Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 35 Samkeppni og breyttum aðstæðum svarað með nýjum vinnubrögðum AUKIN samkeppni frá sjónvarps- stöðvum veldur víða óvissu á dag- blaðamarkaði í Evrópu. Kreppan í Finnlandi og Svíþjóð hefur haft áhrif á markaðsstöðu dagblaða í þessum löndum, en aftur á móti í Noregi hefur lestur dagblaða aukist undan- farna mánuði. Mikil hækkun á dag- blaðapappír hefur haft sín áhrif og stjórnendur evrópskra útgáfufyrir- tækja hafa leitað nýrra vinnubragða í tækni, markaðsmálum, samstarfi og verkefnavali. Þýzka æsifréttablaðið Bild er út- breiddasta dagblað Evrópu með 4,5 milljónir eintaka, enska blaðið Sun er í öðru sæti með 4 milljónir og í þriðja sæti er Daily Mirror, en upp- lag þess er 2,5 milljónir eintaka. Stærsta norræna dagblaðið er finnska blaðið Helsingin Sanomat með 470 þúsund eintök og er það í 27. sæti á evrópskan mælikvarða. í öðru sæti á Norðurlöndum er sænska blaðið Expressen með 418 þúsund eintök, Dagens Nyheter er með 381 þúsund eintök og Verdens Gang, Noregi, er í fjórða sæti á Norður- löndum með 374 þúsund eintök. Verðstríð og umbrot Verðstríð hefur verið ríkjandi á dagblaðamarkaði í Englandi undan- farin ár; mikil mannaskipti verið meðal æðstu stjórnenda dagblað- anna og ekki sér fyrir endann á þessum umbrotum. í Frakklandi hefur upplag nokkurra dagblaða minnkað og neytt blöðin til að leggja aukna áherslu á markaðs- og út- breiðslumál. Sömu sögu er að segja frá írlandi og Ítalíu, fyrst og fremst vegna aukinnar sjónvarpsnotkunar. I Þýzkalandi eru dagblöðin 1 farar- broddi á auglýsingamarkaði og aug- lýsingar í blöðum ná til 80% þjóðar- innar. Öndvert við það sem hefur gerst víðast annars staðar í Evrópu hefur ungt fólk í Þýskalandi aukið dagblaðalestur sinn. Lestur dagblaða hefur stórum aukist í Austur-Evrópu í kjölfar breyttra stjórnarhátta. Mörg vestur- evrópsk útgáfufyrirtæki hafa haslað sér völl í kommúnistaríkjunum fyrr- verandi og þýsk og svissnesk fyrir- tæki eru t.d. áberandi í Tékklandi. í Rúmeníu hafa stærstu dagblöðin orðið að skera upplagið niður um helming vegna skorts á pappír og erfiðleika við dreifíngu. Efnahagur blaðaútgáfunnar stendur traustum fótum í Noregi og notkun á dagblöðum er sú mesta í Evrópu, 610 eintök dagblaða á hvetja eitt þúsund íbúa. Markaður- inn hefur stækkað og útbreiddasta blað Noregs, Verdens Gang, jók upplagið á síðasta ári. Það vekur athygli að Vetrarólympíuleikarnir í Lillehammer og heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu í Bandaríkj- unum styrktu stöðu blaðanna. Sterkari staða Jyllands Posten í Danmörku hefur upplag síðdeg- isblaðanna Ekstra Bladet og BT minnkað og þrátt fyrir batnandi efnahag í landinu á hið sama við um mörg önnur dönsk dagblöð. Jyl- lands Posten hefur þó styrkt stöðu sína og gerir nú tilraun til að ná útbreiðslu á landsvísu, en á landi hafa Politiken og Berlingske Tidende nán- ast ráðið markaðnum. Söndags-Avisen hefur útlit dagblaðs, en kemur út viku- lega. Utgefendur þess reyna að ná fótfestu um allt land, en blaðinu er dreift ókeypis. Í Finnlandi hefur útbreiðsla dag- blaða dregist saman og eiga iág laun og atvinnuleysi eflaust stærstan þátt í því. Atvinnuleysi í landinu er nú um 17% og hefur upplag blaðanna að meðaltali minnkað um 15%. Um finnskum dagblöðum eru seld áskrift en í erfiðu árferði er fólk síður tilbúið að ráðstafa peningum sínum fyrirfram heldur en áður. Ástandið í prentiðnaðinum í heild sinni er þó mun betra því á síðustu árum hafa finnskar prentsmiðjur fengið marg- vísleg verkefni frá rússneskum blaðaútgefendum. Frá Svíþjóð er sömu sögu að segja, þar hefur upplag dagblaða minnkað, að hluta vegna mikils itvinnuleysis og að