Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Frumvarp til laga um umgengni um auðlindir sjávar Ætlað að bæta umgengni um auðlindir sjávarins FORYSTUMENN samtaka útgerð- armanna og sjómanna telja að nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um umgegni um auðlindir sjávar verði til þess að draga verulega úr því, að fiski sé fleygt í sjóinn við fiskveið- ar við landið. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands ís- lands, segir að aldrei verði að fullu komið í veg fyrir að físki verði fleygt, en frumvarpið, verði það að lögum sé mikilvægur þáttur í að draga úr slíku framferði. Meðal ákvæða ílögunum má nefna að 50% undirmálsfisks verða utan kvóta, hömlur eru settar á netaveiði smárra báta, draga verður net og línu reglu- lega úr sjó og ákvæði um vigtun eru gerð skýrari. Fest er í lög að bannað verði að henda físki í hafíð og viðurlög verða hert. Sj ávarútvegsráðherra hefur kynnt ríkisstjóm og þingflokkum frumvarp til laga um umgengni um auð- lindir sjávar og er að því stefnt að leggja það fyrir Alþingi á næstu dögum. Hann segist fullviss um það, að verði frumvarpið að lög- um, muni það bæta uin- gengni sjómanna og útgerða um auðlindina og draga úr því að fiski sé hent í sjóinn. Guðni Þorsteinsson, sér- fræðingur Hafrannsókna- stofnunar í veiðarfærum, segir að með ýmsum breyt- ingum á veiðarfærum, svo sem seiða- og fískiskiljum í rækjutrollum, glugga í hum- artrollum og skyldu til að rega net reglulega úr sjó, sé verulega dregið úr hætt- unni á því, að „óæskilegur" afli fáist. Þá séu mjög litlar líkur á því að í veiðarfærin komi fískur, sem ekki séu til aflaheimildir fyrir. Þessi þættir dragi því verulega úr því menn freistist tilæ að fleygja fiski. Frumvarpið er að mestu byggt á frumvarpi er var lagt fyrir Alþingi í febrúar sl. Það varð ekki útrætt á því þingi en vakti miklar umræður. I sumar fór sjávarútvegsráðherra fram á það við Samstarfsnefnd um bætta umgengni um auðlindir sjávar að hún færi yfír frumvarpið í ljósi umræðna sem orðið höfðu um efni þess og almenna umræðu í þjóðfé- laginu um umgengni um auðlindir sjávar. Nefndin skilaði áliti sínu til ráð- herra í septembermánuði síðastliðn- um og hefur það frumvarp sem nú er lagt fram verið endurskoðað með tilliti til athugasemda nefndarinnar. Ennfremur hefur verið bætt í frum- varpið ákvæðum varðandi undir- málsfísk í framhaldi af nýjum tillög- um nefndarinnar um að undan- þiggja á ný hluta undirmálsfísks frá aflamarki. Megininntak frumvarpsins í frumvarpinu er kveðið skýrar á um ýmsar reglur sem lúta að um- gengni um auðlindir sjávar og þær Helmingur undir- málsfisks verður utan kvóta gerðar markvissari. Þá er einnig kveðið á um til hvaða viðurlaga skuli gripið, ef út af er brugðið. í stórum dráttum má skipta frum- varpinu í þijá flokka: 1) ákvæði er lúta að veiðum, 2) ákvæði er lúta að vigtun og 3) ákvæði um fram- kvæmd og viðurlög. Bannað að henda fiski Hvað varðar veiðar er lagt til að lögfest verði bann við að henda físki í hafíð. Bátum undir 20 brúttótonn- um verði óheimilt að stunda neta- veiðar frá 1. nóvember til febrúa"- loka. Óheimilt verði að hefja veiði- ferð nema skip hafi veiðiheimildir af þeim tegundum sem líklegt er að fáist í veiðiferðinni og líklegum meðafla. Skylt verði að draga reglu- lega veiðarfæri sem skilin eru eftir í sjó, svo sem línu og net, og heim- ilt verði að draga veiðarfærin á kostnað eigenda sé því ekki sinnt. Skýrar kveðið á um vigtun í ákvæðum er lúta að vigtun sjáv- arafla er kveðið með skýrari hætti á um skyldur og ábyrgð þeirra að- ila, sem að vigtun sjávarafla koma, svo sem skipstjóra, ökumanna flutn- ingstækja, starfsmanna hafnarvoga og kaupenda. Þá er það nýmæli lagt til að óheimilt verði að landa sjávar- afla í öðrum höfnum en þeim sem hafa fullnægjandi vigtunaraðstöðu. Að öðru leyti eru ákvæði