Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 2
 2 B FÖSTÚDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ •1 DAGLEGT LIF P > ■V ■ OGRE er ljótur og gráðugur. Hann berst með sverum trékylfum og honum þykja álfar og dvergar gómsætir. Hann er fremur heimskur og þjónar valdamiklu skrímsli. Mottóið hans er: „Ég krem þig eins og ávöxt.“ Ogre er óvættur í spunaspilinu Drekar og dýflissur. Hann er skrímsli og það gefur stig að bera sigurorð af honum. Hér verður rýnt í þennan vinsæla leik sem kallast role play á ensku og hefur orð á sér fyrir að vera bæði þroskandi og hættulegur, jafnvel djöfullegur. Andi Tolklens svífur yfir vötnunum Æskan þekkir spunaspil, einnig kallað hlutverkaspil, en þijátíu og fimm ára og eldri þekkja hvorki haus né sporð á því. Yngri kynslóð- inni fínnst það líkt og að vita ekki hvað skák eða brids er. Spilið er óvenjulegt vegna þess að persónur þess þroskast og þróast en geta misst lífið. Það er einskonar leikl- ist hugans eða bókmenntir með spennandi atburðarás. Innlifunar- hæfileikinn er aðalsmerki góðra spilara, en spilið knýr á um sköp- unargáfu og rökhugsun. Það sem til þarf er tilbúinn heimur, listi yfir óvættir og aðal- söguhetjur. Heimurinn er oftast eins og fantasía með skrímslum eins og varúlfum, snákum, beina- grindum, drekum, tröllum og leð- urblökum, líkur veröld Tolkiens. Söguhetjurnar geta verið af ýms- um toga; álfakyni, dverga, manna, galdra o.s.frv. Þær hafa mismunandi hæfileika, sumar eru sterkar bardaga- hetjur, aðrar beita gáf- unum. OGRE. Spilarar geta verið margir en stjórnandinn eða sögumaðurinn er aðeins einn og þarf að búa sig vel undir ævintýrið. Hann velur heim- inn, býr til fléttuna og þekkir skrímslin sem hann ætlar að nota til að hrella spilara. Hann skapar aðstæður og spyr keppendur: Hvað viljið þið gera?“ Hér er dæmi: Dyr opnast fyrir aug- um ykkar inn í stórt herbergi og Ijósakróna fellur í gólfið og þúsund glerbrot þeytast í allar áttir. Andartak sjáið þið veru sem klifrar upp einn af stigunum upp sótuga veggina og hverfur innum stórt op á herbergisloftinu. Orðið „dulakk“ bergmálar fyrir ofan ykkur er þið stígið inn í herbergið. Þið heyrið í trampandi verum á loftinu og skrímsli, nefnd orkar, taka að falla niður um opið, öskrandi heróp. „Hvað viljið þið gera?“ spyr svo stjómandinn. Þegar hér er komið sögu verða leikendur að taka ákvörðun um viðbrögð og síðan er sérstökum teningum kastað til að kanna hvernig til tekst. Leikurinn nær tökum á spilurunurh og hann get- ur staðið klukkustundum saman. Það er enginn sem sigrar heldur öðlast persónur leiksins reynslu og hækka eða lækka í stigum. Tímabundinn flóttl frá raunveruleikanum Spunaspilið er vinsælast meðal unglinga frá T3 til 20 ára en á þessum árum er spilað grimmt, aðallega þó drengir. Eldri spilarar eða frá 20 til 35 ára taka spilið öðmm tökum. Friðrik Skúlason tölvufræðingur er einn þeirra en hann byijaði að spila fyrir Sinner siður í landi hverju OC SJÖTÍU og sjö ár eru liðin síð- 2? an kaþólska kirkjan mæltist til 2 að látið yrði af ströngu mein- %/% lætalífi á aðventu. Mánuðurinn fyrir jól hafði áður ef vel átti að vera liðið án lystisemda á borð við kjöt og feitan fisk, smjör og ost, leiki og dans, daður og kynlíf. Tveir dagar fyrir hátíðina voru reyndar látnir duga nokkru áður en látið var af þessu formi iðrunar og yfirbótar. Að minnsta kosti á þetta við um Frakk- iand, þar sem aðventan er áfram tími undirbúnings, stundum siðferði- legs, oftar veraldlegs. Þetta þekkja flestir og geta kannski vitnað um að föndur og bakstur og kortaskrif þjóna líka huglægum tilgangi, róa og gleðja. Aðventusiðir varpa birtu á stofur, af kertum og ljósum prýddum kröns- um, fylla híbýli af mandarínulykt og fá þá sem ekki mæðast of mikið til að hlakka til. Strax í desember- byijun er komu heilags Nikulásar beðið með