Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 B 3 VIÐSKIPTI Fólk Breytingar hjá Ölgerðinni • EIRÍKUR Hannesson fram- kvæmdastjóri Öl- gerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. hefur sagt starfi sínu lausu. Eiríkur hefur starfað í tæp 20 ár hjá Ölgerð- inn, fyrst sem skrifstofustjóri en síðastliðin 9 ár sem framkvæmda- stjóri. Hann fer út í eigin rekstur og lætur af störfum um næstu ára- mót. • JÓN Snorri Snorrason hag- fræðingur tekur við starfi fram- kvæmdastjóra íjármála. Jón Snorri er nýr starfsmaður Ól- gerðarinnar. Hann er fæddur 7. desember 1955, lauk master prófi í hagfræði frá University of Essex 1981 og prófi í viðskiptafræðum frá Há- skóla íslands 1979. Jón Snorri hefur verið aðstoðarframkvæmda- stjóri Lýsingar frá 1992, forstöðu- maður Verðbréfasviðs Kaupþings 1990-1992, forstöðumaður í Hag- deild Landsbankans frá 1986- 1990 og sérfræðingur þar frá 1984. Hann er kvæntur Sigríði Knúts- dóttur kennara og eiga þau 3 börn. Jón Snorri hefur störf um næstu áramót. • BENEDIKT Hreinsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs. Benedikt hefur starfað hjá Öl- gerðinni síðan 1991 þar af sem markaðsstjóri síðustu 3 ár. Áður starfaði hann m.a. hjá Ferðamiðstöðinni Veröld 1990-1991 og Skattstofu Reykja- nesumdæmis 1989-1990. Benedikt lauk námi frá University of South Carolina, Columbia í markaðsfræði og hagfræði og einnig í fjölmiðla- fræði með áherslu á auglýsingar/al- mannatengsl eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Benedikt er 32 ára, kvæntur Vig- dísi Guðbrandsdóttur og eiga þau • LÁRUS Berg Sigurbergsson hefur verið og verður áfram framkvæmda- stjóri tæknimála. • VILHJÁLM- UR Jónsson hef- ur verið ráðinn skrifstofustjóri Ölgerðarinnar. Hann hefur starf- að sem aðalbók- ari hjá Ölgerðinni síðan 1994 en starfaði 1991- 1994 sem skrif- stofustjóri Fé- lagspr e ntsmiðj - unnar hf. og sá um skipulagsmál fyrir Félag heyrnarlausra 1994. Vilhjálmur útskrifaðist af endur- skoðunarkjörsviði Háskóla íslands 1992 og lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1988. Sambýliskona Vilhjálms er Kristín S. Konráðsdóttir. • JÓN Erling Ragnarsson hef- ur verið ráðinn sölustjóri. Starfs- svið hans er aðal- lega sölumál á Stór- Reykjavík- ursvæðinu, rekst- ur söludeildar, samningagerð og samskipti við viðskiptavini, skipu- lagsmál og áætlanagerð. Jón Erling hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 1992, sem sölumaður 1992-1994 og þjónustustjóri 1994-1995. Hann var verslunarstjóri hjá sportvöru- versluninni Spjóni 1990-1991 og markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Stöð 2 1989-1990. Jón Erling nam markaðs- og auglýsingafræði við San Jose State University 1987- 1989 eftir stúdentspróf frá Fjöl- brautarskólanum í Garðabæ. Jón Erling er 31 árs, kvæntur Þórunni Dögg Árnadóttur og eiga þau eina dóttur. • SIGURÐUR Helgason hefur verið ráðinn sölu- stjóri þjónustu- og veitingadeild- ar. Að hluta til er sú deild orðin til vegna breyt- inga á lögum um sölu og dreifingu á bjór þann 1. desember. Sigurður mun stýra þjónustu- og veitinga- deild en hennar hlutverk er sölu- og markaðsmál í veitingageira, samningar, dreifing