Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bændur kanna mögn- leika á strútseldi Reyndu nú ekki að klúðra þessu líka, Ari minn. Það eru ekki orðnar svo margar tegundir eftir, góði. Vinnusími ekki fluttur vegna skuldar á heimasíma Regla ef símanúmer eru á sömu kennitölu MAÐUR sem rekur einkafyrirtæki í Reykjavík varð fyrir því að honum var neitað um flutning á vinnusíma hans, skuldlausum, vegna skuldar á heimanúmeri hans. Viðkomandi aðili er skráður fyrir tveimur símum, og er annar á heim- ili hans en hinn í einkafyrirtæki hans. Hann safnaði skuld á heima- númerið en gætti þess að svo væri ekki með vinnusímann. Heimalínu var síðan lokað og Póstur og sími neitað honum um flutning á vinnu- síma, vegna skuldarinnar á heima- símanum. Útiloka má þann sem skuldar Kristjana H. Guðmundsdóttir skrifstofustjóri hjá umdæmi 5 hjá P&S, sem hefur með símamál á höfuðborgarsvæðinu að gera, segir að um dæmi sem þessi gildi reglur hjá stofnuninni, þess efnis að ef er skuld á kennitölu einstaklings, sem hefur fleiri en eitt númer, skipti ekki máli þótt eitt númerið sé skuld- laust ef skuld er á öðru númeri, enda segi í fjarskiptalögum að úti- loka megi þann sem skuldar frá öllum fjarskiptum. í slíkum tilvikum sé flutningur því ekki leyfður. „Væri þetta ekki svo, gæti við- skiptavinurinn bætt við skuldina, t.d. þar sem umframskref koma ekki fram á reikningi fyrr en allt að þremur mánuðum eftir að stofn- að er til þeirra. Við leyfum ekki og samþykkjum ekki flutning nema skuld sé greidd upp. Viðkomandi viðskiptavinur fær þá þjónustu sölu- deildar sem hann óskar eftir hveiju sinni, geti hann greitt fyrir hana,“ segir Kristjana. Símanúmerum viðkomandi var ekki lokað í fyrstu þrátt fyrir skuld og segir Kristjana það geta stafað af því að viðskiptavinurinn hafi samið við innheimtudeild stofnunar- innar um að halda að minnsta kosti öðru númerinu opnu á meðan skuld- in væri greidd. Nú er hins vegar búið að loka heimanúmeri og setja hitt í geymslu. „Við gætum lokað á bæði númer- in, en ef við teljum að viðskiptavin- urinn hafí sýnt fram á að hann hyggist greiða skuldina og um sé að ræða tímabundna erfiðleika, reynum við að mæta fólki rneð skilningi," segir hún. Sími m/tali og hljóði, rafhlöður fylgja, 496 kr. Baðbækur m/hljóði, 395 kr. Verkfærasett m/bor, 550 kr. i 9erðir 890 50 vaxfrtir ásssfc jólalitabaekur Lögreglubíll, sjálftrektur, 745 kr. Torfærubíll, sjálftrektur, 995 kr. Jeppi og Kappakstursbíll, sjálftrektir, 1.130 kr. ;a leikfangaúrvali, Þetta er aðeins sýnishorn af okkar o Komdu við hjá okkur áður en þú ferð annað. ÓTRÚLEGT ÚRVAL - ÖTRÚLEGT VERÐ ÞJÓNAR ÞÉR Safnað fyrir tónlistarhúsi Islenskt tónlist- arfólk er á hrakhólum Gunnar Kvaran UNDANFARIN ár hafa fjþlmargir lagt því lið að safna fyrir tónlistarhúsi, innlendir sem erlendir, þvi ekkert slíkt hús er til hér á landi. Þrátt fyrir það bólar ekki á húsinu og því senda Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanó- leikari frá sér geisladisk um þessar mundir til styrktar byggingu tón- listarhúss. A disknum leika þeir verk eftir Beet- hoven, Schubert, Sjost- akovitsj og Jón Nordal, en Japis gefur hann út. — Gunnar, hvað veld- ur að þið Gísli viljið styrkja byggingu tónlist- arhúss? „Við vitum það öll sem störf- um í tónlist, atvinnumenn og áhugafólk, að okkur vantar hús þar sem hægt er að flytja sem flestar tegundir tónlistar við góðar kringumstæður. Við eig- um vegleg leikhús og alls konar góð hús undir menningarstarf- semi og mér fínnst það ansi mikil vöntun að það sé ekki til tónleikahús eins og tónlist er stór partur af okkar lífí.