Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAÖUR 8. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ____________________________FERÐALÖG Þýskt fjölmiðlafólk ó íslandi um óramótin Lystisemdir norðaustur- hornsins kannaðar HÓPUR þýsks fjölmiðlafólks eyðir næstu áramótum á norðausturhorni íslands frá Kelduhverfí að Vopna- firði. Það er Miðnætursólarhringur- inn sem hefur veg og vanda af komu fjölmiðlafólksins, en þetta sérkennilega heiti hefur hópur fólks á þessu landssvæði sem hefur að markmiði að auka og efla ferða- þjónustu á svæðinu. „Þýskaland varð fýrir valinu vegna þess að stærsti hópur ferða- manna sem kemur til Islands er þaðan. Það er af nógu að taka þann- ig að það er raunhæft að reyna að fjölga þýskum ferðamönnum hér á landi. Við treystum líka á að um- fjöllum í kjölfar heimsóknarinnar fái dreifingu í þýskumælandi svæð- um í kringum Þýskaland.“ segir Sigríður Dóra Sverrisdóttir, einn aðstandenda Miðnætursólarhrings- ins. Fjölmiðlafólkið sem kemur hing- að vinnur fyrir blöðin Die Zeit, Die Welt og Siiddeutsche Zeitung, þýska ríkisútvarpið NDR, sem er stærsta útvarpsstöðin í Þýskalandi og næststærstu útvarpsstöðina; WDR auk BBC World Service. I hópnum er blaðamaðurinn Klaus D. Francke ljósmyndari sem vinnur fyrir Geo og Die Woche. Hann hef- ur gert þijár bækur um ísland, en hefur að sögn Sigríðar aldrei komið til landsins að vetrarlagi og aldrei í þennan landshluta. „Það var Ar- htúr B. Bollason sem setti þennan hóp saman fyrir okkur en hann hefur unnið mjög gott starf varð- ahdi tengslin við Þjóðverja," segir Sigríður. Miðnætursólarhringurinn er í samstarfí við sveitarfélög á norð- austurhorninu sem að sögn Sigríðar hafa stutt við bakið á þeim í þessu verkefni. Eins hafi ferðamálafull- trúi Norður Þingeyginga, Þórður Höskuldsson, hjálpað mikið til. Mið- nætursólarhringurinn hefur líka fengið styrk frá samgönguráðu- neytinu vegna komu þýska hópsins, auk þess sem Flugleiðir koma inn í dæmið. Þá liggur inni umsókn um styrk frá Byggðastofnun, en svar hefur ekki enn borist þaðan. „Við höfum mikinn áhuga á að fá til liðs við okkur aðila sem vegna tengsla við Þýskaland eða þetta landssvæði hafa hag af því að koma inn í þessa vinnu með einhverjum hætti,“ segir Sigríður. Unnfð úr því sem fyrir er fjóðveijarnir koma til landsins 30. desember og fara aftur 5. jan- úar. Að sögn Sigríðar er dagskráin tilbúin í grófum dráttum. „Þetta fólk á í raun að koma inn í okkar daglega líf hér. Við ætlum að kynna það sem við höfum uppá að bjóða á hveijum stað, það á ekki að búa neitt til sem ekki er til staðar. Það er heldur engu lofað enda ræðst margt af veðrinu á þessum árs- tíma.“ Ætlunin er að fólkið stoppi um sólarhring á hveijum svæði. Fyrst í Mývatnssveit og þaðan verður farið niður á Vopnafjörð þar sem villibráð verður kynnt og dvalið yfir áramótin. Á Bakkafirði er það saltfiskurinn og á Þórshöfn lamba- kjötið. Svo verður kíkt á Gunnars- ÞÝSKI fjölmiðlahópurinn sem verður á ferð um norðausturhorn landsins í kringum áramótin verður á Bakkafirði á nýársdags- kvöld þar sem ætlunin er að snæða salfisk. staði í Þistilfirði á fengitíma í fjár- húsum og íslenski hesturinn skoð- aður í vetrarbúningi. Á Raufarhöfn verður ferskfiskurinn kynntur, smábátaútgerð og kíkt út á Mel- rakkasléttu. Á Kópaskeri er það síðan bleikjueldið og rækjuvinnsl- an. „Þar ætlum við líka að kíkja á menntanetið," segir Sigríður. „Við höfum gaman af því að geta sýnt þessum fjölmiðlafólki að mennta- netið er upprunnið á svona litlum stað í norðri." „Það er fleira á dagskránni, það verður reynt að fara á snjósleða, í dorgveiði og sundlaugarferð. Von- andi