Morgunblaðið - 08.12.1995, Side 1

Morgunblaðið - 08.12.1995, Side 1
 i s vilja hvort sinn hvíldarstól JÓLAEPLI á borðum hjá fínni fjölskyldu í Reykjavík um aldamótin. HEIM ATILBUIÐ jólatré í baðstofu á sveitaheimili JÓLATRÉ í betri stofu í Reykjavík, Suðurgötu 7. KRAMBÚÐIN í Árbæjarsafni með hillur hlaðnar i anda jólanna. Gamla jólahaldið í Árbæjarsafni blífur enn ISLENDINGAR hafa ekki staðist bandarísku hvíldarstólana. BANDARÍSKIR hvíldarstólar eru tölu- vert áberandi í jólaauglýsingaflórunni um þessar mundir. Þótt framleiðendur séu margir eru stólarnir oft nefndir „Lazy-Boy“ eftir samnefndu fyrirtæki. Kristján Árnason eigandi húsgagnaversl- unarinnar Marco flutti upphaflega inn „Lazy-Boy“ stólana árið 1991, en beindi síðar viðskiptum sínum til annars banda- rísks húsgagnafyrirtækis „Action Lane“, sem framleiðir svipaða gerð stóla. Kristján segir „Action Lane“ stólana ekki eftirlíkingar „Lazy-Boy“, enda framleiði mörg bandarísk fyrirtæki hvíldarstóla svipaðrar gerðar. „Við ákváðum að söðla um árið 1992 og selja fremur „ Action Lane“ stólana því okkur fannst minni fyrirhöfn að stilla þá í ákjós- anlega stöðu. Þótt evrópsk húsgögn virð- ist eiga meira upp á pallborðið hjá íslend- ingum hafa þeir ekki staðist bandarísku hvíldarstólana, sem eru einstaklega þægilegir." Flestir kaupendur yfir fertugt Þægindin segir Kristján einkum felast í mjúkri bólstrun og auðveldri stillingu. Með einu handtaki sé baki stólsins hallað og renni þá fram fótskemill. „Frá því við hófum innflutning stólanna höfum við selt hátt á annað þúsund stykki og eftirspurn er alltaf að aukast. Miðað við söluna undanfarið geri ég ráð fyrir að selja 100 stóla til viðbótar fyrir jólin. Kaupendur eru á öllum aldri, en þó flest- ir yfir fertugt; fólk sem leggur mikið upp úr að láta sér líða vel heima hjá sér. Núna er ekki lengur talað um hús- bóndastól og hjón kaupa oft tvo stóla.“ „Action Lane“ hvíldarstólarnir fást í mörgum gerðum og með mismunandi áklæði og mynstri. Verðið er frá 29.400- 68.800 kr., en Kristján segir ódýrustu stólana með tauáklæði, minni grind og ófullkomnari skemli en þá sem dýrari eru. Daglegt líf leitaði upplýsinga um „Lazy-Boy“ hvíldarstólana hjá verslun- arsfjóra Húsgagnahallarinnar. Engar upplýsingar fengust um söluna, en verðið er frá 31.900- 112.000. ■ JÓLIN fyrir sigur ljósaperunnar voru hátíð ljóssins í orðsins fyllstu merk- ingu. Allir fengu heimatilbúið kerti á jólunum sem tendruð voru og lýstu upp hvern krók og kima í annars dimmum hýbýlum manna. Kertin voru steypt úr tólg og eitt þeirra var með þremur örmum, kall- að kóngakerti og táknaði vitringana þrjá. Það var látið loga alla jólanótt- ina. Jólakerti, spil, nýir skór og flík fullnægðu þörfum-manna á síðustu öld, því jólin voru um helgihald og soðið hangikjöt. Jólailmur kyrrði sál og róaði hugann eftir erfíði vikunnar á undan sem kölluð var stauravika vegna þess að vinnuálagið var svo mikið að vökustaurar voru notaðir. Brauð voru sjaldgæf fyrir alda- mótin en á jólum var heimilisfólkinu boðið upp á laufabrauð, flatbrauð, lummur og kleinur. Það hefur alltaf verið puð og púl að halda gleðileg jól og eldhúsið var ekki upp á marga fiska í gamla daga, og þó! Það voru kolavélar og hangandi pottar yfir glóðum. Jólatré úr kústskaftl Það eru jól í Árbæjarsafni í Reykjavík á sunnudögum í desember og þar er hægt að öðlast innsýn í jólahald að gömlum sið. Sigríður Ólafsdóttir safnvörður sýningar- deildar opnar dyr að húsi sem nefnt er Suðurgata 7. Það er búið líkt og hátíð væri að ganga í garð hjá heldri fjölskyldu í Reykjavík í aldarbyrjun. Epli í skál, smákökur á borðum og uppi á lofti stendur lítið jólatré skreytt kertum og kúlum. Morgunblaðið/Ásdls RJÚKANDI nýjar smákökur, beint úr kolaeldavélinni. Jólatré í stofu þekktust í Þýska- landi í lok 16. aldar, bárust þaðan ti! Danmerkur og loks til Islands í lok 19 aldar. Trén voru oft heimatil- búin, vafín lyngi eða eini og á þeim hengu gjaman pappírspokar með sætindum. Ef illa fór og logi kert- anna kveikti í trjánum stóð fata full af sandi við hliðina. Jólatré gat líka verið kústskaft og ef snjór huldi allt lyng var notast við pappír í staðinn, ef hann var á annað borð til. Einnig þekktust gervi- jólatré og er eitt slíkt í gamla Árbæj- arhúsinu. Sunnudagana 10. og 17. desember eftir hádegi verða tröll frá liðnum tíma í Árbæjarsafni; Grýla og Lepp- alúði, og hugsanalega jólasveinar þann 17. til að hrekkja heimilisfólk sem situr við tóvinnu og skógerð og vonar að það fari ekki í jólaköttinn. Grýla í góða skapinu Það hljómar undarlega en jóla- hyski Grýlu lofar víst söng og dans kringum jólatré núna á sunnudaginn og gestum verður boðið að bragða soðið hangikjöt ásamt flat- og rúgbrauði. Margt annað verður um að vera, ætlað börnum og fullorðnum. Krambúðin í Árbæj- arsafni geymir marg- víslegar vörur, en í stíkar búðir fór sveita- fólk og keypti rúsínur til jóla, krydd, engifer, negul, te og jafnvel kaffi. Sigríður Ólafs- dóttir man eftir að hafa lesið frásögn manns sem skýrði frá að árið 1880 hafi hann 7 ára gamall fengið heitt kaffí á jólunum en það var fágætt á þeim tíma. Sunnudaginn 17. des- ember ætlar kór Ártúns- skóla að syngja jólalög og ekta jólatrésskemmt- un verður við dynjandi harmóníkuleik á kom- húsloftinu. Samt verður kyrrð jólanna að gömlum sið í fyrir- rúmi á safninu. ■ Hjónin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.