Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Miðstýrt réttarfar er skaðlegt Réttur til að ljúka málum VH) hjónin höfum á undanförn- um mánuðum kynnt lesendum Morgunblaðsins mál okkar, síðast 22. nóvember sl., með greininni „Er réttarkerfið miðstýrt og mismunar það þegnunum?“ Þar var fjallað um meinta ólöglega Qártöku fyrrver- andi starfsmanns frá fírma okkar og viðleitni okkar til að fá það mál rannsakað og réttilega dæmt í tengslum við dómsmál hans gegn okkur. Þegar rannsóknar- og dóms- yfírvöldum sleppir eru fjártökumál að sjálfsögðu fyrst og fremst mal þess sem talinn er hafa tekið fé óforsvaranlega og þeirra sem tekið var frá. Flestum er það veigamikið að ljúka málum, en jafnvel þótt einstöku menn skelli í góm og geri sjálfír lítið með opinberar ásakanir eru menn ekki einir í heiminum. Fjölskyldu og ættingja eiga menn. Reynsla er fyrir því í fámenni sögu- og ættarsamfélagsins að neikvæð opinber umfjöllun getur dregið slóða á eftir sér sem víða kemur við. Þess vegna geta jafnvel nei- kvæð málalok, afplánun dóms og bætur, verið skásti kostur og jafn- framt nauðsynlegur kostur. En rétturinn til að taka við kæru, mögulegri ákæru og dómi og ljúka málum við samfélag sitt og stund- um Guð sinn er ekki bundinn víð meinta ólöglega ijártökumenn. Þetta getur líka verið mikilsverður réttur þeirra sem kunna að bera aðra menn ótilhlýðilega röngum sökum og jafnvel réttur slakra rannsóknar- og dómsyfírvalda til að reka af sér slyðruorð. Skylduverk Hafandi lagt mál okkar og við- skipti við rannsóknar- og dóms- málayfírvöld fyrir lesendur Morg- unblaðsins teljum við það skyldu- verk að gera grein fyrir dómi Hæstaréttar íslands í málinu nr. 373/1995, sem upp var kveðinn Jóhanna Jónas Tryggvadóttir Bjarnason 22. nóvember, sama dag og síðasta grein okkar birtist í Morgunblað- inu. Ekki aðeins skylduverk í þeim skilningi að ljúka verki sem við höfðum þegar hafíð, heldur einnig skyldug upplýsing til þeirra sem treysta dómstólum landsins. Rétt eins og maður mundi vara við við- sjárverðum ísi á hyldýpi. Hæstiréttur íslands kom okkur á óvart 22. nóvember 1995. Það var þegar starfsmaður Hæstaréttar hringdi til min, Jóhönnu, nokkru fyrir hádegi og tilkynnti mér að búið væri að kveða upp dóm í máli okkar hjónanna. Við höfðum farið með greinargerð og ítarleg skjöl í réttinn daginn áður, nokkru fyrir kl. 16. Við máttum að vísu búast við að málinu yrði hraðað, því starfsmaður réttarins lagði þá ríka áherslu á að engar tafír yrðu á því að lögmaður mótaðila fengi afrit af skjölum okkar í málinu. En við bjuggumst ekki við að máls- meðferðartími Hæstaréttar næði ekki fímm venjulegum vinnustund- um. Hér var ekki gefínn kostur á seinagangi dómstóls, sem alþekkt- ur er víða í réttarríkjum og ýmsir, sérstaklega skuldarar, treysta á. Hver voru álitaefnin? Meginviðfangsefni Hæstaréttar var eins og áður er fram komið meint ólögleg fjártaka manns sem hefur uppi kröfur gegn okkur. En oft koma önnur álitaefni einnig til. A. Við hjónin upp- lýstum í greinargerð okkar að við værum ólöglærð og óskuðum við skriflegra leiðbein- inga Hæstaréttar um formhlið málsins sam- kvæmt lagaákvæðum sem um það gilda. Hæstiréttur virðist hafa talið þessi til- mæli tilefnislaus því hann gaf engin ráð um formhlið málsins. B. Hæfi skipaðra dómara Hæstaréttar til að Ijalla um málið. Með dómi Hæstaréttar í málinu nr. 385/1992, sem var út af sömu lögskiptum, en hann var kveðinn upp 24. nóvember 1994, var dæmt að mig, Jóhönnu, skorti