Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 8
VIÐSKIFn AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 Uppstokkun á tækni- deild Nýherja YFIRMENN á tæknideild Nýherja, f.v.: Þorsteinn Hallgrímsson, Reynir Guðmundsson, Þórir Kr. Þórisson, deildarstjóri, Björn Gunnar Birgisson, Ægir Pálsson og Björgvin Friðriksson. MIKLAR breytingar hafa ver- ið gerðar í tæknideild Ný- heija og hafa verið skipað- ir fimm vinnuhópar í einni deild til þess að veita þjónustu sem fyrirtæk- ið býður á tæknisviðinu. Áður sáu tvær stórar aðskildar tæknideildir um þjónustuna, en auk þess komu fleiri starfsmenn að henni úr öðrum deildum. Nú hefur Nýheiji lagt niður þessar tvær eldri deildir og endurskipulagt þjónustuna frá grunni. Búin var til stór og öflug tæknideild og henni skipt í fimm vinnuhópa, eftir sérsviðum. Alls starfa nú 50 manns í tæknideild Nýheija, segir í frétt. Tilgangur Nýheija með því að setja alla tæknilega umönnun í eina deild er að bæta þjónustuna og verður lögð mjög mikil áhersla á að styrkja þjón- ustu við netkerfí. Þá hefur Nýheiji tekið við umboði fyrir Canon skrif- stofubúnað og hefur þess vegna verið bætt við fólki í tækniþjónustu. Deildarstjóri tæknideildar er Þórir Kr. Þórisson. Hann er 42 ára raf- eindavirkjameistari sem starfað hef- ur hjá Nýheija frá stofnun árið 1992, en var áður hjá IBM á íslandi frá 1977. Þeir fímm vinnuhópar sem skipaðir hafa verið í tæknideild Nýheija eru: Viðgerðir og samtengingar. Þar starfa 10 manns við þjónustu vegna þeirra PC tölva sem Nýheiji selur, t.d. IBM, Tulip, Trust, Canon, Lex- mark o.fl. Hópnum stýrir Bjöm Gunn- ar Birgisson, 26 ára rafeindavirki sem starfað hefur hjá Nýhetja frá 1993. Ljósritunarvélar og bréfsímar. Þar sem Nýheiji er nú umboðsaðili fyrir Canon hefur fjölgað um þijá við þjón- ustu á þessu sviði og hópinn skipa nú sjö manns. Verkefnastjóri er Reynir Guðmundsson 45 ára raf- eindavirkjameistari sem starfað hef- ur hjá Nýheija frá 1992 og var áður hjá Gísla J. Johnsen hf. Netþjónusta IBM RS/6000. Þetta er ný eining sem Nýheiji ætlar stóra hluti. Við þjónustu á netkerfum og Unix/Air starfa nú níu kerfísfræðing- ar undir stjóm verkefnastjórans, Ægis Pálssonar, sem er 33 ára raf- eindavirki og hefur unnið hjá Nýjeija frá stofnun, og áður hjá IMB á íslandi. Sjóðsvélar, rit- og reiknivélar. Þetta er hópur 10 tæknimanna sem annast hinar hefðbundnu viðgerðir á almennum skrifstofubúnaði, hvort sem er á verkstæði eða hjá viðskipta- mönnum Nýheija. Verkefnastjóri er Björgvin Friðriksson, 34 ára raf- eindavirkjameistari. Hann hefur starfað hjá Nýheija frá stofnun. IBM stórtölvur, AS/400. Þar starfa sjö tæknimenn og sinna þeim viðskiptavinum Nýheija sem nota stórar og aflmiklar tölvur. Verkefna- stjóri er Þorstein Hallgrímsson, 35 ára rafeindavirki sem starfað hefur hjá Nýheija frá 1992 og áður hjá IMB á íslandi frá 1986. Torgið Stjórnendur hafna ofstjórn STJÓRNENDUR fyrirtækja virðast vera hóflega bjartsýnir á efnahags- þróun næsta árs ef marka má skoð- anakönnun, sem gerð var á vegum Stjórnunarfélagin og birt var á spá- stefnu þess á þriðjudag. Þeir spá nú meiri hagvexti, minni verðbólgu og meiri hækkun launa fyrir kom- andi ár en þeir treystu sér til í fyrra. í könnuninni var viðhorf stjórn- enda til hagstjórnar og ríkisrekstrar einnig kannað með eins konar krossaprófi. Könnunin var fram- kvæmd með þeim hætti að 130 stjórnendum voru send eyðublöð og svöruðu 52. Úrtakið er því ekki stórt en niðurstöðurnar ættu þó að gefa sæmilegar visbendingar um viðhorf stjórnendanna. Meðal annars var spurt að því hvaða leið væri vænlegust fyrir ís- lendinga út-úr efnahagsþrenging- unum. 49% töldu best að fylgja stefnu lítilla ríkisafskipta og jafnra skilyrða í atvinnulífi án þátttöku hins opinbera. 