Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hense bouillon Fiske bouillon Svine kodkraft ^0kse Z.T kodkraft sovs Alt-i-én teming -med smag, kulor og jævning Gronsags bouillon Lamb STOCK CUBES Klar bouillon Sveppa- kraftur Alltaf uppi á teningnum! oggott ] bragð! ÚRIMÝJUM BÓKUM Sýslumaðurinn í Hafnarfirði StrandgOtu 31 • 220 Haftwfl'ði Sfmi 652400 ■ Kemitaia 490169-5659 HftFNfiRFIR6I, 02.08.95 KL 14*12 VEÐBOKARVOTTORÐ IGNIN....» VESTURVONQUR 5. EHL.i HÚSIs 100X í Lófi* 100X HftFNfiRFJöRðUR UiKENNISNúMER i pINGLýSINGRBóKUM EMB*TTISINS ER M-0101 IGONDI/UR: JOHANN BUNNftR BERGÞORSSON 100,0000 X SJA SKJAL F-09369 óðlN.....* KVftÐIR 8KV. LOÐORS. 8JA BKJAL NR. F-09369 VEÐSKULDIR* VEðRöð ; KRÖFUHAFAR 01 LflNDSBANKI ISLONDS 02 IÐNAÐORBflNKI ISLONDS 03 1SLANDSBfiNKI HF,ÚTIBÚ 545 34 BJOVA PLMENNOR TRYBGINQPR HF. 05 ISLftNDSBRNKI HF,úTIÐú 545 05 ISLANDBBRNKI HF,úTIBú 545 05 ISLANDSBANKI HF, úTIÐú 545 05 ISLANDSDANKI HF,úTIÐú 545 05 ISLANDSBANKI HF,úTIBú 545 VERðTRYGGING * ViSITALA ÚTGAFUDAGUR UPPHæð TBR TRB 3198 3343 3343 3343 3343 3343 30. 20. 000. 769. 000. OOO. 500. 500. 400. 000,00 28. 000,00 08. 000,00 19. 674,00 29. 000,00 02. 000,00 02. 000,00 02. 000,00 02. 000,00 02. 09.76 09.77 02.92 03. 93 06.94 06.94 06.94 06.94 06.94 ILDI VOTTORðSINS MlðAST Vlð NstSTA VIRKAN DAG á UNDAN DAGSETNINGU þESS KVAiIR OG ÖNNUR ElGNARÐöND: JOHANN GUNNAR BERGÞORSSON EIGNARHEIMILD 'Jí * STAðFESTING NR. 0^62 GREITT KR. 800 í BÓKINNI eru birt veðbókarvottorð að eiguum Jóhanns og þau talin segja meira en mörg orð um það hvort eignum hafi verið skotið undan við gjaldþrot fyrirtækjanna. Meðfylgjandi vottorð sýnir veðsetningar einbýlishúss hans. Sattað segja Ein af bókunum á bókamarkaði nú fyrir jólin er Satt að segja - af fyrirtækjum og stjómmálabaráttu Jóhanns G. Bergþórsson- ar. Það er Páll Pálsson sem skráir frásögn Jóhanns en útgefandi er Framtíðarsýn sem hefur sérhæft sig í bókaútgáfu tengdri atvinnulífínu. FYRST er gripið niður í bókina þar sem Jóhann lýsir fyrstu reynslu sinni af stjórnmál- um í Hafnarfirði. Hafnfirðingur fyrst og síðast... Á menntaskólaárunum vorum við fímm félagamir sem fórum alltaf saman í bíl á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Hópurinn gekk undir nafninu Fimmeyringurinn, en auk mín tilheyrðu honum fyrrnefnd- ur Geir A. Gunnlaugsson, Kristján Róbertsson læknir, Sigþór Jóhann- esson verkfræðingur og Sveinn Sig- urðsson blaðamaður á Morgunblað- inu. Pabbi Geirs átti bílinn og félag- ar mínir voru hvorki meira né minna en formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri Félags ungra jafnaðar- manna í Hafnarfirði. Þeir töluðu eðlilega mikið um stjórnmál og ein- hveiju sinni sögðu þeir við mig að það væri afar óþægilegt að ræða þessi mál á meðan það væri utan- flokksmaður í bílnum. Þess vegna hefðu þeir ákveðið að setja mér þá kosti að annaðhvort gengi ég í FUJ eða tæki framvegis strætó í skól- ann. Eg þakkaði bara fyrir mig og fór í strætó. Gerði það í eina eða tvær vikur uns þeir gáfust upp og buðu mér aftur far í bílnum. Ég stóð þannig fastur á þeirri skoðun minni að halda mér utan við stjórn- málin og lét ekkert segja mér fyrir verkum í þeim efnum. Það hefur hins vegar oft verið borið upp á mig að ég sé krati, sjálf- sagt vegna stjórnmálaskoðana móður minnar og þess að bestu vin- ir mínir í MR voru forystumenn FUJ í Hafnarfirði. Svo seint sem í fimm- tugsafmæli mínu hélt einn gestanna til að mynda ræðu þar sem hann fullyrti að ég ætti hvergi annars staðar heima en í Alþýðuflokknum. En þá kvaddi Geir A. Gunnlaugsson sér hljóðs og sagði þessa sögu frá menntaskólaárunum, og staðfesti þar með að það hefði ekki tekist að fá mig í þann flokk þrátt fyrir öflugan þrýsting. Eftir að hætt hafði verið við framkvæmdir sem Landsvirkjun hafði ákveðið að fara í og lögð hafði verið mikil áhersla á að við fjárfestum í öflugum tækjum, þá var reynt að finna verkefni fyrir þessar öflugu vélar. Tilboð aldarinnar