Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 33 Didda Þorri Jóhannsson Guðmundur Steingrímsson Ljóð o g djass í Hafnarborg SUNNUDAGINN 10. desember nk. kl. 20.30 verður flutt dagskrá í Hafnarborg þar sem fléttað er saman flutningi Ijóða og djasstón- list. Þar munu skáldin Ari Gísli Bragason, Didda, Jóhann Hjálm- arsson, Jón Óskar, Matthías Jo- hannessen, Nína Björk Árnadóttir og Þorri lesa úr verkum sínum við undirleik tónlistarmannanna Carls Möllers píanóleikara, Guð- mundar Steingrímssonar trommu- leikara og Róberts Þórhallssonar bassaleikara. Höfundur tónlistar- innar er Carl Möller og skilgrein- ir hann hana sem [jóðrænan djass sem taki mið af hugblæ ljóðanna. Þessi hópur hefur áður unnið saman að svipuðum flutningi og má rekja upphaf þess samstarfs tvo áratugi aftur í tímann. Hluti þess hóps kom aftur saman í fyrra og endurnýjaði samvinnuna ásamt yngra fólki. Flutningur þeirra hefur hvarvetna hlotið góðar und- irtektir áheyrenda. Dagskráin verður flutt í Kaffi- stofu Hafnarborgar og gefst áheyrendum kostur á að njóta léttra veitinga. Dagskráin hefst eins og fyrr segir kl. 20.30. Áður geta gestir skoðað sýningar í hús- inu, en í aðalsal stendur yfir sýn- ing á verkum þriggja gull- og silf- ursmiða, þeirra Sigríðar Onnu Sigurðardóttur, Timo Salsola og Hannu Tuomaala frá Finnlandi. 1 Sverrissal er sýning á verkum úr safni Hafnarborgar. Aðgangseyr- ir er 500 kr. Nýjar bækur Valbjörg* minnist o g kveður VALBJORG Krist- mundsdóttir á Akranesi sendir frá sér fyrstu bók sína er hefur að geyma endurminningar hennar, kviðlinga og gamanmál. Hún hrakt- ist frá heimabyggð sinni í frumbernsku, þegar foreldrar hennar slitu samvistir, og var boðin upp sem hrepps- ómagi. Hún var yngst fimm systkina; eitt dó í bernsku. Næstur henni var skáldið Steinn Steinarr, þá Hjörtur skólastjóri og Steinunn húsmóðir. Vinkona hennar, Bjarnfríður Leósdóttir, lýsir henni svo: „Ég hygg að Valla sé mjög lík Steini. Dálítið kaldhæðin, ákaflega fundvís á ýmsar misfellur í fari og framkomu fólks og getur þá brugðið fyrir sig skopi á sinn hátt í smellnum vísum eða mæltu máli. Engan veit ég sem hún hefur sært, en margan glatt með skopi sínu. Hún er skarpgreind og skáldskapurinn _er henni í blóð borinn. Ég treysti mér ekki til að líkja þeim saman sem skáidum, Steini og henni, en þegar ég les kvæði Steins og smá- þætti, þá finn ég sama strenginn í fari þeirra.“ Valbjörg vakti mikla athygli þegar hún las Passíusálmana í út- varpinu fyrst íslenskra kvenna. Bókin er 160 bls. Mynd á forsíðu: Ljósmyndastofa Akraness. Prent- vinnsla: Oddi hf. Útgefandi er Hörpuútgáfan á Akranesi. Valbjörg Kristmundsdóttir Tónleikar í Húsinu Ljósm. Lýður Pálsson ÚR STOFUNNI í Húsinu, Eyrar- bakka. Á tónleikunum verður spilað á taffel-píanó frá 1872, sem er með elstu píanóum landsins. Píanóið var gjöf Jakobs Lefolii kaupmanns til Sylviu konu