Morgunblaðið - 08.12.1995, Page 1

Morgunblaðið - 08.12.1995, Page 1
281. TBL. 83.ÁRG. * Alagn- ingum símann Washington. Daily Telegraph. MARGIR vita ekkert leiðin- legra en að ganga frá skatt- skýrslunni en nú hafa skatt- yfirvöld i Bandaríkjunum ákveðið að gera þetta dálítið bærilegra. Gildir það að vísu aðeins um einstaklinga, sem hafa engan á sínu framfæri, en þeir geta nú hringt inn réttar upplýsingar og fengið skattinn sinn reiknaðan út á stundinni. Með því að hringja í svo- kallað grænt númer hvenær sem er sólarhringsins fá menn samband við tölvu, sem spyr um upplýsingar á ensku eða spænsku og um nafnnúmer launagreiðanda. Skattgreiðandinn ýtir þá á viðeigandi tölur á tónvals- síma og tölvuröddin stað- festir þær jafnharðan. Mikill sparnaður Þegar þessu er lokið reiknar tölvan út skattinn eða inneignina hjá ríkinu og spyr að síðustu um nafn- númer þess, sem hringdi. Jafngildir það undirritun skattgreiðanda. Aætlað er, að um 23 millj- ónir manna muni nota þessa þjónustu og hún er talin munu spara ríkinu mikið fé og skriffinnsku. Þá er einn- ig hægt að nálgast öll skatt- skýrsluform á Alnetinu. • • Orugg for- ysta komm- únista Moskvu. Reuter. KOMMÚNISTAFLOKKURINN hefur örugga forystu á aðra flokka þegar rúm vika er til þingkosninga í Rússlandi. Samkvæmt skoðana- könnun sem birtist í dagblaðinu Sevodnya í gær, styðja um 12% kjósenda kommúnista. Þeir flokkar sem næstir koma, Rússneska föðurlandið, flokkur Viktors Tsjernomyrdíns forsætis- ráðherra, og Jabloko, flokkur um- bótasinnans Grígoríjs Javlinskíjs, njóta 6% fylgis. Um 5% styðja Kvennaflokkinn en aðrir flokkar njóta minna fylgis. Skoðanakönnun blaðsins var gerð í nóvember og svöruðu 2.070 manns spurningunni um hvaða flokk þeir kysu. Flokkar sem fá minna en 5% fylgi koma manni ekki á þing. Frjálslyndi demókrataflokkurinn hefur 4% fylgi en Vladimír Zhír- ínovskíj fer fyrir honum og flokkur Alexanders Lebeds, Rússneski hér- aðaflokkurinn, nýtur 3% fylgis. Valkostur Rússlands, sem umbóta- sinninn Jegor Gajdar fer fyrir, fær 2% og Bændaflokkurinn 1%. 108 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 FOSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Myntbandalag ESB komið undir glímu Frakka við fjárlagahallann Áætlanirnar geta ráð- ist á götum Parísar París, Mílanó, Baden-Baden. Reuter. GEFIST franska stjómin upp fyrir verkalýðsfélögunum og fjárlaga- hallanum getur það gert að engu áætlanir um myntbandalag Evrópu- sambandsríkja og haft alvarlegar afleiðingar fyrir framvindu efna- hagsmála á Ítalíu. Er það álit ýmissa hagfræðinga. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, lýsti í gær yfir fullum stuðningi við aðhaldsað- gerðir franskra stjórnvalda. Evrópskir fjármálasérfræðingar segja, að takist Juppé ekki að knýja umbætur á velferðarkerfinu í gegn muni það draga mjög úr líkum á því að Frakkar geti tekið þátt í hinum peningalega samruna Evr- ópuríkja (EMU). Þá myndi einnig draga mjög úr þrýstingi á ítölsku stjórnina að halda ríkisfjármálum í skefium. EMU mesti hvatinn „Ef franska stjórnin tapar slagn- um er EMU úr sögunni. ,Áhrifin á ríki á borð við Ítalíu yrðu í fyrstu mjög alvarleg,“ segir Dominic Konstam, hagfræðingur hjá Credit Suisse