Morgunblaðið - 10.12.1995, Side 26

Morgunblaðið - 10.12.1995, Side 26
26 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 199Í MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir ævintýra- og spennumyndina Mortal Kombat með Christopher Lambert í aðalhlutverki. Myndin er gerð eftir vinsælum tölvuleik og hefur verið meðal mest sóttu myndanna í Bandaríkjunum frá því hún var frumsýnd í haust. HEIMSINS helstu bar- dagahetjur heyja al- ræmdustu orrustu allra tíma í ævintýra- og spennu- myndinni Mortal Kombat sem er full af tæknibrellum og bardagasenum sem vart hafa áður sést á hvíta tjald- inu. Á níu kynslóða tíma- bili hefur hinn illræmdi seiðmaður Shang Tsung, sem ekki er af þessum heimi, leitt valdamikinn prins til sigurs gegn dauð- legum óvinum sínum, og vinni hann tíundu Mortal Kombat keppnina mun illska sú og hatur sem blómstrað hefur í heimi myrkraaflanna taka sér bólfestu á jörðinni til fram- búðar. Þrumuguðinn Ryden (Christopher Lambert) ákveður því að senda þijár bardagahetjur til að etja kappi við hina yfimáttúru- legu og illu krafta. Það eru tveir menn og ein kona sem verða að kafa djúpt í eigin hugarfylgsn til að leysa úr læðingi þann ofurmátt sem á þarf að halda til að tak- ast á við og sigra hin illu myrkraöfl. Kvikmyndin Mortal Kombat er nýjasti hluti mikillar margmiðlunar- markaðssetningar sem á rætur að rekja til geysivin- sæls tölvuleiks. Meðal ann- arra afurða sem rekja má til tölvuleiksins upphaflega eru t.d. tveir slíkir til við- bótar, skáldsaga, farand- sýning, teiknimynd og alls- kyns leikföng og skraut. Framleiðandi myndarinnar er Lawrence Kasanoff framkvæmdastjóri og stjómarformaður Thres- hold Entertainment sem þróar og framleiðir hug- verk á öllum sviðum miðl- unar, en fyrirtækið er .um HIN þijú dauðlegu verða að sigra í bardaganum ÞRENNINGIN sem tekst á við myrkraöflin er leik- til að koma í veg fyrir að illska og hatur myrkraaf- in af þeim Bridgette Wilson, Robin Shou og Lind- lanna nái fótfestu á jörðinni. en Ashby. þessar mundir að framleiða kvikmynd sem byggir á brúðunni G.I. Joe, sem selst hefur í 2,6 milljörðum ein- taka. Kasanoff hefur áður komið nálægt framleiðslu á kvikmyndunum True Lies með Amold Schwarzeneg- ger og Strange Days, sem Kathryn Bigelow leikstýrði, en einnig sá hann um fram- leiðslu og markaðssetningu óskarsverðlaunamyndar- innar Terminator 2: Judge- ment Day, sem skilað hefur rúmlega milljarði dollara í tekjur. Kasanoff hefur einnig látið að sér kveða í tónlistarheiminum en hann hefur framleitt myndbönd með listamönnum eins og Michael Jackson, Rolling Stones og Guns ’n’ Roses. „Um leið og eitthvert sköpunarverk lítur dagsins ljós, hvort sem það er skáldsaga, teiknimynda- saga eða tölvuleikur eins ALLS kyns óvættir eru í slagtogi með hinum illu öflum sem leitast við að ná yfirráðum á jörðinni. og í þessu tilfelli, þá skap- ast tækifæri til að yfirfæra það á einhvem annan mið- il,“ segir Kasanoff. Hann segir að vinsældir upphaf- legu útgáfunnar dugi þó ekki einar til, og hvað Mor- tal Kombat varði þá þurfí allar markaðssetningamar að vera vandlega sam- ræmdar til að viðhalda áhuga á þeim persónum sem þar em á ferðinni. Kvikmyndin sé þannig magnþrunginn fylgihlutur annarra útgáfa á hug- myndinni sem býr að baki Mortal Kombat. Hún komi til skila sögunni sem að baki liggi og hjálpi til við að skýra hinar dularfullu persónur sem komi við sögu og skýra hvers vegna þeir einstaklingar sem um ræðir hafi verið valdir til að taka þátt í þeim stórfenglega lokabardaga sem um er íjallað. Það var hinn þrítugi leik- Tölvuleikur öðlast líf stjóri Paul Anderson sem fékk það hlutverk að koma sögunni á hvíta tjaldið, en hann segir að Mortal Kom- bat hafí vakið endurminn- ingar hans um allar þær kvikmyndir sem hann hafí tekið ástfóstri við á unga aldri. „Sem leikstjóri gaf þetta mér tækifæri til að segja eina af þessum stór- fenglegu sögum þar sem dauðlegar manneskjur heyja orrustu við yfimátt- úrulegar verur. En ég fékk að gera þetta með öllum tiltækum tæknibrellum og skerpu tíunda áratugar- ins.