hluta vegna ai kinnar horfunar á sjónvarp. Kynning á Stokkhólmsblaðinu Metro, sem dreift er frítt, hefur gert það að verkum að ungt fólk vill síð- ur gerast áskrifendur að dagblöðum. Meðal sænsku síðdegisblaðanna hefur Aftonbladet hafið sókn gegn langstærsta blaði Svíþjóðar, Ex- pressen. Nýráðinn ritstjóri Express- en, Christina Jutterström, hefur reynt að breyta viðhorfum til blaðs- ins með því að nota nýtt hugtak, „kvaloid" (kvalitets-tabloid) og er tilgangurinn að breyta ímynd Ex- pressen í vandaðra síðdegisblað. Breytingar hafa verið gerðar á blaðamannahópi Expressen með þetta í huga. í Svíþjóð hafa mörg sérblöð með útliti tímarita litið dags- ins ljós á síðasta ári. Barna- og unglinganáttföt í úrvali Herranáttserkur kr. 5.900,- Einnig náttföt og nærföt á herra Dömu ull+silki nærfatnaöur frá Calida PAR Austurstræti 8, sími 551 4266 Laugavegi 30, s. 562 4225 PÓSt BBndiim Dömusilki- náttföt margir litir frá kr. 6.900,- v/ Miklatorg, s. 551 7171. M. Benz 250, árg. 1990, ek. 132 jús. km. Verð 2.390 þús. kr. M. Benz 250 T.D. (station diesel), ek. 203 þús. km. Verð 1.980 þús. kr. M.M.C. Lancer, árg. 1991, ek. 78 3Ús. km. Verð 790 þús. kr. Renault 19 RT, árg. 1994, ek. 37 jús. km. Verð 1.170 þús. kr. M.M.C. L300,44,7 manna, árg. 1988, ek. 145 þús. km. Verð 950 þús. kr. M. Benz 200 díesel, árg. 1986, ek. 123 þús. km. Verð 1.380 þús. Nissan Primera station árg. 1992, diesel. Ek.109 þ.k.m. Verð 1.050 þús. kr. B.M.W. 318 iA, árg. 1992, ek. 50 þús. km. Verð 1.670 þús. kr. Jeep Wrangler Laredo árg. 1992, ek. 35 þús. km. Verð 1.850 þús. kr. M.M.C L300 4wd, 7 manna, árg. 1988, ek. 120 þús. km. Verð 1.050 þús. kr. Suzuki Vitara, árg. 1992, ek. 95 þús. km. Verð 1.520 þús. kr. M.M.C. Galant GLSI 4wd, árg. 1992, ek. 73 þús km. Verð 1.500 þús. kr. M.M.C. Galant GLS, árg. 1992, ek. 60 þús. km. Verð 1.450 þús.kr. Ford Explorer XL, árg. 1991, ek. 122 þús. km. Verð 2.590 þús. kr. Ford Bronco II, árg. 1984, ek. 140 þús. km, verð 590 þús. kr. Subaru Station GL 1800 Turbo, árg. 1986. Verð 490 þús. kr. Ford Econoline 4wd Díesel 7,3 , árg. 1989, ek. 102 þús. km. Verð 1.900 þús. kr. Nissan Laurel Díesel, árg. 1988. Verð 690 þús. kr. Jeep Cherokee Laredo, árg. 1990, ek. 142 þús. km, verð 1.910 þús.kr. M.M.C. Colt, árg. 1992, ek. 56 þús. km. Verð 950 þús. kr. Nissan Sunny slx, árg. 1993, ek. 44 þús. km. Verð 1.050 þús. kr. M. BENZ 200 Díesel, árg. 1988, ek. 100 þús. km á vél. Verð 1.580 þús. kr. Toyota Landcrusier VX díesel Turbo árg. 1991, ek 114 þús km. Verð 3.450 þús. kr. ÚTVEGUM BÍLALÁN. VISA-RAÐGREIÐSLUR. VÍB opnar í útibúi íslandsbanka við Lækjargötu VÍB býður nú ásamt íslandsbanka enn frekari þjónustu við einstaklinga með því að hafa sérstakan verðbréfafulltrúa í útibúi bankans við Lækjargötu. í dag verður opið hús í útibúinu þar sem hin nýja þjónusta verður kynnt. Sérfræðingar VIB verða á staðnum, auk þess sem fluttir verða ánugaverðir fyrirlestrar. 14:30 10 ráð til að hætta íyrr að vinna og fara á eftirlaun. Gunnar Baldvinsson, forstödumaður ALVÍB. 15:00 Vextir og ávöxtun, hvað er að gerast? Sigurður B. Stefánsson, framkvœmdastjóri VIB. 15:30 Hlutabréfakaup og skattamál. Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður einstaklingsþjónustu VÍB. 16:00 Flugleiðir og hlutabréfamarkaðurinn. Einar Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA IIF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavik. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910. Verðbréfafulltrúi VÍB í útibúi lslands- banka vio Lœkjargótu er Sigurjón Guðmundsson. Hann mun annast alla almenna ráðgjöf kaup og sölu verðbré Síminn hjá honum er 560-8875.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.