eftirvæntingu í Frakk- landi norðan og austantil og sérstak- lega í Elsass. Þessi rausnarlegi vemdari minni máttar og meirihátt- ar, skólabarna og betlara, kaup- manna og lögfræðinga, kemur ýmist 5. eða 6. desember að kvöldlagi. Hann færir bömum gjafír og hefur stundum til fylgilags Svipukarlinn, Pére Fouettard, sem er svartur og ljótur og hættulegur lötum krökkum. Samkrull þessara ólíku karaktera skýrist best á því að Nikulás veit hve mikilfengleg góðvild hans og gæska virðist í návist Svipukarlsins. Hegðunarskýrsla handa Nlkulási og Svipukarli Frönsk börn setja skó eða stígvél framan við útidyrnar kvöldið sem Nikuiásar er vænst. Oft láta þau eitthvert smáræði fylgja í þakklætis- skyni,' sérstaklega í héraðinu Lorra- ine, þar sem Nikulás nýtur mikillar hylli. í skóna kemur síðan sælgæti eða ávextir og kannski lítill Nikulás úr bakaríinu. Þýsk böm láta gjama gulrætur og kál undir strompinn handa ösnum sem draga fljúgandi gjafasleða Nikulásar og vonast til að sleppa undan svipuhöggum félag- ans, sem þau kalla ýmist Ruprecht, Hans Krapp, Krampuss eða Pelznic- kel. Austurrískir krakkar skrifa lista handa körlunum tveimur yfir góðar og vondar gerðir frá liðnu ári, belg- ísk börn telja að Nikulás sigli frá Austurlöndum á skipi hlöðnu appels- ínum og hollenskir krakkar segja að hann komi á dýrum báti frá Spáni, með bókhald um hegðun allra barna. Jólasveinninn vinsælastur Spunaspil til lífs eða dauða DVERGUR. Hver vill vera hann? Heilagur Nikulás kvað fæddur árið 271 í Patras í Grikklandi, en minna er vitað um uppruna yngri starfsbróður hans, jólasveinsins. Þó er hann langtum vinsælli í Frakk- landi og gjafirnar öllu stærri en Nikulásar. Jólasveinninn eða Pére Noél hefur síðan snemma á öldinni heimsótt frönsk heimili á jólanótt eða í seinni tíð á aðfangadagskvöld. Hann er sagður af engilsaxneskum uppmna og mun hafa komið til Par- ísar frá Ameríku. Orðstír hans barst fljótt út fyrir höfuðborgina, kaþó- likkar, mótmælendur og trúlausir tóku honum fagnandi, en áður hafði hver sinn sið. Jesúbarnið gaf ka- þólskum börnum víða jólagjafir og Tante Arié, Trottevieille og Chrisk- indl rausnuðust, hver í sinni sveit. Paradísartré og flelra grænt Aður fyrr gat búningur jólasveins- ins verið úr bjarnarskinni, en nú teikna franskir krakkar rauðklædd- an karl með húfu og hvítt skegg. Jakki ameríska jólasveinsins er síður KALKÚNAFULL kjötbúð í París í desember 1925. með hvítum ieggingum og gríðar- mikil kápa hlýjar þeim enska. í Frakklandi tíðkaðist lengi vel að börn settu skóna sína framan við arininn á aðfangadagskvöld og kæmu að þeim fullum af gjöfum jólasveinsins á jóladagsmorgun. Nú er algengara að pakkarnir séu settir undir jólatréð og opnaðir strax að kvöldi þess 24. Eftir sem áður segir sagan að jólasveinn- inn komi niður um stromp- inn, losi sig við gjafirnar og gæði sér, áður en hann heldur áfram ferð sinni, á kökum eða öðru góðgæti sem sjálf- sagt þykir að hafa handa honum. Frá miðöldum hefur jólatréð tvenns konar trúarlega merkingu. Það ber birtu hátíðarinnar og minnir á tréð í Paradís. Frakkar segja jóla- tréshefðina upprunna í Elsass og skjalfest var árið 1521 í Sélestat að skógarvörðum væri heimilt að höggva lítil grenitré fyrir jólin. Bók skrifuð í Strassborg 1605 geymir elstu frásögnina af tréskrauti; pappírsrós- um, eplum og lituðum oblátum. Seinna á 17. öld munu gjafir hafa verið hengdar á jólatré; ávextir, kökur og leikföng; en kerti á tijánum eru nýrri upp- finning. Snemma á þess- ari öld var algengt að hengja á trén hnetur í silf- urpappír, baunalengjur og harðsoðin egg í rauðum klút. Nú eru trén skreytt líkt og á íslandi með kúlum, rafmagnsljósum og stjörnu. Fleiri grænar greinar skreyta Föndur og bakstur og kortaskrif þjóna líka huglægum til- gangi, róa og gleója.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.