Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. O LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Flyst kvikmynda- gerðin inn í tölvuna? Gerð myndarinnar Toy Storye r hugs- anlega upphaf rót- tækrar byltingar Fram til 1949 höfðu kvik- myndafyrirtækin í Hollywood alla þræði í sinni hendi. Þau áttu kvik- myndahúsin og leikararnir voru bundnir þeim með langtímasamn- ingum. Loksins voru það dómstól- arnir, sem bundu enda á þetta fyrirkomulag og neyddu kvik- myndaverin til að selja kvik- myndahúsin. Leikararnir fengu frelsi og sjálfstæðir kvikmynda- framleiðendur tækifæri til að láta að sér kveða. Ein af afleiðingum þessarar nýju skipunar er þó sú, að kvikmyndagerð er ekki jafn ábatasöm og áður var, að minnsta kosti miklu áhættusamari. „Leiknar" tölvumyndir í teiknimyndaframleiðslu er þó allt við það sama. Simbi er ekki með neinn umboðsmann, sem heimtar hluta af arðinum, og það er einmitt hluti af áhug- anum á Pixar. Með tölvunum hefur það opnað fyrir nýja leið inn í teiknimyndaparadísina. Og ekki aðeins það. Þegar tækninni við tölvugerðar myndir fleygir fram, munu þær verða æ raunverulegri. Að því kann að koma, að fyrirtæki eins og Pixar geri ekki aðeins teiknimyndir, heldur einnig tölvugerðar alvörumyndir. „Leikararnir“ verða þá aftur orðnir að bandingjum, hlýðnir þjónar tölvunnar, sem skapaði þá. Finantial Times segir, að raunar muni hagnaðurinn af Toy Story að mestu renna til Disney-fyrir- tækins, sem Pixar gerði myndina fyrir, og það bendir á, að eftir sem áður muni það verða innihaldið, sem tryggi velgengni mynda en ekki tæknin ein. Steve jobs hafi þó sýnt, að þær sé unnt að fram- leiða í tölvum. SKAPARI Leikfangasögunnar John Lasseter eignar tæknimönnum Pixar heiðurinn að myndinni en Pixar er upphaflega stofnað af George Lucas og nú í meirihlutaeigu Steve Jobs. KVIKMYNDIN Toy Story, sem er að öllu leyti gerð með tölvugrafík, hefur slegið í gegn vestra en eins og fram hefur komið þá vann ís- lenski stærðfræðingurinn Skeggi Þormar að gerð hugbúnaðarins. Hefur hann starfað fyrir fyrirtæk- ið, sem framleiddi myndina, Pixar Animation Studios, í fjögur ár en aðaleigandi þess er Steve Jobs, stofnandi Apple. Breska blaðið Financial Times fjallaði nýlega um þetta fyrir- tæki í leiðara og þar kom fram, að Toy Story kynni að boða byltingu, ekki aðeins í teikni- myndagerð, heldur í kvik- myndagerð almennt. Steve Jobs stofnaði Apple Computer en honum var ýtt út úr fyrirtækinu fyrir tíu árum. Það er nú metið á 312 milljarða kr. en þegar Pixar var skráð á hlutafjármarkaði fyrir skömmu var það metið á nærri 98 milljarða kr. Segir blaðið, að þetta megi kalla kaldhæðni örlaganna því að 80% hlutur Jobs í Pixar sé nú meira en 10-sinnum verð- meiri en það, sem hann átti í Apple þegar honum var bolað þaðan. Það vekur líka athygli, að matið á Pixar er 375-sinnum hærra en árstekjur fyrirtækisins og er það skýrt með mikilvægi þess fyrir þróun margmiðlunariðnaðarins: Fyrirtækið noti tölvugrafík við gerð teiknimynda. Abyrgd gagnvart umhverfinu Mlta llósrltar eru opinberlega vldurkenndlr sem