Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 68
Afl þegar þörf krefur! RISC System / 6000 CQ> NÝHER. & i OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HP Vectn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÖLF 3040, NNTFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bóksalar bjóða afslátt BÓKSALAR samþykktu á fjölmenn- um fundi í gærkvöldi að sameinast um lista af bókum sem boðnar verða með afslætti, en listinn og verð verða auglýst í fjölmiðlum á föstudaginn. Teitur Gústafsson, formaður' Fé- lags íslenskra bóka- og ritfanga- verslana, vildi eftir fundinn ekki gefa upp hve mikill afsláttur yrði veittur á bókunum. Hann sagði að á fundinum hefði verið mikil .sam- staða meðal bóksala og þeir myndu bjartsýnir takast á við jólavertíðina. ----------------- Flugumferðarstjórar Samninga- fundur í dag SAMNINGAFUNDUR í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ríkisins verð- ur haldinn hjá sáttasemjara ríkisins í dag kl. 10, en í síðustu viku ræddi sáttasemjari við samninganefndim- ar án þess að þær hittust. Flugumferðarstjórar hafa undan- fama daga kynnt sér neyðaráætlun sem taka á gildi um áramót og þeim hefur verið kynnt munnlega, en þeir telja mikla annmarka á áætluninni, samkvæmt heimildum blaðsins. ------------- Vikurnám Verðmætið 500 millj. FLUTT voru út á síðasta ári 230 þúsund tonn af vikri og var útflutn- ingsverðmætið 484 milljónir króna. Áætlað er að þessi útflutningur hafi skapað um 50 ársverk. Þetta kom fram í svari Finns Ing- ólfssonar iðnaðarráðherra við fyrir- spurn frá Sturlu Böðvarssyni þing- manni Sjálfstæðisflokksins um nýt- ingu og útflutning á jarðefnum. Morgunblaðið/Kristinn Nýtt kortatímabil hefst NYTT greiðslukortatímabil hefst í dag hjá þeim fyrirtækj- um sem hafa breytilegt tímabil, en að sögn talsmanna greiðslu- kortafyrirtækja falla flestar verslanir þar undir. Búast kaupmenn við líflegri jólaversl- un um helgina. Kristján Jóhannesson, mark- aðsfulltrúi hjá Visa-íslandi, seg- ir að með því að lengja korta- tímabil í desember sé hægt að dreifa álagi viðskipta yfir lengra tímabil. Kortatímabil hefst að öllu jöfnu 18. hvers mánaðar. Berg- sveinn Sampsted, markaðs- í dag sljóri Eurocard á íslandi, segir að þeir kaupmenn sem hafa breytilegt kortatímabil færi tímabilið gjarnan fram á fimmtudag ef 18. ber upp um helgi. I jólamánuðinum í fyrra hófst kortatímabil 8. desember, en á næsta ári mun það hefjast 12. desember. Viðmiðun varðandi breytilegt kortatímabil í desem- ber er að tvær helgar fyrir jól falli inn í nýja tímabilið. Að sögn talsmanna kortafyrirtækj- anna haldast boðgreiðslur, rað- greiðslur og erlendar úttektir óbreyttar. Samningnr um sérfræðilæknis- hjálp kærður til Samkeppnisráðs „Stangast á við samkeppnislög“ FELAG ungra lækna hefur kært fyrstu grein nýgerðs samnings milli Trygg- ingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur, um sérfræðilæknis- hjálp, til Samkeppnisráðs. Greinin takmarkar nýgengi sérfræðinga inn á samninginn og kveðst Páll Matthíasson formaður FUL telja greinina stang- ast á við ýmis ákvæði samkeppnislaga og meginanda þeirra. „Meira eða minna stríðir þetta ákvæði gegn anda samkeppnislaga og í heild sinni er það mjög óeðli- legt,“ segir Páll. Hann kveðst gera sér vonir um svör frá Samkeppnis- ráði hið fyrsta, helst fyrir eða um áramót, þegar samningurinn er laus. Athugasemdir til tryggingaráðs Félágið hefur einnig sent erindi til tryggingaráðs, þar sem gerðar eru athugasemdir við fyrstu grein samningsins, en ráðið er æðsta yfir- vald Tryggingastofnunar. Páll segist gera sér vonir um hljómgrunn innan ráðsins. Horfur eru á að einungis stærstu félögin standi við uppsögn samninga Sjö