Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 56
Í6 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni V50 IF YOU THINK l'M 60IN6 TO PAV FOR A WORTHLES5 TICKET, VOU'RE CRAIV Þú ert galinn ef þú heldur að ég ætli að borga fyrir verðlausan miða! YOU LjJERE 5UPP05EPTO FLV ME TO HOLLVWOOR ANP WE NEVER 60T OUT OF THE BACK VARP! Þú áttir að fljúga með mig til Hollywood, en við komumst aldr- ei út úr bakgarðinum! Ég læt þig ekki hafa krónu! „Flugleiðir" segja upp yfirflug- stjóranum. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Skattlagning lífeyrissj óðstekna Frá Margréti Thoroddsen: Á UNDANFÖRNUM árum hefur skattlagning lífeyrissjóðstekna verið mikið gagnrýnd og þá ekki síst þrí- sköttun þeirra. Nokkrir alþingismenn hafa á undanfömum áram lagt fram tillögur á Alþingi í því augnamiði að fá leiðréttingu á skattlagningunni og almenningur hefur mótmælt henni með fjölda blaðagreina, sem birst hafa um þetta mál, sérstaklega á sl. ári. Nú hefur þessi umræða legið nokkuð niðri og er það ef til vill vegna þess að um seinustu áramót ákváðu stjórnvöld að draga 15% frá lífeyris- sjóðstekjum áður en þær væru skatt- lagðar og ber að þakka það. Ég held að flestir hafi litið svo á að þessi 15% væra þó aðeins byijun- in á frekari leiðréttingu og að haldið yrði áfram á sömu braut. Á aðal- fundi Landssambands aldraðra í júní sl. var því samþykkt samhljóða til- laga, þar sem skorað var á stjóm- völd að auka skattfrelsi lífeyrissjóðs- tekna. Þessi tillaga var send ijár- málaráðherra. En nú bregður svo við, að í fjár- lagafrumvarpi ársins 1996 er gert ráð fyrir að þessi 15% afsláttur verði felldur niður í tveim áföngum og komi sá fyrri til framkvæmda um næstu áramót. Þessi rausn stjórn- valda var því skammgóður vermir. Ég efast um að ellilífeyrisþegar almennt hafi gert sér grein fyrir að þessi skerðing stæði fyrir dyrum um næstu áramót. Auðvitað vonum við að hún verði ekki samþykkt, en ég hvet aðra ellilífeyrisþega til að láta í sér heyra varðandi þetta mál. MARGRÉTTHORODDSEN, varaform. Landssambands aldraðra, Sólheimum 25, Reykjavík. Lækkið áfengis- kaupaaldurinn! Frá Kristjáni Ragnari Ásgeirssyni: AF HVERJU? Jú, af því að mér finnst gott að geta kosið, mér finnst gott að geta ráðið mínum fjármálum sjálf- ur, mér finnst gott að geta gift mig, og fjandinn hafí það, mig langar í kampavín i brúðkaupinu! Þessar síðustu vikur hefur umræð- an um áfengiskaupaaldurinn verið vakin með ýmis konar skoðunum og rökum. Þessi grein er skrifuð í kjöl- far greinar sem Ómar Smári Ár- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, skrifaði og var birt í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 5. desember. Þar nefnir hann ýmsa ókosti sem myndi fylgja lækkuninni og færir ýmis misgóð rök þar með. Farið er ofan í saumana á ýmsum öðrum tak- mörkum og þær færðar listilega í samræmi við áfengiskaupaaldurinn. Og þó, sumt virðist mér nokkuð óljóst, t.d. þegar höfundur nefnir að börn og unglingar megi ekki kaupa tóbak. Eg vissi ekki betur en ungling- ar sem væru 16 ára og eldri mættu það. Mér finnst oft eins og það standi lítið í vegi fyrir lækkuninni fyrir utan þessi dæmigerðu ummæli: „Ef að áfengiskaupaaldurinn verður lækk- aður verður auðveldara fyrir þá sem enn yngri era að útvega sér áfengi.“ Ef svo er þá langar mig bara til að spyrja nokkurra spuminga. Hvert er foreldrahlutverkið í dag? Af hveiju þurfum við sem höfum náð aldrinum að gjalda fyrir ótta almennings um lélegt uppeldi annarra? Svona lít ég á þetta, og engan veginn öðravísi. Ökuréttindi virðast einnig koma fyrir í áður nefndri grein. Þar stend- ur að á meðan við höfum 17 ára aldurstakmark, hafa hin Norðurlönd- in 18 ára, og að hér á landi séu flest- ir sem lendi í umferðarslysum 17-24 ára. En ég vil benda á það að þegar sagt er að fólk á aldrinum 17-25 ára eigi aðild að flestum umferðarslys- um, þá er ekki þar með sagt að það valdi þeim. Ég hef oft verið nálægt því að lenda í slysum fyrir tilstilli annarra. Það getur allt eins verið að reynslan við að forða mistökum ann- arra hafi bara ekki verið til staðar. Seinna í greininni koma Bandarík- in (mitt uppáhald) til sögu. Þar seg- ir að í tveimur fylkjum Bandaríkj- anna hafi lækkun áfengiskaupaald- ursins reynst illa og aldurinn þess vegna verið hækkaður aftur. Sa sem ber saman Bandaríkin við ísland getur varla séð mikinn mun á melónu og rúsínu. Mér finnst áðurnefnd grein líka full af fordómum í garð okkar ung- mennanna. Stafar þessi tortryggni kannski af því að höfundur er aðstoð- aryfirlögregluþjónn og fær því bara að kynnast dökku hliðinni á okkur? Almennt séð finnst mér hugtakið „börn og unglingar“ vera of mikið notað. Böm eru börn. Unglingar eru unglingar. Þegar unglingur fyllir 18 ár telst hann fullorðinn. Og ef ég telst ekki jafn traustvekjandi og aðr- ir fullorðnir era fordómar komnir inní spilið. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er ég orðinn leiður á þessum eilífu rökum um að „ef að áfengiskaupa- aldurinn verður íækkaður verður auðveldara fyrir þá sem enn yngri era að útvega sér áfengi." Það er ekki mitt vandamál, og þess vegna á það ekki að vera minn höfuðverk- ur. Þetta eiga foreldrar að takast á við, ekki treysta á að ríkið reddi þessu fyrir þá. Það væri hreint og beint óréttlæti gagnvart okkur hin- um. Við verðum foreldrar seinna meir og þá verðum við að axla þá ábyrgð. Eg mun ekki krefja skólana um að ala krakkana mína upp. Ég mun ekki krefja yfirvöld um að þau banni krökkunum mínum að neyta áfengis. Ef ég gerði það, myndi ekki vera mikið sem tengdi mig við þau. Ég ætla bara að vona að frum- varpið fái réttláta meðferð. KRISTJÁN RAGNAR ÁSGEIRSSON, Hlíðarvegi 51, Ólafsfirði. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.