Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga Frumvarp sex þing- manna á Alþingi Skattur á verslunarhús- næði afnuminn 1999 SÉRSTAKUR skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði verður lækk- aður í áföngum og loks felldur nið- ur en fasteignaskattur á atvinnu- húsnæði hækkaður á móti, sam- kvæmt lagafrumvarpi sem félags- málaráðherra mælti fyrir í gær. Umræddur skattur, sem nú er 1,25% af fasteignamati, er einn af tekjustofnum sveitarfélaga og fluttist þangað frá ríkinu á síðasta ári. Sú ráðstöfun átti að vera til Þingrnaöur spyr um símhleranir SVAVAR Gestsson þingmaður Al- þýðubandalagsins hefur lagt fram fyrirspum á Alþingi um símahleranir og spyr sérstaklega um hvort dæmi séu um símahleranir á vegum ráðu- neyta án sérstakra heimilda. Svavar sagði við Morgunblaðið að tilefni fyrirspumarinnar væri m.a. blaðagreinar á síðastliðnum vetri þar sem gefið var í skyn að símahleranir væru stundaðar af ýmsum aðilum, þar á meðal utanríkisráðuneytinu án þess að fyrir því væru sérstakar heim- ildir. Svavar spyr dómsmálaráðherra um hvaða lagaákvæði gjldi um símahler- anir, hversu oft heimildir hafi verið veittar til símahlerana á ári undanfar- in 10 ár og í hve langan tíma. bráðabirgða þar til félagsmálaráðu- neytið og Samband íslenskra sveit- arfélaga hefðu unnið að nánari útfærslu málsins með það að markmiði að skatturinn yrði felldur að núverandi fyrirkomulagi við álagningu fasteignaskatts sveitar- félaga. Þessi útfærsla liggur nú fyrir og er frumvarpið flutt í samræmi við hana. Samkvæmt því verður sér- staki skatturinn 0,937% á næsta ári, 0,625% árið 1997 og 0,313% árið 1998 en fellur niður 1999. Á móti hækkar fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði úr 1,12% af álagn- ingarstofni í 1,17% á næsta ári, í 1,22% árið 1997, í 1,27% árið 1998 og í 1,32% árið 1999. Sérstaki skatturinn skilar sveit- arfélögunum nú um 450 milljónum árlega og á hækkunin á fasteigna- skattinum að skila sömu upphæð eftir 4 ár. í lagafrumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að hlutverk þjón- ustuframlaga Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga verði að jafna mismun- andi útgjaldaþörf með sérstöku tilliti tilítærðar þeirra, en í núgiid- andi lögum segir að framlögunum skuli úthlutað til sveitarfélaga sem skorti tekjur til að halda uppi þeirri þjónustu, sem eðlilegt megi telja að sveitarfélög af þeirri stærð veiti. Skattfrelsi forseta verði afnumið SKATTFRELSI forseta íslands verður afnumið ef samþykkt verður lagafrumvarp sem sex þingmenn úr fímm þingflokkum á Alþingi hafa lagt fram. Segir í greinargerð með frum- varpinu að telja verði óeðlilegt að launakjör forseta íslands felist að verulegu leyti í skattfríðindum og séu flutningsmenn sammála um að eðlilegra sé að laun forseta íslands sæti almennum reglum. Best fari á því að launakerfí ríkisins sé gagns- ætt og æðstu embættismenn þjóðar- innar hafí laun sem hefji þá yfír fjár- hagsáhyggjur meðan þeir gegna starfí sínu en um leið sæti þau al- mennri meðferð um skatta og önnur opinber gjöld. Færð eru rök fyrir því að ekki sé hægt að breyta kjörum forseta nema fyrir upphaf kjörtímabils hans og því sé rétti tíminn til þess nú, ef vilji er fyrir hendi. Fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins er Ólafur Hannibalsson vara- þingmaður Sjálfstæðisflokks en meðflutningsmenn eru Pétur Blön- dal, Sjálfstæðisflokki, Ólafur Örn Haraldsson, Framsóknarflokki, Kristinn H. Gunnarsson, Alþýðu- bandalagi, Guðný Guðbjörnsdóttir Kvennalista, og Svanfríður Jónas- dóttir, Þjóðvaka. Samskonar frumvarp hefur áður verið lagt fram á Alþingi af Ólafi Þ. Þórðarsyni, þáverandi þingmanni Framsóknarflokks, án þess að fá afgreiðslu. ■--» ♦ »-- Morgunblaðið/Kristján Hæstiréttur dæmir í máli tannlækna og tannsmiðs Tannsmiðir mega ekki vinna í munnholi HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp þann dóm að tannsmiðum sé óheimil vinna í munnholi manna í því skyni að setja i þá gervi- tennur eða tanngarða. Með dóminum er fengin endanleg niður- staða í deilum, sem staðið hafa í nokkur ár milli Bryndísar Krist- insdóttur tannsmiðs og Tannlæknafélags íslands. Skagstrendingur kaupir frystitog- ara af Rússum Skagaströnd. Morgunblaðið. SKAGSTRENDINGUR hf. hefur keypt frystitogarann Neptún í stað Amars HU 1, sem sem seldur var