hæfí til að flytja þetta mál mitt. Var það gert án þess nokkur gögn væru lögð fram um hæfí mitt, nokkrar kröfur kæmu fram um það eða mér gæfist nokkurt tækifæri til að fjalla um þetta álit Hæstarétt- ar. Þar sem Hæstiréttur treysti sér síðar ekki til að sinna áskorun minni, Jóhönnu, um það á hvaða gögnum þessi niðurstaða var byggð, svo og vegna þess að hvorki Héraðsdómur Reykjaness né lög- maður gagnaðila hafði við fjár- námsgerð gert athugasemdir við hæfí mitt, var full ástæða til að annar hvor aðilinn, Hæstiréttur, sem hafði dæmt mig vanhæfa, eða ég, Jóhanna, yrði að víkja. Enda gerðum við hjónin kröfu um að enginn þeirra dómenda, sem átti sæti í Hæstarétti 24. nóvember 1994, dæmdi um sömu málsatvik i málinu nr. 373/1995. Niðurstaða Hæstaréttar varð sú að dómendur hans þyrftu ekki að fjalla um eigið hæfí, þrátt fyrir fram komna kröfu þess efnis og þrátt fyrir að einn dómendanna sem kvað upp dóminn 22. nóvember 1995 hefði einnig tek- Hæstiréttur tekur sér fyrir hendur, segja Jóhanna Tryggva- dóttir og Jónas Bjarnason, að hirta okkur fyrir að hafa vís- að málinu til hans. ið þ'átt í að dæma í máli um sömu málsatvik 24. nóvember 1994. Þetta atriði var einfaldlega ekki nefnt í síðari hæstaréttardómnum. C. Hæfí mitt, Jóhönnu, gat vissu- lega einnig verið álitaefni í dómn- um 22. nóvember 1995, eins og það hafði verið 24. nóvember 1994. En Hæstiréttur vék ekkert að því í seinni dómnum. Tilkynning starfs- manns Hæstaréttar til mín, Jó- hönnu, fyrir hönd okkar hjónanna, um málsniðurstöðu 22. nóvember 1995, gefur þó til kynna að afstaða Hæstaréttar um þetta atriði muni hafa breyst. D. Yfírlýsing Iöggilts endurskoð- anda um ólögmæta fjártöku mótað- ila frá fírma okkar hjónanna að íjárhæð kr. 671.645, byggð á bók- haldsgögnum, sætti engum at- hugasemdum eða aðgerðum Hæstaréttar. E. Itarieg rithandarrannsókn Rannsóknarlögreglu ríkisins sem tengdi mótaðila okkar enn frekar við ólögmæta fjártöku sætti heldur engum athugasemdum eða aðgerð- um Hæstaréttar. (Rannsóknarlög- regla ríkisins hefur ekki enn feng- ist til að hefja almenna rannsókn meintrar ólöglegrar fjártöku þrátt fyrir að rithandarrannsóknin tengi mótaðila okkar við hana. Skýringar á þessari afstöðu liggja heldur ekki fyrir hvorki frá RLR eða ríkissak- sóknara.) F. Yfírlýsing viðskiptafræðings, sem byggð var á bókhaldsgögnum og rithandarrannsókninni, um meinta fjártöku mótaðila okkar, kr. 1.866.839, sætti heldur engum at- hugasemdum eða aðgerðum Hæstaréttar. Vissulega er mögulegt að tína fleiri athugunarverð atriði til en senn er mál að linni. Afhjúpun I lok dómsforsendna Hæstarétt- ar í málinu nr. 373/1995 segir: „Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostn- að, svo sem í dómsorði greinir, en við ákvörðun hans er tekið tillit til þess, að kæra þessi er með öllu að ófyrirsynju. “ í samræmi við þessa meintu ástæðu Hæstaréttar var mótaðila okkar dæmdur 100.000 króna málskostnaður, sem okkur fínnst í hærra lagi miðað við sýnileg störf lögmannsins, rúmlega einnar blaðsíðu greinargerð hans til Hæstaréttar. En Hæstiréttur gerir meira en að rekja forsendur málskostnaðar með tilvitnuðu setningunni. Hann tekur sér fyrir hendur að hirta okkur fyrir að hafa vísað málinu til Hæstaréttar og er þess vegna ekki sá sjálfstæði og óhlutdrægi dómstóll sem hann á að vera. Að auki virðist Hæstiréttur telja að honum hafi verið falið vald til að ákveða það hvenær málsaðilar, kærendur í þessu tilviki, eigi að skjóta málum til Hæstaréttar. Er