Morgunblaðið - 07.12.1995, Page 1

Morgunblaðið - 07.12.1995, Page 1
SKEMMTUN Kvikmyndir gerö- ar í tölvum /4 LÍFEYRIR Raunhæft aö sjóö- um fækki /6 ATVINNA Týnda kynslóöin í Evrópu /7 2Hov0unÞTftÍMÍ> Alnetið Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur fyrstur lífeyrissjóða opnað heimasiðu á Alnetinu. Þar geta sjóðfélagar og aðrir kynnt sér starfsemi sjóðsins. Þar er að finna m.a. upplýsingar um helstu stærð- ir og kennitölur úr rekstri sjóðs- ins, dæmi um útreikning lífeyris, iðgjald og lánareglur. Netfang sjóðsins er skima.is lifver. Hrávara Verð á hveiti stigur ört á alþjóð- legum hrávörumarkaði vegna lít- ils framboðs í Evrópu og vegna endurnýjun viðræðna við Rússa um aukin kaup á hveiti. Verðið nálgast 5,11 doilara markið, sem hveitið fór upp í fyrr á árinu og var hið hæsta í 16 ár. Kaffið féll hins vegar um 42 dollara og end- aði í 1,985 doliurum tonnið. Skipasmídar Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel skýrði frá því í gær að það hefði staðfest tillögu norskra stjórn- valda um að veita ríkisstyrk í tengslum við smíði rannsóknar- skips sem á að fara til vísinda- stofnunar í Indónesíu. ESA lítur á styrkinn sem hluta af þróunar- aðstoð Norðmanna við Indónesíu. SÖLUGENGI DOLLARS Auðiind Islenski Almenni Hlutabr.sj. Rekstraraðili VÍB Kaupþing Landsbréf Skandia Kaupþing Norðurl. Eignir samtals (m.kr.) 1343 634 620 202 189 Hlutabréf 59% 63% 48% 51% 54% Skuldabréf 30% 25% 39% 41% 43% Erl. verðbréf 4% 9% 13% 6% 2% Laust fé 7% 3% 0% 2% 1% Raunávöxtun s.l. 5 ár 5,3% 5,0% 1,5% s.l. 4 ár 5,5% 6,1% 5,3% 2,8% 10,8% s.l. 3 ár 14,2% 8,6% 10,4% 8,6% 12,3% s.l. 2 ár rXT'^ s.l. 1 ár 38,2% 13,6% 13,1% 20,8% 14,8% 49,6% 24,6% 14,6% 38,1% 24,3% s.l. 6mán. (m.v. ár) 59,9% 23,0% 28,3% 69,8% 32,4% s.l. 3 mán. (m.v. ár) 58,0% 22,3% 54,5% 154,7% 29,8% Arður 1 - (. 1991 12% 0% 0% 0% 0% 1992 8% 0% 5% 0% 0% 4% 0% 0% 0% 0% 1994 0% 0% 0% 0% 3,5% 1995 8% 5% 4% 0% 2,0% Fjöldi hluthafa 3950 2320 2630 538 820 Umsjónarlaun * 0,5% 1,9% 1,8%** 1,0% 1,4% Innra virði (Kaupgengi) 1,96 1,41 1,40 1,29 1,54 Sölugengi 2,01 1,44 1,45 1,32 _ 1,57 * Hlutfall á ári af heildareignum ** Samkvæmt ársreikningi HLUTABRÉFASJÓÐIRNIR hafa aðeins ráðstafað liðlega helmingi eigna sinna til kaupa á hlutabréfum undanfarin ár. Að öðru leyti er fjármagnið ávaxtað í skuldabréfum og erlendum verðbréfum, eins og sést á töflunni. Sjóðirnir hafa náð framúrskarandi ávöxtun undanfarin 2 ár og náð að vinna upp verðlækkanir árin þar á undan. Þegar litið er yfir síðustu 5 ár nemur raunávöxtun tveggja stærstu sjóðanna numið um 5% en Almenni hlutabréfasjóðurinn sýnir hins vegar nokkuð lakari ávöxtun. Þá er hins vegar ótalinn verulegur skattalegur ávinningur kaupendanna. Þess má geta að ávöxtun spariskírteina var í árslok 1990 allt að 6,75%. Hafa ber í huga Hlutabréfasjóður VÍB og Hlutabréfasjóðurinn hf. sameinuðust fyrr á árinu. Gengi bréfa í síðarnefnda sjóðnum var þá nokkuð undir innra virði. Það hefur nú verið leiðrétt