Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Menning og menning og Asmundarsalur Ásmundarsalur við Freyjugötu er eitt af þeim húsum í Reykja- vík sem eiga sér merka sögu. Af þeim sökum þarf engan að undra að allir hafi skoðun á því húsi, hlutverki þess og framtíð, þegar það á annað borð ber á góma í almennri um- ræðu. Það er jákvætt þegar margir vilja taka þátt í umræðu um framtíðarhlutverk húss á borð við Ásmundar- sal, en að sama skapi sorglegt þegar heift og hofmóður stýra penna. Mér er sagt af þeim sem til þekkja að síst hefði það verið í anda Ás- mundar Sveinssonar að fjargviðrast út i böm. Leikskóli Leikskólinn er fyrsta skólastigið samkvæmt lögum. Með leikskóla- lögunum sem samþykkt voru 1991 var mörkuð sú stefna að leikskólinn skyldi vera hluti af menntakerfí okkar og þá var horfið frá eldri skilgreiningu um að barnauppeldi væri félagslegt úrræði. Þetta var staðfest m.a. með því að nú fer menntamálaráðuneytið með mál- efni leikskóla en ekki félagsmála- ráðuneytið og nú bera stofnanirnar heitið „Leikskóli". Hugtökin „bamaheimili“ og „dagheimili" eru ekki lengur réttnefni, þau vísa ’fremur til eldri skilgreiningar með- an hugtakið „leikskóli" er talið vísa (§) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 - Sími 568-9066 -Þar farðu yjöfina - fram á veg. Mér finnst því við hæfi að þeir sem telja sig knúna til að fjalla um málefni Ás- mundarsals um þessar mundir temji sér hug- takanotkun í takt við nýja tíma en dvelji ekki í fortíðinni hvað menntun og menningu yngstu kynslóðarinnar snertir. _ Leikskóli í Ásmundarsal Borgaryfirvöld hafa nú keypt Ásmundarsal, skrifstofuhúsnæði Arkitektafélags ís- lands, og ákveðið að reka þar leik- skóla. Þessi ákvörðun mælist eins og gengur misjafnlega fyrir. Vita- skuld eru margar hliðar á því máli og það em rök með og móti slíkri ráðstöfun. Margir þeir sem telja sig málsvara menningar hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega og talið að með því sé listinni og húsi Ásmund- ar Sveinssonar sýnd lítilsvirðing. Fátt er fjær sanni. Nokkuð á annað hundrað böm em nú á biðlista eftir leikskólarými í gamla miðbænum. Það er því óumdeilanlegt að þar er mikil þörf á leikskóla. Eins og öllum má ljóst vera getur verið erfiðleik- um háð að finna hentugar lóðir undir nýbyggingar i eldri hverfum borgarinnar. Það á við um gamla miðbæinn, þó Hróbjartur Hróbjarts- son arkitekt, sem skrifar um málið í Morgunblaðið 30. nóv. sl., vilji ekki fallast á slíka skýringu. Þess vegna hefur verið bragðið á það ráð í gömlum og þéttbyggðum hverfum að nýta gömul hús undir nýja starf- semi. Augljóst er að slíkar lausnir geta aldrei orðið sambærilegar við það að sérhanna hús. Þar mun ávallt eitthvað skorta en á hinn bóginn geta gömul hús haft ýmis- legt annað sem er eftirsóknarvert og er ekki til að dreifa í nýjum húsum. í gamla bænum má benda á leikskóla eins og Tjamarborg, sem er í friðuðu húsi, Njálsborg og Lind- arborg auk nokkurra foreldra- og einkarekinna leikskóla. Engum dylst að í þessum húsum er ekki að finna öll þau efnislegu gæði sem ný hús búa við, en það er einfald- lega margt annað sem máli skiptir, og það er engin hætta á því að börnin geri sér rellu út af því að Það er auðvelt að ráðast að börnum, segir — Arni Þór Sigurðsson, þau verja sig ekki sjálf í fjölmiðlum. allur aðbúnaður sé ekki eins og í sérhönnuðu og nýbyggðu húsi. Það er hins vegar mikilvægt þegar göm- ul hús era keypt undir leikskóla að þeim fylgi stór lóð og þannig háttar einmitt til við Ásmundarsal. Þess vegna hentar Ásmundarsalur ágæt- lega sem leikskóli, þó vissulega geti húsið einnig hentað undir aðra starfsemi. Reykjavíkurborg og Ásmundarsalur Fram hefur komið að Ásmundar- salur, sem verið hefur í eigu Arki- tektafélags Islands og Lífeyrissjóðs arkitekta, hefur um tveggja ára skeið verið