Morgunblaðið - 09.12.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.12.1995, Qupperneq 1
92 SÍÐUR B/C/D 282. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Heita brottför mujaheddin Frakkar setja Serbum úrslitakosti Sarajrvo, London. Rcuter. ALIJA Izetbegovic, forseti Bosníu, hét Bandaríkjamönnum því í gær að allir erlendir múslimar sem hafa barist í landinu, verði horfnir á brott innan 30 daga. Richard Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjómar í Bosníu, fullyrti þetta í gær. Þá sagði Holbrooke að Bosníu- stjórn hefði sagst myndu reyna að fullvissa Serba í Sarajevo um að öryggis þeirra yrði gætt þegar borg- in kemst í hendur múslima og Kró- ata. Bandarískir stjómmálamenn hafa lýst jrfir áhyggjum sínum vegna vem svokallaðra mujaheddin-hermanna í Bosníu, heittrúaðra múslima sem barist hafa með trúbræðrum sínum í Bosníu. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóð- anna í Sarajevo er talið að um 4.000 mujaheddinar séu í Bosníu. Hafa borist fregnir af því að einhverjir þeirra ætli að verða sér úti um bosn- ísk vegabréf til þess að þurfa ekki að fara úr landi. Einhveijir þessara manna komu til landsins undir því yfirskini að þeir ynnu á vegum hjálp- arsamtaka. Úrslitakostir Frakka Tveggja daga ráðstefna, sem full- trúar um fimmtíu ríkja sitja og fjalla á um framkvæmd friðar í Bosníu, hófst í London í gær. Var þá ákveð- ið samhljóða að skipa Carl Bildt, fulltrúa Evrópusambandsins í Bosníu-viðræðunum, sem yfirmann alþjóðlegra aðgerða til að koma á friði í Bosníu og stuðla að endurupp- byggingu landsins. Hervé de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í ræðu sinni á ráðstefnunni að Frakkar hefðu gefið Serbum frest til sunnudags til að sleppa tveimur frönskum flug- mönnum úr haldi. Ella yrði gripið til ótilgreindra aðgerða. ■ ÖSE ræðir möguleikana/21 Reuter Komnir til Sarajevo HÓPUR bandarískra NATO-hermanna kemur til Sarajevo í gær en þeir eru hluti þeirra sveita er eiga að undirbúa komu 60 þúsund manna herliðs eftir að friðarsamningar hafa verið undirritaðir. Bandarískir öldungadeildarþingmenn lögðu í gær lokahönd á álykt- un sem er forsenda þess að Bandaríkjamenn geti tekið þátt í friðar- gæsluaðgerðunum með því að senda tuttugu þúsund manna herlið til Bosníu. I ályktuninni, sem nýtur meirihlutafylgis, er Bandaríkja- stjórn hins vegar skuldbundin til að stuðla að þjálfun bosniskra hermanna þannig að friðargæsluliðið geti haldið á brott innan árs. Rússnesku kosningarnar Ottast aukið ofbeldi Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Lezhnev, stuðningsmað- ur rússnesku stjórnarinnar og fram- bjóðandi í þingkosningunum síðar í mánuðinum, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt aðfaranótt föstudagsins. Lezhnev var búsettur í Tsjelja- bínsk í Úratfjöllum og rak þar stórt kjúklingabú. Fyrir tveimur vikum var þingmaðurinn Sergei Marki- donov skotinn til bana í Síberíu. Reuter Ekki móðga Frakka Brussel. Reuter. SPÆNSKA stjórnin, sem vill tryggja sem mestan árangur af leiðtogafundi Evrópusam- bandsins í Madríd í næstu viku, hefur beint þeim tilmælum til annarra aðildarríkja að þau forðist að móðga Frakka með því að greiða atkvæði með ályktun Sameinuðu þjóðanna gegn kjamorkutilraunum. I atkvæðagreiðslu um álykt- unina á nefndarfundi hlaut hún stuðning tíu ESB-ríkja. Það varð tii þess að Frakkar frest- uðu fundum með ríkjunum, sem í hlut áttu, og sendu þeim tón- inn í fjölmiðlum. Minnugir þessa bæna báðu Spánveijar nú félaga sína í ESB um að sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna næstkomandi þriðjudag, til þess að fá gott veður á leiðtogafundinum. Frakkar fækka sprengingiim