Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 63 _ Morgunblaðið/Alfons BARNAKOR Ólafsvíkur kom fram á styrktarskemmtuninni og söng nokkur lög. Skemmtun til styrktar Flateyringum Ólafsvík. Morgunblaðið. FYRIR skömmu var haldin skemmtun til styrktar Flateyring- um í félagsheimilinu í Ólafsvík. I upphafi skemmtunar flutti sr. Friðrik Hjartar hugvekju og siðan sýndi danspar úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru nokkra dansa við góðar undirtektir áhorfenda. Tveir barnakórar sungu nokkur lög og spilaði lúðrasveit bæjarins nokkur lög undir stjórn Ians Wilk- insons. Einnig léku tvær hljóm- sveitir lög þar sem nokkrir heima- menn sungu með hljómsveitunum. Hápunktur skemmtunarinnar var þegar Bahamas-stúlkurnar, þeir Sigurður Pétursson, Sigurð- ur Garðarsson og Árni Þorgils- son, stigu fram á dansgólfið klæddir strápilsum og tóku nokk- ur létt dansspor. _ Lionsklúbbur Ölafsvíkur og Li- onsklúbburinn Rán buðu eldri borgurum úr Ólafsvík á þessa skemmtun og skemmti eldra fólk- ið sér hið besta. Um 100 manns komu fram og gáfu þeir allir sína vinnu, en húsfyllir var á skemmt- uninni eða um 500 manns. Alls söfnuðust um 302 þús. kr., sem renna til leikskólans á Flateyri. Vestfirðingar í Snæfellsbæ stóðu að þessari styrktarskemmtun. Yfirlýsing frá Kristni Gunnarssyni Ein fjöður verður að fimm hænum VEGNA fréttar á baksíðu Morgun- blaðsins síðastliðinn þriðjudag undir fyrirsögninni Sameiginlegir þing- flokksfundir óska ég að koma eftir- farandi á framfæri. í fréttinni er haft eftir Margréti Frímannsdóttur, formanni Alþýðu- bandalagsins, um sameiningu félags- hyggjuaflanna að áformað væri að stjórnarandstöðuflokkarnir héldu reglulega sameiginlega þingflokks- fundi í vetur. Ennfremur er í frétt- inni sagt að Svavar Gestsson, for- maður þingflokks Alþýðubandalags- ins, hafi haft forystu um að koma þessum fundum á. Vegna þessarar fréttar er rétt að upplýsa um stað- reyndir málsins. Fyrir nokkrum vikum gegndi ég störfum sem formaður þingflokks Alþýðubandalagsins um nokkra hríð, þar sem Svavar Gestsson var erlend- is. Á þeim tíma var samþykkt tillaga formanns Alþýðubandalagsins um að fara þess á leit við þingflokka annarra stjórnaandstöðuflokka að halda sameiginlegan fund til að ræða fjárlagafrumvarp og velferðarkerfið. Tilgangurinn er að athuga að hvaða leyti stjómarandstöðuflokkarnir geta verið samstíga í því að veija mikils- verða þætti velferðarkerfísins, sem augljóslega á að ráðast á skv. áform- um ríkisstjórnarinnar. Var mér falið ásamt formanni Alþýðubandalagsins að kanna vilja annarra stjórnarand- stöðuþingflokka til málsins og eftir að Svavar Gestsson kom til þing- starfa að nýju tók hann eðlilega við þessu máli. Hefur hann unnið að því síðan að fylgja eftir samþykkt þing- flokks Alþýðubandalagsins og mái hafa þróast þannig eftir samtöl við aðra stjórnarandstöðuflokka að lögð er áhersla á sameiginlegan tillögu- flutning við afgreiðslu fjárlaga, fremur en fundahöld þingflokkanna. Er það í góðu samræmi við venju- bundið samstarf stjórnarandstöðu á hveijum tíma, sem stillir saman strengi sína gegn slæmum áformum ríkisstjómar. Frétt Morgunblaðsins um að áformað væri að stjómarandstöðu- flokkarnir héldu í vetur reglulega sameiginlega þingflokksfundi er veruleg oftúlkun á raunveruleikanum og minnir helst á söguna góðu um fjöðrina sem varð að fímm hænum. Engir slíkir fundir eru áformaðir, enda hefur engin tillaga þar um ver- ið lögð fram, hvað þá samþykkt. Af sjálfu leiðir að Svavar Gestsson hefur ekki unnið að því að koma slíkum fundum á. Þá er rétt að upplýsa að fram kom á þingflokksfundi Alþýðu- bandalagsins í gær, miðvikudag, að rangt væri haft eftir Margréti Frí- mannsdóttur, formanni Alþýðu- bandalagsins. Hún hefði ekki látið þau orð falla sem henni em eignuð í frétt Morgunblaðsins. Þar sem ég þykist vita að Morg- unblaðið vilji hafa það sem