Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Olíufram- leiðsla í hámarki London. Reuter. FRAMLEIÐSLA olíu í heimin- um var meiri en nokkru sinni í nóvember, 71,7 milljónum tunna á dag, aðallega vegna framlags olíuframleiðenda utan OPEC — samtaka oiíusöluríkja — að sögn Alþjóðaorkumála- stofnunarinnar í París (IEA). Framleiðsla OPEC ríkja jókst lítið í mánuðinum, í 25,67 millj- ónir tunna á dag, en var þó rúmlega einni miiljón tunna meiri á dag en þau höfðu ákveð- ið að hún mætti vera mest. Ríkin samþykktu í síðasta mánuði að framleiðslan yrði ekki meiri en 24,52 milljónir tunna á dag á næstu sex mán- uðum vegna tiltölulega lágs olíuverðs og spádóma um aukna framleiðslu keppinauta. IEA spáir því að eftirspurn eftir olíu í heiminum muni auk- ast um 1,3 milljónir tunna á dag á þessu ári í 69,9 milljónir tunna á dag og í 71,5 miiljónir tunna 1996. Þessi spá mun vekja Iítinn fögnuð í herbúðum OPEC, þar sem olíuríki utan OPEC, aðal- lega við Norðursjó og í Róm- önsku Ameríku, munu auka framleiðslu sína mest. Á miðvikudag hafði heims- markaðsverð á olíu ekki verið hærra í fimm mánuði vegna kulda í Evrópu. Enn eykst bjórneyslan Markaðshlutdeild framleiðenda í janúar-nóv. 1994 og 1995: Ölgerðin E.S. 4HI^ Viking hf.1 Becks Heineken m 32,1% M 34.8C.„ 27,6% iLti 7,7% i 8,9% Holsten í janúar-nóv. 1994 og 1995: Egils Gull Viking Tuborg Grænn Becks Thule Holsten Heineken Sérpantað Pripps Löwenbrau Budweisser Aðrar tegundir HnBHgMranHHnHiB 21,4% I 1994 WBmKBmmmmmm 24.3% 112,2% 9,9% 9,4% mmgmm 7,7% S s' . 6,9% ate 9,3% SsM6,4% 5,8% ]5,9% WrnM5,3% ET3334,9% ■ 1,1% IMSH4,7% " » 4,7% 4,6% ipting iölu 1995 um- Jan.-Nóv., Jan.-Nóv., lítrar lítrar 7,0\> Dósir 4.436.805 3.788.222 Flösk Ur 996.189 1.095.809 V.h.-I lö. 572.299 372.237 Kútar 1.291.448 1.226.034 ala 1995 1994 7.296.741 6.482.302 Lífleg hlutabréfavið■ skipti ínóvember HLUTABRÉFAMARKAÐURINN var með líflegra móti í nóvember. Alls urðu viðskipti með hlutabréf að fjárhæð 465 milljónir króna og eru það næstmestu viðskipti sem orðið hafa með hlutabréf í einum mánuði. Viðskipti með hlutabréf fyrstu 11 mánuði þessa árs eru þá orðin rúmlega 2,3 milljarðar króna, og er það um 215% aukning miðað við sama tíma í fyrra, samkv. frétt frá Verðbréfaþingi. Þingvísitala hluta- bréfa náði nýju hámarki í lok mán- aðarins. Hækkun hennar nemur 33% frá áramótum. Auk hlutabréfa á þinginu, áttu sér stað viðskipti með hlutbréf í fyrirtækjum sem skráð eru á Opna tilboðsmarkaðnum að fjárhæð 187 milljónir króna í nóvember. Heildar- viðskipti með hlutabréf í viðskipta- kerfi þingsins námu því 650 milljón- um króna í síðasta mánuði. Aukin fjöl- breytni MARKAÐSHLUTDEILD ís- lensks bjórs heldur áfram að dragast saman en í heildina hefur bjórneysla hins vegar aukist. Svo virðist sem meiri fjölbreytni sé nú í vali Islend- inga á bjór, því eins og sjá má hefur markaðshlutdeild ann- arra bjórframleiðenda en þeirra 7 stærstu aukist úr 2,8% á sama tíma í fyrra, í 10,0% nú. Nýr framkvæmdastjóri Örtölvutækni Kululegusalan á leiðinni út Jóhann Fannberg lætur af störfum ORTOLVUTÆKNI ehf. hefur ráðið til sín nýjan framkvæmdastjóra, Júl- íus B. Kristinsson, en Jóhann Fann- berg, fyrrum framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, hefur látið af störfum. í kjölfarið virðist sem aðild Kúluleigu- sölunnar hf. að rekstri fyrirtækisins sé í uppnámi, en Kúluleigusalan er í eigu Árna Fannberg, föður Jó- hanns, og fjölskyldu. Að sögn Jóhanns kom upp ákveð- inn ágreiningur á milli hans og ann- arra forsvarsmanna fyrirtækisins og varð það sameiginleg niðurstaða allra aðila að hann myndi hætta sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Um ástæður þessa er það að segja að mér líkaði ekki þær aðstæður sem ég starfaði við innan fyrirtækisins, og með sama hætti má kannski segja að þeim hafi ekki líkað við það hvern- ig ég tók á málunum. Fyrirtækið hefur verið í mjög erfiðri stöðu og ekki auðvelt að taka á þeim vanda- málum sem það á við að etja,“ seg- ir Jóhann. Kúlulegusalan kom inn í rekstur Örtölvutækni ehf. fyrir skömmu og var reiknað með því að rekstur fyr- irtækisins yrði íjármagnaður af Kúlulegusölunni og Werner Rass- mussyni í sameiningu. Jóhann segist hins vegar reikna fastlega með því að Kúlulegusalan muni draga sig út úr fjármögnun á rekstri Ortölvutækni hf. í kjölfar- ið á þessum breytingum og ekki verði heldur af áætlunum um fyrir- hugað hlutafjárframlag fyrirtækis- ins_. í samtali við Morgunblaðið í gær kvaðst Ólafur Wernersson hjá