Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 1
281. TBL. 83.ÁRG. * Alagn- ingum símann Washington. Daily Telegraph. MARGIR vita ekkert leiðin- legra en að ganga frá skatt- skýrslunni en nú hafa skatt- yfirvöld i Bandaríkjunum ákveðið að gera þetta dálítið bærilegra. Gildir það að vísu aðeins um einstaklinga, sem hafa engan á sínu framfæri, en þeir geta nú hringt inn réttar upplýsingar og fengið skattinn sinn reiknaðan út á stundinni. Með því að hringja í svo- kallað grænt númer hvenær sem er sólarhringsins fá menn samband við tölvu, sem spyr um upplýsingar á ensku eða spænsku og um nafnnúmer launagreiðanda. Skattgreiðandinn ýtir þá á viðeigandi tölur á tónvals- síma og tölvuröddin stað- festir þær jafnharðan. Mikill sparnaður Þegar þessu er lokið reiknar tölvan út skattinn eða inneignina hjá ríkinu og spyr að síðustu um nafn- númer þess, sem hringdi. Jafngildir það undirritun skattgreiðanda. Aætlað er, að um 23 millj- ónir manna muni nota þessa þjónustu og hún er talin munu spara ríkinu mikið fé og skriffinnsku. Þá er einn- ig hægt að nálgast öll skatt- skýrsluform á Alnetinu. • • Orugg for- ysta komm- únista Moskvu. Reuter. KOMMÚNISTAFLOKKURINN hefur örugga forystu á aðra flokka þegar rúm vika er til þingkosninga í Rússlandi. Samkvæmt skoðana- könnun sem birtist í dagblaðinu Sevodnya í gær, styðja um 12% kjósenda kommúnista. Þeir flokkar sem næstir koma, Rússneska föðurlandið, flokkur Viktors Tsjernomyrdíns forsætis- ráðherra, og Jabloko, flokkur um- bótasinnans Grígoríjs Javlinskíjs, njóta 6% fylgis. Um 5% styðja Kvennaflokkinn en aðrir flokkar njóta minna fylgis. Skoðanakönnun blaðsins var gerð í nóvember og svöruðu 2.070 manns spurningunni um hvaða flokk þeir kysu. Flokkar sem fá minna en 5% fylgi koma manni ekki á þing. Frjálslyndi demókrataflokkurinn hefur 4% fylgi en Vladimír Zhír- ínovskíj fer fyrir honum og flokkur Alexanders Lebeds, Rússneski hér- aðaflokkurinn, nýtur 3% fylgis. Valkostur Rússlands, sem umbóta- sinninn Jegor Gajdar fer fyrir, fær 2% og Bændaflokkurinn 1%. 108 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 FOSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Myntbandalag ESB komið undir glímu Frakka við fjárlagahallann Áætlanirnar geta ráð- ist á götum Parísar París, Mílanó, Baden-Baden. Reuter. GEFIST franska stjómin upp fyrir verkalýðsfélögunum og fjárlaga- hallanum getur það gert að engu áætlanir um myntbandalag Evrópu- sambandsríkja og haft alvarlegar afleiðingar fyrir framvindu efna- hagsmála á Ítalíu. Er það álit ýmissa hagfræðinga. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, lýsti í gær yfir fullum stuðningi við aðhaldsað- gerðir franskra stjórnvalda. Evrópskir fjármálasérfræðingar segja, að takist Juppé ekki að knýja umbætur á velferðarkerfinu í gegn muni það draga mjög úr líkum á því að Frakkar geti tekið þátt í hinum peningalega samruna Evr- ópuríkja (EMU). Þá myndi einnig draga mjög úr þrýstingi á ítölsku stjórnina að halda ríkisfjármálum í skefium. EMU mesti hvatinn „Ef franska stjórnin tapar slagn- um er EMU úr sögunni. ,Áhrifin á ríki á borð við Ítalíu yrðu í fyrstu mjög alvarleg,“ segir Dominic Konstam, hagfræðingur hjá Credit Suisse First