til sölu. Fáir hafa sýnt húsinu áhuga, að minnsta kosti hefur enginn kaupandi gert vart við sig fram að þessu. Nema Félag íslenskra myndlistarmanna sem gerði kaupsamning við Lífeyrissjóð- inn fyrir fáum árum og staðfesti hann á aðalfundi. En hvers vegna er þá FÍM ekki eigandi hússins í dag? Jú, það er vegna þess að stjórn Félags íslenskra myndlistarmanna sem þá var, rifti kaupsamningnum sem gerður hafði verið. Þannig birt- ist áhugi myndlistarmanna á því að eignast húsið og varðveita það sem aðsetur listamanna. Reykjavík- urborg var árið 1993 boðið húsið til kaups undir byggingalistasafn. Því boði var ekki tekið, enda ekki áformað að kaupa sérstakt húsnæði undir slíkt safn. Það var hins vegar síðsumars að borgin skoðaði þann möguleika að reka leikskóla í hús- inu og eigendum þess var fullkunn- ugt um þau áform borgarinnar áður en til kaupanna kom. Aðalfundur Arkitektafélagsins ákvað að selja borginni húsið. Kaupverð þess er 19,2 milljónir og áætlað er að um 15 milljónir króna fari í endurbætur á húsinu og lóð til að þar megi reka leikskóla. Heildarkostnaður er því um 35 milljónir eða um 855 þúsund krónur á hvert barn sem þar verð- ur. Stofnkostnaður við nýbyggingu Árni Þór Sigurðsson Verðbréfasjóðir VÍB hf. Breytingar á samþykktum Á hluthafafundi Veröbréfasjóða Veröbréfamarkaöar íslandsbanka hf, Kirkjusandi, Reykjavík, sem haldinn var 26. september s.l. var samþykktum félagsins breytt. Eiga breytingarnar fyst og fremst rót sína að rekja til nýrra hlutafélagalaga nr. 2/1995 auk þess sem stofnaður var nýr sjóður, Sjóður 8. Með vísan til 3. mgr. 1. nr. 10/1003 er eigendum hlutdeildarskírteina i sjóðum félagsins hér með tilkynnt að hinar nýju samþykktir liggja frammi á skirfstou félagsins til sýnís eða afhendingar ef óskaðer. Reykjavík, 6. desember 1995. Stjórn VVÍB hf. Ásmundur Stefánsson, Lára V. Júlíusdóttir, Jón H. Bergs, Gunnar Svavarsson, Brynjólfur Bjarnason VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Rcykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910. leikskóla hefur að undanförnu verið um 1,2-1,3 milljónir á hvert barn þannig að hér er augljóslega um hagkvæma ráðstöfun að ræða. Hró- bjartur Hróbjartsson arktitekt býsnast mjög yfir því að kostnaður fyrir 40 börn verði um 40 milljónir og fullyrðir að hægt væri að byggja leikskóla fyrir talsvert lægri fjár- hæð en hér er rætt um. Hann getur vissulega trútt um talað, reynslan sýnir einfaldlega að stofnkostnaður leikskóla er rúmlega 1 milljón á hvert barn, eða álíka mikið og eitt bílastæði i bílastæðahúsunum. í mínum huga er stofnkostnaður leik- skóla ekki hár í samanburði við margt annað, og nefna má sem dæmi að einungis hönnunar- og undirbúningskostnaður vegna Erró- safns á Korpúlfsstöðum var kominn í um 100 milljónir þegar hætt var við þau áform. Þær endurbætur áttu að kosta eitthvað á annan milljarð. Hróbjarti Hróbjartssyni, sem einmitt vann við Errósafnið á Korpúlfsstöðum, kann að þykja slíkt smámunir í samanburði við 35-40 milljónir í 40 bama leik- skóla. Reykjavíkurborg og menningarmál Ein hlið á því máli sem ég hef fjallað um hér veit að menningu og menningarstefnu. Fram kemur það sjónarmið, m.a. hjá Hróbjarti Hró- bjartssyni, að byggingarlist sé ekki metin og þar að auki hafi heildar- mynd og samræmi borgarhverfa verið eyðilögð með því að heimila nýbyggingar og efnisval í gömlum borgarhverfum sem falli illa að umhverfi. Þarna get ég tekið undir með Hróbjarti, því miður finnst mér vanta heildstæðan svip í gömlum hverfum, ekki síst í miðborginni. Árið 1989 voru framlög Reykjavík- ur til menningarmála um 3.600 kr. á hvem íbúa en 5 árum seinna, árið 1994 um 5.500 krónur á hvern íbúa á sama verðlagi, og höfðu því hækkað að raungildi um 53%. Á sama tíma hækkuðu útgjöld borgar- innar til fræðslumála úr rúmum 12.500 krónum á hvern íbúa