fær fólkið að sjá norðurljósin, við ætlum í jólaboð að íslenskum sið og margt fleira er á döfinni. Við viljum kynna fýrir fólki það sem við höfum upp á að bjóða á hveijum árstíma. í mars hefst til dæmis grásleppuveiðin og þá er hægt að skreppa með trillukörlum á grá- sleppu. í maí bætist við sauðburður og fjölskrúðugt fuglalíf og bjartasti tíminn er í júní. I júlí er besta veðr- ið og þá er mikið um ýmsa menning- arviðburði á svæðinu, í ágúst hefj- ast hreindýraveiðar fyrir austan Vopnafjörð og svo taka göngur við, slátrun og önnur haustvinna. Þá er líka náttúran í sínu fallegum haust- litum.“ ■ Ný vegahandbók á ensku og þýsku ÍSLENSKA vegahandbókin sem gefín var út síðasta vor í nýrri og breyttri mynd verður frá næsta vori fáanleg á ensku og þýsku. Að sögn Örlygs Hálfdanarsonar, rit- stjóra bókarinnar, stendur undir- búningur nú yfír af fullum krafti, en erlendu útgáfunum verður breytt á sama hátt og þeirri íslensku. „Hér er um að ræða gjörbreytta bók og breytingamar hafa þótt tak- ast vel. Það voru prentuð 8.000 eintök af íslensku útgáfunni síðast- liðið vor og þau seldust upp á sex vikum,“ sagði Örlygur, en bókin kemur aftur á markað næsta vor með ensku og þýsku útgáfunum. Örlygur sagði ennfremur að með ensku og þýsku útgáfunum fylgdi bókarauki með upplýsingum um land og þjóð. Þar verður íslandssag- an rakin í hnotskum, íslensk sér- kenni og mannanafnahefð, merking íslenskra staðamafna, sérkenni náttúrunnar og reglugerðir sem varða ferðamenn. Eins verða upp- lýsingar um íslenska hestinn, frí- daga, hátíðir, gistimöguleika og fleira. „Við ætlum ekki að bíða eftir því að fólkið komi til okkar, við munum fara til þess. Við sendum kynning- arefni; bréf, bæklinga og bækur til allra þeirra 170 ferðaskrifstofa sem selja íslandsferðir, til allra sendi- ráða og ræðismanna og bókabúða sem sérhæfa sig í sölu ferðabóka. Allir þessir aðilar verða beðnir um að koma bókinni á framfæri.“ Höfundur frumtexta Vegahand- bókarinnar er Steindór Steindórs- son frá Hlöðum. Aðstoðarmaður ritstjóra er Dóra Hafsteinsdóttir, orðabókaritstjóri og tungumála- kennararnir Wincie Jóhannsdóttir og Helmut Hinrichsen sjá um að lesa erlenda textann yfir. Útgefandi er íslenska bókaútgáfan ehf. ■ UM HELGINA Ferðaféiag íslands Sunnudaginn 10. desember verður gengið á Helga- fell. Fellið, sem er 340 metra hátt, blasir víða við af suðvestur- homi landsins. Ekið verður að Kaldárseli og geng- ið þaðan, en Helga- fell er auðgengið á rana norðaustanmegin. Gullkistugjá er nafn á mis- gengi sem liggur um Helgafell til suðvesturs. Gjáin er allstór en eng- in þekkt skýring er til á heiti henn- ar. Brottför er frá Umferðarm- iðstöðinni aust- ,t , anmegin og Mörkinnf 6 kl. 13. Næsta mynda- kvöld Ferðafélags- ins verður miðviku- daginn 13. desember í Mörkinni 6. Þá er minnt á að sunnudaginn 17. des- ember kl. 10.30 verður hin ár- lega vetrarsólstöðuferð Ferðafé- lagsins á Esju. Grýlan og jóla- sveinarnir á Schiphol VERSLUNARSVÆÐIÐ Schiphol Plaza á flugvellinum í Amsterd- am tók stakkaskiptum í gær, 7. des., og minnir nú um margt á ævintýraveröld. Gerður Pálma- dóttir framkvæmdastjóri Huliðs- heima á hugmyndina að umbreyt- ingu svæðisins þar sem þrettán jólasveinar ásamt fríðu föruneyti álfa, dverga og risa stytta farþeg- um stundirnar. í fréttatilkynningu frá Schip- hol segir að Gerður sæki margar fyrirmyndirnar í íslenskar þjóð- sögur. Þann 10. desember mætir sjálf Grýla, leikin af Helgu Thor- berg leikkonu, á svæðið með miklum tilþrifum. í för með henni verða átta sveinar. Börnin þurfa ekki að óttast Grýlu, því hún ætlar að gefa þeim kleinur frá Myllunni