Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fíkniefnalögreglan í Reykjavík hefur lagt hald á 900 alsælutöflur á þessu ári DAUÐSFALL 18 ára breskrar stúlku, sem neytt hafði alsælu, hef- ur vakið athygli. Stúlkan taldi, í alsæluvímu, að líkami hennar myndi ofhitna og þambaði þijá lítra af vatni í einu. Likaminn þoldi það ekki, stúlkan féll í dá og lést fjórum dögum síðar. Tilfelli af þessu tagi hafa ekki komið upp hér á landi. Hins vegar hafa unglingar verið lagðir inn á sjúkrahús vegna alsæluneyslu, auk þess sem talið er að sjálfsvíg ungl- inga hér megi rekja til alsælu. Þrátt fyrir nafnið veldur fíkniefnið miklu þunglyndi og þunglyndið hefur leitt til sjálfsvíga. Alsæla sker sig frá annarri fíkni- efnanotkun að því leyti, að neytend- ur eru „venjulegir" unglingar. „Þegar alsæla fór að skjóta upp kollinum hér kom upp algjörlega nýr markaður,“ segir Kristján Ingi Kristjánson, fulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar. „Neytendur eru krakkar á framhaldsskólaaldri, þessir venjulegu krakkar sem eiga ekki við félagslegan vanda að stríða, hafa engan brota- --------- feril eða óreglusögu.“ Alsæla lét fyrst á sér kræla hér á landi árið 1992, en þá virtist mark- aður fyrir hana lítill og hún hvarf að mestu að nýju. í henn- ar stað kom LSD um tíma, en það ofskynjunarlyf hafði legið að mestu í láginní"í mörg ár. Það hvarf að Sjálfsvíg unglinga rakin til alsælu Talið er að rekja megi dauðsföll unglinga * hér á landi til neyslu á alsælu (ecstacy). I samantekt Ragnhildar Sverrísdóttur kem- ur einnig fram að íslenskir unglingar hafa verið lagðir á sjúkrahús vegna eftirkasta neyslu á þessu fíkniefni. Fíkniefni „venjulegu" unglinganna mestu aftur, þótt það stingi enn upp kolli af og til. Undir lok síð- asta árs fór að bera æ meira á alsæl- --------- unni. Því hefur verið haldið á lofti að alsæla sé „draumafíkniefnið" þar sem eftirköst séu engin. “Reyndin er þó önnur. Alsæla er náskyldur ættingi amfet- amíns. Hún hefur örvandi áhrif og neytandinn fær ýmsar ofskynjanir. Hjartsláttur verður mjög hraður, líkamshiti hækkar mikið og álag á líkamann að þessu leyti verður því mjög mikið. Ekki dregur úr álaginu þegar neytandinn dansar stanslaust í 6-7 tíma, en alsæluneysla er mjög bundin við dansstaði, þar sem svo- kölluð „rave“ danstónlist er leikin. „Eftirköst neyslunnar eru mjög slæm. Neytandinn getur orðið mjög þunglyndur í allt að viku á eftir og langvarandi neysla hefur því lang- varandi þunglyndisástand í för með sér,“ sagði Kristján Ingi. Hann bætti því við að slíkt þunglyndi gæti leitt til sjálfsvíga og mann- drápa. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið ___________ að alsæla eigi hlut í sjálfsvígum unglinga hér á landi, en Kristján Ingi neitaði að svara spurn- ingum í þá veru og kvaðst ekki geta tjáð sig um ein- stök tilfelli. Hver tafla af alsælu nægir til 5-6 tíma vímu og kostar um 3.000 Amfetamín og geðlyf seld sem alsæla krónur, en eins og alltaf í heimi fíkniefnanna er það verð mjög breytilegt. Fíkniefnalögreglan hef- ur lagt hald á tæplega 900 töflur, sem sannanlega eru alsæla, það sem af er þessu ári. „Það virðist ekki óalgengt að unglingum séu seldar alls konar töflur og því hald- ið fram að þær séu alsæla, en þar er kannski á ferðinni amfetamín, hjartalyf og geðlyf. Þetta eykur enn á hættu við neyslu, því unglingarn- ir vita ekkert hvað þeir eru að setja ofan í sig,“ sagði Kristján Ingi. „Alsælutöflurnar eru alls ekki allar eins, heldur eru þær af öllum stærð- um og gerðum.