Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MALVERK eftir Rut Rebekku. Rut Rebekka sýnir 30 málverk LAUGARDAGINN 9. desember kl. 14 opnar Rut Rebekka 12. einka- sýningu sína í sýningarsölum Nor- ræna hússins í Reykjavík. Rut Rebekka útskrifaðist frá Myndlista- og handiðaskólanum 1982, en fyrri sýningar hennar voru m.a. á Kjarvalsstöðum 1985 og 1988 og í Hafnarborg 1991, ennfremur í Hamar Kunstforen- ing í Noregi og víðar. Auk þess hefur Rut Rebekka tekið þátt í fjölda samsýninga. Að þessu sinni sýnir Rut Rebekka um 30 oliumálverk öll unnin á þessu ári. Frekar óspennandi BOKMENNTIR Skáldsaga MYRKRAVERK eftir Miehael Ridpath. Geir Svansson þýddi. Vaka-Helgafell, 1995 — 303 síður. 2.480 kr. PAUL Murray, verðbréfahetj- an í Myrkraverkum, vinnur sem miðlari hjá vaxandi verðbréfafyr- irtæki. Hann vill standa sig sem best í starfi og gerir það óneitan- lega: Strax í upphafskaflanum er sagt frá því hvernig hann fer að því að græða sjöhundruð þús- und dollara fyrir yfirboðara sinn á einum degi! Peningar verða annars einstaklega óraunveruleg- ir í þessari sögu. Þetta eru bara tölur og flestar svimandi háar. Allt undir milljón dollurum er bara klink sem tekur varla að minnast á. Fléttan snýst fyrst og fremst um það hvernig hægt er að græða á verðbréfaviðskiptum, ýmist lög- lega eða ólöglega. Hinn almenni lesandi hefur kannski ekki mikla innsýn í slík viðskipti en það kem- ur ekki að sök. Söguþráðurinn er alls ekki flókinn og plottið reyndar svo gagnsætt að lausnin blasir við öllum strax um miðja bók. Öllum nema Paul Murray að sjálfsögðu. Þessi frumraun Ridpaths hefur vakið athygli víða í hinum vest- ræna heimi og er hann sagður efnilegasti nýi spennusagnahöf- undurinn um þessar mundir. Ula er þá komið fyrir greininni því þessi bók er því miður alls ekki vel samin. Efnið er reyndar ekki slæmt og hefði hugsanlega mátt gera því skil á eftirminnilegan hátt. Persónusafn sþgunar er fjöl- skrúðugt, ein og ein aukapersóna er dreg- in skýrum dráttum en annars eru þetta yfirleitt vel þekktar klisjur. Aðalpersónan er einstaklega dauf- leg og alls ekki til þess fallin að bera uppi heila bók. Allra síst bók af þessu tagi. Eitt af því sem þessi lesandi byrjaði að velta fyrir sér var hvort höfundurinn hefði viljandi gert hetjuna jafn heimska og raun ber vitni! Eitt af því sem Paul Murray hefur afrekað er að vinna til verðlauna í 800 m. hlaupi á Ólympíuleikum. Það kemur hon- um þó að litlu haldi í það eina skipti sem hann þarf virkilega að taka á sprett í bókinni, og skiptir í sjálfu sér harla litlu máli. Ástæð- an er ekki bara sú að andstæðing- urinn er sprettharðari heldur kannski fyrst og fremst að Micha- el Ridpath ræður ekki við að lýsa „æsilegum“ eða „spennandi" at- vikum. Þó er^ höfundinum ekki alls varnað. Á stundum tekst honum að skrifa þokkaleg samtöl og innsýn hans í heim verðbréfavið- skipta gerir honum kleift að skrifa sannfærandi um slík við- skipti. Og tekst jafnvel að gera> þau spennandi aflestrar. Jafnan er notast við símann þegar millj- ónavirði af verðbréfum skipta um eigendur - en um leið og höfundurinn sleppir símanum og fer út af skrifstofunni dettur frá- sögnin niður í einstaklega heimskulega flatneskju. Lýsing- ar á flestum atvikum eru tilþrifa- litlar og ósannfærandi. Dæmi um andleysið má til að mynda lesa út úr lýs- ingum á íbúðum sögupersónanna (bls. 32, 69, 82 og 129). Morð og önnur myrkraverk skrölta laus utan á frásÖgn- inni og er víða heldur klaufalega að verki staðið. Sem dæmi má nefna það atvik þeg- ar einn fingur hetj- unnar er nánast skor- inn af. Plástur er settur á báttið og ekki minnst á það meir - það er eins og sárið hreinlega gleymist - í það minnsta virðist það ekki há hetjunni við tölvu- borðið næstu daga á eftir. Þýðingin er mestanpart læsileg en málfarið stundum enskulegt. Prentvillur margar. Velgengni bóka af þessu tagi staðfestir á nýjan leik þann grun að enginn virðist tapa á því að vanmeta greind almennings. Kristján Kristjánsson Michael Ridpath NY OG BREYTT VERSLUN Opnum í dag stækkaða, stórglæsilega verslun með reiðhjól, skíðavörur, þrektæki, útivistarfatnað og almennar sportvörur Ármúla 40 útivistarfatnaður í Þýskalandi - á sama verði og * í Þýskalandi. Jlr lallar ban rá kr. 3 Armúla 40 Símar 553 5320 568 8860 lar fullorðins nunartilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.