Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKARTGRIPIR Richard Valtingojer og Sólrún Friðriksdóttir ÞÓTT málin hafí þróast á annan veg hugðist Austurríkismaðurinn Ric- hard Valtingojer, nýútskrifaður frá listaakademíunni í Vínarborg, ekki vinna að listsköpun þegar hann kom hingað fyrst fyrir 35 árum. Hann ætlaði bara á sjóinn, öðlast reynslu, þekkingu og víðsýni og halda síðan heim aftur. „Eg ætlaði, tímabundið, að feta í fótspor frænda míns, sem sigldi á frögturum um öll heimsins höf og hafði frá mörgu að segja. Sem drengur hlustaði ég hugfanginn á ævintýrin. Eftir tvö ár á bátum og togurum ílentist ég hér, vann í lausamennsku fyrir auglýsingastof- ur og við eitt og annað tengt myndlist. Eg var eiginlega orðinn hálfgerður íslendingur þegar ég kynntist eiginkonunni árið 1977,“ segir Ric- hard. Brætt gler og fJörusteinar Eiginkonan, Sólrún Friðriksdóttir, er textíllistamaður og saman hanna þau og smíða skartgripi úr bræddu gleri og slípuðum fjörusteinum. Þau reka galleríið Snærós á Stöðvarfírði, þar sem þau selja og sýna textíl, mál- verk, grafík, silfurskúlptúra og ýmsa' handgerða muni auk skartgripanna. Jafnframt starfa þau sem mynd- menntakennarar; hún við grunnskól- ann á Stöðvarfírði, hann við Mynd- lista- og handíðaskólann. Böm þeirra, K|iri Snær, 14 ára, og Rósa 12 ára, láta ekki sitt eftir liggja og framleiða ýmsa muni, sem seldir eru í galleríinu. Rósa fléttar vinabönd af mikilli leikni og býr til litla leirfugla, en Kári Snær er aðallega í tréútskurði. Skartgripagerð er aukabúgrein hjá þeim hjónum. Fjörusteinana tína þau á Snæfellsnesi og við Þvottárskriður, milli Djúpavogs og Homaijarðar. Morgunblaðið/Albert Kemp FJÖLSKYLDAN í Galleríi Snærós á Stöðv- arfirði. F.v. Richard Valtingojer, Sólrún Friðriks- dóttir, Rósa og Kári Snær. TRÚLEGA hefur íslensk handverkshefð rofnað töluvert í kjöl- far aukinnar velmegunar eftirstríðsáranna. Landinn varð ginnkeyptur fyrir útlenskum, fjöldaframleiddum vörum, sem komu á markaðinn í stórum stíl, og mörgum þótti íslensk framleiðsla lítt spennandi. Úrvalið af munum framleiddum úr íslensku hráefni var ekki beysið, enda eftirspurn lítil. Mlnjagripir um land og þjóð voru oft og einatt af asískum uppruna og minntu um fátt á ísland. Þrátt fyrir að úrval útlenskrar f ramléiðslu fari síst þverr- andi í verslunum, virðist áhugi á íslenskum listmunum fara vaxandi. Listamenn og handverksfólk um land ailt hefur í auknum mæli nýtt sér íslenskt hráefni, t.d. ull, tré, fiskroð, bein og steina, og hannað og búið til gripi sem margir eru „Áður smíðuðum við aðallega úr jaspis og ópal, sem eru hálfeðalsteinar, og mikið er af hér fyrir austan, bæði í fjörunni og upp til fjalla. Ándesitsteinamir eru mun eftirsóttari, enda fágætari. Utlendingar heillast fremur af skart- gripum úr andesit en jaspis og ópal. Þeim fínnst slíkir gripir óvenjulegir og táknrænir minja- gripir frá íslandi. Andesitsteinarnir eru kol- svartir, slípaðir frá náttúrunnar hendi og þá þarf einungis að pólera í slípitrommu til að fá skemmtilega áferð.“ íslenskthandverk f sókn Verkaskipting er ótvíræð við gerð glerskart- gripanna. Sólrún bræðir þar til gert gler í mis- munandi litum í keramikofni, mótar það í hálsmen, eyrnalokka og nælur, en Richard smíðar silfurumgjörðina. Richard segir að íslenskt handverk sé í örri þróun og með hagkvæmri markaðssetningu gætu margir efalítið haft lifibrauð af Iistinni. „Ef við ætlum að hásla okkur völl utan land- steinanna ættum við að leggja höfuðáherslu á hráefni úr íslenskri náttúm. Þær auðlindir bjóða upp á ótal möguleika í gerð listmuna." ■ Morgunblaðið/Kristinn Gríma Éik Kóradóttir GRIMA Eik Káradóttir Morgnnblaðið/Ásdís FRÁ bamsaldri hefur Gríma Eik Káradóttir safnað alls kyns dóti, sem flestir telja einskis nýtt. Úr ólíklegustu hlutum föndr- aði hún, saumaði og skreytti, svo úr urðu gagnlegir gripir, sem vinir og vandamenn fengu í afmælis- og jólagjafir. Gríma Eik lauk námi í textíldeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1990, en hafði áður verið í Myndlist- arskóla Akureyrar samfara námi í MA. Hugurinn stóð til frekara náms í nytjalist í Edinborg, en fjárhagurinn var bágborinn og kennsla í grann- skóla Keflavíkur tók við næstu fjög- ur árin. „Þann tíma hafði ég litla orku afgangs til að sinna hugðarefninu. Ég sýslaði svolítið við að búa til gjafakassa úr 3 mm bókbandspappa. Fyrir ári, þegar var ég stödd í Kassa- gerðinni til að verða mér úti um pappa, sá ég auglýsingu um pappahólka til sölu. Inn- fluttur pappír kemur vafinn upp á slíka hólka, sem eru misstórir. Þeir stærstu, sem era um 32 cm í þvermál, eru oft notaðir sem steypu- mót í undirstöður fyrir sólpalla, en öðrum er fleygt. Mér fannst efniviðurinn spennandi og hugmyndirnar þróuðust smám saman.“ Áferöin eins og gamalt leður Fyrsta skerfið var að fínna hentuga litun- araðferð. Með því að lita öskjurnar með 2-3 vatnsuppleysanlegum krítarlitum, bleyta þær síðan upp, þurrka, pússa og lakka, var Gríma Eik ánægð með áferðina, sem minnir svolítið á gamalt leður. Ýmis smáatriði til að heildar- útlitið yrði ásættanlegt þróaði hún eitt af öðra, t.d. festingar og bönd. Gríma Eik segir að í sér blundi listamann- seðli og meðfædd hagsýni. Vegna síðar- nefnda eiginleikans hóf hún nám í bóka- safns- og upplýsingafræðum við HÍ. „Slíkt nám gagnast vel í tengslum við listir og ég gæti vel hugsað mér að starfa á listasafni í framtíðinni." Gríma Eik telur að gífurleg álagning smá- sala sé þrándur í götu handverksfólks. „Smá- salinn er yfirleitt með varninginn í umboðs- sölu og tekur því enga áhættu, skapar bara skjólið. Álagningin er sums staðar allt að 100-120% og því er nánast ógerlegt að fram- leiða grip sem er undir 700-1.000 kr, en þeirri upphæð er venjulegur bandarískur ferðamaður sagður veija í minjagrip.“ Þótt Gríma Eik fái hráefnið ókeypis segir hún að mikil vinna sé fólgin í gerð askjanna og litirnir séu dýrir. Oskjurnar segir hún notaðar fyrir alla mögulega hluti; skartgripi, saumadót, krydd, te og sitthvað fleira. Hún er spennt fyrir samstarfi við aðra listamenn, enda geti öskjurnar verið handhægar umbúð- ir undir ýmsa listmuni. Askja og egg „Ég hef hannað öskjur fyrir gullsmið og arkitekt. Arkitektinn hrinti þeirri hugmynd sinni í framkvæmd að selja blásuð, hreinsuð bjargfuglsegg frá Grímsey sem minjagripi. Ég hannaði öskju með gegnsæju loki. í henni var miði með helstu upplýsingum um Gríms- ey og fuglinn. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og einnig var gaman að hanna öskj- ur undir grófgerða skartgripi Ófeigs gull- smiðs.“ . Gríma Eik kom öskjunum á framfæri á sérstakri handverkshelgi í Kolaportinu í fyrra, síðan sýndi hún í Söðlakoti og Galjerí Umbru. Öskjurnar voru líka valdar á nor- ræna farándsýningu, sem verður hér á landi í mars. Hún segist stolt af að þær hafa flokk- ast þar í svokallaðan endurvinnsluhóp, því íslendingar séu ekki þekktir af að standa sig vel í þeim efnum. „Hróður minn hefur að öðra leyti ekki borist út fyrir landsteinana, nema ameríska frúin, sem stal einni öskjunni á sýningu í Bókasafni Keflavíkur, hafi munað eftir að taka nafnspjaldið mitt með.“ ■ PAPPAOSKJUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.