til veitinga- staða og þjónusta. Sigurður hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 1991 sem markaðsfulltrúi veitingahúsa en starfaði áður sem framleiðslu- maður á Hótel Sögu 1984-1990 og Ömmu Lú 1990-1991. Hann lauk námi í framreiðslu frá Hótel- og veitingaskóla íslands 1987 og meistaranámi 1989. Sigurður er 29 ára gamall, kvæntur Rakel Har- aldsdóttur og eiga þau 2 börn. • EYJÓLFUR Lárusson hefur ver- ið ráðinn sölustjóri landsbyggðar- innar. Megin áhersla hans er á sölu- mál utan Reykjavíkur og nágrenn- is, samskipti við útibú Ölgerðarinn- ar, umboðsmenn og viðskiptavini úti á landi. Eyjólfur hefur unnið margvísleg störf í Ölgerðinni með skóla allt frá 1982 en verið mark- aðsfulltrúi frá 1992. Eyjólfur hefur lokið 2 árum í viðskiptafræði við H.Í. og lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1988. Hann er 27 ára gamall og ókvænt- ur. • Forstjóri Ölgerðarinnar og meirihlutaeigandi er Jóhannes Tómasson. Utanríkisráðherra skipar samráðsnefnd ráðuneyta og sjóða Stutt við bakið á fjárfest- ingum Islendinga erlendis UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur skipað nefnd sem móta á tillögur um hvernig verði best stutt við bakið á verkefnaútflutningi og fjárfestingum íslenskra fyrirtækja erlendis, með hliðsjón af þeirri fyrirgreiðslu sem fyrirtæki í ná- grannalöndunum fá. Þá á nefndin einnig að samræma aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að greiða fyr- ir þessum fjárfestingum. Að sögn Halldórs J. Kristjáns- sonar, formanns nefndarinnar, njóta erlend fyrirtæki oft og tíðum verulegrar aðstoðar stjórnvalda í viðkomandi löndum við fjárfest- ingu utan heimalands. „Við sjáum að erlendis starfrækja stjórnvöld oft og tíðum hlutabréfasjóði sem geta lagt fram hlutafé þegar einkafyrirtæki eru að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum auk þess sem stutt er við bakið á þeim eft- ir ýmsum Öðrum leiðum. Hér á landi vantar oft öflugan fjárhags- legan bakhjarl þegar íslensk fyrir- tæki eru að fjárfesta í fyrirtækjum erlendis. Okkar hlutverk er að kanna hvað stjórnvöld geti gert til þess að styðja við bakið á einka- fyrirtækjum hér á landi í þessum efnum,“ segir Halldór. Nefndina skipa, auk Halldórs, Kristinn F. Ámason skrifstofu- stjóri og Stefán L. Stefánsson sendiráðunautur, utanríkisráðu- neyti; Arndís Steinþórsdóttir skrif- stofustjóri, sjávarútvegsráðuneyti, Hinrik Greipsson framkvæmda- stjóri Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins, Vilhjálmur Guðmundsson markaðsstjóri Útflutningsráðs og Þorvarður Alfonsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs. Skafti Jónsson markaðsfræðingur hefur verið ráðinn starfsmaður nefndarinnar. Til sölu í Mjódd oP Rc3o° o .......... 1 tsr» j Húsnæði í Álfabakka 16, 109 Reykjavík, samtals 1.203 fm er til sölu. Húsnæðið skiptist í 342 fm verslunar- og sýningarrými á jarðhæð, 216 fm verslunarrými í efri kjallara, 537 fm verslunarrými í neðri kjallara, 38 fm geymslu í neðri kjallara ásamt 70 fm í sameign. Góð aðkoma er að eigninni, næg bílastæði og yfirbyggð göngugata. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560-5930 eða á skrifstofu vorri, Lynghálsi 9, 4. hæð, 110 Reykjavík. Rekstrarfélagið hf. ABCogNBC áforma fréttarás- ir til höfuðs CNN New York. Reuter. TVÖ af þremur helztu sjónvarps- netum Bandaríkjanna hafa skýrt frá áformum um að hnekkja nær algerri einokun CNN á fréttaþjón- ustu allan sólarhrimginn í kapla- sjónvarpi. ABC hyggst koma á fót stöð, sem sendir út fréttir allan sólar- hringinn, 1997 og NBC hyggst bráðlega greina nákvæmlega frá fyrirætlunum um svipaða frétta- rás. Fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch hefur sagt að hann hyggi einnig á samkeppni við Cable News Network með eigin sjón- varpsneti, en hann hefur ekki á bak við sig víðtæka bandaríska og alþjóðlega sjónvarpsfréttaþjón- ustu eins og NBC og ABC. Eigandi CNN, Ted Tumer, hót- aði Murdoch hörðu þegar hann heyrði um fyrirætlanir hans, en fréttastjóri ABC News, Roone Arledge, sagði þegar leitað var álits hans: „Munurinn á okkur og Murdoch er sá að við höfum frétta- þjónustu á bak við okkur.“ Dreifing aðalvandinn Robert Iger, forstjóri Capital Cities/ABC Inc., sem á ABC-netið, viðurkenndi á blaðamannafundi að helzti vandi fyrirhugaðrar fréttarásar ABC yrði að finna kaplastöðvar til að dreifa efninu. Flestar kaplastöðvar í Banda- ríkjunum eru fullbókaðar og 40% þeirra eru undir yfirráðum Time Warner og Tele-Communications. Fyrr í ár samþykkti Time Warner að kaupa Turner Broadcasting System, sem TCI á stóran hlut í. Fjölmiðlafræðingar segja að forvitnilegt verði að fylgjast með Capital Cities/ABC semja við Time Warner um pláss. Time Warner-fyrirtækið verði að komast hjá því að svo líti út að það reyni að leggja stein í götu ABC, þar sem það geti vakið ugg bandarískra stjórnvalda um hringamyndun þegar Time Warn- er fari fram á samþykki við kaup- unum á Turner. Disney samþykkir Walt Disney Co. er í þann mund að kaupa Capital Cities/ABC og að sögn Variety eru æðstu stjóm- endur Disneys samþykkir fyrirætl- unum ABC. Áætlaður kostnaður er ekki látinn uppi. Að sögn tímaritsins New Yorker er dreifing fréttaefnisins ekki eins mikið vandamál og virzt gæti í fljótu bragði vegna stórstígra framfara í tækni. Til leigu 1.718 fm húsnæði á Fosshálsi 1, 110 Reykjavík. Hús- næðið skiptist í 823 fm sýningarsal á 1. hæð, 435 fm eru á jarðhæð vestanmegin með stórum hurðum (7,5 m lofthæð), 450 fm geymslurými á jarðhæð að vestan- verðu (3,0 m lofthæð), og 10 fm í sameign. Að auki fylgja húsnæðinu bílastæði norðan megin við húsið. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560-5930 eða á skrifstofu vorri, Lynghálsi 9, 4. hæð, 110 Reykjavík. Rekstrarfélagið hf. Hugbúnaður til Eistlands Skýrr, f.h. ElSdata Ltd., óskar eftir að komast í samband við íslensk fyrirtæki, sem geta boðið upplýsingakerfi fyrir verslanir. Ein stærsta verslunarmiðstöð í Eistlandi óskar eftir tilboðum í heildarupplýsingakerfi fyrir sína starfsemi. ElSdata Ltd. er tölvuþjónustufyrirtæki í eigu Skýrr, Finna og Eistlendinga, með aðsetur í Tallinn. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf, sölu og rekstri á upplýsingakerfum. Nánari upplýsingar veitir Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrr, í síma 569 5165. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.