Guðmundar Thorgrímsen verslunarstjóra. LAUGARDAGINN 9. des- ember kl. 14 halda Hauk- ur Guðlaugsson orgelleik- ari og Gunnar Kvaran seilóleikari í samvinnu við Byggðasafn Árnesinga tónleika í Húsinu á Eyrar- bakka. Leikin verða lög úr Ljóðalögum Guð- mundu Nielsen (1885- 1936) en hún stjórnaði kórum og hélt uppi söng- lífi á Eyrarbakka snemma á öldinni. Fyrir tónleik- ana heldur Lýður Pálsson safnvörður Byggðasafns Árnesinga stutta tölu um Guömundu og tónmenn- ingu þá sem barst frá Húsinu um langt skeið. Þar sem tónleikarými er takmarkað verða tónleikarnir endurteknir kl. 16 ef þörf krefur. Aðgangseyrir á tónleikana eru frjáls framlög til Orgelsjóðs Eyr- arbakkakirkju. TÖNTJST J a z z HÁDEGISTÓNLEIKAR Hljómsveit Carls Möller. Flytjend- ur: Carl Möller píanó, Róbert Þór- hallsson rafbassi og Guðmundur Steingrímsson trommur. Norræna húsið 6. desember 1995. LÖG Carls Möller við ljóð eftir Nínu Björk Árnadóttur og Jóhann Hjálmarsson eru fremur í ætt við stef og stemningar en fullgerð lög. Sum voru reyndar ekki annað en hljómgrunnur, Svartir skór ígrasi, eða hljóðeffektar, Forn höfundur. Enda þótt formið sé knappt komst furðu mikið af blæ ljóðanna til skila. Alls voru flutt 30 smálög- við ljóð skáldanna og ljóðatónleik- Ljóð og djass arnir stóðu yfir í 30 mínútur. Carl skilgreinir sjálf- ur tónlistina sem ljóðrænan djass eða stefdjass. Ljóðalestur við djasstónlist á sér sögu hérlend- Carl Möller is því fyrir tutt- ugu árum vann hópur íslenskra skálda og tónlist- armanna saman að flutningi ljóða og djass í Norræna húsinu og víð- ar. Eftirminnilegustu stefin við ljóð Nínu Bjarkar eru Öskur drengs- ins, sem er ágætt sveiflustef með gangandi bassa, og fallegt sálma- stef, í minningu Jóns Haraldsson- ar arkitekts. Sum stefin eru lík, má þar nefna Jón Proppé og Jón Gunnar Árnason, eða ef til vill var það aðeins suður-ameríski hrynj- andinn sem tengir þau saman í huganum. Inn á milli glitti í veru- lega fallegar tónperlur eins og við ljóð Jóhanns, Rigningu, Morgunn og Meðan við sofum. Flutningur þeirra Carls, Róberts og Guðmundar, var felldur og fumlaus en dálítið skorti upp á hljóðstyrk úr bassanum. Guðjón Guðmundsson UWT Q/rOnixQ tniyiY apa Q/rönixQ 9 160% runiiA pu f\m% AFMÆLISTILBOÐ 9 9 loÖ% •5 ara Vegna frábærra undirtekta framlengjum við 5 cxpcx V H/POnixB afmælistilboð okkar og veitum jafnvel enn ES^onixES hærri afslátt en áður. M ASKO ÞVOTTAVELAR-ÞURRKARAR- UPPÞVOTTAVELAR KÆLISKAPAR-FRYSTISKAPAR-FRYSTIKISTUR 5-10% AfslÁttvir ÞÚ ÞARFT EKKI KASKO EF ÞÚ KAUPIR ASKO! - því Asko er trygging þín fyrir hámarks árangri og sannkallaðri maraþonendingu. Nú er lag að fá sér sænskt hágæðatæki frá Asko - með verulegum afslætti. ASKO þvottavélar frá 69.990,- ASKO tauþurrkarar frá 59.990,- ASKO uppþvottavélar frá 49.990,- 10-15% AfslÁttwr Margar gerðir og litir af ofnum til innbyggingar, með eða án blásturs, á