Ör- tölvutækni ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Volvo breytirímynd með víðtækri áætlun Stokkhólmi. Reuter. VOLVO hefur skýrt frá víðtækri fjárfestingaráætlun til að ná til breiðari hóps viðskiptavina og breyta því áliti að þótt Volvobílar séu traustir séu þeir lítt spennandi. Fjárfest verður í hönnun nýrra gerða fyrir um 40 milljarða sænskra króna á næstu fimm árum. Svipaðri upphæð verður varið í tæki til að framleiða nýjar og fjölbreyttari gerð- ir fólksbíla, vörubíla og hópferðabíla. „Við munum veija 7-11 milljörð- um sænskra króna á ári í vélar og búnað,“ sagði yfirupplýsingafulltrúi Volvo í samtali við Reuter. Hingað til hafa fjárfestingar í framleiðslu verið á bilinu 4.5-5 milljarðar króna á ári að hans sögn. Meðal annars er stefnt að því að auka framleiðslu í verksmiðjum í Born í Hollandi, Torslanda í Svíþjóð og Ghent í Belgíu. Miklum íjármunum verður varið til að bjóða meira úrval nýrrá bfla. Volvo 900, sem er kominn til ára sinna, verður leystur af hólmi og nýjar gerðir meðalstórra bíla, S4 Sedan og F4 Estate, taka við af Volvo 400. Einnig er unnið að smíði nýrra gerða með aðstoð ráðgefandi hönnunarfyrirtækis í Bretlandi í eigu kappakstursmannsins Toms Walk- inshaws. Tilraunir eru þegar hafnar á þremur nýjum gerðum, XI, X2 og X3. Volvo hyggst kynna eina nýja gerð á ári næstu þijú ár og höfða til yngri og eldri ökumanna ekki síð- ur en millistéttafjölskyldna, sem Volvobílar hafa þótt henta einkar vel. Sumir sérfræðingar telja að Volvo hafi markað sér of þröngan bás með því að framleiða trausta, áreiðanlega og þægilega bíla. adidas úrvals sportfatnaður Opið laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 13-17 Hamraborg 20 a, sími 564 1000 Frumvarp um að rýmka lög um erlenda fjárfestingu Óbein fjárfesting í sjávarútvegi leyfð RIKISSTJORNIN ræddi á þriðjudag frumvarp um að rýmka lög um flár- festingu erlendra aðila í atvinnu- rekstri þar sem meðal annars er kveðið á um að heimila óbeina fjár- festingu í sjávarútvegi. Að sögn Finns Ingólfssonar, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, er frum- varpinu meðal annars ætlað að heim- ila óbeina íjárfestingu í fyrirtækjum, sem stunda fiskveiðar og fískvinnslu. Erlendum aðiljum yrði hins vegar áfram bannað að fjárfesta beint í fyrirtækjum í sjávarútvegi. Rétt er- lendra aðilja til óbeinnar íjárfestingar útskýrði Finnur þannig að lögaðiljar, sem ættu sjávarútvegsfyrirtæki, yrðu að uppfylla þau skilyrði að vera ís- lenskir og undir íslenskum yfirráðum og erlendir aðiljar mættu eiga allt að 25% í þessum fyrirtækjum. Hann kvað þó vera undantekn- ingu þar á. Eignarhiutur erlends aðilja í móðurfyrirtæki mætti nema 33% ef það ætti minna en 5% í fisk- vinnslufyrirtæki. Finnur sagði að eins og sakir stæðu væri erlendum aðiljum bannað að eiga hlut í fyrirtækjum í sjávarút- vegi. „Þetta hefur verið óframkvæm- anlegt,“ sagði Finnur. „Með þessu er verið að koma í veg fyrir beina ijárfestingu, en heimila óbeina og fryggja að farið verði að henni með lögum.“ Virkjunarréttur fallvatna og jarðhita Frumvarpinu er einnig ætlað 'að fella brott skorður á því að aðiljar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) eigi þess kost að eignast virkj- unarrétt fallvatna og jarðhita og sjá um órkúvinnslu og -dreifingu, en iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði að slíkt yrði áfram bannað aðiljum utan EES. í frumvarpinu er kveðið á um að erlendir aðiljar, sem öðlist eignarrétt yfir fasteignum, megi nýta jarðhita í atvinnuskyni, felldar verði niður skorður við fjárfestingum aðilja inn- an EES í flugrekstri, en þær verði áfram takmarkaðar við 49% fyrir aðilja utan svæðisins, og fellt niður 25% hámark erlendrar aðildar í ís- lenskum hlutafélagabönkum. Fullnæging alþjóðlegra skuldbindinga Finnur sagði að upphaf þessa máls hefði verið það að í júní hefði hann skipað nefnd til að endurskoða lög um erlenda fjárfestingu og hefði hlutverk hennar verið tvíþætt, annars vegar að kanna hvaða ákvæði gild- andi laga fullnægðu alþjóðlegum samningsskuldbindingum Jslands og hvort ástæða væri til að ganga legnra og hins vegar að athuga hvort breyta ætti ákvæðum laga til að hvetja er- lenda fjárfesta hingað til lands. Hann sagði að nefndin hefði nú skilað fyrra áliti og afraksturinn birtist í þessu frumvarpi. Ríkisstjórnin vísaði málinu til þingflokka stjórnarflokkanna og kvaðst Finnur gera ráð fyrir að frumvarpið yrði afgreitt á yfirstand- andi þingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.