“ Anderson er Englend- ingur og á hann að baki kvikmyndina Shopping sem athygli vakti í fýrra á Sund- ance kvikmyndahátíðinni sem leikarinn Robert Red- ford hleypti af stokkunum á sínum tíma. ' Þá gerði hann heimildarmyndina Speed sem fjallar um af- brotaunglinga, en hún vakti hörð viðbrögð og ákall um fangelsun að- standenda hennar. Meira en 200 sjónbrellusenur voru gerðar til að auka áhrif persónanna Mortal Kombat og sviðsbúnaðarins sem á grafískan hátt skýrir muninn á lífinu á jörðinni og hinum saggafulla raun- veruleika þeirra ytri heima sem koma við sögu. Það sjónræna nægtahom sem myndin býður upp á með öllum tæknibrellunum og sviðsmyndinni gerir svo sitt til að skapa magnaða blekkingu sem færa á áhorfendur myndarinnar inn í aðrar víddir. „Það mikilvægasta sem við sem kvikmyndagerðar- menn þurfum að gera er að flétta þessi töfrabrögð inn í söguna sjálfa án þess að eftir því verði tekið og úr verði ein órofa heild. Við viljum ekki að fólk yfirgefi kvikmyndahúsið að lokinni sýningu mynd- arinnar og tali um hvað brellurnar hafi verið stór- kostlegar eða sviðsmyndin glæsileg. Þvert á móti þá viljum við að það tali um það hvað sagan hafí verið rosalega góð,“ segir Paul Anderson. Dularfulli frans- maðurinn ÞAÐ er franski leikarinn Christopher Lambert sem leikur aðalhlutverkið í Mortal Kombat, en hann leikur þrumuguðinn Ryd- er, sem sendir bardaga- hetjurnar þrjár í keppni við hin yfimáttúrulegu og illu öfl sem em við það að ná yfirráðum á jörð- inni. Lambert túlkar gjarnan dularfullar og torráðnar persónur og er hann sennilega þekktast- ur fyrir að túlka hetjuna í Highlander myndunum, en næsta mynd sem hann lék í á undan Mortal Kom- bat var The Hunted. Lambert er fæddur í New York 29. mars 1957, en þar starfaði faðir hans hjá Sameinuðu þjóðun- um, og hefur hann ríkis- fang bæði í Frakklandi og Bandaríkjunum. Vegna starfa föðurins var fjölskyldan mikið á ferðalögum um allan heim og hlaut Lambert menntun sína að mestu leyti í Genf í Sviss. Eftir að hafa nánast lokið há- skólaprófi var hann eitt ár í franska hernum en að herþjónustunni lok- inni reyndi Lambert fyr- ir sér í fjármálaviðskipt- um um hríð. Hugur hans hneigðist hins vegar til leiklistarinnar og innrit- aðist hann í leiklistar- skólann Paris Conser- vatoire Drama Academy staðráðinn í. að verða leikari, en þar var hann við nám í tvö ár. Fyrsta tækifærið til að sýna hæfileika sína fékk hann svo í frönsku kvikmynd- inni Le Bar du Telep- hone. Eftir að hafa leikið i nokkrum öðrum mynd- um snéri hann á ný til náms í leiklistarskólan- um, en þar kom hæfileik- anjósnari auga á hann og mælti með honum við leikstjórann Hugh Hud- son í aðalhlutverkið í Greystoke: The Legend of Tarzan, Lord of the Apes. Lambert hreppti hlutverkið og á þeim tveimur árum sem það tók að gera myndina lærði hann að tala ensku. Að lokinni gerð mynd- arinnar snéri Lambert á nýjan leik til Parísar og lék þar í mörgum kvik- myndum. Meðal þeirra er rómantíska gamanmynd- in Ástarsöngvar, en í henni lék hann á móti Catherine Deneuve, og Subway, sem hann hreppti Cesar verðlaunin fyrir sem besti leikari í aðalhlutverki. Skömmu eftir það var Lambert valinn í aðalhlutverkið í Highlander sem sló ræki- lega í gegn, og einnig lék hann í Knight Moves með þeim Diane Lane, sem hann er reyndar kvænt- ur, og Daniel Baldwin. Meðal annarra mynda sem Christopher Lam- bert hefur leikið í eru Gunmen með Mario Van Peebles, Highlander II og Highlander ni. Næsta mynd hans á eftir Mortal Kombat er North Star, sem hann framleiðir einn- ig, en í henni leikur hann á móti James Caan. Þá hefur hann einnig á þessu ári leikið í myndinni Adrenaline, sem tekin var í Bratislava. Lambert á eigin kvikmyndagerðar- fyrirtæki sem hefur að- setur í Frakklandi, og var hann t.d. framleiðandi myndarinnar Nine Months með Hugh Grant í aðalhlutverki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.