Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIISIAR Stóriðja fyrir alla? STÆKKUN álvers- ins í Straumsvík er ákveðin og verkið hafið, húrra hrópa stjórnvöld, húrra hrópa Lands- virkjunarmenn, húrra hrópa verktakar og aðrir eru tilbúnir að taka undir. 14 til 16 þúsund milljóna fjár- festing á næstu misser- um er nokkuð sem munar um í íslensku samfélagi. Erlent fjár- magn mun streyma inn í þjóðfélagið á ný, eftir alllangt stöðnunartíma- bil. Stækkun álversins í Straumsvík hefur lengi verið til umræðu, sumir segja í áratug. Mál- in hafa gengið hratt fyrir sig síðan formlegar viðræður1 íslenskra stjórn- valda og Alusuisse-Lonza hófust í febrúarmánuði sl., iðnaðarráðherra tók raunar forskot á sæluna og til- kynnti stækkun ákveðna nokkru áður en hinir svissnesku fulltrúar þóttust tilbúnir með sínar skýrslur og línurit. Hlaut iðnaðarráðherra bágt fyrir og var snarlega sagt að halda sig á mottunni um sinn, hvað hann og gerði. Iðnaðarráðherra hafði engu að síður rétt fyrir sér og tilheyrir nú hópi hinna húrra- hrópandi íslendinga. Er það vel. Stækkun hins hafnfirska álvers kemur ekki á óvart, Svisslendingar hafa verið sáttir við Hafnfírðinga og aðra starfsmenn fyrirtækisins þau tæp 30 ár sem það hefur starf- að þrátt fyrir einstakar skærur við og við. íslendingar eru traustir og hafa sýnt það, að þar sem þeir kom- ast til áhrifa, t.a.m. á erlendri grund, standa þeir sig í hvívetna. Hagstætt raforkuverð, stöðugt efnahagslíf, tiltölulega lág laun, gott vinnuafl, góð staðsetning landsins og síhækk- andi álverð eru þættir sem munu Magnús Már Þorvaldsson hafa ráðið úrslitum og gera ísland að vænleg- um kosti stóriðjujöfra um heim allan. Aður- nefnd stækkun álvers- ins mun tryggja liðlega 70 framtíðarstörf, við uppbyggingu munu starfa fleiri hundruð manns. Samkvæmt yfirlýs- ingum iðnaðarráðu- neytisins standa jöfr- arnir því sem næst í biðröð til að fá að „þreifa“ á landinu góða, þannig var hér brosmildur Ameríku- maður nýverið og taldi sá ísland vera líklegan stað fyrir nýhöndlað álver sitt, Kínvetjar hafa sýnt okkur áhuga, Svíar, íjóðverjar og svo mætti lengi telja. Vitanlega er það svo að stærsti hluti spekúl- antanna hverfur annað, annaðhvort aðhafast þeir ekkert ellegar velja eitthvert annað land. Staðsetning íslands er engin fyrirstaða lengur, síður en svo, og má segja að þá beri nýrra við fyrir eylandið í norðri. Grundartangi einnig og Keilisnes og... Umræður um stækkun annarrar verksmiðju munu einnig vera komn- ar á góðan rekspöl, rekstur Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga hefur gengið vel og er for- stjóri verksmiðjunnar giska jákvæð- ur á þróun mála. Fari allt á réttan veg og sú verksmiðja stækki munu stjórnvöld hrópa húrra að nýju og hinir munu í kjölfarið fylgja. Pen- ingaþenslan tekur á sig ýktari mynd og þúsundir milljóna munu skipta um eigendur áður en yfir líkur. Við- bót við starfsmannafjöldann nokkrir tugir, við uppbyggingu nokkur hundruð. „ísland þykir vænlegur kostur“ heyrist úr ráðuneyti iðnaðar æ oftar og þó við eigum ýmsu þaðan að venjast þá má Jjóst vera, að staðan hefur breyst íslandi í hag, fyrr- greindir þættir eru staðreyndir sem jöfrarnir taka mið af. Alverksmiðja á Keilisnesi er þannig hreint ekki fjarlægur draumur heldur möguleiki innan fárra ára, skv. áætlunum verður sú verksmiðja engin smá- smíð, 200.000 tonna framleiðslu- geta/ár á móti stækkuðu Straums- víkurálveri með liðlega 160.000 tonna framl./ár. Hafi þenslan verið yfrin fyrir verður hún orðin æðis- gengin þegar hér er komið sögu, líklega 30 þúsund milljónir til við- bótar! Starfsmenn 4-500, við upp- byggingu mun fleiri. Umræðunni lýkur