ekki vitað um nokkurn annan dóm- stól í réttarríki, sem telur sig hafa slíkt vald. Að auki gæti það verið rangt að kæran okkar hafi verið að ástæðulausu eða að ófyrirsynju eins og Hæstiréttur orðar það. Ef til vill þykir okkur, sem bíðum nauð- ungarsölu á íbúðarhúsi okkar og fleiri eignum, og þeim mörgu, sem sætt hafa gjaldþrotameðferð síð- ustu ár, einhver huggun í dómi eins og í málinu nr. 373/1995. Þar er að minnsta kosti mögulegt að kynnast grímulausum og staðfest- um aðgerðum Hæstaréttar íslands og aðgerðarleysi rannsóknar- og dómsyfírvalda gagnvart viðfangs- efnum sínum. Jóhanna er forstjórí Evrópuferða. Jónas er læknir. Veisla til verndar mannréttindum „HOFUÐEINKENNI þróaðrar siðmenningar er háttvísi og tillits- semi, vanabundin við- leitni til að setja sig í spor annarra og skilja aðstæður þeirra og erf- iðleika og meta hvemig hægt sé að greiða úr flækjum mannlegra samskipta sem ævin- lega verða á vegi manna jafnt í einkalífí sem þjóðlífi." (Páll Skúla- son. Menning og sjálf- stæði. Reykjavík, 1994.) Þetta merkir einfald- Birna Þórðardóttir Hvað kynhneigð snertir samanstendur mannkynið af sam- kynhneigðum, tvíkyn- hneigðum og gagn- kynhneigðum. Sam- kynhneigð og tvíkyn- hneigð eru eðlilegir eiginleikar minnihluta mannkyns og kominn tími til þess að virða réttindi þeirra til fullnustu, hvort heldur í einkalífí varðandi lífsmáta eða opinberu varðandi löggildingu sambúðar, ættleið- ingu bama, glasa- lega að siðmenntað samfélag gmndvallast á því að búa saman og virða á gagnkvæman hátt réttindi og skyldur hver ann- ars. Réttur minn til lífsins getur aldrei náð lengra en að þínum rétti til lífsins, og gagnkvæmt. Ekki þarf að líta langt yfír samfé- lagssviðið til að sjá hve veruleikinn á oft á tíðum sorglega lítið skylt við siðræna menningu. Ríkjandi er gamla, góða forsjárhyggjan; við emm meirihluti! við ráðum! við höf- um rétt til að hafa rangt fyrir okk- ur! Forsjárhyggjan birtist til dæmis í því að talið er sjálfsagt að skil- greindir minnihlutahópar séu rétt- minni en aðrir. Nægir að nefna trú og kynhneigð í því sambandi. í bili ætla ég að láta kyrrt liggja með trúna. ftjóvgun eða hvað annað sem gagnkynhneigðir hafa rétt til. Síðastliðinn vetur varð nokkur umræða um réttarstöðu samkyn- hneigðra í kjölfar skýrslu nefndar sem skipuð var af Alþingi til að undirbúa lagafmmvap þar að lút- andi. Meirihluti nefndarinnar viður- kenndi að vísu tilvemrétt samkyn- hneigðra, en einungis að ákveðnu marki; að því marki að vera minni- hlutahópur með sérþarfír. Meiri- hlutinn var á því að lögfesta bæri ákveðin sambúðarréttindi samkyn- hneigðra þótt ekki yrði um að ræða fullkomin borgaraleg réttindi á við gagnkynhneigða. Þetta þýðir í raun lögfestingu misréttis í samfélaginu. Það segir hins vegar sína sögu um réttleysi samkynhneigðra í dag, að Fylkjum liði í óperuna, segir Birna Þórðar- dóttir, og tökum undir kröfu samkynhneigðra um full mannréttindi. slíkt fæli í sér umtalsverða réttar- bót. En hvað varðar mig réttleysi samkynhneigðra? Sem þjóðfélags- þegn læt ég mig varða lífsmögu- leika og -skilyrði annarra þjóðfé- lagsþegna. Þjóðfélag sem brýtur á hluta þegna sinna á skipulagðan hátt er óréttlátt og þann órétt ber að afnema. Það varðar ekki aðeins þá sem brotið er á heldur okkur öll. Þjóðfélag forsjárhyggjunnar ber í sér dauðann, hvort heldur forsjáin snýr að trú eða kynhneigð. Ýmis alþjóðleg mannréttinda- samtök eru sama sinnis og hafa tekið upp baráttu gegn ofsóknum á hendur