Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB JÓHANN SIGURÐSSON, Stóragerði 21, lést í Landspítalanum 6. desember. Gyða Gisladóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir, Ómar Hafliðason, Sigriður Jakobsdóttir, Sveinn H. Gunnarsson, Ásdis Ó. Jakobsdóttir, Daníel Jónasson, Ásgeir Már Jakobsson, Guðrún Pálsdóttir, Valgerður Jakobsdóttir, Þórarinn Sigurjónsson, Gunnar Örn Jakobsson, Olga S. Marinósdóttir, Gyða Jakobsdóttir, J. Halldór Haralz, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURJÓNA (JÓNA) GUÐMUNDSDÓTTIR, Vesturgötu 44, Keflavík, lést í Borgarspítalanum 6. desember. Ólafur Helgason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Móðursystir okkar, t SVALABECH, Furugerði 1, andaðist í Landspítalanum 6. desember. Auður Þorbergsdóttir, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Þór Þorbergsson, Þorbergur Þorbergsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELENA MARÍA LÍNDAL, Heiðarási 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 9. desember kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA ÞORVALDSDÓTTIR, Álfaskeiði 80, Hafnarfirði, sem andaðist 22. nóvember sl., verð- ur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði í dag, föstudaginn 8. desember, kl. 13.30. Þór Sigurjón Ólafsson, Guðrún Johansen, Jóhannes Ólafsson, Þuríður B. Sigurðardóttir, Gunnar Ólafsson, Erla B. Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, VIGFÚS ÞRÁINN BJARNASON, Hlfðarholti, Staðarsveit, er lést á heimili sínu 4. desember, verð- ur jarðsunginn frá Búðarkirkju laugar- daginn 9. desember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Búðarkirkju. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 10. Kristjana Elísabet Sigurðardóttir, Bjarni Vigfússon, Sigrún Hafdis Guðmundsdóttir, Margrét Vigfúsdóttir, Jón Eggertsson, Sigurður Vigfússon, Sigriður Gisladóttir, Vigfús Vigfússon, Lovisa Birna Björnsdóttir, barnabörn og langafabarn. GUÐRÍÐUR ÞORGILSDÓTTIR + Guðríður Þor- gilsdóttir var fædd í Reykjavík 18. maí 1919. Hún Iést á Borgarspítal- anum 28. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Þorgils Guð- mundsson bakara- meistari, f. 6.11. 1896, d. 9.5. 1979, og Anna Jónsdóttir, f. 23.11. 1891, d. 12.1. 1979. Systkini hennar eru: Hörður er dó ungur (1922), Hörður múrarameistari í Reykjavík, f. 16.2. 1923, og Jó- hanna, f. 29.1. 1926, búsett í Bandaríkjunum. 5. september 1942 giftist Guðríður Axel Sigurgeirssyni kaupmanni, f. 20.2. 1914, d. 5.1. 1986. Þau eignuðust þijá syni: Þorgils, f. 14.12. 1942, hann átti þijú börn, missti eitt af slysförum; Axel Sigurgeir, f. 9.8. 1945, d. 10.8. 1993, átti tvö böm; og Birgir, f. 10.4. 1958, á fjögur böm. Langömmubörnin em tvö. Guðríður útskrif- aðist úr Verslunar- skóla Islands árið 1939, og stundaði lengst af verslunarstörf. Hún var einnig félagi í Oddfellow-reglunni og Thorvaldsensfélaginu. Útför Guðríðar fór fram í kyrrþey. + Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLGRÍMS HALLGRÍMSSONAR, Túngötu 2, Grindavík, fer fram frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 9. desember kl. 14.00. Teresa Hallgrímsson, Björn Hallgrimsson, Guðný Hallgrímsdóttir, Björn Haraldsson, Mikael Hallgrímsson, Stefán Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, H ALLDÓRA JÓNA VALDIMARSDÓTTIR frá Bjargi, Garði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Garð- vangi í Garði mánudaginn 4. desember. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 9. desember kl. 14.00. Guðbjörn Ingvarsson, Sigríður Lúðvíksdóttir, Hafsteinn Ingvarsson, Hjördís Traustadóttir, Agnes Ingvarsdóttir Khoberger, Sigurður Ingvarsson, Kristfn Guðmundsdóttir, Kristjana Ingvarsdóttir, Jóhannes Ágústsson, Matthildur Ingvarsdóttir, Magnús Magnússon, Ingvar Jón Óskarsson, Karen Pétursdóttir, Einar Jón Pálsson, Hildur Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR frá Presthúsum, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laug- ardaginn 9. desember kl. 14.00. Halla Guðmundsdóttir, Eli'as Baldvinsson, Martea Guðmundsdóttir, Vignir Guðnason, Guðrún Guðmundsdóttir, Bára Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför KRISTÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Búrfelli, Grímsnesi, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 9. desember kl. 13.30. Jarðsett verður í Búrfellskirkjugarði. Guðrún Á. Halldórsdóttir, BjÓrn Jensen, Ólöf Erla Halldórsdóttir, Róbert Björnsson, Kristm Sólveig Krowl, Skúli Þór Smárason, Hjördís Davíðsdóttir, Halldór Björnsson, Benedikt Smári Skúlason, Róbert Sindri Skúlason, Gauti Gunnar Halldórsson. MEÐ ÖRFÁUM orðum vil ég kveðja mér kæra tengdamóður og ömmu drengsins míns. Ljós kær- leikans, þetta skæra ljós, tengdi okkur traustum böndum, ekki hvað síst síðustu tvö árin. Með hlýju og kærleik auðgaði hún líf okkar og sýndi þolgæði og styrk á erfiðum stundum, okkur til fyrir- myndar. Við biðjum góðan Guð að taka hana í faðminn sinn og varðveita. Ég trúi’ i Guð, þó titri hjartað veika og tárin blindi augna minna ljós, ég trúi, þótt mér trúin finnist reika og titra líkt og stormi slegin rós, ég trúi, því að allt er annars farið og ekkert, sem er mitt er lenpr til, og lífið sjálft er orðið eins og skarið svo eg sé varla handa minna skil. Ég trúi’ á Guð. Ég trúði alla stund, og tár mín hafa drukkið Herrans ljós og vökvað áftur hjartans liljulund, svo lifa skyldi þó hin bezta rós. Já, þó mér sífellt svíði dreyrug und, skal sál mín óma fram að dauðans ós: „Eg trúi“. Þó mig nísti tár og tregi, ég trúi’ á Guð og lifi, þó ég deyi. (M. Joch.) Guðrún María Óskarsdóttir og Birgir Óskar Axelsson. Allt, sem hefur upphaf, þrýtur. Allt, sem lifir, deyja hlýtur. (Kr.J.) Það er alveg sama hve oft við erum minnt á þann sannleika að dauðann fær enginn umflúið. Hann ber að með mismunandi hætti og á mismunandi tíma. Þó erum við aldrei sátt við það þegar góðir vinir hverfa sjónum okkar fyrir fullt og allt. Þessar hugrenningar fóru um hug minn við andlát Gauju, vin- konu minnar, sem mig langar til að minnast hér með fáum orðum. Þótt við höfum búið í nágrenni hvor við aðra í æsku, hófust kynni okkar ekki fyrr en við báðar hófum nám í Verzlunarskóla íslands árið 1935. í þau fjögur ár, sem við vorum saman í skólanum, bund- umst við ævarandi vináttuböndum eða allt þar til dauðann bar að garði hjá Gauju. Margs er að sjálf- sögðu að minnast frá skólaárun- um, þá var oft glens og gaman, við vorum heilsuhraustar og litum framtíðina björtum augum. Þegar skólagöngu lauk hófum við báðar störf á vinnumarkaðin- um og nutum þess, sem við höfð- um lært í skólanum. Við héldum þó áfram að hittast nær daglega. Svo hófust manndómsárin hjá okkur eins og flestum öðrum. Gauja giftist hinum ágætasta manni, Axel Sigurgeirssyni kaup- manni, og eignaðist með honum þrjá syni. Hún bjó manni sínum og fjölskyldu yndislegt heimili, sem var í öllu til fyrirmyndar. Sjálf giftist ég nokkru síðar og þó mik- ið hafi verið að gera við heimilis- störfin og uppeldi barnanna, héldu fjölskyldur okkar góðu og tíðu sambandi. Gauja missti eiginmann sinn fyrir tíu árum og breyttist þá margt í lífi hennar. Hún hafði gengist undir hjartaaðgerð nokkr- um árum áður, sem tókst í alla staði vel, og bjó við góða heilsu í nokkur ár eftir það, en þá fór að bera á veikindum hjá henni, sem ágerðust með árunum og orsökuðu að lokum lát hennar. Eg sakna Gauju mjög mikið. Varla leið sá dagur undanfarin ár að við hittumst ekki eða töluðumst við í síma. Gauja var sterkur og heilsteyptur persónuleiki, hún var fríð sýnum og góð kona í hvívetna. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orðum með því að þakka óijúfandi vináttu, sem ég mun ávallt geyma í huga mínum. Ég óska henni fararheilla í sinni lokaferð og send- um við hjónin öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ásta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.