Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLYSING FIMMTUDAGUR7.DESEMBER1995 E 3 I ! I I----------<+- TIU FRUMSY I nafni réttlætis - Fight for Justice Nancy Conn er á ferð meö Charlotte frænku sinni þegar geðsjúklingur rænir þeim og misþyrmir þaö grimmilega að frænka hennar deyr. Nancy tekst að bera kennsl á ódæð- ismanninn og hann er lokaður inni. Þegar Nancy er aftur farin að lifa eðlilegu lífi eftir þessa skelfilegu lífsreynslu tekst árásarmanninum að flýja og hefur aðeins eitt mark- mið...að ná sér niðri á Nancy. 1 aðalhlutverkum eru Marilu Henner (Evening Shade, Taxi), Doug Savant (Melrose Place), Peri Gilpin (Fraiser) og Ann Wedgeworth (Evening Shade). Feigö - Marked for Murder Mace er dæmdur fyrir morð og er mesti harðjaxlinn í fang- elsinu. Þegar hann er valinn úr hópi glæpamanna til að starfa sem lögga verður hann mesti óvinur glæpamann- anna því enginn skilur glæpamenn eins vel og þeir sjálfir. En það er ekki nóg með að hann sé orðinn harðskeytt lögga heldur fellur hann fyrir hinum bráðmyndarlega lækni Jean Horton en það var einmitt hún sem valdi hann úr hópi fanga til að takast á við nýtt líf. í aðalhlutverkum eru Powers Boothe, Billy Dee Williams og Laura Johnson (Falcon Crest). Ein á báti - She Fougfit Alone Draumur Caitlin Rose er eins og draumur allra annarra tán- inga að ganga í klíkuna, vinsælasta gengi skólans, og er í skýjunum þegar henni er boðin innganga. Þá hefur hún einnig tækifæri til að vera nálægt Ethan, foringja klikunnar. En llf hennar breytist T martröð þegar Jace, vinur Ethans, nauðg- ar henni og neitar því síðar fyrir rétti. Henni er sparkað úr klíkunni þar sem enginn trúir henni og sú eina sem trúir henni er móðir hennar. Eina hálmstráið er Ethan og spurn- ingin hvort hún geti treyst honum. í aðalhlutverkum eru Tiffani-Amber Thiessen og Brian Austin Green. Blikur á lofti - Stormy Weathers Sam sem er dóttir lögreglustjóra er vel kunnug spillingunni í Los Angeles og telur sig færa í flestan sjó. Hún tekur til- veruna ekkert of hátíðlega enda með svarta beltið í kara- te. Þegar glæsilegur ítalskur aðalsmaður ræður hana til að leita horfins ættingja fer að hitna í kolunum. Rannsókn henn- ar leiðir ýmislegt 1 Ijós, meöal annars þaulskipulagt fíkni- efnasmygl og óleysta ráðgátu um fjöldamorð. Sam er tilbú- in til að fóma hverju sem er til að komast að sannleikan- um, jafnvel ástinni og lífinu. í helstu aðalhlutverkum eru Cybill Shepherd, Robert Beltr- an, Charlie Schlatter og fleiri. Samsæri óttans - House of Secrets Myndin gerist í franska hverfinu í New Orleans þar sem vúdú er stundað og lifandi Ifk eru sögð ganga á götunum. Marion Ravinel, sem er afar fögur en viðkvæm kona, rekur heilsu- hæli sem faðir hennar stofnaði. Hún er gift lækninum Frank Ravinel sem í fyrstu er fyrirmyndar eiginmaður en breytist á óskiljanlegan hátt I ofbeldisfullan og grimman mann. Þegar Frank ákveöur að selja heilsuhælið kemur einn starfsmaður hælisins, Laura Morrell, henni til bjargar og saman ákveöa þær að koma Frank fyrir kattanef. Málin fara fyrst að vera óhugna- leg eftir hvarf Franks og vísbendinga um aö hann sé alls ekki dáinn. í helstu aðalhlutverkum eru Melissa Gilbert, Bruce Boxleitner, Kate Vernon og fleiri. Einn og ostuddur - To Walk Again Saga um ótrúlegt þrek, hugrekki og lífsþorsta. Eddie er svarti sauöurinn I fjölskyldunni. Hann gefst upp I skóla, er ofstopafullur, neytir fíkniefna og missir vinnuna hvað eftir ann- að. Þegar Eddie gengur í bandaríska sjóherinn eftir kröfu foreldra sinna fyllist hann sjálfur stolti og áhuga. En þá hefst martröðin, Eddie lamast og líkur á bata eru mjög litlar. Móðir Eddie neitar að missa vonina og upphefst mikil barátta, allt er lagt í sölumar til að Eddie geti gengið á ný. aðalhlutverkum eru Blair Brown, Ken Howard og Cameron Bancroft. Brennandi ástríða - A Burning Passion Saga Margaret Mitchell rithöfundar sögunn- ar Á hverfandi hveli. Margaret Mitchell elst upp við sögur um líf- ið í gömlu góðu Suðurríkjunum. Hún er um- vafin aðdáendum en fellur fyrir glæsimenn- inu Clifford Henry sem deyr á hörmulegan hátt í fyrri heimstyrjöldinni. Því næst tekur hún saman við Red Upshaw sem er á margan hátt líkur glæsimenninu og galla- gripnum Rhett Butler. Red yfirgefur hana þegar hún neitar að hætta störfum sem blaðamaður. Gamall félagi hans, John Marsh, hefur betri skilning á rithöfundar- hæfileikum Margaret og með hann sér við hlið verður hún einn vinsælasti rithöfund- ur Bandaríkjanna. í aðalhlutverkum eru Shannen Doberty (Beverly Hills 90210), John Clark Gable, Rue McClanahan, Dale Midkiff og Matt Mulhern. ¦ h-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.