Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING 5 á ur frá kafað er mál og nýjar og málunum Splunkunýr breskur framhaldsþáttur um ungt fólk sem er að feta sig áfram í lífinu. Þættirnir voru frumsýndir á Bretlandi I október og fengu mjög góða dóma gagnrýnenda. Fylgst er með alls kyns uppákomum í lífi sjö ungmenna og að sjálfsögðu snýst allt meira og minna um kærasta, kærustur, föt, tónlist, farsíma og bíla. Á tímamótum - Hollyoaks á mánudögum og fimmtudögum Fýrirsætur - Models Inc. á þriðjudögum Flestir aðdáendur þáttanna Melrose Place kannast við mömmu auglýsingakonunnar Amöndu, Hillary Michaels, en með hlutverk hennar fer Linda Gray sem allir muna eftir úr Dallas þáttunum. Hillary yfirgaf dóttur sína og eiginmann fyrir starfsframann og hefur vegnað mjög vel. í dag rekur hún fyrir- sætumiðlunina Models Inc. ásamt syni sínum. Þegar við kynnumst Hillary hefur ein af toppfyrirsætum hennar tilkynnt að hún ætli sér að finna aðra umboðsskrifstofu og verða af- leiðingarnar miklu alvarlegri en nokkurn gat grunað. Læknamiðstöðin - Shortland Street mánudaga til föstudaga Nýsjálensk sápuópera frá framleiðendum Nágranna sem gerist á einkarekinni lækna- miðstöð. Eigendurnir eru fjórir kaupsýslumenn og tveir lækn- ar. Læknamiðstöðin er eins konar slysavarðsstofa enda opið þarna 24 tíma á sólar- hring, sjö daga vikunnar. Evrópska smekk- leysan - Eurotrash á fimmtudögum Þessir þættir hafa vakið verö- skuldaða athygli fyrir óvenjuleg efnistök og fersk umfjöllunar- efni. Þeir eiga því örugglega eftir að vekja athygli þeirra sem vilja fylgjast með og sjá „hina hliðina" á ólíklegustu málum. Hrollvekjur - Tales from the Crypt á laugardögum T-M'.-.FR _ __ " HvOíM I ! . j- Hefur þú kíkt undir rúmið þitt nýlega? Hér eru á ferðinni framúrskarandi vel gerðir þætt- ir sem byggja á vinsælum teiknimyndablöðum frá fimmta áratugnum í Bandaríkjunum. I þáttunum eru stórstjörnur í hverju skúmaskoti, en meöal leikstjóra eru Tobe Hooper (Texas Chainsaw Massacre), Richard Donner (Superman) og William Friedkin (The Exorcist). Kvikmynda'taka er í höndum þeirra Tom Hanks og Michael J. Fox og af öðrum stórstjörn um sem fara rneð hlutverk i þáttunum má nefna Malcolm McDowell, Treat Williams, súperfyrirsætuna Kathy Ireland, Jon Lovits, Whoopi Goldberg, Christopher Reeve, Tim Curry, Joe Pesci og fleiri. David Letter sunnudaga til fimmtud Samtök bandarískra varpsgagnrýnet >ldu þátt Davi .etterman þa besta sinnar te undar á síðastliðn ári og samtö grinista- og gaman leikara veittu hon um titilinn „ asti maður ár ins“. Þetta er a eins brot af þei viöurkenning sem David Letterman fengið fyrir spjallþætti sem hófust á CBS sjónv stöðinni fyrir rúmum árum og strax á fyrsta ári hlutu Emmy verðlaunin. Honum er lagiði að sjá spaugilega hlið á málunum, spyrja gesti sína mjög nær- göngulla spurnipga og kemur alltaf skemmtilega á óvart. Gestir hans eru stórstjörnur úr kvikmynda-, sjónvarps-, íþrótta-, stjórnmála- og tónlistaheimin- um. Þættirnir, sem eru alltaf á kl. 23.00, eru eins til tveggja daga gamlir þegar þeir sýndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.