarðinn og Kóralrifið mikla (The Great Barrier Reef). Þeir munu veita örlitla innsýn I fjöl- breytta náttúru landsins. Myndakvöldið er opið öllum. ■ UMSJÓNARFÉLAG ein- hverfra hefur gefið út jólakort í ár eins og undanfarin ár og er jóla- kortasalan ein aðaltekjulind félags- ins. Kortið prýðir mynd eftir 14 ára einhverfan dreng en það er mark- miðið að ávallt sé myndskreyt.ing eftir einhverfa. Skrifstofa félagsins er í Fellsmúla 2b og síminn er 5881599. Blab allra landsmanna! HbtðtnWíH - kjarni málsins! AFMÆLI JON BENEDIKT GEORGSSON HINN 7. desember á besti vinur minn, Jón Benedikt Georgsson, afmæli. Hann verður 70 ára þann dag. Jón Ben, eins og við vinir hans köllum hann, hef- ur um árabil verið bif- reiðastjóri og hann á heima á Hlíðarvegi 54 í Njarðvík. Þar býr hann með eiginkonu sinni, henni Siggu vin- konu minni. Mig langar að senda vini mínum fáeinar línur á þessum hátíðardegi. Guð blessi þig, vinur minn. Því er svo háttað að sutnir menn og konur verða stærri og meiri því nánar sem maður kynnist þeim. Jón Ben er einn af þeim mönnum. Og þótt liðin séu 25 ár síðan ég kynnt- ist þessum sómadreng hefur hann bara vaxið í áliti okkar vina hans. Þegar ég ákvað að skrifa um vin minn, ákvað ég að ræða ekki um ártöl og mánuði, slíkt læt ég eftir þeim er betur kunna með íslenskt mál að fara á prenti. Eftir 17 ára búsetu í Svíþjóð með sænska eigin- konu og sænskumælandi börn fer ekki hjá því að maður gleymi mál- inu. Við kynntumst á Ólafsfirði. Ég var nýfrelsaður frá lífi í áfengi og öðrum niðurbijótandi vímuefnum og gekk í hvítasunnusöfnuðinn og vildi þjóna Guði. Áður en við stofn- uðum Samhjálp og Hlaðgerðarkot var keypt, fór ég í sölumennsku fyrir Forlagið Fíladelfíu. Ég reyndi I nokkrar vikur á Akureyri en ekk- ert gekk, ég seldi ekki einu sinni fyrir m'at og bensíni. Ég ákvað að fara til Ólafsfjarðar og hafnaði fyr- ir utan minnsta húsið. Og nú breyttist nótt í bjartan dag. Ég var af bláókunnugu fólki boðinn inn í litla húsið og það var svo yndislegt að setjast og rabba við hin dásamlegu hjón sem bjuggu þar. Þegar kvölda tók spurði vinur minn hvar ég ætlaði að sofa. Ég taldi víst að ég færi til Akureyrar aftur. Kemur ekki til mála, sagði þá vinur minn Jón. Við keyrum til hennar ísólar inn í dalinn. Svo var gert og þar fékk ég dásamlegar móttökur og svefnpláss hjá þessari dásamlegu systur I Kristi. Þegar ég ætlaði heim daginn eft- ir spurði vinur minn: Ertu með bíl- inn í heilkaskó? Svarið var nei, ég hafði ekki efni á því. Við breytum því, sagði Jón Ben. Sagt og gert. Upp á símstöð og úr eigin vasa greiddi hann tryggingu á bílnn minn. Jón, þú ert höfðingi. Ég man ekki hvort nokkuð var keypt af mér af bókum í litla húsinu, enda skipti það engu. Ég hafði eignast þann besta vin sem ég hef átt, reyndar tvo eða heldur fimm, því hún Sigga og blessuð börnin þijú, Súsanna, Jón Ben yngri og nafni minn, Ge- org, hafa verið trúfastir vinir I 25 ár. Jón Ben hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í lífinu, en ég hvorki vil né get farið að þylja ártöl, en ég nefni það sem stendur mér næst. Þegar við keyptum Hlaðgerðarkot og ég fluttist þang- að óskaði ég eftir að Jón Ben sæti með í stjórn. Hann var auk þess gjaldkeri stofnunarinnar I nokkur ár. Hann reyndist alltaf svo úr- ræðagóður. Sérstaklega naut ég góðs af mörgum og löngum sam- tölum okkar á milli. Málefni sem ekki rúm- uðust á stjórnarfund- um og þegar erfitt var, var mikilvægt fyr- ir ungan mann að geta talað við lífsreyndan mann. Það var oft erfitt. Einu sinni var það verra en ella. Ég tók símann og hringdi í Jón Ben. Hann kom, við ræddum saman, og niðurstaða hans var: Þú þarft að hvíla þig. Hvemig, spurði ég. Jú, hérna. Hann rétti mér lyklakippu og sagði: Farðu norður í litla húsið. Hver á að vera hérna? Nú auðvitað ég og Sigga. Sagt og gert, ég fór norður. En ég verð að viðurkenna, vinur minn Jón Ben, ég taldi víst að vistmenn okkar myndu gera útaf við ykkur. Plata ykkur upp úr skón- um, fara í bæjarleyfi og Hlaðgerð- arkot yrði tómt er við kæmum og Sigga og Jón Ben á Kleppi. En viti menn. í fleiri mánuði heyrði ég tal- að um þessi dásamlegu hjón af vist- mönnum okkar, og ef ég færi í frí ættu Jón Ben og Sigga að vera í • staðinn. Allir elska hann vin minn Jón Ben, enda erfitt að láta ógert, þegar maður kynnist þessum góða vini mínum. Kímnigáfa Jóns er þekkt og þótt hann hafí fengið sinn skerf af sjúk- dómum er hann alltaf glaður. Sem ungur fékk hann berkla en segir alltaf: Guð læknaði mig af þeim. Marga hefur þú glatt í hófum, brúð- kaupsveislum og afmælum. En mest og best nýtur sín ræðu- mennskan, þegar þú stendur upp «• og vitnar um frelsara okkar. Þá má einu gilda hvar hann er, í sam- komusal, í kirkju eða í fárra vina hópi. Jón Ben er einlægur Guðs maður. Það er svo margt sem ég minnist sem gaman væri að skrifa, en við hittumst nú kannski, vinur minn, og ræðum saman. Ég er viss um að aðrir mér færari, í ræðu og riti, munu nota þetta tækifæri og heilsa upp á þig á degi sem þessum. Marg- ir eru þeir sem hafa notið hlýju, kaffisopa og góðgætis á Hlíðarvegi 54, og ég gæti trúað að svo verði enn um mörg ár. Nú eru jólin að koma og þá er þess að geta að í 15 ár hefur þú, örláti vinur minn, sent mér hinn dásamlega íslenska jólamat. Ég og fjölskylda mín vilum óska þér hjartanlega til hamingju með daginn, Jón minn. Hangikjötið hefur ætíð komist til skila, verra var er þú sendir okkur þorramatinn með kæstum hákarli. Stelpurnar á póstinum muna enn eftir því, þótt 10 ár séu liðin. Guð blessi þig vinur. Georg Viðar og fjölskylda. -leikur að hera! Vinningstölur 6. des. 1995 2«5«9*10*14*20»23 Eldri úrsllt á símsvara 568 1511 Rosenthal -iKS«rt«*i’fl"ríUOf Glæsilegar gjafavörur + Matar-og kaffistell (7) \~y{\ ^ í sérflokki J\OcY£f Vcrð VÍð allra hxfi Laugavegi 52, sími 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.