First Boston í London. Óttinn við að geta ekki uppfyllt skilyrðin fyrir þátttöku í mynt- bandalaginu hefur ýtt undir aðgerð- ir gegn fjárlagahalla í ýmsum ESB- rikjum og á Ítalíu má segja, að hann sé aðalástæðan fyrir því, að stjórnvöld vilja taka á vandanum. Þar er þjóðarskuldin 120% af þjóð- arframleiðslu. Hagfræðingar segja, að gangi frönsku stjórninni vel í glímunni við íjárlagahallann muni það greiða fyrir vaxtalækkunum í Þýskalandi og þar með auðvelda ítölum barátt- una vegna minni vaxtagreiðslna. Fjögur meginatriði Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, áttu fund með sér í Baden-Baden í gær og komu sér saman um fjögur meginatriði fyrir ríkjaráðstefnu ESB á næsta ári. I fyrsta lagi leggja þeir áherslu á, að stefna ESB i utanríkis- og öryggismálum verði skýrari og framkvæmdin ákveðnari; í öðru lagi, að stefna ríkjanna í inn- flytjendamálum verði samræmd; í þriðja lagi, að starfsemi Evrópu- ráðsins og framkvæmdastjórnar- innar verði breytt og fleiri ákvarð- anir teknar af einföldum meirihluta, og það fjórða, að Evrópuþingið og þjóðþingjn taki meiri þátt í sam- runaferlinu. ■ Juppe neitar afsögn/20 „ Reuter ÁSTANDIÐ í Frakklandi versnar dag frá degi og lögðu margir opinberir starfsmenn og kennarar niður vinnu í gær til að mótmæla niðurskurði í velferðarmálum. Ljóst er, að verkföllum verður haldið áfram í næstu viku en þau eru farin að hafa alvarleg áhrif á efnahagslifið í landinu. Bandaríkin reyna að hafa áhrif á Bosníustjórn í deilunni um yfirráð í Sarajevo Reuter SERBAR í Sarajevo efndu til fjöldafundar í gær til að mótmæla því, að serbnesk hverfi í borginni skuli eiga að falla undir stjórn múslima samkvæmt Dayton-samkomulaginu. Segjast þeir munu flýja borgina eða grípa aftur til vopna til að koma í veg fyrir það. Ahyggjur af stöðu Serba Sarajevo, París, Belgrad. Reuter. HARIS Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, neitaði í gær öllum breyt- ingum á Dayton-samkomulaginu þrátt fyrir kröfur Serba í Sarajevo og ótta þeirra við full yfirráð músl- ima yfir borginni. Warren Christ- opher, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði í gær, að gæta yrði hagsmuna Serba jafnt og annarra þjóðarbrota í Bosníu. Serbar í Sarajevo hafa efnt til margra funda að undanförnu til að mótmæla Dayton-samkomulaginu um frið í Bosníu og segjast munu flýja eða grípa til vopna verði hverfi þeirra færð undir ntúslimska stjórn. Yfirlýsingar Bosníustjórnar að undanförnu hafa vakið verulegar áhyggjur. Hún segir, að stríðs- glæpamönnum og hermönnum, sem börðust gegn henni, verði ekki gefn- ar upp sakir en það síðarnefnda getur átt við um flesta vopnfæra karlmenn meðal Serba í Sarajevo. Richard Holbrooke, samninga- maður Bandaríkjastjórnar, fer til Bosníu í vikunni og mun þá ræða þessi mál. Kvaðst hann mundu leggja að múslimum að „taka öðru- vísi á málum“ en útskýrði ekki nán- ar við hvað hann ætti. Frakkar hóta aðgerðum Talsmaður franska utanrlkis- ráðuneytisins sagði í gær, að yrði flugmönnunum tveimur, sem eru á valdi Serba, ekki sleppt strax, yrði látið til skarar skríða gegn þeim, sem héldu þeim. Sagði hann ekki frekar í hveiju hótunin væri fólgin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.