verði frá 24.800,-. Helluborð með 2 eða 4 hellum, bæði „venjuleg" og keramik. Einnig gas-helluborð. Frístæðar eldavélar frá 39.900,- ELDHUSVIFTUR - MARGAR GERÐIR 10-20% ðfslÁttvir 15 gerðir og litir: Venjulegar, hálfinnbyggðar, m/útdregnum glerhjálmi, hálfháf- formaðar eða til innbyggingar í háf. Verð frá aðeins kr. 6.990,- NILFISK NÝ NILFISK FYRIR NÚTÍMAHEIMILI 5-15% AfsUttur Dönsku GRAM kæliskáparnir eru rómaðir fyrir glæsileika, hagkvæmni, styrk og endingu. Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis. Einnig 8 stærðir frystiskápa og 4 stærðir af frystikistum. Verðdæmi: GRAM KF-355E kæliskápur með 272 I. kæli og 62 I. frysti. HxBxD=174,2 x 59,5 x 60,1 cm. Áður kr. 79.990,- Nú aóeins 69.990,- ÖRBYLGJUOFNAR MEÐ MEIRU TURNTABLE MICROWAVE ”0 --^ /7AV\ *g,**ss COMBI QRILL COMBI ▼▼▼ V' MICROWAVE . 10-15% AfslÁttwr 7 gerðir: Val um ofna m/örbylgjum ein- göngu, örbylgjum og grillelementi eða örbylgjum, grilli og blæstri. Verðdæmi: 18 1. 800W örbylgjuofn 16.990,- 27 I. 900W örbylgjuofn 21.990,- 17 1. 800W örb. + grill 21.990,- 27 I. 850W örb. + grill + bl.38.900,- í... tjmmmmmmmmmwmmmmmm 0O.ERRE LOFTRÆSTING ER OKKAR FAG! Já, við erum í afmælisskapi um þessar mundir. Staðgreiðslu- og magnafsláttur, Euro- og Visa-raðgreiðslur til allt að 36 mán., án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING og við FJARLÆGJUM GAMLA TÆKIÐ þér að kostnaðarlausu - um leið og við komum með það nýja - glæsilegt, notadrjúgt og /\ I P\ sparneytið - og nú á afmælisverði. I |N|I 1 mánud.-fÖStd. 9—18 Velkomin í Fönix I I L/ laugardag 10-18 - neitt a konnunm og is fyrir bornin. 3ja ára abyrgð OMENGUÐ GÆÐI 20% AfslÁttur Allir vildu Lilju kveðið hafa, en það er aðeins ein Nilfisk! Þær eru nú reyndar þrjár, hver annari betri. En hvað veldur, að allir vilja eignast Nilfisk? Er það útlitið, krafturinn, tandurhreina útblástursloftið eða þessi magnaða ending? Kannski allt þetta og ennþá fleira. Nú bjóðum við nýja Nilfisk á tilboðsverði, frá kr. 17.590,- 10-15% AfslÁttvir Þeir eru notadrjúgir litlu borðofnarnir frá DéLonghi. Þú getur steikt, bakað og grillað að vild á styttri tíma og með mun minni orkunotkun en í stórum ofnum eða eldavélinni. 7 gerðir: 8 lítra, 13 lítra eða 28 lítra. Verð frá aóeins 9.990,- Mikið úrval af loftræstiviftum fyrir hvers konar húsnæði, til heimilisnota eða í atvinnuhúsnæði. Gott loft skapar vellíðan og eykur afköst. Ef þú þarft að loftræsta, komdu þá til okkar. LITLU TÆKIN A LÁGA VERÐINU 10-30% ^fslÁttwr Ávaxtapressur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðarar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hnífabrýni, hrærivélar, hraðsuðukönnur, mat- vinnsluvélar, mínútugrill, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssugur, safapressur, straujárn - og ótal margt fleira. Sextug og síung.... /FQnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.