Morgunblaðið - 10.12.1995, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 10.12.1995, Qupperneq 56
varða _________ víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Banki allra landsmarma Verið tímdnleða með jóldpóstinn PÓSTUROG SÍMI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK • • Olvaður ökumaður ollislysi TVEIR menn meiddust í árekstri í Ártúnsbrekku um hádegi í gær. Ökumaðurinn sem slysinu olli er talinn hafa verið ölvaður. Að sögn lögreglu bar áreksturinn þannig að bíl var ekið glæfralega niður Ártúnsbrekku, sitt á hvað milli akreina. í honum voru tveir ölvaðir menn og var hvorugur í öryggisbelti. Bíll þeirra rakst á annan á sömu leið og skrámuðust báðir mennirnir en fólk í bílnum sem fyrir varð slapp ómeitt að sögn. Nokkrar tafír urðu á umferð um Ártúnsbrekku meðan lögregla og sjúkralið athöfnuðu sig á staðnum. W Morgunblaðið/Ásdís Hert eftir- lit með ölv- unarakstri LÖGREGLAN á Suðvestur- landi gerði á föstudag sér- stakt átak til að koma í veg fyrir ölvunarakstur en lög- regian segir hann aldrei út- breiddari en í desember vegna jólaglöggs-sam- kvæma á vinnustöðum. Sjö ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík á föstudag og * aðfaranótt laugardags, að sögn lögreglu og lögreglan í Kópavogi kærði einnig tvo menn grunaða um að hafa ekið undir áhrifum. Myndin var tekin á Miklubraut á föstudag þegar lögreglu- menn stöðvuðu einn þeirra fjölmörgu ökumanna sem hún hafði afskipti af, en framhald verður á þessum aðgerðum næstu daga, að sögn lögreglu. Aðfaranótt laugardags var að öðru leyti fremur róleg hjá lögreglu. 14 manns gistu fangageymslur í Reykjavík, sem er nærri meðaltali þess fjölda sem þar vaknar af ölvunarsvefni á laugardagsmorgnum. Morgunblaðið/RAX I slippnum Hert bann við áfengisauglýsingum Niður- stöðu ESA beðið VERSLUNARRÁÐ íslands bíður nú eftir niðurstöðu eftirlitsstofnun- ar EFTA (ESA) vegna nýju áfengis- lögana, sem tóku gildi 1. desember. Ráðið telur að ákvæði um hert bann við áfengisauglýsingum orki tví- mælis með hliðsjón af EES-samn- ingnum og var það eitt þeirra atriða í nýju lögunum, sem ráðið óskaði eftir áliti ESA á. Ákvæðið felur í sér víðtækt bann við markaðssetningu áfengis og telur Jónas Fr. Jónsson lögmaður, sem hefur séð um málið fyrir Versl- unarráð, að það komi í veg fyrir að heildsalar og innflytjendur geti á nokkurn hátt kynnt vörur sínar og gæði fyrir veitingamönnum eða neytendum. „Með svo víðtæku aug- lýsingabanni er mikilvægum upp- lýsingum haldið frá neytendum. Þeir byggja því val sitt á áfengisteg- undum á takmarkaðri þekkingu en ella og það stangast því á við hags- muni þeirra," segir Jónas. Mismunar framleiðendum Verslunarráð telur einnig að bannið mismuni áfengisframleið- endum eftir þjóðerni þar sem áfeng- isauglýsingar í erlendum prentrit- um, sem flutt eru til landsins, eru beinlínis heimilaðar í lagaákvæðinu. „Með því njóta erlendir prentmiðlar meiri réttar en innlendir og standa betur í samkeppni við þá. Það er einnig staðreynd að vegna bannsins er aðstaða erlendra framleiðenda við að koma vöru sinni á framfæri betri en innlendra. Það er slæmt þegar íslenski löggjafinn setur með þessum hætti lög, sem ganga bein- línis gegn samkeppnishagsmunum íslenskra fyrirtækja." ■ Lagabætur eða/18 Benedikt Davíðsson forseti ASÍ um ágreininginn í verkalýðshreyfingnnni Menn þjappi sér saman um endumýjun í forystunni „ÉG TEL að verkalýðshreyfingin þurfi á því að halda að þjappa sér saman um endurnýjun í foryst- unni. Mér sýnist að þær væringar sem uppi hafa verið að undan- fömu sýni það betur en flest ann- að. Hvort það tekst á þessu þingi veit ég hins vegar ekki, en þetta er mjög mikilvægt verkefni og þá er ég ekki bara að tala um toppinn í Alþýðusambandinu, heldur miklu víðar,“ segir Bene- dikt Davíðsson, forseti ASÍ. Benedikt segist hafa tekið að sér forsetastarfið á ASÍ-þinginu þinginu 1992 þar sem að honum hafi verið lagt á seinustu stundu og samkomulag hafi náðst um kjör hans af mjög breiðri fylkingu. Benedikt kveðst þá hafa fallist á að gegna starfinu þetta kjörtíma- bil og sú afstaða hans hafí ekkert breyst. Þing ASÍ verður haldið 20.-24 maí. Búist er við átökum á þingi ASI í maí Mikill ágreiningur er kominn upp innan verkalýðshreyfíngarinn- ar í kjölfar niðurstöðu launanefnd- ar og ákvörðunar nokkurra verka- lýðsfélaga að standa við uppsögn samninga. Búist er við átökum á komandi Alþýðusambandsþingi og er undirbúningur fyrir forseta- framboð þegar hafinn í nokkrum félögum. VMSÍ-félög vilja fá forseta úr eigin röðum Innan aðildarfélaga Verka- mannasambandsins er mikil áhersla lögð á að næsti forseti ASÍ komi úr röðum VMSÍ. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er áhugi á að fá Kára Arnór Kárason, framkvæmda- stjóra Lífeyrissjóðs Norðuriands, til að gefa kost á sér. „Það er mikill skoðanaágrein- ingur á milli Verkamannasam- bandsins o'g ASÍ. Því verður aðeins breytt með nýrri forystu Alþýðu- sambandsins og menn eru að vinna í því þessa dagana innan Verka- mannasambandsins. Ég hygg að það muni skýrast á næstu vikum að menn einhendi sér saman um nýjan forystumann fyrir ASÍ og reyni að afla honum fylgis,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, en það félag hefur samþykkt að draga ekki til baka uppsögn samninga. ■ „Menn eru að fara í skotgrafirnar “/10-11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.