Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ var fyrst gefín Lúðvík sjöunda, en eftir að hún varð drottning FERÐALÖG Bordeaux í Frakklandi hefur upp á mikið að bjóða. Þekktust er hún fyrir vínin, en margt annað má sækja þang- Vínrækt og margt f leira að. Hjörtur Gíslason var í Bordeaux á dögun- um og kynnti sé hvað þar var helzt að fínna. B , ORGIN Bordeaux við suð- vesturströnd Frakklands er íslendingum líklega kunnust fyrir vínin, sem kennd eru við borgina og unnin í héruðunum umhverfís hana. Bordeaux hefur upp á fleira að bjóða, þó að hún virðist ekkert sérlega ferðamannavæn við fyrstu sýn. Þar eiga menning og list- ir upp á pallborðið og leiksýningar og tónleikar skipa stóran sess meðal borgarbúa. Söfn eru líka mörg í borg- inni auk merkra bygginga, kirkna og kastala. Þá spila Bordeaux-búar skemmtilegan fótbolta, þó ekki séu þeir ofarlega í frönsku úrvalsdeild- inni. Oift til Englands Bordeaux á sér langa og merkilega sögu. Nafnið merkir í raun vatns- borðið, en borgin hefur einnig verið kölluð Mánahöfnin. Hún stendur við ána Garonne og elzta nafn hennar er reyndar Burdigala. Hún er talin stofnuð á þriðju öld fyrir Krist af gotum, en Rómveijar tóku borgina og réðu henni frá dögum Cesars og fram eftir öldum. Vandalar réðust á borgina árið 409 og síðan tóku við miklir óróatímar. Meðal annars réð- ust víkingar á borgina og lögðu hana í rúst árið 848. Síðar komst borgin undir yfírráð franskra höfðingja. Árið 1137 var krónprinsessa þeirra, Eleanor af Aquitaníu, gefín tilvonandi konungi Frakka, Lúðvík sjöunda. Það var óhamingjusamt hjónaband, sem lauk með skilnaði og var Eleanor þá gefín Henry Plantagenet, sem varð kon- ungur yfír Englandi 1154. Þar með komst Bordeaux undir yfirráð Breta og réðu þeir borginni í 300 ár. Við lok Hundrað ára stríðsins komst borgin loks undir yfirráð Frakka og hefur svo verið síðan. Það var strax árið 50, sem fyrsti vínviðurinn var gróðursettur við borgina og alla tíð síðan hafa Borde- aux vínin verið þekkt um hinn vest- ræna heim og verið uppistaða vel- megunar borgarinnar. Árið 1225 skilaði vínið 95% viðskiptahagnaðar borgarinnar og undir stjóm Englend- inga dafnaði vínræktin og náði út- Á ÚTIMARKAÐI við ána Garonne kennir ýmissa grasa. Þar er m.a. seld þurrkuð skinka, sem þyk- ir ómissandi á matarborðið, þegar líður að jólum. Morgunblaðið/HG KLUKKUTURN dómkirkju heilags Andréss er tilkomumik- ill og alveg þess virði að paufast upp nær endalausann hringstigann og njóta útsýnisins, þegar upp er komið. flutningur vína þvílíku magni, þegar árið 1307, að metið frá því ári varð ekki slegið fyrr en árið 1950. Saltfiskur og sögufrægar byggingar Bordeaux var lífleg hafnarborg og var meðal annars stunduð blómleg útgerð þaðan á miðöldum. Bátar frá “Mánahöfn" stunduðu til dæmis þorskveiðar við Nýfundnaland allt frá árinu 1517 og fram á síðustu öld og færðu þeir margan saltfískinn heim í hérað. Enda drekka menn rauðvín með saltfíski á þessum slóð- um og þykir hinn bezti viðgjömingur. Mikið er af sögufrægum bygging- um í Bordeaux og af nægu að taka, sé farið í slíkar skoðunarferðir. Und- irritaður brá sér til dæmis í dóm- kirkju heilags Andréss. Hún