samkynhneigðum. Þar má nefna Alþjóðasamtök siðrænna húmanista, sem Siðmennt - samtök um borgaralegar athafnir - á auka- aðild að, en þau hvöttu til þess á síðasta ári að aðildar- og stuðnings- félög létu málefni samkynhneigðra og tvikynhneigðra til sín taka. Al- þjóðasamtök siðrænna húmanista leggja mikla áherslu á mannréttindi í anda ýmissa alþjóðlegra sáttmála, í því felst meðal annars að líta á alla menn sem jafningja án tillits til trúarskoðunar, þjóðernis, kyn- þáttar, kynferðis eða kynhneigðar. I yfírlýsingu samtakanna frá fyrra ári segir meðal annars að hómófó- bía sé sjúklegt fyrirbæri, félagsleg meinsemd og náskyld kynþáttahatri eins og berlega hafi komið fram í Þýskalandi nasismans. Ennfremur má hér nefna Amn- esty International. Grundvöllur starfs Amnesty International miðar að frelsun samviskufanga, en sam- kvæmt skilgreiningu samtakanna eru samviskufangar þeir sem hnepptir eru í varðhald vegna póli- tískra skoðana, kynþáttar, trúar, þjóðernis, kynferðis og frá 1991, kynhneigðar. Samkvæmt þessu eru fangar sem hnepptir eru í varðhald vegna samkynhneigðar eingöngu, samviskufangar. Forsvarsmaður RCT (Endurhæf- ingarmiðstöðvar fyrir fómarlömb pyntinga) í Danmörku orðaði það svo að skipulagðar pyntingar væru alltaf ríkistjómarpyntingar vegna þess að þær viðgangast með vitund og vilja stjómvalda, þær eru því ekki einkamál heldur er það á ábyrgð allra að gera samfélagi ókleift að þróast í þann hátt. Hið sama gildir um öll mannréttindi, þau eru samfélagsleg - og séu þau brotin varðar það okkur öll. Réttindabarátta samkynhneigðra snýst ekkert um kynhegðun heldur um það hvort allir einstaklingar hafi sambærilegan rétt í samfélag- inu, hvort hver og einn hefur sam- bærilegt réttar- og tilvistarrými í samfélaginu, eða hvort það er ein- göngu hinn sjálfskilgreindi meiri- hluti sem hefur réttinn, fýrir sig. Næstkomandi sunnudagskvöld, á 50 ára afmælisdegi Sameinuðu þjóðanna, gefst okkur öllum færi á því að lýsa yfír stuðningi við rétt- indabaráttu samkynhneigðra með því að mæta í Óperuna á Veislu til verndar mannréttindum. Fjöldi listamanna hefur lagt hönd á plóg- inn til þess að gera dagskrána sem glæsilegasta. Það á einkar vel við að leggja réttindabaráttu samkyn- hneigðra lið á afmælisdegi Samein- uðu þjóðanna sem nú eru að leggja upp með áratug umburðarlyndis. Umburðarlyndi byggist á virðingu fyrir sjálfsvitund og sjálfsvirðingu einstaklinga, viðurkenning þess að einstaklingar eru ólíkrar gerðar og enginn öðrum rétthærri. Fyrir skömmu kíkti ég í krossgát- ur, sem ekki er í frásögu færandi, nema að á einum stað kom fyrir orðið hommi - Jausnarorðið reynd- ist öfuguggi. Á öðrum stað kom fyrir orðið negri þar reyndist lausnarorðið surtur. Á meðan svona fordómar þrífast í þjóðfélagi okkar þá er það ekki siðað. Fordómar byggja yfírleitt á fáfræði og hræðslu við hið ókunna. Flestum þykir best að hvíla í öruggu skjóli meirihlutans, hvernig svo sem hann kann að vera. Fordómar og ofsókn- ir gegn minnihlutahópum, gegn þeim sem eru öðruvísi skaða ekki aðeins þau sem fyrir þeim verða, heldur samfélagið allt. Samfélag sem umber slíka fordóma stuðlar að útbreiðslu þeirra. Ein ágæt kona, löngu liðin, skil- greindi frelsi þannig að mælistikan væri frelsi þeirra sem hugsuðu öðruvísi. Nú gefst færi á því að veita frelsinu lið, fylkja liði í Óper- una og taka undir kröfu samkyn- hneigðra um full og óskoruð mann- réttindi. Höfundur er blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.