“ Aðspurður um hvað væri til ráða í baráttunni gegn alsæluneyslu og annarri vímuefnamisnotkun, sagði Kristján Ingi, að forvamir þyrfti að efla. „Við verðum að koma því á framfæri hvað þetta er hættulegt. Ef fólk telur sig vita af fíkniefnamis- ferli vil ég gjaman koma því á fram- færi að fíkniefnalögreglan er með símsvara allan sólarhringinn, þar sem tekið er við slíkum upplýsingum. --------- Við gætum fyllstu nafn- leyndar, enda þrífst starf- semi okkar á slíku trausti og það sama á að sjálf- sögðu við ef fólk hringir í síma deildarinnar á skrifstofutíma." Símanúmer fíkniefnadeildarinn- ar er 569-9146 og símsvarinn er með númerið 569-9090. Ljósmynd/Jón Stefánsson HLUTI starfsmanna á verkstæði B&L hjá jólatré sem knúið er í hringi af Lödu-mótor. Könnun SÍT byggö á annað þúsund málum SIGMAR Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, kveðst vart trúa því að rétt sé haft eftir hæstaréttar- lögmönnunum Gesti Jónssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni í Morg- unblaðinu í gær. „Mér finnst ummæli þeirra bera þess vott að þeir telji sig þess um- komna að draga í efa þessa könnun án þess að hafa kynnt sér hvernig staðið hafi verið að henni,“ sagði Sigmar. Sigmar segir að Gestur og Jón Steinar lýsi yfir miklum efasemdum um niðurstöður Sambands íslenskra tryggingafélaga, sem greint var frá í Morgunblaðinu í fyrradag. „Síðan fjalla þeir um hugsanleg áhrif breytingartillagnanna á vá- tryggingaiðgjöldin og þar virðast þeir bera saman réttarástand sem var fyrir gildistöku skaðabótalag- anna sem var 1. júlí 1993. Það kem- ur þessu máli ekki hið minnsta við. Sú athugun sem við höfum unnið að, og er senn að ljúka, miðast ann- ars vegar við að bera saman slysa- tjón sem komið hafa til kasta vá- tryggingafélaganna og falla undir núgildandi skaðabótalög og hins vegar að umreikna þau tjón miðað við þessar framkomnu t.illögur," sagði Sigmar. Hann sagði að Samband íslenskra tryggingafélaga hefði leitað til sama tryggingastærðfræðings og tillögu- höfundar leituðu til þegar þeir mót- uðu breytingatillögur sínar á skaða- bótalögum. „Þessi athugun okkar tekur til á annað þúsund slysamála og niður- stöðurnar eru einmitt mjög áreiðar- legar að mati tryggingastærðfræð- ingsins og mjög afdráttarlausar. Skaðabætur frá gildandi rétti hækka um og yfir 50% og samkvæmt því ættu iðgjöld í bílatryggingum að hækka um nálægt 30%,“ sagði Sig- mar. Útgefendur gefa bók- sölum afslátt af bókum Tæknivætt jólatré FYRIR framan verkstæði Bif- reiða og landbúnaðarvéla við Suðurlandsbraut í Reykjavík stendur sérstætt jólatré, sem dregur að sér athygli margra vegfarenda. Eyjólfur ÓIi Jóns- son og Davíð Garðarsson bif- vélavirkjar smíðuðu tréð fyrir tveimur árum, úr járni og rör- bútum sem til féllu á verkstæð- inu. Efst á trénu trónir ljós, sem snýst hratt og gengur fyrir mið- stöðvarmótor úr Lödu-bifreið. Tréð snýst einnig í hringi og er drifið áfram af þurrkumótor úr Lödu-bifreið. „Þetta er vera- lega tæknivætt jólatré," segir Svanur Kárason, sem vinnur í móttöku verkstæðisins. „Það snýst sjálft, svo menn geta bara staðið í stað þess að dansa kringum það.