Morgunblaðið - 09.12.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.12.1995, Qupperneq 4
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Klinsmann og félagar í Bayern drógust gegn Nottingham Forest „Leikmenn Forest verða engin lömb að leika við“ Reuter Marksækinn JÚRGEN Klinsmann, þýskl landsliðsfyrirllAinn hjá Bayern, hefur gert ellefu mörk í sex leikjum f UEFA-keppninnl í vet- ur, þar af sex í lelkjunum tvelmur gegn Benflca f síðustu umferð. Hér sssklr hann að markverði og varnarmanni port- úgalska llðsins í Llssabon í vlkunnl. HANDKNATTLEIKUR KA áfram í bikar ska stórliðið Bayem Miinchen með Jurgen Klinsmann innan- borðs, en hann var í vor valinn knattspymumaður ársins í Eng- landi, mætir enska félaginu Nott- ingham Forest í næstu umferð UEFA keppninnar, það er ljóst eftir að dráttur í næstu umferð keppninn- ar fór fram í gær. Klinsmann, sem hefur leikið mjög vel með „draumal- iði“ Ottos Rehhagels í vetur og gerði meðal annars sex mörk í tveimur leikjum gegn Benfíca í síðustu um- ferð, var ánægður með andstæðinga sína í næstu umferð. „Að sjálfsögðu er ég ánægður með að mæta Englend- ingum. Leikmenn Forest verða engin lömb að leika við, það er ljóst. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Liðið leikur sígilda enska knattspymu og nær að ógna andstæð- ingum sínum með háum og löngum krosssending- um. Eg tel möguleika okkar vera jafna,“ sagði Klinsmann við frétta- menn í gær. „Ég er ánægður með dráttinn en þetta verða erfiðir leikir," sagði að- stoðarframkvæmdastjóri Forest, Alan Hill. „Það styrkir stöðu okkar • að leika síðari leikinn heima. Annars sigruðum við Malmö í úrslitum Evr- ópukeppninnar á Ólympíuleik- vanginum í Munchen árið nítján hundruð sjötíu og níu og eigum því góðar minningar frá þeim leik og vellinum,“ bætti hann við. Þess má til gamans geta að þá lék núverandi framkvæmdastjóri Nottinghamliðs- ins, Frank Clark, sinn síðasta leik fyrir félagið. Hann sagðist í gær bara eiga góðar minningar frá Miinchen og vonaðist til þess að svo mætti vera áfram. Bayem hefur átt í basli með enskfélög Bayem liðinu hefur hingað til oft gengið illa gegn enskum félögum og tapaði fyrir Aston Villa í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa árið 1982 og fyrir Liverpool í undanúrslitum árið 1981. Einnig hafa forráðamenn félagsins vart lokið við að sleikja sár sín eftir tap gegn Norwich í UEFA keppninni fyrir tveimur árum. Með það í huga eru ummæli hins þekkta knattspymumanns á árum áður og núverandi varaforseta Miinchenarliðsins, Kari-Heinz Rummenigge, mjög skiljanleg, en hann sagði. „Þetta verður erfítt, við höfum alltaf átt í basli með ensk ’ félög og skemmst er að minnast leikjanna við Aston Villa og Liverpo- ’ ol.“ „Erfltt og athygllsverti< £ Annar stórleikur þessarar um- • ferðar UEFA keppninnar er viður- eign Barcelona og PSV Eindhoven. „Þetta verður erfitt, en athyglis- vert“ sagði Dick Advocaat, þjálfari Eindhoven. „En bæði liðin hafa vilja og getu til að leika fyrsta flokks knattspymu og bæði félög vilja einnig komast á toppinn í evrópskri knattspymu svo það verður mikið undir hjá báðum.