i rúm- ar 15.000 krónur eða um 20% að raungildi. Þó eru fræðslumálin lög- bundin verkefni sveitarfélaga. Borgin verður því ekki sökuð um að hafa forsómað menningarmálin og hvað Ásmundarsal snertir þá y verður það byggingarlistaverk varðveitt, ytra byrði verður haldið óbreyttu og eins litlar breytingar verða gerðar innanhúss og unnt er að komast af með, þó þar sé reynd- ar alls ekki allt í upprunalegu horfí. Leikskóli er menning og hver veit nema næsta kynslóð listamanna fái að vaxa úr grasi í Ásmundarsal. Skapandi starf barna er að mínu mati síst minna virði en önnur menning og list þótt af öðrum toga sé, og því ber að sýna sóma og virð- ingu. Skrif á borð við þau sem kom- ið hafa frá Hróbjarti Hróbjartssyni í Morgunblaðinu, Oddi Ólafssyni í Tímanum og fleirum, bera vott um fullkomið skeytingar- og virðingar- leysi fyrir börnum og velferð þeirra og er þeim síst til sóma. Ásmundar- salur gæti nú fengið það menning- arlega hlutverk að vera vinnustöð og fræðasetur yngstu kynslóðarinn- ar. Þegar fram líða stundir gæti eftirspurn eftir leikskóla minnkað og þá væri unnt að hleypa annars konar menningarstarfsemi inn í húsið. Það mun tíminn leiða í ljós, en þá er sannarlega mikilvægt að opinber aðili, eins og Reykjavíkur- borg, eigi húsið og haldi því við. Þannig er hægt að tryggja að minn- ingu Ásmundar Sveinssonar verði haldið á lofti en húsið lendi ekki á einkamarkaði sem að sjálfsögðu gæti fært það í hendur hveijum sem er - þá væri hægt að tala um menningarfúsk. Höfundur er borgarfulltrúi. Skotið yfir markið í MORGUNBLAÐ- INU, sunnudaginn 26. nóvember sl., er viðtal við Ellert B. Schram, forseta ÍSÍ og fyrrver- andi ritstjóra DV. í við- talinu fjallar Ellert nokkuð um skipulag íþróttahreyfingarinnar og líkir henni við „þrí- höfða þurs, sem hjakki í sama gamla alda- mótafarinu, amatöris- manum“, eins og hann kemst að orði. Eg hef starfað í íþróttahreyf- ingunni í ein 25 ár og minnist þess ekki að hafa lesið jafn niðrandi og neikvæð ummæli um íþrótta- hreyfinguna af hálfu forustumanns hennar, eins og þau sem hér er vitn- að til. Það eru engir þursar að störfum í íþrótta- hreyfingunni, segir Júlíus Hafstein, sem telur ómaklega að hreyfingunni vegið. Ummælin sem hér um ræðir, eru neikvæð fyrir íþróttahreyfinguna og skaða hana jafnt inn á við, sem út á við. Eg veit að ég tala fyrir munn vel flestra, þegar ég harma slík ummæli. Þau eru íþróttahreyf- ingunni síst til framdráttar. Ég kannast ekki við neinn af „þurs- ætt“ í Ólympíunefnd íslands og veit ekki um neinn slík- an hjá UMFÍ. Það er því eðlilegt að vísa þessum ummælum al- farið heim til föðurhús- anna, því þau virðast vera staðbundið vanda- mál hjá Ellert _ B. Schram, forseta ÍSÍ, en ekki hjá öðrum for- ustumönnum íþrótta- og Ungmennahreyf- ingarinnar á íslandi. Um samstarf milli íþróttasamtakanna er það að segja að ég veit ekki betur en að Ung- mennafélagshreyfing- in hafi alfarið hafnað beiðni Ellerts um að sameinast ÍSÍ. Þar á bæ, frekar en hjá Ólympíu- nefnd íslands, era engin „aldamóta- vinnubrögð eða amatörismi“ eins og Ellert gefur í skyn. Þar eru fag- leg vinnubrögð í fyrirrúmi og ber því ekki á öðru en að gamli fótbolta- fyrirliðinn skjóti langt yfir markið að þessu sinni. Samskipti Ólympíunefndar og Iþróttasambandsins eru í föstum skorðum og er samstarfsnefnd sam- takanna, sem skipuð var í kjölfar síðasta íþróttaþings ÍSÍ, jafnmörg- um fulltrúum beggja aðila, að at- huga allar leiðir í samskiptum. Sú nefnd er og verður að starfa af yfirvegun og víðsýni og þarf að fá frið til að ljúka verkefnum sínum, annars verður enginn árangur. Þar eru engir „þursar" að störfum, held- ur forustumenn Ólympíunefndar íslands og íþróttasambands ís- lands. Höfundur er formaður Ólympíu■ ncfndar íslands. Júlíus Hafstein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.