um vigtun að mestu samhljóða gildandi reglu- gerð um vigtun sjávarafla. Stigvaxandi viðurlög Þriðji meginkafli frumvarpsins fjallar um framkvæmd laganna og viðurlög. Lagt er til að skýrt verði kveðið á um viðbrögð stjórnvalda vegna brota á lögunum, sem er mikilsvert nýmæli. Gert er ráð fyrir að skip verði svipt leyfí til veiða í atvinnuskyni í ákveðinn tíma og að ítrekun varði lengri leyfíssviptingu. Þá er gert ráð fyrir að aðili geti misst leyfi til vigtunar afla, standi hann ekki rétt að vigtun og að unnt sé að svipta uppboðsmarkað starfs- ieyfí vegna brota á reglum um vigt- un sjávarafla. Jafnframt er í frum- varpinu kveðið á um sektir við brot á lögunum og auk þess að stórfelld og ítrekuð ásetningsbrot geti auk sekta varðað varðhaldi eða fangelsi. Undirmálsafli í áfangaskýrslu, sem Samstarfs- nefnd um bætta umgengni um auð- lindir sjávar skilaði til ráð- herra í desember 1994, var m.a, lagt til að heimild til að hluti af undirmálsfiski teljist ekki til aflamarks verði afnumin og allur undir- málsfískur teljist til afla- marks. Ástæðan var sú að of mikil brögð voru talin að þvl að físki, sem ekki væri undirmálsfískur, væri landað í skjóli þessarar heimildar. Þessari tillögu nefndarinnar var fylgt eftir með reglu- gerðarbreytingu í febrúar sl. Talsverð umræða hefur spunnist um réttmæti þeirr- ar ákvörðunar og í framhaldi af því óskaði sjávarútvegs- ráðherra eftir því við nefnd- ina að hún tæki þessa ákvörðun til endurskoðunar. 50% undirmáls utan kvóta Nefndin hefur tekið þetta mál til umfjöllunar og skilað áliti til ráðherra. Þar kemur fram að nefndin hefur end- urskoðað fyrri afstöðu og leggur til að ráðherra nýti á ný heimild í lögum um stjórn fisk- veiða og heimili að hluti af undir- málsafla verði ekki til aflamarks. Leggur nefndin til að reglur verði að mestu leyti þær sömu og giltu áður en reglan var afnumin, þó með þeim breytingum að miðað verði við að 50% af aflanum teljist ekki til aflamarks, í stað 2A hluta áður og heimildin nái til allt að 7% af þor- skafla í hverri veiðiferð og 10% af afla af ýsu, ufsa og karfa. Áður náði heimildin til allt að 10% í hverri tegund. Auk þessa leggur nefndin til að undirmálsafla verði haldið aðgreind- um um borð og hann vigtaður og skráður sérstaklega. Ráðherra hefur ákveðið að fylgja tillögum nefndarinnar og í dag var gefin út reglugerð þess efnis sem öðlast mun gildi hinn 1. janúar nk. Skipulag eftirlits Ákveðið hefur verið að skoða sér- staklega skipulag veiðieftirlitsins með það að markmiði að gera það virkara. Jafnframt verður sérstak- Iega kannað hvort þetta starf megi efla með aukinni samvinnu veiðieft- irlitsins og Landhelgisgæslunnar. i JITOMIC SKÍÐI V' ' ví i: i va /1 Tryggvagötu 15 (hafnarmegin). S: 562 9470 AtiTi ll&erm á túikmi Myndbniwi öfttn ui&kýrii viikni t iöiviinnni oy helniu fortita I itial í iióknvoi ríiiiiiiun o<j öíórmöikMöiim lilvnlín jól.-ujjöf fyi ii fólk n ölliini nlói i sjitli: !’(>•} •}.’.}.} r>r>-} FRÉTTIR: EVRÓPA Danir kynna ESB-tillögur fyrir 1996 Aðild Austur- og Mið-Evrópulanda efst á baugi Tillögurnar vekja litla hrifningu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA stjórnin hugsar í takt við önnur Evrópusambandslönd, þegar hún setur aðild Mið- og Austur-Evr- ópulandann'a efst á blað í tillögum sínum fyrir ríkjaráðstefnu ESB 1996. Þar að auki eru umhverfis- og at- vinnumál og opnari starfsemi ESB ofarlega á blaði dönsku stjórnarinn- ar, líkt og búast má við um sænsku tillögurnar. Tillögurnar vekja hvorki hrifningu hægriflokkanna Ihalds- flokksins og Vinstri, né Sósíalíska þjóðarflokksins á vinstrivængnum, meðal annars af því að þær séu óljós- ar. Flokkum andstæðum ESB er ekki boðið að taka þátt í tillögugerð- inni. Danska stjómin álítur það aðal- verkefni ríkjaráðstefnunnar á næsta ári að undirbúa aðild Austur- og