og einnig mun hún bjóða upp á sérstakar Grýluvöfflur. Sjónvarpsstöðin RTLA4 tekur á móti Grýlu þegar hún lendir á Schiphol og tvö börn bjóða hana sérstaklega velkomna. Fyrirhug- að er sýna frá athöfninni 16. des- ember í hollenska sjónvarpinu. Til 3. janúar verður fjölbreytt dagskrá á Schiphol; brúðuieik- hús, barnakórar, leikir, dans- kennsla, listsýning og margt fleira. Gestir Huliðsheima fá sérstakt vegabréf, sem hefur að geyma ágrip af íslenskri þjóðsögu auk þess sem það veitir afslátt í versl- unum á svæðinu. ■ Island Tours f ærir út kvíar í Evrópu Zlirich. Morgunblaðið. «3 ISLAND Tours opnuðu nýlega fe tvær nýjar skrifstofur í Evr- ópu. Skrifstofan í Sviss, sem u. Jón Kjartansson, n.v. bóndi í S Borgarfirði, stofnaði á sínum tíma fyrir utan Zurich, hefur nú verið flutt inn í borg og kona frá Lúxemborg, Anka H-i Bröcker, ráðin til að stjórna henni. Þýsk kona, Sabine Anstádt, stjórnar skrifstofunni í Múnchen, en skrifstofan þar var opnuð formlega í gær, fimmtudag. Aðallega tveir hópar ítala koma tll íslands Aðalskrifstofa Island Tours er í Hamborg. Guðmundur Kjartans- son, framkvæmdastjóri, var við- staddur opnun skrifstofunnar í Zúrich ásamt stjórnarmönnum fyr- irtækisins, Ómari Benediktssyni, stjórnarformanni, Böðvari Valgeirs- syni, Birni Theodórssyni, Halldóri Vilhjálmssyni og fleiri gestum. Skrifstofan í Zúrich á einnig að sjá um starf fyrirtækisins á Ítalíu og í Austurríki. Það er enn verið að leita að samstarfsaðila í Austurríki. Island Tours eru einnig með skrif- stofur í Frankfurt, Amsterdam og Reykjavík. Ferðaskrifstofan Zig Zag á norð- ur Ítalíu sér um kynningu og sölu á ferðum Island Tours á Italíu. Guðrún Sigurðardóttir starfar þar og sem leiðsögumaður á íslandi á sumrin. Hún sagði að það væru aðallega tveir hópar ítala sem færu til íslands, annars vegar fjalla- og útivistarfólk og hins vegar auðugt, eldra fólk sem væri búið að ferðast víða og ætti ísland eftir. Island Tours ætla að gefa út 16 síðna férðabækling á ítölsku í vetur og auka þannig kynningu á ferðum til landsins. Island Tours seldi yfir 6.000 ís- landsferðir í fyrra. Fyrirtækið held- ur upp á 10 ára afmæli á næsta ári og verður með sérstakar ferðir af því tilefni. Ferðabæklingur þess fyrir þýskumælandi svæði Evrópu er orðinn 48 síður. Guðmundur sagði að sérstakar fjölskylduferðir og ferðir til íslands og Kanada væru helstu nýjungarnar í honum að þessu sinni. Saga Reisen er stærsti og þekkt- asti söluaðili Islandsferða í Sviss. Island Tours vonast til að hasla sér stærri völl á markaðnum með opnun nýju skrifstofunnar. ■ 8% vöxtur ferðaþjón- ustu í heiminum 1995 í SKÝRSLU WTO sem mér barst nýlega segir að vöxtur í ferðaþjón- ustu verði líklega að meðaltali 8%. Síðan er spáð að heldur hægi á næsta ár, 1996. Asía er sá heimshluti þar sem aukning er mest en S-Ameríka hef- ur einnig tekið mikinn fjörkipp. I Asfu var aukning um 16%, og S-Ameríka og A-Evrópulönd eru ekki langt undan. Af einstökum löndum voru nefnd sérstaklega til sögunnar Kína, Brasilía, Malavía, og Finnland. í löndum EB var aukn- ing 1994 frá 11-13% og sama gild- ir um Kanada og Bandaríkin. Dubai og Víetnam eru þau Asíu- lönd þar sem ferðamönnum hefur þó fjölgað langmest á árinu 1994. Afríka rekur lestina með aðeins 2% aukningu. Flestir ferðamanna til Afríku fara til S-Afríku, Kenya og Egyptalands. Miðausturlönd, önnur en Dubai, koma út með mjög svipað og áður og svo virðist sem lönd eins og Jórdanía og Sýrland og Líbanon hafí setið nokkuð eftir þrátt fyrir umtalsverða umbætur á aðstöðu fyrir ferðamenn í þessum lönduim JK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.