ekki hér, zink- verksmiðja í nágrenni Járnblendi- verksmiðjunnar, já, eða t.o.m. annað álver er rætt um í fullri alvöru vegna framúrskarandi hafnaraðstöðu á tanganum. Magnesíumverksmiðja með 250-300 starfsmenn á Reykja- nesi er einn kostur sem borið hefur á góma. Fleira mætti tiltaka en milljónirnar eru fyrir löngu hættar að vera teljanlegar og húrrahrópin orðin svo skerandi að vart verður heymaskemmda hjá íbúum suðvest- urhomsins, í hinum dreifðu byggð- um eyþjóðarinnar smáu heyrist þó einungis ómur húrrahrópanna. Vissulega verður ekki ráðist í all- ar þessar framkvæmdir samhliða, efnahagslíf landsins myndi aldrei standa undir því en möguleikarnir á að a.m.k. hluti þessa verði stað- reynd innan tiltölulega skamms tíma er fyrir hendi. í þessu sam- bandi er rétt að benda á, að undirrit- aður hefur verið samningur um átaksverkefni í orkufrekum iðnaði á Suðurnesjum, menn eru s.s. að búa sig undir mögulegt ævintýri. Hvernig sem málin era skoðuð ér einungis suðvesturhluti íslands, þar sem nú þegar býr bróðurpartur Hvers vegna horfa landsfeður ekki út fyrir suðvesturhornið, spyr Magnús Már Þor- valdsson, og heldur því fram að Eyjafjörð eigi að færa fram fyrir Keilisnesið í stóriðjubið- röðinni. landsmanna, í umræðunni þegar stóriðju ber á góma. Eyjafjörður hvað? Fyrir nokkrum árum, n.t.t. í tíð Jóns Sigurðssonar iðnaðarráherra, var boðið upp á n.k. álverssam- keppni landshluta í milli. Eyjafjörð- ur háði þá baráttu við Keilisnes Suðurnesja og Reyðarijörð á Aust- urlandi (þar hafa menn ekki gefið upp alla von um kísilmálmverk- smiðju) sem Keilisnes vann, ekki óvænt þar sem það er staðsett svo heppilega nærri helsta byggða- kjarna landsins. Þegar úrslit lágu fyrir var sem svæfli hefði verið lætt undir höfuð norðanmanna og þar hefur tæplega verið aðhafst síðan. Ahyggjur af íbúaflótta suður yfir heiðar virðast hverfandi, meðan bjagast hlutföllin, höfuðborgar- svæði-landsbyggð, ennfremur. Eyjafjarðarsvæðið með Akureyri sem miðpunkt er annað stærsta þéttbýlissvæði landsins en yfirburðir höfuðborgarsvæðisins eru þvílíkir að þessi staðhæfing hljómar næsta hjákátlega. Eyfirðingar era þó rétti- lega stoltir af firðinum sínum, blóm- legar sveitir og myndarleg bú yfir- gnæfa myndina En þeim fer fækk- andi, íbúum svæðisins fer fækkandi og Eyjafjarðarsvæðið er eitt hið tekjulægsta á íslandi. Staðreyndirn- ar tala sínu máli, Akureyri og ná- grannabyggðarlög þurfa á nýiðnaði að halda, það er mun ánægjulegra að njóta fagurrar náttúra fjarðarins með en án atvinnu. Hvað um okkur? Kann maður að spyrja. Hver er ástæða þess að ein- ungis eitt landsvæði þykir brúklegt fyrir stóriðju á íslandi, suðvestur- tanginn. Hvers vegna þykir það sjálfsagt mál, að einungis þetta til- tekna svæði njóti þess, að þangað sé stefnt öllu ijármagni sem inn í landið kemur frá útlöndum? Hvers vegna hafa ráðamenn ekki áhyggjur af þeirri óheillaþróun, að ísiand er vart að verða byggilegt nema ein- mitt á þessum tiltekna bletti. Eru íbúar suðvesturtangans merkilegri en aðrir íbúar eyþjóðarinnar (þeir eru jú að allstórum hluta aðflutt landsbyggðarfólk) eða ómerkilegri þannig að sjálfsagt sé að staðsetja allar verksmiðjur við lóðarmörk þeirra með tilheyrandi loftmengun? Hjá henni verður vart komist þrátt fyrir stórbættar mengunarvarnir. Til viðbótar þessari mun bílisminn ekki bæta ástandið, bifreiðin ku vera helsta mengunarvandamál samtímans. Að lokum þetta: Hvað þarf til að vekja ráðamenn, hagsmunaaðila og aðra þegna landsins til umhugsunar um mikilvægi þess að spyrnt verði við fótum? Sett var af stað afl er hreyfði við stóriðjumáli þess tíma, það kann að vera kominn tími til að fara stað