verkalýðsfélög aftur- kalla uppsögn samninga SJÖ verkalýðsfélög hafa ákveðið að draga ákvörðun um uppsögn samn- inga til baka, en þrjú hafa tekið þá ákvörðun að halda uppsögnum til streitu. Hlíf í Hafnarfirði ákvað í gær að standa við fyrri ákvörðun um uppsögn. Verkalýðsfélögin í Grindavík, Akranesi, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Hellu og Framsókn í Reykjavík hafa dregið uppsagnir til baka. Fundur í Hlíf samþykkti með 37 atkvæðum gegn 2 að standa við fyrri ákvörðun um uppsögn samn- inga. I yfirlýsingu frá fundinum seg- ir að ekkert hafi breyst frá því að Hlíf tók þá ákvörðun að segja upp samningum nema hvað atvinnurek- endur hafi sent Hlíf tilboð um hækk- un á desemberuppbót. Hækkunin nái aðeins til hluta félagsmanna og sé þar að auki of lág. Félagið fer fram á að tilboð vinnuveitenda verði hækkað og að það komi á launa- taxta en ekki sem eingreiðsla. VSÍ hafnar viðræðum Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að ekki kæmi til greina að hefja samninga- viðræður við einstök verkalýðsfélög. Samningar hefðu verið gerðir til tveggja ára og nýir samningar yrðu ekki gerðir fyrr en að ári liðnu. Félagsfundur í Verkalýðsfélagi Akraness samþykkti með 45 at- kvæðum gegn 19 að draga uppsögn samnings félagsins til baka. Hervar Gunnarsson, formaður félagsins og varaforseti ASÍ, sagði að það hefði ráðið niðurstöðunni að flest benti til að uppsögnin yrði dæmd ólögmæt. Stjóm og trúnaðarmannaráð Framsóknar samþykkti samhljóða í gær að fallast á niðurstöðu launa- nefndar og draga uppsögn kjara- samninga til baka. Ragna Berg- mann, formaður félagsins, sagði að félagskonurnar hefðu metið það svo að þær hefðu ekki stöðu til að halda uppsögn samninga til streitu þar sem önnur verkalýðsfélög á Reykjavíkur- svæðinu, að Dagsbrún undanskildu, hefðu ákveðið að segja ekki upp. Verkalýðsfélagið Stjaman í Grundarfírði samþykkti að draga uppsögn kjarasamnings félagsins til baka. Að sögn Þórunnar Kristinsdótt- ur, formanns félagsins, er óánægja félagsmanna með launamálin mikil. Menn væru almennt þeirrar skoðunar að það væri meira til skiptana. Verkalýðsfélag Stykkishólms samþykkti einnig á félagsfundi með talsverðum meirihluta að draga fyrri ákvörðun um uppsögn til baka. Ein- ar Karlsson, formaður félagsins, sagði að menn teldu mikla hættu á að uppsögn yrði dæmd ólögleg í Félagsdómi og það hefði ráðið mestu um niðurstöðuna. Sama niðurstaða varð á félags- fundi í verkalýðsfélaginu Jökli í Öl- afsvík. Jóhannes Ragnarsson, for- maður félagsins, sagði að það hefði verið mat manna að fátt annað væri í stöðunni en að taka tilboði launa- nefndar. Menn væru hins vegar allt annað en ánægðir. Félagsfundur í verkalýðsfélaginu Rangæingi á Hellu samþykkti með þorra atkvæða að draga uppsögn til baka. Guðrún Haraldsdóttir, for- maður félagsins, sagði að það hefði verið mat flestra að ekki væri annað að gera í stöðunni. Hún sagði að eftir sem áður væri gífurleg óánægja meðal félagsmanna. ■ Vildum ekki/35 ■ Kemur ekki til/4 ■ Launanefndin/12 Með kókaín í hæl- unum MAÐUR á þrítugsaldri var handtekinn í Leifsstöð í fyrra- dag þegar hann var að koma frá Amsterdam og reyndi að smygla 26 grömmum af kóka- íni til landsins í skóhælum sín- um. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, lögreglufull- trúa hjá fíkniefnadeild lögregl- unnar, hafði maðurinn holað hælana á skónum sínum að innan, komið fíkniefnunum þar fyrir og límt síðan hælplöt- urnar undir á nýjan leik. Maðurinn hefur ekki áður orðið uppvís að fíkniefna- smygli, en upp um hann komst við úrtaksleit Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Málið telst að fullu upplýst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.