til Grænlands í október síðastliðn- um. Neptún, sem var smíðaður í Noregi 1986 fyrir Færeyinga, er 60 metra langur og 13 metra breið- ur. Hann er með 4.080 hestafla aðalvél og tvö 35 tonna dráttarspil. Kaupsamningur um Neptún var undirritaður fímmta desember. Skagstrendingur kaupir skipið af Neptune Pacifíc co. Ltd., sem er rússneskt fyrirtæki og hefur Neptún verið gerður út á krabba- veiðar frá Suður-Kóreu að undan- fömu. Áætlað er að skipið komi til landsins í febrúar og hefji veiðar í lok marz. Nokkrar beytingar þarf að gera á því og verða þær væntan- lega unnar bæði erlendis og hér heima. Að sögn Óskars Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Skagstrend- ings hf., er kaupverð skipsins ás- ættanlegt og með kaupunum næst það markmið félagsins að endur- skipuleggja fyrirtækið fjárhags- lega með breytingum á skipastóli þess. Hafa skuldir félagsins nú verið lækkaðar um 500 milljónir króna án þess að minnka umsvif þess eða framlegð. Segir Óskar að nú sé fjárhagur félagsins traustur og það eigi góða möguleika á að skila hagnaði. Bryndís hafði árið 1992 gert samning við Tryggingastofnun ríkis- ins um að sjúkratryggingar greiddu hluta af kostnaði sjúklinga hennar og töldu tannlæknar að samningur- inn gerði ráð fyrir að hún stundaði tannlækningar sem hún hefði ekki leyfí og réttindi til lögum samkvæmt. Bryndís hefur starfað sjálfstætt við tannsmíði án milligöngu tann- lækna í rúm 20 ár og hefur allan þann tíma tekið mót af tanngómum og mátað gervitanngarða. Starfsemi hennar var að mestu látin afskipta- laus af hálfu opinberra aðila þrátt fyrir ítrekaðar kærur tannlækna allt frá 1973. Árið 1994 fengu tannlæknar sett lögbann á starfsemi Bryndísar. Hæstiréttur felldi það lögbann úr gildi en tók ekki efnislega afstöðu til deilunnar fyrr en í gær. Á síðasta ári hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt Bryndísi í hag. í dómi Hæstaréttar er rakin saga lagasetningar um störf tannlækna og tannsmíða hérlendis og komist að þeirri niðurstöðu að frá 1929 hafí tannsmiðir ekki haft lagaheim- ild til að vinna í munnholi manna í því skyni að setja í þá gervitennur eða tanngarða nema samkvæmt undantekningarákvæðum eldri laga, sem ekki tóku til Bryndísar. „Verður tannsmiðum að óbreytt- um lögum ekki heimiluð þessi vinna,“ segir Hæstiréttur og kemur fram að atvinnufrelsisákvæði stjórn- arskrárinnar standi ekki í vegi þeirri niðurstöðu. Garðverk í desember VEÐRIÐ hefur leikið við Akureyringa síðustu daga og í gær var um 5 stiga hiti fyrri- hluta dags. í fyrrinótt fór hit- inn hins vegar upp í 9 stig. Veðurblíðan kemur sér vel fyrir marga og sérstaklega þá sem vinna úti við. Þá eru verslunareigendur ánægðir með hversu færðin er góð. Það er ekki mikið um garðverk á þessum árstíma en þó voru þeir Guðmundur Ketill Guðfinnsson og Hallgrímur Axelsson, starfsmenn Fagtúns hf., í óða önn að tyrfa þakið á nýbyggingu Menntaskólans á Akureyri. Þakið er um 2.000 fermetrar og verða þökur á um 1.000 fermetrum. Þeir félagar reikna með að Ijúka þökulagningunni fyrir jól. Aðg'erðir til að efla bókina LÖGÐ hefur verið fram þingsálykt- unartillaga á Alþingi um að ríkis- stjórninni verði falið að hefja mark- vissar aðgerðir til að styrkja stöðu bókarinnar og efla bókaútgáfu á Islandi. Samkvæmt tillögunni, sem Ólafur Örn Haraldsson og níu aðrir þing- menn Framsóknarflokks leggja fram, yrði markmiðið með aðgerð- unum að efla íslenska tungu og glæða menntun og menningu þjóð- arinnar, jafnframt að örva ritun bóka og bæta Iestrarhæfni og að- stöðu til náms. Enn fremur verði haft að markmiði að auka atvinnu- starfsemi tengda prentun, útgáfu og sölu bóka. Lagt er til að skipaður verði starfshópur sem móti tillögur um aðgerðir til að efla bókina og skili hópurinn tillögum fyrir lok mars á næsta ári. Lýst eftir konu LÝST er eftir Ernu Amardóttur til heim- ilis á Hrísateig 8 í Reykjavík. Erna fór frá heimili sínu að- faranótt 6. desember sl. klukkan eitt eftir miðnætti og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Hún er 35 ára gömul, frekar þybbin, ljóshærð, með axlasítt hár. Þegar Erna fór að heiman var húr í svartar {: gallabuxur, síða peysu og leita kuldaúlp sem hafa orði við ferðir Ernu hún fór að heir sér í fyrrinó beðnir um ai samband við 1 una í Reykjav:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.