umhverflsvænlr f / og bera fræg alþjódleg merkl W þessu tll staðfestlngar. m et ’lta er með allra bestu Ijósriturum sem völ er á og marg Iverðlaunuð fyrir hönnun, tæknilega eiginleika og umhverfisvernd. Hver sem stærð fyrirtækja er, hefur Mita ávallt hentuga vél á verði sem er auðvelt að sætta sig við. Og þú munt kunna að meta Mita. Guttormsson-Fjðlval hf. Mörkin 1 • Pósthólf 889S • 128 Reykjavík Sfmar: 581 2788 og 568 8650 • Fax: 553 5821 Helstu sóluadilar: Penninn Hallarmúla, Bókval Hkureyri, Bbkabúd Brynjars Saudárkróki, Straumur Ísafírdi, Tölvuþiónustan Bolungarvík, Bókhladan isafirdi, Rafeindaþjónusta Bjarna Patreksfirdi Compaq hug- leiðir ódyrari einkatölvur Gætu orðið fimm sinnum ódýrari Miinchen. Reuter. VERÐ á einföldum margmiðla PC-einmenningstölvum hefur lækkað í um 2.000 dollara, en þó ráða margir ekki við það verð og í fátækari löndum er líklega geysi- stór markaður fyrir einkatölvur á 500 dollara. Compaq-tölvufyrirtækið veltir þessum möguleika alvarlega fyrir sér um þessar mundir og telur að svarið kunni að vera í líkingu við eigin framleiðslu, „Swatch PC“. „Þessi markaður virðist hafa þróazt á sex mánuðum,“ segir Bruno Didier, sem fer með við- skipti Compaq í Evrópu, Miðaust- urlöndum og Afríku. Nýja tölvan yrði að vera fyrir Windows 95 stýrikerfi, stórt rit- vinnslukerfi og reiknirit og hafa um átta megabæta RAM-ritminni. „Einnota tölvur“ Slíkar „einnota" tölvur væru fysilegur kostur fyrir nýja notend- ur, sem hafa ekki efni á dýrari tölvum, lítil fyrirtæki og nemend- ur, sem þurfa að eiga heimatölvu til þess að stunda heimavinnu sína með tölvupósti. „Þótt markaður sá sem nær til harðra tölvuáhugamanna mettist verður um lítinn hluta íbúa í hveiju landi að ræða,“ segir Didier. Aðrir starfsmenn fyrirtækisins taka undir það að tölvuiðnaðurinn hafi ekki gert nógu mikið af því að ná til láglaunafólks. Um leið segja þeir að fyrirtæki hafi ekkert að gera með of fullkomnar tölvur. Compaq í Evrópu hefur gert til- lögur um ódýrar PC-tölvur, en ákvörðun hefur enn ekki verið tek- in í aðalstöðvunum í Bandaríkjun- um. Sala Compaq í Evrópu hefur aukizt mjög , fólk sem tileinkar sér margmiðla tækni snýr sér að Alnetinu og fyrirtæki fá sér Pen- tium-örgjörva frá Intel. Á öðrum ársfjórðungi 1995 jókst sala Compaqs í Evrópu um 60% miðað við árið áður í 1.3 milljarða dollara. Árið 1994 námu tekjur fyrirtækisins 3.8 milljörðum doll- ara í Evrópu. Markaðshlutdeild Compacs er um 13.8 percent og fyrirtækið er helzti einkatölvu- framleiðandi Evrópu miðað við sölu. 60% búnar Pentium í flestum löndum Vestur-Evrópu og að sjálfsögðu í Bandaríkjunum eru rúmlega 60% nýrra einkatölva, sem seldar eru á þessum ársíjórð- ungi, búnar Pentium örgjörva. En í sumum löndum, til dæmis Ítalíu, Spáni og Portúgal, eru einkatölvur búnar Pentiums aðeins 10-15% nýrra einkatölva, sem seldar eru. „í stað þess að hugsa um kröft- ugri vélar væri ef til vill hyggilegra að hugsa um ódýrari tölvur,“ segir Didier. „Við teljum ekki að hraðinn muni skipta máli úr þessu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.