Frakkar tilkynntu síðastlið- inn miðvikudag að þeir myndu fækka tilraunasprengingum sínum og ljúka kjarnorkutil- raununum á Suður-Kyrrahafs- eyjum fyrir febrúarlok. Spán- veijar vona að þetta geti orðið til þess að flest ESB-ríkin sjái sér fært að sitja hjá. Mótmæla góðmetinu UM ÞRJÁTÍU dýraverndarsinnar stóðu í gær fyrir mótmælum í Brussel þar sem þeir kröfðust þess að Sabena-flugfélagið belg- íska hætti að framreiða gæsalif- ur, foie gras, í flugvélum sínum. Aðferðir þær sem beitt er þegar dýrin eru fóðruð til að lifrin verði sem stærst, hafa verið harðlega gagnrýndar af dýraverndarsinn- um. Lögregla fjarlægði mótmæl- endurna. Þriðja vika viðamikilla verkfallsaðgerða í Frakklandi hafin Hvetja áfram til aðgerða Hefur þetta vakið upp áhyggjur um að ofbeldi muni i auknum mæli setja svip sinn á kosningabaráttuna. Lezhnev var frambjóðandi Rúss- neska föðurlandsins, flokks Viktors Tsjernómyrdíns forsætisráðherra, og lýsti flokkurinn því yfir að póli- tískar ástæður lægju að baki morð- inu. Bentu skoðanakannanir til að Lezhnev myndi vinna öruggan sigur í kjördæminu. „Ef svona heldur áfram gæti kosningabaráttan endað með kapp- hlaupi um hótanir, kúganir og of- beldi sem hefur ekki séð sinn líka,“ sagði í yfirlýsingu frá flokknum. Fréttastofan Interfax hafði eftir embættismönnum hjá saksóknara- embættinu í Tsjeljabínsk að allt benti til að morðið tengdist viðskipt- um Lezhnevs en ekki stjórnmála- þátttöku hans. Fyrr í mánuðinum hefði hann beðið um lögregluvernd eftir að hafa borist hótanir frá glæpahópum. ÞRIÐJA vika verkfalla starfsmanna samgöngufyrirtækja í Parísarborg hófst í gær og leiðtogar opinberra starfsmanna hvöttu umbjóðend,ur sína til þess að halda aðgerðum áfram þrátt fyrir að stjórnvöld hafi boðið launþegasamtökunum til við- ræðna um umdeildar umbætur á velferðarkerfinu og frönsku járn- brautunum. Formaður verkalýðsfé- lagsins Force Ouvriere sagðist í gærkvöldi reiðubúinn að reyna að leysa deiluna en einungis með per- sónulegum viðræðum við Alain Juppé forsætisráðherra. Lesta- og strætisvagnasamgöngur Parísar, Marseille og Bordeaux lágu niðri í gær og hafði það gífurlega erfiðleika í för með sér fyrir launþega og fyrirtæki 15. daginn í röð. Þá var ferðum lesta um Ermarsundsgöngin raskað er verkfallsmenn lokuðu toll- hliðum. Til ofbeldisaðgerða kom ann- an daginn í röð í borginni Freyming- Merlebach í norðausturhluta landsins milli námuverkamanna og lögreglu. Röskun varð á flugi frá helstu flug- völjum Frakklands. í gær boðaði sérstakur sáttasemj- ari ríkisstjórnarinnar leiðtoga verka- lýðsfélaga, sem verið hafa í forystu verkfallsmanna í samgöngugeiran- um, til viðræðna um framtíð ríkis- járnbrautanna, SNCF, sem reknar eru með miklum halla. Það er krafa verkalýðsfélaganna, að stjómin falli frá áformum um uppstokkun járn- brautanna svo og umbótum í velferð- arkerfínu. Þá hafa launþegasamtökin þegið boð Jacques Barrots atvinnumála- ráðherra um viðræður í dag. Ráð- herrar stjórnar Juppé hafa hins veg- ar neitað samningaviðræðum um velferðarkerfið og því hafa leiðtogar launþegasamtakanna hvatt til áframhaldandi aðgerða. Hafa þeir hvatt til nýs „aðgerðadags" næst- komandi þriðjudag. Þar sem stór hiuti starfsmanna raforkuveitna hafa lagt niður vinnu hafa Frakkar leitað til Belgíumanna sem hlaupið hafa undir bagga og selt þeim allt að 700 megavött af raforku á dag en það er á við full afköst kjarnorkuvers. Samkvæmt nýjum mælingum frönsku hagstofunnar, INSEE, hefur bjartsýni Frakka um framtíðina ekki verið jafn lítil í hálft þriðja ár. Ástæðan er minnkandi hagvöxtur og harkan í verkfallsaðgerðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.