Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fllttymMifaib 1995 KNATTSPYRNA ¦ LAUGARDAGUR9.DESEMBER BLAÐ c HSV burstaði Frankfurt HSV burstaði Eintracht Frankfurt 5:1 í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og er kornið í fjórða sæti deildarinnar. Liðinu hefur gengið nijög vel og hefur ekki tapað nema einum leik síðan Fel- ix Magath tók við Uðinu fyrir ellefu leikjum. Thomas Doll kom inná sem varamaður hjá Frankfurt og skoraði eina mark liðsins. Þetta var fyrsti leikur hans f rúmt ár, en hann hefur verið frá vegna meiðsla. St Pauli náði í þrjú stig gegn Bayer Uerdingen með 5:2 sigri á úti- veUi og er um miðja deild. E yjólfu r Sverrisson og félagar hans í Hertha Berlín gerðu markalaust jafntefli við Unterhac- hing á útivelli í 2. deildinni. Eiun leikur fór fram í hoUensku knattspyrn- unni i gærkvðldi. Feyenoord sigraði Heerenveen 1:0 á útívelli og gerði Orlando TrustfuU sigur- markið undir lok fyrri hálfleiks. Sigurður Jónsson, landsliðsmaðurfrá Akranesi, á leiðtil Svíþjóðar Skagamenn hafa náð samkomulagi við Örebro SKAGAMENN hafa náð sam- komulagi við sænska liðið Örebro um sölu á landsliðs- manninum Sigurði Jónssyni. Eins og komið hef ur fram bauð Orebro 80 þúsund sænskar krónur eða um átta milljónir króna í síðustu viku en Skagamenn höfnuðu því tilboði. Nýtt tilboð barst síðan í gær og var þá ákveðið að heimila Sigurði félagskipti og mun hann gera tveggja ára samning við Örebro og flytjast búferlum til Svíþjóðar eftir áramót. Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna og fram- kvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, sagði í gær að málið varðandi Sigurð væri frágengið af hálfu félagsins. „Félagaskiptin eru klár. Stjórn félagsins hefur tekið tilboð- inu frá Örebro og málinu 'er lokið af okkar hendi. Við vonum bara að honum farnist vel í Svíþjóð og honum fylgja góðar óskir um gott gengi héðan frá Akranesi. Von- andi lyftir hann sænsku deildinni upp á hærra plan. Það er mikil eftirsjá í Sigurði fyrir Akranes og íslenskan fótbolta," sagði Guðjón. „Það hljóta öll hin liðin í deild- inni að kætast yfir því að Sigurður skuli yfirgefa herbúðir okkar. Við erum hins vegar með fullt af góð- um knattspyrnumönnum' sem ég treysti og það kannski kemur til með að reyna meira á þá núna. Við erum hvergi bangnir og ætlum að halda okkar striki. Ég get ekki séð aðjmð séu til betri miðjumenn hér á Islandi en ég hef innanborð í Skagaliðinu," sagði Guðjón Þórð- arson. Skagamenn hafa fengið til liðs við sig Steinar Adolfsson og Mi- hajlo Bibercic frá KR. Varnarmað- urinn Zoran Miljkovic verður áfram og svo er verið að ganga frá samningi við Bjarka Gunn- laugsson. „Það er klárt að Bjarki verður hér áfram, það á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í því sambandi. Tíminn undanfarið hefur allur farið í Örebro-málið og því hefur það tafíst að ganga frá skriflegum samningi við Bjarka," sagði þjálfarinn. Júrgen Klins- mann ívax JÚRGEN KUnsmann, leikmaður Bayern Mtinchen og fyrirUði þýska landsUðsins i knattspyrnu, er koininn i góðan hóp Þjóð- verja, en fámennan, á Madame Tussaud vaxmyndasafninu i London. Þar eru meðal annars landar hans Ludwig van Bcet- hovcn tónskáld, Konrad Adenauer kanslar i og Boris Becker tcn niskappi. „Hún er mjög lík mér. Þetta er flott og ég er mjög stoltur. Ég lft á þetta sem viðurkenningu á knattspyrn- unni sem atvinnu og frábæru ári sem ég átti hjá Tottenham síðasta kcppnistímabil," sagði hinn Uóshærði Þjóðverji þegar hann skoðaði vaxmyndma þar sem hann er í þýska landsliðs- buningnum og auðvitað með númer átján á bakinu. Morgunblaðið/Kristfltn SIGURÐUR Jónsson, landsllösmaAur frá Akranesl, sem hór er I baráttu vlð elnn leikmanna skoska liðsins, Ratth Rovers, I Evrópukeppninni i haust, lelkur með sænska Hölnu Örebro iMBStu tvð keppnistímabli. Skagmenn samþykktu félagaskipti hans yfir í Örebro í gaer. KNATTSPYRNA: BAYERIM MUNCHEN MÆTIR NOTTINGHAM FOREST / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.