Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 3

Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER1995 C 3 ÍÞRÓTTIR m Firmakeppni ^ .... StwlHHihrilr-UiiásýB) Knattspyrnudeild Víkings stendur fyrir firmakeppni í knattspyrnu í Víkinni 28., 29. og 30. des. nk. Leikið verður á stórum velli, með fimm leikmanna liðum. Vegleg verðlaun í boði. Nánari upplýsingar gefnar í síma 581 3245 og 896 3940. Atta f rá Ajax í hol- lenska landsliðs- hópnum ÁTTA leikmenn frá Ajax eru í hollenska landsliðshópnum sem mætir írum í leik í Li- verpool í næstu viku um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts- ins landsliða í Frakklandi á næsta ári. Varnarmaðurinn Winston Bogarde kemur nú inn í liðið í stað félaga síns lyá Ajax, Frank de Boer, sem tekur út leikbann. Hollend- ingarnir hjá Arsenal, Ðennis Bergkamp og Glenn Helder, eru einnig i hópnum. Patrick Kluivert, framheiji Ajax, kemur inn f liðið aftur eftir að hafa tekið út eins leiks bann — gegn Norðmönnum í sfðasta mánuði. 17 manna hópur landsliðsþjálfarans, Cuus Hiddink er þannig skip- aður: Markverðin Edwin van der Sar (Ajax) og Ed de Goey (Feyenoord). Vdrnarraenn: Michael Reiziger, Danny Biind, Winston Bogarde (allir frá Ajax), Arthur Numan (PSV) og Johan de Kock (Roda JC). Miðvallarleikmenn: Ronald de Boer, Edgar Davids (báðir frá Ajax), Richard Witschge (Bordeaux), Ciarence Seedorf (Sampdoria) og Aron Winter (Lazio Roma), Framherjar: Patrick Kluivert, Marc Overmars (báðir frá Ajax), Dennis Bergkamp, Glenn Helder (báðir frá Arsenal) og Youri Mulder (Schalke 04). Úrslitaleik- urinn í Róm ÚRSLITALEIKURINN í Evr- ópukeppni meistaraliða í knattspyrnu verður á Ólymp- íuleikvanginum í Róm 22. maí á næsta ári. UEFA ákvað þetta á fundi sínum f Sviss í gær. Úrslitaleikurinn í Evr- ópukeppni bikarhafa fer fram í Glasgow í Skotlandi 8. maf. Ekki hefur verið ákveðið hvar úrslitaleikirnir í UEFA-keppninni fara fram, en þeir hafa verið settir á 1. og 15. maí. Handbolta- landsliðið til Grænlands ÍSLENSKA landsliðið f hand- knattleik karla heldur til Grænlands um næstu lielgi og leikur tvo landsleiki gegn heimamönnum. Leikimir fara fram í Nuuk á laugardag og sunnudag. Þorbjörn Jens- son, landsliðsþjálfari, mun velja landsliðshópinn eftir helgina. Farið verður til Grænlands á föstudag og komið aftur til baka á sunnu- dagskvöld. ARGENTÍNSKA liðið Inde- pendiente sigraði ífyrradag f Meistarakeppni Suður Amer- íku og er þetta annað árið í röð sem liðið fagnar sigri á þeim vettvangi. Independi- ente tapaði reyndar 0:1 gegn Flamengo í Brasilíu en hafði sigrað 2:0 íheimaleiknum. Það var enginn annar en lands- liðsmiðherjinn Romario sem gerði eina mark Flamengo í leikn- um. Hann skoraði á 63. mínútu en skömmu síðar klúðraði hann gullnu tækifæri til að jafna leikinn — og þegar upp var staðið reynd- ist það dýrkeypt. Leikurinn var harður, eins og jafnan þegar Brasilíumenn og Argentínumenn mætast á knatt- spyrnuvelli. Einn maður úr hvoru liði var rekinn af velli eftir mark Romarios. Heimamenn ætluðu sér að ná í knöttinn í markið — voru að flýta sér — en gestimir reyndu að koma í veg fyrir það og við það brutust út slagsmál. Það var augljóst hvert markmið argentínska liðsins var þegar flautað var til leiks; að halda fengnum hlut. Allir leikmenn hðs- ins stilltu sér upp í vöm og heima- menn höfðu ekki ímyndunarafl til að bijóta vörnina niður. Þeir áttu einungis eitt skot að marki í fyrri hálfleik. Flamengo-menn