sannara reynist vil ég koma þessari leiðrétt- ingu á framfæri. Kjarni málsins er sá að unnið er að því að samhæfa stjórnarandstöð- una við afgreiðslu fjárlaga og gæti jafnvel orðið sameiginlegur fundur þingmanna stjórnarandstöðunnar út af því tilefni. Reglubundnir sameiginlegir þing- flokksfundir eru ekki á döfínni og tillögur um samstarf stjórnarand- stöðunnar umfram það sem venjulegt má teljast eða jafnvel sameiningu stjórnmálaflokka hafa ekki komið fram. Athugasemd ritstj. Á fundi Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur 4. desember'sl. um sam- starf félagshyggjuflokkanna ræddi. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, um nauðsyn þess að stjórn- arandstöðuflokkarnir sameinuðust eða tækju upp náið samstarf. Undir lok fundarins sagði Jóhanna orðrétt: „Margrét Frímannsdóttir hefur reif- að þá hugmynd að þingflokkar t.d. haldi reglulega fundi saman, stjórnarandstöðuþingflokkar. Ég teí það ágæta byrjun í þessu máli.“ Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, tók til máls á eftir Jóhönnu og lagði áherslu á að sameining félagshyggjuflokkanna gæti aðeins gerst á löngum tíma og það þyrfti að vanda allan undirbún- ing málsins. Síðan sagði Margrét orðrétt: „Það er þegar hafið, eins og kom fram hjá Jóhönnu, það er reynd- ar formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, sem hefur forystu í því að fá þingflokka stjórnarandstöð- unnar sainan að fundarborði. Og það er verið að vinna í því.“ Þessi orð, sem eru á hljóðsnældu af fundinum sem blaðamaður Morg- unblaðsins studdist við þegar hann skrifaði fréttina, verða á engan hátt misskilin. Á fundinum var ekki minnst á að hugmyndin um sameig- inlega þingflokksfundi miðaði ein- göngu að fundum um fjárlagafrum- varpið. Þvert á móti ræddu Margrét og Jóhanna þetta í því samhengi að sameiginlegir fundir væru liður í nánara samstarfi stjórnarandstöðu- flokkanna. Morgunblaðið vísar því algerlega á bug að blaðið hafí haft rangt eftir Margréti Frímannsdóttur og stendur við fréttina. Jólakort Soropt- imistaklúbbs Kópavogs SOROPTIMISTAKLÚBBUR Kópa- vogs er útgefandi að jólakorti sem prýtt er mynd efnir Ninný, myndlist- arkonuna Jónínu Magnúsdóttur. Myndin er máluð á þessu ári. Fimm jólakort eru í hveijum pakka og er verð á pakka 400 kr. Til sölu er einn- ig lítið gjafarkort án texta með sömu mynd. Fimm kort eru í hveijum pakka sem kostar 300 kr. Orðið Soroptimisti þýðir á íslensku bestu systur en Soroptimistasamtök- in eru alþjóðlegir starfsgreinaklúb- bar kvenna sem stuðla að því að bæta heiminn og þá sérstaklega að styðja konur og börn til sjálfshjálp- ar. I alheimssamtökum Soroptimista eru 100 þúsund konur og eru þetta fjölmennustu samtök kvenna í heim- inum. Soroptimistaklúbbur Kópa- vogs, sem stofnaður var 1975, er einn af sextán klúbbum í Soroptim- istasambandi íslands. Jóla- og gjafakortin eru til sölu hjá öllum Soroptimistasystrum í Kópavogi. Súkkulaði dagatöl lions- manna 1 LJOS hefur komið misskilningur vegna merkinga á jóladagatölum með súkkulaði, sem Lionsklúbburinn Freyr og lionsklúbbar um allt land selja til að afla fjár í líknarsjóði sina. Jóladagatölin eru merkt með sér- stöku lotunúmeri framleiðenda vegna innra eftirlits. Lotunúmer jóladagatala þessa árs eru L5392 og L5393 og eru þau þannig upp byggð, að L merkir lota, 5 merkir að dagatalið er framleitt á árinu 1995, 39 merkir að það er framleitt í 39. viku ársins og síðasti stafurinn 2 eða 3 merkir dag vikunnar. Þann- ig eru jóladagatölin, sem eru af gerðinni PEA, framleidd 25. og 26. september 1995. í frétt frá Lionsklúbbnum Frey segir, að þeim lionsmönnum þyki leitt að misskilnings hafi gætt á merkingu lotunúmeranna og þeir fullvissa velunnara sína og allan þann fjölda barna, sem njóta daga- talanna, að súkkulaðið í þeim er fersk vara eins og ávallt áður. Jólakort til styrktar Iþróttasam- bandi fatlaðra