Mið-Evrópulandanna. Til að ESB geti starfað sem best eftir að aðildar- löndin verða allt að 27 er nauðsyn- legt að endurskipuleggja stofnanir ESB, að áliti dönsku stjórnarinnar og hún leggur því til að fleiri mál verði afgreidd með meirihlutaákvörð- unum, auk þess sem hugað verði að íbúafjölda landanna, þegar greidd eru atkvæði. Aukið vægi stóru landanna Þetta þýðir í raun að vægi stóru landanna eykst á kostnað hinna minni. Danska stjórnin tekur undir hugmyndir um að formennska ESB verði falin fleiri en einu landi í senn til að það líði ekki of lengi á milli þess að formennskan hlotnist lönd- unum. Hún vill hins vegar halda í að hvert land hafi einn fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Viðtökur dönsku flokkanna eru blendnar. Vinstriflokkur Uffe Elle- mann-Jensens og íhaldsflokkurinn álíta tillögurnar of óljósar til að hægt sé að átta sig á þeim. Flokkarn- ir tveir eru einnig óhressir með að dönsku undanþágurnar frá Maastri- cht-samkomulaginu eru nefndar í til- lögunum og þær sagðar standa, meðan annað sé ekki ákveðið, en um leið er undirstrikað að þær verði ekki til umræðu á ríkjaráðstefnunni. Vegna þessa álíta flokkarnir tveir óþarfi að taka þær upp í tillögunum. Óljóst hvort þjóðar- atkvæðagreiðsla verður haldin Enginn efi er á að stjórnin hefur álitið nauðsynlegt að nefna undan- þágumar til að Sósíalíski þjóðar- flokkurinn geti verið með í að ganga endanlega frá dönsku tillögunum. Stuðningur hans er mikilvægur, þar sem hann er fulltrúi þeirra mörgu Dana, sem era tortryggnir á ESB. Hægriflokkarnir tveir hafa hins veg- ar lítinn áhuga á að teygja sig langt til að fá Sósíalíska þjóðarflokkinn með. Enn er óljóst hvort efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku um niðurstöður ríkjaráðstefnunnar. Poul Nyrup Rasmussen forsætisráð- herra hefur hingað til haldið því fram að ólíklégt sé að niðurstöðumar gefi tilefni til þess, en Róttæki vinstri- flokkurinn, sem á aðild að stjórn- inni, hefur stutt atkvæðagreiðslu. Brussel. Reuter. Meiríhluti á EÞ fyrir tollabandalagi EVRÓPUÞINGIÐ virðist nú munu veita samþykki sitt fyrir því að tollabandalag Evrópusambandsins og Tyrklands taki gildi um áramót- in. Þrír stærstu þingflokkarnir á þinginu hafa ákveðið að styðja samninginn um tollabandalag. Þingflokkur sósíalista, flokkur hægrimanna og flokkur frjálslyndra samþykktu allir á miðvikudag að veita samkomulaginu brautargengi í atkvæðagreiðslu, sem áformuð er í næstu viku. Hendur einstakra flokka eða þingmanna innan þing- flokkanna eru þó ekki bundnar. „Ég hef trú á að meirihluti verði fylgjandi," sagði Pauline Green, leiðtogi sósíalista, sem eru stærsti þingflokkurinn, á blaðamannafundi eftir að þingflokkur hennar sam- þykkti að styðja tollabandalagið. Hún sagði að engu að síður hefðu margir Evrópuþingmenn efasemdir um að umbætur í lýðræðisátt hefðu gengið nógu langt í Tyrklandi og þingið myndi fylgjast náið með framförum í mannréttindamálum þar í landi. Þrýstingur frá ríkisstjórnum Ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópu- sambandsins hafa mjög þrýst á Evrópuþingmenn að styðja samn- inginn við Tyrkland, vegna þess að með því að hafna honum væri í raun verið að færa öfgatrúarmönn- um í Tyrklandi vopn í hendur. Tansu Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, fór til Þýzkalands fyrr í vikunni til viðræðna við Helmut Kohl kanzlara og þingmenn á Evrópuþinginu. GiU" er lagði áherzlu á að Tyrkir þyrftu á nánari tengslum við Vesturlönd að halda til þess að geta haldið umbótunum áfram. í yfirlýsingu Evrópska alþýðu- flokksins, þingflokks hægrimanna sem er næststærstur á EÞ, segir að flokksmenn vilji sýna að þeir hafí traust á þeim tyrknesku stjórn- málamönnum, sem hafi unnið að því að auka frelsi og mannréttindi. 'tí I C i I i i i I I < I I I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.