“ - Tónlistarhús er fram- kvæmd sem kostar hundruð milljóna, er ágóði af slíkri plötu nema dropi í það haf? „Ég var á stofnufundi Sam- taka um byggingu tónlistarhúss fyrir allmörgum árum og þar kom fram mikill áhugi og bar- áttuvilji. En þrátt fyrir mikið starf stjórnar samtakanna á undanförnum árum hefur lítið áunnist, en nú fer vonandi að birta í þessum málum. Það er gleðilegt að okkar nýi menntamálaráðherra, Björn Bja'mason, hefur sett þetta mál á oddinn, sem gefur því byr undir báða vængi og ég vona að þessi geisladiskur, þó hann eigi vafalaust ekki eftir að hafa neina úrslitaþýðingu fjárhags- lega, hjálpi þessari umræðu, hafí jákvæð áhrif á hana og haldi henni lifandi." - Hvað með undirtektir ann- arra tónlistarmanna? „Ég á alveg eins von á því að aðrir muni fylgja okkar for- dæmi. Það er mjog mikilvægt á meðan ekki hefur verið tekin pólitísk ákvörðun um tónlistar- hús að þessari umræðu verði haldið lifandi, bæði innan stjórn- kerfisins og meðal almennings." - Þó ekkert sé tón- listarhúsið eru tónlist- armenn sífellt að halda tónleika í ólíklegustu húsum. Telurðu að skortur á tónlístarhúsi hafí staðið þeim fyrir þrifum að einhverju leyti? „Framboð á tónleikum hefur aukist gríðarlega og gróskan er mikil, ekki síst vegna þess að hingað hefur komið úr námi svo mikið af góðum ungum hljóð- færaleikurum. Þetta unga fólk er að halda tónleika á ölluin mögulegum og ómögulegum stöðum sem eru alls ekki gerðir fyrir tónlistarflutning og það er galli auðvitað, bæði fyrir flytj- ►Gunnar Kvaran sellóleikari hóf tónlistarnám í Bamamús- íkskóla Heinz Edelsteins níu ára gamall. Hann lærði fyrst á blokkflautu og síðan á gígju, en að ráði Edelsteins valdi hann sellóið. Hann fór síðar í Tónskólann í Reykjavík, lærði þar þjá Einari Vigfús- syni, og síðan fór hann til Kaupmannahafnar og lærði þjá Erling Blöndal Bengtsson. Gunnar er kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur konsert- meistara Sinfóníuhljómsveit- ar íslands og eiga þau eina dóttur, Karol. Gunnar hefur leikið á fjölmörgum tónleik- um hér heima og erlendis, meðal annars með Tríói Reykjavíkur sem hann stofn- aði með Guðnýju og Halldóri Haraldssyni píanóleikara. Gunnar hefur leikið inn á sex hljómplötur. endur og áheyrendur. Það verð- ur að segjast eins og er að ís- lenskt tónlistarfólk er á hrakhól- um. Ungt fólk sem kemur heim úr námi og vill halda tónleika verður að leggja í mikla fjár- hagsáhættu, að leigja sal með flygli og þjónustu. Ef við hefðum tónlistarhús væri áreiðanlega hægt að koma til móts við þetta unga fólk og ekki síður að skapa hefð í kringum ákveðinn stað. Kammertónlistin á sérstaklega erfítt uppdráttar vegna þess að hún hefur ekki aðgang að nein- um hæfílega stórum sal með góðan hljómburð.“ - Kammertónlist, segir þú, væri þetta hús fyrir alla tónlist? „Fyrir mér yrði tón- listarhús fyrst og fremst heimili Sinfón- íuhljómsveitar íslands, þar sem vel væri búið að henni og þar sem hún gæti haldið sína tón- leika og verið ánægð með allan aðbúnað. Við eigum sinfóníu- hljómsveit sem hefur fengið frá- bærar viðtökur erlendis fyrir leik sinn á tónleikum og plötum, sem sannar að við erum engir eftirbátar annarra menningar- þjóða í tónlist. Það er tími til kominn að búa henni almenni- lega vinnuaðstöðu." Fyrst og fremst heimili Sinfóníunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.