FYRIRTÆKIÐ Hans Petersen hf. mun styrkja íþróttasamband fatlaðra með því að láta ákveðna upphæð af hveiju seldu jóla- korti hjá fyrir- tækinu 1995 renna til Iþrótta- sambands fatl- aðra. Auk þess mun _ fyrirtækið láta ÍF fá fílmur og framköllun að upphæð 150.000 kr. Þessi styrkur er að verðgildi um 650.000 kr. Þá mun Hans Petersen hf. selja jólakort ÍF 1995 sem sérhönnuð voru fyrir íþróttasamband fatlaðra og eru seld af aðildarfélögum ÍF um allt land. Allur ágóði af sölu þessara korta rennur til ÍF. ÍF hefur látið gera kort á hveiju ári og gefíð hveiju aðildarfé- lagi 1.000 kort. Hjá minni aðildarfé- lögum er þessi jólakortasala aðalfjár- öflun félagsins. Hönuður jólakorts ÍF 1995, „Verndarengill", er Auður Ólafsdóttir, listakona. Aðventukvöld í Villingaholts- kirkju ÞÓR Vigfússon, fyrrverandi skóla- meistari, talar á aðventukvöldi í Vill- ingaholtskirkju í kvöld, föstudags- kvöldið 8. desember, og hefst það kl. 21. Á aðventukvöldinu munu börn úr Villingaholtsskóla flytja tónlist og kórar Hraungerðis- og Villingaholts- sókna syngja undir stjórn Ólafs Sig- uijónssonar. Sveinbjörn Einarsson, guðfræðikandidat, sem nú er í starfs- þjálfun í Hraungerðisprestakalli, mun flytja aðventuhugvekju. ■ NÝLEGA var skipt um eiganda á Hárstofunni Feimu, Miklu- braut. Nýr eigandi er Ingibjörg Helgadóttir og er hún í landsliði Islands í hárskurði. Einnig hefur hafíð störf Guðrún Skúladóttir, hárgreiðslumeistari. Veitt er alhliða hárþjónusta. Mánudaga til fimmtu- daga er opið kl. 10-18 og föstu- daga kl. 9-18 og laugardaga er opið frá kl. 10-13. Fitubrennsla og líkamsrækt STÚDÍÓ Ágústu og Hrafns er um þessar mundir að gefa út 40 mín. hljóðsnældu með leiðbeiningum um hvernig hægt er að losna við líkams- fítu fyrir fullt og allt. Einnig eru leiðbeiningar fyrir byijendur, hvernig hægt er að byija þjálfun stig af stigi á skynsamlegan máta. Þetta er fyrsta hljóðsnælda sinnar tegundar á íslandi. Frá Stúdíói Ágústu og Hrafns er einnig nýkomið út glænýtt æfínga- myndband. Þetta er fjórða mynd- bandið sem Stúdíóið gefur út. Að þessu sinni er um að ræða tvö æf- ingakerfi, annars vegar þolþjálfun og æfingar með teygjurenning og hinsvegar tröppuþjálfun. Tröppu- þjálfun er orðið gífurlega vinsælt æfingakerfi á íslandi, í Bandaríkjun- um og víða í Evrópu. Vinsældir tröppuþjálfunar má rekja til þess að um er að ræða þjálfun þar sem álag á fætur er í lágmarki, sambærilegt við göngu, en þolþjálfunaráhrif á við þau sem fást með því að hlaupa. ■ VERSLANJR Ikea, Rónuss og Rúmfatalagersins verða opnar laugardaginn 9. desember frá kl. 10-22. Ymsar uppákomur verða í húsinu þann dag sem og aðra helg- ardaga í desember. Drengjakór Laugarneskirkju syngur jólalög fyrir utan verslanir kl. 13.30, gleði- ^ hljómsveitin Kósý kemur í heim- sókn milli kl. 15 og 16. í verslun lkea spila hljómlistarmenn þjóðleg jólalög víða um verslunina auk þess sem viðskiptavinir geta gætt sér á nýbökuðum piparkökum alla helg- ina. Föstudaginn 8. desember spilar Sniglabandið í beinni útsendingu á Bylgjunni fyrir utan verslanir Ikea, Bónuss og Rúmfatalagersins kl. 14-16. j ■ FÉLAGIÐ SVÖLURNAR færði Barnaspítala Hringsins ný- lega gjafir. Gjafir þessar eru tölvu- stýrður blóðþrýstingsmælir, súrefn- ismettunarmælir, myndbandstæki og sjónvarpskjár ásamt fylgihlut- um. Tæki þess munu fyrst og fremst nýtast hjartveikum bömum sem koma á Barnaspítala Hringsins til eftirlits, rannsókna og meðferð- ar. Gjafir Svalanna sem og stuðn- ingur annarra einstaklinga, félaga- samtaka og fyrirtækja eru starf- semi spítalans mikilvæg og starfs- fólki mikil hvatning. Á myndinni veitir Hróðmar Helgason barna- læknir og sérfræðingur í hjartasjúk- dómum barna gjöfunum viðtöku frá stjórn Svalanna. KÍN -leikur að læral Vinningstölur 7. des. 1995 2.5.6.10*13*21 *27 Eldri úrslit ó símsvara 568 1511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.