léku hins vegar vel í seinni hálfleik og Argentínu- mennirnir höfðu einu sinni varið á línu áður en Romario skoraði. Mörgum fannst Brasilíumenn- irnir hefðu átt að fá vítaspyrnu undir lok leiksins er Aloisio virtist felldur í vítateignum. Dómarinn var hins vegar ekki á sama máli og eftir þetta var allur vindur úr heimamönnum. Indpendiente sigraði í tveimur af fjórum viðureignum sínum í keppninni eftir vítaspyrnukeppni. Þeir komu einungis til að veijast á Maracana leikvanginum í Rio í fyrradag og áttu aðeins eitt skot að marki. Þar var um að ræða langskot undir lok leiksins. Reuter FARID Mondragon og Nestor Clausen, tll hægri, fagna því að Independiente frá Argentínu slgraði I Meistarakeppni Suður Ameríku annað árið í rðð. PHtalandsliðið til Þýskalands á milli jóla og nýárs Piltalandslið íslands í handknatt- leik, strákar fæddir 1978 og 1979, hefur verið valið, en liðið fer utan til Þýskalands 26. desember nk. til þátttöku í móti ásamt sjö öðrum liðum. Liðið er þannig skip- að: Arnar Bjamason, Haukum, Bjarki Hvannberg, Val, Daníel Ragnarsson, Val, Einar Jónsson, Fram, Gísli Guðmundsson, Selfossi, Guðjón Valur Sigurðsson, Gróttu, Halldór Sigfússon, KA, Helgi Hrannar Jónsson, Stjörnunni, Hjalti Gylfason, Víkingi, Hörður Flóki Ólafsson, KA, Kristján Þorsteins- son, KR, Jónas Hvannberg Val, Ragnar Óskarsson, ÍR, Sindri Sveinsson, HK, Sigurgeir Höskulds- Kitt meiddist BANDARÍKJAMAÐURINN A J. Kitt meiddist á æfingu í bruni (Val D’Isere í Frakk- landi I gær. Hann datt illa eftir að iiafa misst jafnvægið á hengju f brunbrautinni og var fluttur strax á sjúkrahús. Læknar sögðu i gær að hann hafi sloppið tiltölulega vel þvi hann væri aðeins með hné- meiðsli. Kitt er 27 ára og sigr- aði í bruni heimsbikarsins í sörau brunbrekku árið 1991. son, Val, Sverrir Þórðarson, FH. Þjálfari landsliðsins er Heimir Rík- harðsson og aðstoðarþjálfari er Guðmundur Árni Sigfússon. Andstæðingar íslands á mótinu verða Danir, Pólveijar og Austur- ríki. í hinum riðli mótsins leika Þýskaland, Holland, Sviss og úr- valslið Saarhéraðs, þar sem mótið fer fram. Leikmenn þeirra liða sem íslendingar leika gegn eru fæddir 1977 og 1978 og ástæðan fyrir því að íslenska liðið sem sent verður er yngra er sú að framundan er m.a. Norðurlandamót hjá íslenska liðinu á næsta ári og því þótti stjórn HSÍ rétt að liðið kæmi fyrr saman til að öðlast reynslu fyrir átökin þar. Romario gengur ekki vel með Flamengo FLAMENGO keypti Romario fyrir sjö milljónir dollara, andvirði um 455 miiyóna króna, frá Barcelona á Spáni í janúar en þrátt fyrir stjörnum prýtt lið hefur árangurinn látið á sér standa og félagið hefur ekki unnið til neinna verðlauna á árinu, sem þykir ekki gott á þeim bæ. Félagið fagnar 100 ára afmæli á yfirstand- andi ári og því átti að leggja sérstaka áherslu á að liðið yrði sigursælt. Romario hefur ekki átt velgengni að fagna með Flamengo. Hefur leikið illa og virðist ekki eiga vingott við samherjana. Það þótti til dæmis áberandi að hann og Savio, félagi lians í framlín- unni, vildu ekki senda knöttinn hvor á annan í leiknum. Einnig er vert að geta þess að áhorfendur bauluðu þegar nafn Romari- os var lesið upp fyrir leikinn, er liðið var kynnt. Reuter i mikla yfirburði í stórsvigi heimsbikarsfns í Val d’lsere í Frakklandl in að renna sér einbeitt á svip í síðari umferðinni. KNATTSPYRNA Independiente besta lið Suður Ameríku HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.