“ Svanur segir að þeir sem á annað borð tjái sig um tréð séu mjög hrifnir af því. „Hinir eru kurteisir og segja ekkert.“ ÓLAFUR Ragnarsson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir að bóksalar verði að gera upp við sig hvernig þeir selja bækur, en jákvætt sé ef verslanir finna leið- ir til að bjóða bækur á tilboðsverði. Hann segir sölu bóka góða fyrir þessi jól, trúlega meiri nú en á sama tíma í fyrra. Bóksalar hafa m.a. reifað hug- myndir um að bjóða ákveðna titla á tilboðsverði, með meira en 15% afslætti, til að svara gylliboðum Bónus og KÁ. Sem dæmi má nefna að Eymundsson býður ákveðnar bækur með allt að 30% afslætti, en auk þess má nefna að Hagkaup býður rúmlega 20 titla á 1.995 krónur hvern. Ákveðnir titlar á tilboði „Hugmyndir bóksala um að birta lista með bókum á tilboðsverði, eru svipaðar og Penninn og Eymunds- son hafa gripið til seinustu daga,“ segir Ólafur. „Mér sýnist að þessi þróun verði ekki stöðvuð fyrir þessi jól, en þetta verður ekki eingöngu mál bókaverslana, því að þær hafa farið fram á að útgefendur komi til móts við þær og gefi þeim viðbót- arafslátt á ákveðnum titlum til að veita þeim svigrúm til tilboða. Mér heyrist vera mjög almenn samstaða meðal útgefenda um að koma til móts við þessar óskir, varðandi ákveðinn fjölda bóka. Margar þessara bókaverslana hafa lagt áherslu á að selja bækur allt árið og að sjálfsögðu verðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að þær fái haldið áfram.“ Stutt bann á Bónus Ólafur kveðst ekki vilja meta það svo að bókaútgefendur séu að spilla sambandi við helstu viðskiptaaðila sína, með því að neita bóksölum um að setja afgreiðslubann á sölu- staði á borð við Bónus og KÁ, í blóra við samkomulag á milli bók- sala og útgefenda. Ekki hafi náðst samstaða um afgreiðslubann á þessa sölustaði innan Félags ís- lenskra bókaútgefenda á þriðjudag, og menn hafí talið of seint að stöðva þá þróun sem þegar væri orðin í bóksölumálum fyrir þessi jól. „Við settum afgreiðslubann á Bónus, fyrsta daginn sem fyrirtækið bauð 20% afslátt, en það bann stóð mjög stutt. Fram komu brestir í samstöðu útgefenda og ljóst varð að ekki yrði hægt að framfylgja slíku banni gagnvart öllum þeim sem hugsanlega brytu gegn samkomu- laginu. Af þeim ástæðum var ekki stætt lengur að neita Bónus um afgreiðslu á bókum,“ segir Ólafur. Beint flug í Karíba- hafið HEIMSFERÐIR bjóða nú í vetur beint flug til Cancun í Mexíkó í allan vetur með Bo- eing 757 vélum TAESA flug- félagsins. Millilendir vélin á íslandi og tekur farþega Heimsferða um borð. A síðustu árum hafa á ann- að þúsund manns farið með Heimsferðum til Cancun og er Cancun í dag vinsælasti áfangastaður Karíbahafsins. Hefur þetta stórlækkað verð á ferðum til Karíbahafsins og er nú hægt að komast þangað fyrir allt að 59.000 kr. í hálfan mánuð. Viðtökur hafa verið góðar. Flogið er á tveggja vikna fresti til Cancun frá Keflavík ög er fyrsta flugið um jólin, 25. desember, og er uppselt í þá ferð og báðar ferð- irnar í janúaer að seljast upp. Ferðir eru síðan í boði alveg fram yfir páska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.