Ég ræddi einnig oft við aðra ráð- herra um þetta mál, og það var eft- ir einn af fundum mínum með Sverri Hermannssyni iðnaðarráðherra að ég fékk frábæra hugmynd um hvemig nýta mætti vélamar ef við gætum ekki losnað við þær úr landi. Ég flýtti mér til Matthíasar Bjama- sonar samgönguráðherra, fékk að- gang að ákveðnum gögnum hjá Vegagerð ríkisins, settist síðan niður og samdi tilboð um að við tækjum að okkur að hanna, byggja upp og leggja varanlegt slitlag á þjóðveginn frá íteykjavík til Akureyrar. Ég fór rækilega yfir áætlanirnar sem Vegagerðin hafði sett fram varðandi þessa framkvæmd og valdi út þá vegarkafla sem mér sýndist henta okkar stórvirku tækjum. Ég skildi þó víða eftir smærri kafla sem ég taldi best að láta verktaka á viðkomandi stöðum um að vinna, enda gekk ég út frá því að allur vegurinn yrði afgreiddur ef farið yrði á annað borð út í þetta. Það voru tæplega 200 kílómetrar á þess- ari leið sem skorti varanlegt slitlag. Mér reiknaðist svo til að við gætum klárað verkið á tveimur og hálfu ári og tilboðið hljóðaði upp á 920 milljónir. Það var um það bil tveir þriðju hlutar af áætluðum kostnaði Vegagerðarinnar, sem hafði gert ráð fyrir að þetta yrði unnið í áföng- um á tíu árum. Við vorum fullir bjartsýni. Þetta virtist hið mesta þjóðþrifamál, hvernig sem á það var litið. Ódýr vegur, bættar samgöngur milli höf- uðstaða landsins, að ekki sé minnst á öll þau störf sem þama sköpuð- ust. Sverrir Hermannson og Matthí- as Bjarnason voru hrifnir af hug- myndinni. Við höfðum einnig bless- un Alberts Guðmundssonar til að fjármagna framkvæmdirnar með útgáfu skuldabréfa til tíu ára og ætlaði Kaupþing að annast sölu þeirra. Það þýddi að verkið yrði greitt upp á sama tíma og áætlun Vegagerðarinnar gekk út á, svo þetta átti ekki að bitna á annarri vegagerð í landinu. Við kynntum tilboð okkar opin- berlega þann 18. apríl. Ég hafði fengið reynda ijölmiðlamenn til að aðstoða mig við undirbúning þess. Það var Kristján bróðir minn, verk- stjóri framleiðsludeildar Morgun- blaðsins, sem átti frumkvæðið að því og benti mér á að ráðfæra mig við þá Ingva Hrafn Jónssön, Bald- vin Jónsson og Árna Jörgensen. Þeim þótti málið einu orði sagt stór- kostlegt, kölluðu þetta Tilboð aldar- innar í íslenskri vegagerð og voru sannfærðir um að ráðamenn og þjóðin öll gætu ekki annað en tekið því fagnandi. En það var öðm nær. Tilboðið hleypti af stað mikilli skriðu mót- mæla frá vörubílstjórum og vinnu- vélaeigendum sem búsettir voru meðfram veginum norður og töldu að með þessu yrði okkur afhent á silfurfati verkefni sem þeim bæri með réttu. Þingmenn úr öðrum landshlutum risu einnig upp á aftur- fæturna og sögðu að þetta myndi verða til þess að vegagerð á þeirra svæðum yrði vanrækt. Símalínurn- ar í stjórnarráðinu voru rauðglóandi dögum saman og það var deilt fram og aftur um málið í fjölmiðlunum. Ég held nú að tilboðið hafí átt góð- an hljómgrunn hjá þorra manna, en hin kröftugu mótmæli þó ekki fleiri aðila gerðu það að verkum að stjórnvöld brast pólitískur kjark- ur til að ganga að því. Svo tilboðinu var hafnað. Eftir á sögðu menn mér að ég hefði gert nokkur reginmistök við kynningu málsins og að ég hefði farið alltof geyst í sakirnar. Fyrir það fyrsta hefði ég átt að aka í rólegheitum leiðina norður, hitta að máli verktaka, vörubílstjóra og vélaeigendur, segja þeim frá hug- myndinni og að þeir myndu mjög sennilega fá talsverða vinnu við vegaframkvæmdina. Þá hefðu þeir vitað um hvað málið snerist og mótmælaaldan sjálfsagt aldrei skollið á jjegar tilboðið var gert opinbert. I öðru lagi hefði tilboðið ekki verið nógu stórtækt. Við hefð- um að minnsta kosti átt að hafa afleggjarann til ísafjarðar, heim til 2,8 grömm !! ,Ég valdi mér léttustu umgjöró í heimi, AIR TITANIUM, pví þyngdin skiptir mig máli" ytiijÍLij’stjóri 0r AílR' GL6RFIUGNRV6RSLUNIN I /VUODD GL6RRUGNRV6RSLUN K6FLRVÍKUR Ljósm: Magnús Hjörleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.