Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ftt«fsi&M&§>ií> Morgunblaðið/Sverrir Stúlkurnar berjast BREIÐABLIK er eina liðið í 1. deild kvenna sem ekki hefur tap- að leik í deildinni. í gær lögðu Kópavogsstúlkur lið Keflvíkinga í spennandi leik í Smáranum og var þetta áttundi sigur stúlkn- anna í röð í deildinni. Blikar gerðu 37 stig í hvorum hálfleik en géstirnir 41 í þeim fyrri en aðeins 29 eftir hlé. Keflvíkingum virðist líka illa í hinu nýja iþróttahúsi þvi karlaflokkurinn tapaði fyrir Blikum þar á dögun- um. Hart var barist í leiknum í gær og hér er það Anna María Sveinsdóttir sem hefur náð að kasta sér á knbttinn en Blikinn Hanna Kjartansdóttir lætur ekki sitt eftir baráttulaust og hefur einnig hönd á knettinum. Lóa Björg Gestsdóttir reynir að koma Önnu Maríu til hjálpar. Ólympíunefnd fær 6 milljónir frá borgarráði BORGARRÁÐ hefur samþykkt að greiða Óly mp- iunefnd íslands 6 miUjónir króna á næstu tveim- ur árum tíl að undirbúa og skipuleggja Smá- þjóðaleika Evrópu sem lialdnir verða á íslandi árið 1997. í samn ingsdr ögunum er gert ráð fyrir að ár- legt framlag borgarinnar verði þrjár m illjónir á árunum 1996 og 1997. Framlagið skal nýtttíl greiðslu á kostnaði við undirbúning og skipulag leikanna. Ennf r emur mun borgin styrkja leikana með cndurgja ld slausu m afnotum af húsnæði borgar- innar samk væmt nánara samkomulagi milli Ólympíunefndar og íþrótta- og tómstundaráðs. Ragnar Ingi og Sigrún Erna unnu bronsveðlaun EYSTRASALTSMÓTIÐ (Baltic Cup) í skylming- um var haldið í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. íslendingar náðu ágætum árangri. Sigrún Erna Geirsdóttir varð þriðja í kvennaflokki og Ragnar Ingi Sigurðsson náði sama sæti í opmuu flokki, en þar voru keppendur 53 talsins. í liðakeppninni, þar sem 14 lið frá sex löndum töku þátt, náði íslenska Iiðið að komast í úrslit og mættí þar A-liði Hollands. Eftír mikinn bar- áttuleik unnu Hollendingar 45:41. B-Uð íslands náði 9. sæti. Sex íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu. í opuum flokki kepptu auk Ragnars Ingaþeir Kári Freyr Björ nsson, sem varð í 7. sætí, Olafur Bjarnason (21. sætí) og Guðjón Ingi Gestsson (26. sætí). Haukur Iugason náði 12. sætí af 28 keppendum í Mahaut-keppni með stungusverð- um. Þaumætastíátta liða úrslitunum SÍÐ ASTA umferðin í riðlakeppni Evrópukeppni meistaraUða, Meistaradeildinni, lauk í gær og því er yóst hvaða Uð lcnda saman í 8-Bða úrsHt- um keppninnar. Þær viðureignir verðaþessar: (B2) Legia (P6H.) - (Al) Panathinaikos (Grikkl.) (A2) Nantes (Prakkl.) - (Bl) Spartak (Rússl.) (D2) Real Madrid (Spáni) - (Cl) Juventus (ftaUu) (C2) Dortmund (Þýskal.) - (Dl) Ajax (HoUandi) ¦Fyrri leikir nir fara fram 6. mars og þeir síð- ari hálf um mánuði síðar, eða 20. mars. Síðari lcikir nir verða á heima veUi þeirra Uða sem ofar í ríðlunum. KNATTSPYRNA Nýr og glæsilegur leikvangur fyrir HM 1998 kallaður Frakklandsvöllur Platini hafnaði því að völlur- inn héti í höfuðið á honum Leikvangurinn glæsilegi, sem verið er að byggja skammt norðan Parísar fyrir heimsmeistara- keppnina i knattspyrnu 1998, verð- ur kallaður Stade de France, Frakk- landsvöllur. Mikið hafði verið rætt um það í landinu síðustu vikurnar hv'að nefna ætti völiinn, margir ótt- uðust að niðurstaðan yrði ekki góð en síðan varð þetta nafn, sem er e.t.v. ekki mjög frumlegt, fyrir val- inu. Mannvirkið, sem er í borginni St. Denis norðan höfuðborgarinnar, er afar glæsilegt. Leikvangurinn er sporöskjulaga og.þarna eiga 80.000 áhorfendur að komast í sæti. Upp- hafsleikur HM 1998 verður á vellin- um svo og úrslitaleikurinn en aðrir leikir fara fram í öðrum borgum, víðs vegar um landið. Guy Drut, íþróttamálaráðherra Frakklands, upplýsti í vikunni að nefnd 14 sérfræðinga hefði íhugað fjölda nafna, flest tengd íþróttum og þúsundir ábendinga hefðu borist frá almenningi. Hann sagði hins vegar að leikvangurinn þyrfti að bera stutt og hnitmiðað nafn sem gæfi greinilega til kynna hvers kon- ar mannvirki um væri að ræða. „Þetta verður leikvangur fyrir alla Frakka, völlur allra Frakka," sagði hann. Meirihluti tillagna frá almenningi var á þann veg að nefna leikvang- inn eftir Michel Platini, besta knatt- spyrnumanni Frakka, sem er ein- mitt annar tveggja forseta skipu- lagsnefndar heimsmeistarakeppn- innar 1998. En Platini, sem er fer- tugur, lagðist gegn hugmyndinni. „Ég er of gamall til að vinna til verðlauna fyrir knattspyrnu en of ungur til að láta nefna knattspyrnu- velli eftir mér," sagði hann. Platini kvaðst telja nafnið Stade de France stórkostlegt. „Þetta er besta nafnið sem hægt var að finna fyrir þjóðar- leikvanginn," sagði Platini. „Það er ef til vill ekki mjög frumlegt. En yið höfum beðið eftir þessum þjóð- árléikvangi mjög lengi og mér finnst Frakkland fallegasta nafn sem til er þannig að nafngiftin er rétt." HANDKIMATTLEIKUR: VALSMEIVIINITRYGGJA STÖÐU SÍNAÁTOPPIMUM / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.