og á það sinn þátt í þeirri háu ávöxtun sem sést á töflunni. Erlend greiðslukortaviðskipti í október og nóvember Jukust um 8% frá fyrra ári ERLEND greiðslukortaviðskipti hjá Visa íslandi jukust um 8% í október og nóvember miðað við fyrra ár. Þessi aukning kann að stafa af mik- illi aðsókn í verslunarferðir til ná- iægra stórborga í haust en margir kaupmenn óttast að þær dragi úr jólaversluninni hér heima, sem hefst af alvöru um helgina. Nýtt greiðslukortatímabil hefst hjá flestum smásöluverslunum í dag. í desember geta þær valið á milli tvenns konar tímabila hjá kortafyrir- tækjunum, hefðbundna tímabilsins, sem hefst hinn 18. og breytilega tímabilsins sem hefst í dag. Einar S. Einarsson, forstjóri Visa Islands, á von á að jólaverslunin verði ekki síður lífleg nú en í fyrra. „Velta greiðslukorta Visa íslands er að meðaltali tæpir fjórir milljarðar á mánuði, og gera má ráð fyrir því að aukning vegna jólaverslunarinnar nú losi rúman milljarð. Nokkurrar aukningar gætir jafnan í viðskiptum íslendinga erlendis síðustu mánuð- ina fyrir jól og í október og nóvem- ber hafa greiðslukortaviðskipti auk- ist nokkuð miðað við fyrra ár eða um 8%. Þessa tvo mánuði námu er- lendu viðskiptin um 800 milljónum króna að meðaltali." Kortin ráða Þeir kaupmenn sem Morgunblaðið ræddi við segja að búast megi við því að sjálf jólaverslunin hefjist með nýju kortatímabili í dag, þ.e.a.s. sá hluti hennar sem ekki fari fram er- lendis. Edda Sverrisdóttir, kaupmað- ur í versluninni Flex í Bankastræti og talsmaður Laugavegssamtak- anna, segir að kaupmenn í Miðbæn- um og við Laugaveg séu almennt bjartsýnir á jólaverslunina. „Frá því í nóvember hefur verið töluvert að gera á svæðinu og margir telja að um aukningu sé að ræða frá fyrra ári og að fólk hafi meira fé á milli handa. Hingað til hefur fólk þó gert meira af þvf að skoða en kaupa og samkvæmt fyrri reynslu byijar jóla- verslunin fyrir alvöru með nýju kortatímabili. Það eru kortin sem ráða.“ Edda segir að hjá kaupmönnum ríki þó viss kvíði vegna mikillar að- sóknar íslendinga í verslunarferðir til nálægra stórborga í haust. „Það er talað um að aðsóknin hafí aldrei verið meiri. Þetta er mikið rætt í okkar hópi og margir eru hræddir við að stórborgarfararnir hafí annað hvort eytt um efni fram í útlöndum eða keypt allar gjafírnar þar og kaupi því engar hér heima.“ Samkeppni svarað Sigurður Jensson, eigandi tísku- verslunarinnar Monsoon í Kringl- unni, segir að jólaverslunin hafi far- ið vel af stað í Kringlunni og líklega hafi verið meira að gera það sem af er en á sama tíma í fyrra. Hann segir að íslenskar kaup- menn svari samkeppni við erlendar verslanir með ýmsum hætti og hans verslun bjóði til dæmis sömu vörur á sama verði og verslanir í Lundún- um og Glasgow. „Ég held að íslensk- ir kaupmenn bregðist við þessari samkeppni með markvissum hætti þar sem vöruúrval og verðlagning eru tekin til endurskoðunar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.