Boston í London. Óttinn við að geta ekki uppfyllt skilyrðin fyrir þátttöku í mynt- bandalaginu hefur ýtt undir aðgerð- ir gegn fjárlagahalla í ýmsum ESB- rikjum og á Ítalíu má segja, að hann sé aðalástæðan fyrir því, að stjórnvöld vilja taka á vandanum. Þar er þjóðarskuldin 120% af þjóð- arframleiðslu. Hagfræðingar segja, að gangi frönsku stjórninni vel í glímunni við íjárlagahallann muni það greiða fyrir vaxtalækkunum í Þýskalandi og þar með auðvelda ítölum barátt- una vegna minni vaxtagreiðslna. Fjögur meginatriði Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, áttu fund með sér í Baden-Baden í gær og komu sér saman um fjögur meginatriði fyrir ríkjaráðstefnu ESB á næsta ári. I fyrsta lagi leggja þeir áherslu á, að stefna ESB i utanríkis- og öryggismálum verði skýrari og framkvæmdin ákveðnari; í öðru lagi, að stefna ríkjanna í inn- flytjendamálum verði samræmd; í þriðja lagi, að starfsemi Evrópu- ráðsins og framkvæmdastjórnar- innar verði breytt og fleiri ákvarð- anir teknar af einföldum meirihluta, og það fjórða, að Evrópuþingið og þjóðþingjn taki meiri þátt í sam- runaferlinu. ■ Juppe neitar afsögn/20 „ Reuter ÁSTANDIÐ í Frakklandi versnar dag frá degi og lögðu margir opinberir starfsmenn og kennarar niður vinnu í gær til að mótmæla niðurskurði í velferðarmálum. Ljóst er, að verkföllum verður haldið áfram í næstu viku en þau eru farin að hafa alvarleg áhrif á efnahagslifið í landinu. Bandaríkin reyna að hafa áhrif á Bosníustjórn í deilunni um yfirráð í Sarajevo Reuter SERBAR í Sarajevo efndu til fjöldafundar í gær til að mótmæla því, að serbnesk hverfi í borginni skuli eiga að falla undir stjórn múslima samkvæmt Dayton-samkomulaginu. Segjast þeir munu flýja borgina eða grípa aftur til vopna til að koma í veg fyrir það. Ahyggjur af stöðu Serba Sarajevo, París, Belgrad. Reuter. HARIS Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, neitaði í gær öllum breyt- ingum á Dayton-samkomulaginu þrátt fyrir kröfur Serba í Sarajevo og ótta þeirra við full yfirráð músl- ima yfir borginni. Warren Christ- opher, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði í gær, að gæta yrði hagsmuna Serba jafnt og annarra þjóðarbrota í Bosníu. Serbar í Sarajevo hafa efnt til margra funda að undanförnu til að mótmæla Dayton-samkomulaginu um frið í Bosníu og segjast munu flýja eða grípa til vopna verði hverfi þeirra færð undir ntúslimska stjórn. Yfirlýsingar Bosníustjórnar að undanförnu hafa vakið verulegar áhyggjur. Hún segir, að stríðs- glæpamönnum og hermönnum, sem börðust gegn henni, verði ekki gefn- ar upp sakir en það síðarnefnda getur átt við um flesta vopnfæra karlmenn meðal Serba í Sarajevo. Richard Holbrooke, samninga- maður Bandaríkjastjórnar, fer til Bosníu í vikunni og mun þá ræða þessi mál. Kvaðst hann mundu leggja að múslimum að „taka öðru- vísi á málum“ en útskýrði ekki nán- ar við hvað hann ætti. Frakkar hóta aðgerðum Talsmaður franska utanrlkis- ráðuneytisins sagði í gær, að yrði flugmönnunum tveimur, sem eru á valdi Serba, ekki sleppt strax, yrði látið til skarar skríða gegn þeim, sem héldu þeim. Sagði hann ekki frekar í hveiju hótunin væri fólgin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.