35% töldu „alþjóðavæð- ingu - frekari aðlögun" skipta mestu og 16% merktu við „Alþjóðavæð- ingu, frekari aðlögun og hugsanlega aðild að ESB.“ Rúmlega helmingur eða 51% telur því alþjóðavæðingu og frekari aðlögun mikilvægasta en aðeins tæpur þriðjungur af þessu 51% nefnir aðild að ESB sérstak- lega í því sambandi. Athyglisvert er að enginn stjórn- andi taldi „aukin ríkisafskipti, aukn- ar framkvæmdir og beina þátttöku ríkisins," eiga við en sú leið hefur oft verið farin þegar stjórnmála- menn hafa ætlað að eyða efnahags- lægðum. Ekki eru mörg ár síðan stjórnvöld gripu til víðtækra aðgerða og var yfirlýst markmið að koma í veg fyr- ir eða eyða þeirri efnahagslægð sem þá var í aðsigi. Tugmilljarðar króna voru teknir að láni, erlendis sem innan lands, og dælt út í at- vinnulífið eftir pólitísku skömmtun- arkerfi. Efnahagslægðin gekk yfir og aðgerðir stjórnvalda virtust ein- ungis hafa þau áhrif að gera íslend- inga enn skuldugri en þeir voru fyr- ir. Einnig lengdu þær í snöru þeirra fyrirtækja, sem báru sig ekki en bitnuðu á hinum, sem höfðu raun- verulegan rekstrargrundvöll. Á sínum tíma hlutu ofstjórnarað- gerðir stjórnvalda a.m.k. einhvern stuðning hjá atvinnurekendum. Ef skoðanakönnun stjórnunarfélags- ins endurspeglar afstöðu stjórn- enda í atvinnulífi er Ijóst að aukin ríkisafskipti og bein þátttaka ríkis- ins á engan stuðning meðal þeirra. Stjórnendur voru einnig spurðir um hvernig líklegast væri að ríkis- búskapurinn yrði fram að aldamót- um og þar kom fram aukin bjart- sýni á að stjórnmálamenn næðu tökum á þeim miklu ógöngum sem hann er í. 35% töldu að „jafnvægi næðist með skipulagsbreytingum og aukinni sjálfsábyrgð," en 33% töldu að „jafnvægi næðist ekki.“. 19% töldu að „jafnvægi næðist með niðurskurði og auknu við- skiptafrelsi án skattahækkana," 6% töldu að jafnvægi næðist með skattahækkunum og 6% töldu að „jafnvægi næðist með áframhald- andi niðurskurði án skattahækk- ana.“ Alls telja því 66% stjórnend- anna að ríkið muni ná tökum á ríkis- búskapnum með einum eða öðrum hætti, og er það út af fyrir sig tíð- indavert. Þegar þátttakendurnir voru beðnir að spá fyrir um langtíma- horfur í íslensku atvinnulífi töldu 78% að þær væru í meðallagi og að íslendingar gerðu ekki betur á næstunni en að halda í við ná- grannaþjóðirnar. 14% töldu horf- urnar vera góðar en aðeins 4% töldu þær vera slæmar. Stjórnendurnir voru einnig beðn- ir að nefna þrjá helstu vaxtarbrodda í atvinnulífinu til aldamóta. Þeir reyndust hafa mesta trú á ferða- þjónustu og „frekari (eða bættri) úrvinnslu sjávarafurða" en hvor lið- ur fékk 25% atkvæða. Þar á eftir komu „stóriðja (önnur en stækkun ÍSAL)“ með 20% og „ný tækifæri í fjölþjóðaviðskiptum" með 15%. K.M. • • VACUUMPOKKUNARVELAR fyrír smærrí HENKOvAC 2000 Cí ’o System CS 830 notendur sem stærrí Henkovac WfflSllCDS KRÓKHÁLSI 6 • P.O.BOX 10200 SÍMI: 567-1900 * FAX: 567-1901 • 110 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.