“ Hinir tveir leikir keppninnar verða á milli AC Milan og Bordeaux annasvegar og Slavia Prag og ítalska félagsins Roma hins vegar. „Sé litið til þess hvaða félög eru eftir hefðum við getað fengið erfiðari andstæðinga," sagði Kamil Rehak, frarnkvæmdastjóri Pragliðs- ins í gær. Spánarslagur í bikarkeppninni Það verða ekki síður skemmtileg- ir leikir í Evrópukeppni bikarhafa. ítalska félagið Parma sem sigraði í keppninni árið 1993 mæti franska liðinu Paris St. Germain. Handhafar bikarsins, spænska félagið Real Zaragoza, mætir löndum sínum í Deportivo La Coruna í sannkölluð- um Spánarslag þar sem ekkert verð- ur gefið eftir. Það sama má líka segja um leik Borussia Mönch- engladbach og Feyenoord. Rolf Ru- essmann, framkvæmdastjóri Gladbach, var ekkert yfir sig hrifmn er hann heyrði hverjir andstæðingar hans yrðu í næstu umferð. „Ég get ekki glaðst yfir þessu. Það verður erfitt að mæta Feyenoord því félag- ið hefur mikla reynslu af Evrópu- keppninni og hefur náð þar góðum árangri." Sjaak Troost, fram- kvæmdastjóri Feyenoord, var heldur glaðbeittari og sagðist lítast vel á og ekki skemmdi það fyrir að eiga síðari leikinn á heimavelli. „Við munum gera okkar besta til að við- halda stolti og góðum árangri hol- lenskra félaga í Evrópukeppninni. Fyrri leikimir í UEFA keppninni fara fram 5. mars á næsta ári og þeir síðari þann 19. í Evrópukeppni bikarhafa skulu fyrri leikirnir leikn- ir 7. mars og þeir seinni 21. sama mánaðar. Bikarmeistarar KA tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum bikar- keppni HSÍ með auðveldum sigri á ÍH í KA-húsinu í gærkvöldi. Lokatöl- ur leiksins 29:19, eftir að hafa leitt með sem mörkum í hálfleik, 14:8. Hafnfirðingar náðu að halda í við bikarmeistarana framan af leik í gærkvöldi og þá var jafnt á öllum tölum. En norðanmenn spýttu í lóf- ana er á leið og sigldu framúr og náðu öruggri forystu fyrir hlé. í síðari hálfleik voru flestir lykil- menn KA hvfldir og þeir yngri fengu að spreyta sig. Patrekur Jóhann- esson var markahæstur í liði KA með 6 mörk og næstur honum kom Heimir Haraldsson með 5, Heiðmar Felixsson og Heimir Ámason skor- uðu 4 mörk hvor, Julian Duranona 3, Jóhann G. Jóhannsson 2, ÓIi Bjöm Ólafsson 2, Halldór Sigfússon og Helgi Árason 1 mark hvor. Ólafur Thordarsen skoraði flest mörk ÍH 6, Ingvar Reynisson 5, Ólaf- ur Magnússon og Sæþór Ólafsson 3 hvor og Guðjón Gíslason og Guð- mundur Sigurðsson 1 hvor. í 2. deild karla sigruðu Fylkismenn Breiðablik 29:21 í Smáranum í gær- kvöldi og í 1. deild karla í körfuknatt- leik bar ÍH sigurorð af Stjömunni með 82 stigum gegn 52. Evrópukeppnin DREGIÐ var í 8-liða úrslit í Evrópukeppni bikarhafa og félagsliða (UEFA-keppninni) í gær. Eftirtalin lið drógust saman: Evrópukeppni bikarhafa Dynamo Moskva (Rússl.) - Rapid Vín (Austurr.) Parma (Italíu) - Paris St Germain (Frakklandi) La Coruna (Spáni) - Real Zaragoza (Spáni) Gladbach (Þýskalandi) - Feyenoord (Hollandi) ■Leikimir fara fram 7. og 21. mars. UEFA-keppnin Barcelona (Spáni) - PSV Eindhoven (Hollandi) Slavia Prag (Tékklandi) - Roma (Ítalíu) AC Milan (Ítalíu) - Bordeaux (Frakklandi) Bayem Munchen (Þýsk.) - Nott. Forest (Engl.) ■Leikimir eiga að fara fram 5. og 19. mars. ■ LOU Macari framkvæmdastjóri Stoke City var útnefndur fram- kvæmdastjóri nóvembermánaðar í 1. deild ensku knattspymunnar. Stoke, sem Lárus Orri Sigurðsson leikur með, sigraði í fjórum leikjum í mánuðinum og gerði eitt jafntefli. ■ STIG Inge Björnebye og Nigel Clough leika í dag í fyrsta skipti í úrvalsdeildinni á þessum vetri er Liverpool mætir Guðna Bergssyni og félögum í Bolton. Björnebye hefur verið meiddur en Clough hef- ur ekki komist í aðallið Liverpool í langan tíma. ■ SCOTT Sellars sem nýlega gekk til liðs við Guðna og félaga leikur í fyrsta skipti í dag með Bolton gegn Liverpool. Er það von forráða- manna Bolton að hann hressi upp á dapurt gengi liðsins fram til þessa. ■ MIKE Newell leikmaður Black- bum gerði þrennu í 4:1 sigri gegn Rosenborg í Meistaradeild Evrópu- keppninnar í vikunni og hún var félaginu dýrmæt. Fyrir sigurinn fékk félagið 50 milljónir króna og hver leikmaður sem nemur 600.000 króna. ■ CHRIS Sutton verður á ný með Blackburn gegn Coventry um helgina og leysir Colin Hendry af hólmi, en Hendry verður frá næstu fimm vikur vegna brotins rifbeins. ■ CHRIS Whyte vamarmaður Birmingham hefur verið lánaður til Coventry og væntir Ron Atkinson framkvæmdastjóri Coventry til þess að hann megni að rykkja í stærstu götin á vörn liðsins. ■ CHRIS Coleman leikmaður Crystal Palace ætlar að ákveða um helgina hvort hann sættist á yfir- gefa herbúðir félagsins og ganga til liðs við Coventry. Félögin hafa sam- ið sín á milli og er kaupverða kapp- ans liðlega 200 milljónir. En vill hann fara eða vill hann vera? Það kemur í ljós. ■ SEX milljónamæringar í Man- chester hafa áhuga á að kaupa hið fomfræga félag Portsmouth og rífa það upp og gera að úrvalsdeildarfé- lagi. Reiknað er með gengið verði frá þessu fyrir hátíðar ef af verður. Það fylgir sömu sögu að umræddir viðskiptajöfrar hafi áhuga á að fá George Graham, sem rekinn var frá Arsenal, til að stjórna íiðinu er bann við afskiptum hans af knatt- spymu rennur út næsta sumar. ■ DUNCAN Ferguson, skoski framheijinn snjalli hjá Everton, sem er nýsloppinn úr fangelsi, kom sá og sigraði er hann lék með varaliði félagsins gegn varaliði Newcastle á heimavelli í fyrrakvöld. Ferguson gerði tvö mörk í 5:0 sigri. Fótboltaferð til Englands í mars HELGINA 1. - 3. mars verður efnt til fótboltaferðar til Englands. Flogið verður til Newcastle og geta þeir sem fara þangað valið einn leik til að sjá, en rútuferðir verða á þijá velli utan Newcastle. Leikimir sem í boði eru: Newcastle - Manchster United, Li- verpool - Aston Villa, Leeds - Bolton og Middlesbrough - Éverton. Einnig er flogið til London þar sem tveir leikir verða í boði sömu helgi: Tottenham - Southampton og Q.P.R. - Arsenal. Skráning ásamt frekari upplýsing- um er hægt að fá í Ölveri í dag. Leiðrétting RANGT var farið með nafn Þóris Amars Garðarssonar, fimleikamanns úr Armanni, á bama- og unglinga- íþróttasíðu blaðsins í fyrradag. Hann var nefndur Þorgeir á einum stað og sagður Guðnason á öðrum. Beðist er velvirðingar á mistökunum. * !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.