var upp- haflega byggð undir lok_ 11. aldar og meðal annars messaði Úrban ann- ar páfi í henni árið 1096. Ennþá stendur eftir af þeirri byggingu hluti veggjar. Það var í þessari kirkju sem Eleanor af Aauitaníu Englands lagði hún mikið fé í bygg inguna, sem var reist í fjölmörgun áföngum áður en hún náði núveranc mynd. Kirkjuskipið er geysi tilkomu mikið enda hátt til lofts og vítt t veggja og skreytingar á kaþólsk vísu, þar sem hinir ýmsu dýrlinga eiga sér einskonar vistarverur Klukkutuminn stendur sér og e geysihár. Upp hann liggur þröngu hringstigi og er ekki laust við a maður blási úr nös, þegar upp e komið, líklega langleiðina í 10( metra; en útsýnið yfír borgina e þess virði. En svo hátíðleikanum sé sleppt e bezt að koma sér aftur niður á jörð ina og njóta þeirra lystisemda, sen boðið er upp á í mat og drykk. Verð lag á þessum nauðsynjum er allm iklu lægra en hér heima á íslandi oj í nágrenni kirkjunnar var lítill, yfír lætislaus matsölustaður, þar sen hægt var að fá þjóðarrétt héraðsim steikt andalæri með kartöflum steiktum í anda- fítu. Matarkostnaður flugfélaga er mikill og erfitt er að gera farþegum til hæfis Bragöskyniö ööruvísi í lofti en á láöi „MARTRÖÐ flugfélaga“ segir Fin- ancial Times um gríðarlegan matar- kostnað félaganna og upplýsir að flugfélög heimsins tilreiði samtals meira en 700 milljónir máltíða á ári og heildarkostnaðurinn sé 5,1 millj- arður sterlingspunda, eða jafnvirði um 510 milljarða íslenskra króna. Upphæðin þykir svimandi há, sér- staklega með tilliti til þess hve erf- itt er að gera farþegum til hæfís og flugvélamatur er vandmeðfarinn. „Enginn ætti að búast við gómsæt- um réttum um borð í flugvélum," segir yfírbrytinn hjá British Airway, en félagið ver árlega jafnvirði tæpra 37 milljarða íslenskra króna í mat fyrir farþega. Undanfarið hefur British Airway varið miklum íjár- munum í tilraunir með nýja mat- reiðslutækni og nýja rétti. Leitað var liðsinnis frægra matreiðslumeistara, sem ekki höfðu árangur sem erfíði því undantekningarlaust þótti mat- urinn verri í lofti en á láði. Þurrt loft og allskonar vandamál Sagt er að varla sé á færi fær- ustu meistara í matargerðarlist að framreiða gómsæta máltíð til neyslu í flugvélum í þrjátíu þúsund feta hæð á 950 km hraða á kluk.ku- stund. Ástæðurnar eru af ýmsum toga. Vinnsluferlið er óhentugt því matinn verður að elda og tilreiða á bakka á jörðu niðri áður en honum er komið fyrir í flutningsvagna, sem flytja hann í flugvélamar. Þurrt loft er stóra vandamálið og talið eiga mikinn þátt í að leika matinn grátt, eða grænt ef því er að skipta því spæld egg verða oft græn í háloftunum. Þar getur fyrsta flokks hráefni ekki tryggt gæðin. Skortur á tækja búnaði um borð er líka þrándur í götu, t.d. m; ekki nota örbylgjuofn því örbylgjur trufla fjar- skiptasamband. Plastbor aður þykir ekki gera matinn gimilegan, en hann er nauð- synlegur vegna plássleysis og þyngdartakmarkana. Flugfreyjur, sem ekki em fag- lærðar þjónustustúlkur, verða að hita matinn og bera fram við ófullkomnar aðstæður. Um leið þurfa þær að liðsinna farþegum á ýmsa lund og gæta þess að matur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.