með sambærilegt hreyf- iafl nú. Að lokinni stækkur.verk- smiðjanna tveggja er komið að Norðurlandi, Keilisnes fari aftur fyrir Eyjaljörðinn í biðröðinni, byggðapólitísk rök nægja til að rétt- Iæta þá ákvörðun. Mál þetta er á dagskrá nú, hagur landsins er í veði því sú borgríkismyndun sem stefnir í er óheillastefna og vægðar- laust ósanngjörn gagnvart öllum íbúum íslands. Stóriðjuumræðan er ekki einkamál örfárra pólitíkusa heldur hagsmunamál allra íslend- inga, mikilvægi þess er hvílíkt að fáein mistök kunna að kollvarpa allri byggðaþróun á íslandi. Höfundur er arkitekt og áhuga- maður um áframhaldandi byggð í dreifðum byggðum íslands. I c ( I ( < < < < < I I BSRB vill heilbrigðisþj ónustu sem ekki mismunar fólki FÉLAGI minn í BSRB, Pétur Örn Sig- urðsson, skrifar ágæta og málefnalega grein í Morgunblaðið á mið- vikudag þar sem hann spyr um stefnu samtak- anna í heilbrigðismál- um. Tilefnið eru auglýs- ingar frá BSRB í út- varpi og sjónvarpi að undanförnu en í þeim er lagst gegn áformum um að taka örorkubæt- ur, ellilífeyrisbætur og atvinnuleysisbætur úr tengslum við launaþró- un í landinu en einnig er innritunargjöldum á sjúkrahús og gjaldtöku fyrir ferli- verk mótmælt. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að koma til móts við kröfur okkar að því leyti að kjör atvinnulausra, ör- yrkja og ellilífeyrisþega verða ekki skert á næsta fjárlagaári um 600 milljónir eins og til stóð að gera. Á fundi formanna aðildarfélaga BSRB sama dag og ríkisstjórnin skýrði BSRB formlega frá ákvörðun sinni var samþykkt einróma ályktun um að með þessu væri mikilvægum áfanga náð. Jafnframt var bent á að eftir sem áður væri áformuð sú kerfísbreyting að taka bætur til fyrr- nefndra hópa svo og til þeirra sem njóta barnabóta, húsnæðisbóta, að ógleymdum persónuafslættinum, úr sambandi við launa- og verðlagsþró- un í landinu en þar með er horfið það skjól sem þessir hópar þó höfðu til verndar sínum kjöram. Eftir standa innritunargjöldin En víkjum að heil- brigðisþjónustunni og áformuðum innritunar- gjöldum á sjúkrahús og annarri gjaldtöku af sjúkum sem ríkis- stjórnin neitar enn að falla frá. Pétur Örn spyr hvort BSRB hafi sett fram „stefnumótandi tillög- ur varðandi heilbrigðis- þjónustu í landinu" og hvemig BSRB vilji mæta vaxandi kostnaði í heilbrigðisþjón- ustunni í Ijósi þess að sá málaflokk- ur sem spannar heilbrigðis- og tryggingamál sé fjárfrekur . . . og lýkur á því að áframhald verði í nið- urskurði á þessum málaflokki á næstu árum, í því skyni að minnka fjárlagahallann.“ Greinarhöfundur bendir einnig á að ætla megi að eftirspum eftir heil- brigðisþjónustu fari vaxandi og hafl verið til umræðu í þjóðfélaginu ýmsar hugmyndir til að mæta þessu svo sem með endurskipulagningu og aukinni hagræðingu í sjúkrahúsrekstri og for- gangsröðun í þjónustu Og í framhald- inu er spurt um afstöðu BSRB, hvort samtökin hafl til dæmis sett fram til- lögur um stefnumótun í forgangsröð- un á þjónustu við sjúklinga. Frumkvæði BSRB Á undanfömum áram hefur BSRB lagt mjög ríka áherslu á umræðu um í stuttu máli er óhætt að fullyrða, segir Ög- mundur Jónasson, að um nokkurra ára skeið hefur BSRB lagt höfuð- kapp á að taka á upp- byggilegan hátt þátt í stefnumótun um heil- brigðisþjónustuna. heilbrigðismál og skipulagningu heil- brigðisþjónustunnar. BSRB hefur margoft ályktað um þessi efni, tekið þátt í tillögusmíð og starfshópum á vegum stjórnvalda, efnt til funda og málþinga. Þannig má heita að sam- tökin hafi riðið á vaðið í opinberri umræðu snemma í haust með mál- stofu um forgangsröðun í heilbrigð- iskerfínu, með þátttöku starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar og stjóm- málamanna, þar á meðal heilbrigðis- ráðherra. Eins og lesendur BSRB tíð- inda þekkja hefur þar reglulega verið rækilega um þessi mál fjallað af hálfu félagsmanna, starfsnefnda og starfs- manna BSRB, nú síðast í ítarlegri úttekt Rannveigar Sigurðardóttur hagfræðings en þar er einmitt farið í saumana á þeim atriðum sem Pétur Örn Sigurðsson fjallar um í grein sinni. í stuttu máli tel ég óhætt að fullyrða að um nokkurra ára skeið hefur BSRB lagt höfuðkapp á að taka á uppbyggilegan hátt þátt í stefnumótun um heilbrigðisþjón- ustuna. Sofum ekki á verðinum Sú stefna samtakanna að hafna því að krefja sjúklinga um innritun- argjöld á sjúkrahús og leggja aukin þjónustugjöld á sjúklinga hefur verið mótuð á þingum bandalagsins, á bandalagsráðstefnum og í stjórn samtakanna sem hefur haft það verkefni með höndum að koma stefnunni á framfæri. Það á einnig við um þær auglýsingar sem að undanförnu hafa hljómað á öldum ljósvakans. Pétur Örn vill vita hvað auglýs- ingaherferðin hefði kostað en pen- ingana „hefði ef til vill mátt nýta á annan hátt fyrir þann hóp félags- manna BSRB sem hvað verst hefur orðið úti í efnahagssamdrættinum á síðustu árum“. Að sjálfsögðu verður upplýst um kostnaðinn þegar hann liggur fyrir og vissulega er það rétt hjá greinarhöfundi að alltaf er álita- mál þegar að því kemur að ráðstafa fjármunum. Það hefur hins vegar verið mat stjórnar BSRB að einn mikilvægasti þátturinn í kjara- og réttindabaráttu launafólks sé að efla þá þætti samneyslunnar sem stuðla að jöfnuði og styðja við bakið á sjúk- um, öryrkjum og atvinnulausum fé- lögum okkar. Víða erlendis þar sem verkalýðs- hreyfíngin svaf á verðinum á meðan velferðarþjónustan var rifin niður og markaðsvædd eru menn nú að vakna upp við vondan draum, aukna mismunun, lengri biðraðir eftir heil- Ögmundur Jónasson brigðisþjónustu og aukinn tilkostnað samfélagsins þegar allt fjárhags- dæmið er gert upp. Innan BSRB höfum við hvatt til umræðu um for- gangsröðun, ekki aðeins í heilbrigð- iskerfínu heldur í þjóðfélaginu öllu, sett fram tillögur um áherslur í skattlagningu, leiðir til að ná niður fjárlagahalla, taka á vanda landbún- aðarins og sjávarútvegs og ýmsum öðrum þáttum efnahagslífsins. Skatta á heilbrigöa, ekki sjúka Um allt þetta hefur verið rækilega fjallað á vettvangi BSRB. Samtökin hafa viljað leggja sitt af mörkum til að fínna leiðir sem styrkja og treysta lífskjörin í landinu og stuðla að aukn- um jöfnuði. Þetta hefur verið grunn- tónninn í málflutningi BSRB og um það hefur verið mjög breið sam- staða. Það er og hefur verið um langt skeið grundvallaratriði í stefnu BSRB að samneyslan sé fjármögnuð á réttlátan hátt. Það á að skatt- leggja fólk á meðan það hefur heilsu, ekki þegar það er orðið veikt. Og þar sem Pétur Örn spyr sér- staklega um afstöðu til nefskatts þá væri það þó skömminni skárra en innritunargjöld, en samkvæmt stefnu BSRB í skattamálum er eðli- legast að fjármagna heilbrigðisþjón- ustuna með tekjujafnandi sköttum en ekki síður lögð áhersla á að ná inn þeim milljörðum sem árlega eru sviknir undan skatti hér á landi. Gjaldtaka og innritunargjöld á sjúkrahús geta skipt sköpum fyrir efnalítið fólk og leikur ekki á því nokkur vafi að verði haldið áfram á þessari braut sem stjórnvöld byijuðu að feta sig eftir fyrir fáeinum árum með auknum þjónustugjöldum á sjúklinga þá munum við fyrr en var- ir sitja uppi með heilbrigðiskerfi sem mismunar fólki. Því miður er þegar farið að mismuna fóiki í heilbrigðis- þjónustunni eftir efnahag. Gegn þessu ber að sporna með öllum ráðum. liöfundur er formaður BSRB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.