Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vinir Mary Poppins eftir Hjördísi Frímann. Englar og erótík í Listhúsi 39 AÐALHEIÐUR Skarphéðins- dóttir, Auður Vésteinsdóttir, Einar Már Guðvarðarson, Elín Guðmundsdóttir, Guðný Haf- steinsdóttir, Hjördís Frímann, Ingiríður Óðinsdóttir, Lárus Karl Ingason, Margrét Guð- mundsdóttir, Pétur Bjarnason, Sigríður Ágústsdóttir, Sigríð- ur Erla og Susanne Christen- sen eiga verk á samsýningunni Englar og erótík í sýningar- rýminu baka til í Listhúsi 39, sem er gegnt Hafnarborg við Strandgötuna í Hafnarfirði. En það er jafnframt þessi hóp- ur myndlistarmanna sem rek- ur Listhús 39. Á sýningunni eru myndverk unnin í margvísleg efni m.a. fjaðrir, gler, stein, brons, leir, olíu, pastel og hör. Sýningunni lýkur 31. desember. Listhús 39 er opið virka daga kl. 10 - 18, laugardaga kl. 12 - 18 og sunnudaga kl. 14 - 18. Vikuna fyrir jól verð- ur opið á kvöldin á afgreiðslu- tíma verslana. Samspil dags og draums BOKMENNTIR Ljóö D A G A R eftir Þórarin Guðmundsson, Akureyri 1995 - 87 bls. SKÁLDSKAPURINN fer ekki alltaf hefðbundnar slóðir. Stundum erum við stödd með honum í kynja- heimi þar sem kennileiti verða ókunnugleg og röklegt samhengi hlutanna óvisst. í ljóðabók Þórarins Guðmundssonar, sem nefnist Dag- ar, er margt sem vekur spumingar enda sum ljóðin á mörkum hins óræða. Raunar ræðir skáldið í einu ljóðanna nauðsyn þess „að slökkva aldrei/ undrið í samspili/ duldar - dags og draums“. Mörg ljóðin eru vangaveltur um lífið og tilveruna en þó þær eigi rætur í hversdagslegum veruleika eru það fremur hughrif hans en áþreifanleg ásýnd sem verða höf- undi að yrkisefni. Hvort sem yrkis- efnið tengist viðsemjanda í kjara- deilum, átökum, tónlist eða kvöld- golunni er skilgreiningin á kennd- um og tilfinningum í forgrunni og þær gárur sem þær mynda í undir- meðvitundinni. Ljóðin eru gædd angurværum, hjarðljóðskenndum hugblæ. En umfram allt er megin- einkenni þeirra viðkvæm fegurðar- þrá og kærleiki til alls eins og kvæðið Sólskin ber með sér: Og nú er hún komin á heimaslóð konan týnda með kornhárið og sólblómin í augnakrókunum og boðleið hjartnanna er stráð grænu kærleiksorkunni. Það háir þó dálítið þessum skáldskapar- heimi hve óaðgengiieg- ur hann er. A vissan hátt stafar það af því að ljóðin eru oft draumkennd og á mörkum hins óræða. Ljóðmálið er líka á ýmsan hátt sérkenni- legt með óvæntar hugsanatenging- ar og heimasmíðað ljóðmál þar sem reynt er á þanþol málsins. Þetta birtist einkar skýrt í misjafnlega alvöruþrungnum og súrrealískum sprettum ljóðsins Andrómantík: Eins og nagli í hnésbót á hjartagrasi eða gaddavír á heimssýninp héngu strimlar hélunnar úr munni hálfgoðsins rauða. Tenging ólíkra skynsviða geng- ur heldur ekki alltaf upp hjá skáldinu. Mér finnst það t. a. m. nokkuð langsótt líking í alvarlegu ástarljóði þegar skáldið segir: „hönd þín hvít/ svo mjúk/ að tunglið/ ber blæjur sólar...“ En þá ber auðvitað að skoða að kveð- skapur Þórarins byggist ekki á rökrænni tengingu við veruleikann heldur huglægri. Þá gerir það skáldskap Þórar- ins varla árennilegri hversu hástemmd mörg ljóðin eru. Þótt efnisval og hugsæis- leg meðhöndlun efnis- ins eigi þar sinn þátt veldur stíll höfundar þar mestu því að hann er töluvert hátimbrað- ur, ekki síst fyrir þá sök að Þórarinn ofnot- ar að mínu mati eign- arfallssetningar, þ. e. eignarfall, sem stýrt er af undanfarandi nafnorði. Þannig lyftir hann með þessu móti óhátíðlegasta tilefni á borð við afstöðu viðsemjanda atvinnu- rekenda til alþýðunnar á alltof íburðarmikið plan: „Von þín/ stór- rekstur fátækrar alþýðu/ á gijót- lendur/ allra afdala . . .“ Engu að síður hefur Þórarinn margt fram að færa. Sum ljóðin eru aðlaðandi skáldskapur. í einu ljóði sínu leggur hann áherslu á gildi þeirra sem eru frábrugðnir ímynd okkar og segir : “Mundu að þeir eru líka/ hluti af heild- inni// blóm á göngu/ í jurtagarði skaparans." Mér finnst að ljóð Þórarins séu þannig blóm í göngu- för. Þau falla ef til vill ekki vel að rökrænum veruleika en sóma sér vel í heimi ímyndunaraflsins. Skafti Þ. Halldórsson Þórarinn Guðmundsson Jólagjafir fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Setjum saman körfur eftir óskum viðskiptamanna. Finnsk og ís- lensk silfur- smíði NÚ stendur yfir í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýning á silfur- og gullsmíðaverkum eftir Hannu Tuo- mala, Timo Sal- sola og Sigríði Á. Sigurðardóttur. Hannu Tuo- mala er finnskur silfursmiður sem útskrifaðist frá Lahti-listhönn- unarskólanum í Finnlandi árið 1991. Hann hefur síðan hlotið verð- laun fyrir hönnun sína og sýnt verk sín víða, meðal annars í Þýskalandi, Eistlandi og á samsýningu í Norræna húsinu í Reykjavík árið 1991. Þá hlaut hann styrk úr finnska menn- ingarsjóðnum til að vinna verkin á þessari sýningu. „Verkunum á sýn- ingunni er ætlað að túlka hinar ýmsu mannlegu tilfinningar, en líkt og öll önnur verk Hannus hafa þau líka notagildi," segir í kynningu. Verkin eru handsmíðuð úr plötusilfri. Timo og Sigríður útskrifuðust líka frá Lahti-listhönnunarskólanum 1991 og sýndu með Hannu og öðrum útskriftarnemendum skólans í Nor- ræna húsinu í Reykjavík sama ár. Að loknu námi flutti Sigríður til Nantucket á austurströnd Bandaríkj- anna þar sem hún vann í rúmt ár að gullsmíði. Timo flutti hins vegar til Thuen í Sviss og vann þar við demantsísetningu í eitt ár. i septem- ber 1992 fluttu þau síðan til íslands og settu upp verkstæði í Hafnar- fírði. Þau hafa sýnt í Gallery Electr- um í London og á sýningu í Nantuck- et, en Sigríður hefur auk þess átt verk á Form ísland sýningunni. ULLAR og SILKI nærfatnaöur fyrir alla fjölskylduna. ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 -S. 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.