Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Einar Falur „ÉG REYNI að láta persónurnar ráða ferðinni" SVARTKUBWA HELGA og María spjalla hér saman um vinnuna, iist- ina, Ítalíu, rauða kjólinn og svörtu slitnu skóna. MÍARÍA: Það kom mér skemmti- lega á óvart á okkar fyrsta fundi um búningana að þú virtist skilja Agnesi Magnúsdóttur jafnvel og ég sem átti að leika hana. Hvernig fæðast búningarnir hjá þér? Helga: Til að byija með eyði ég alltaf þó nokkrum tíma í að fantas- era um persónurnar; hvað þær gera; hvernig þeim líður; hvað þær hugsa og hvemig þær klæða sig. Bý til sögu í kringum hveija og eina ög fylli inn í eyðurnar sem handritið skilur eftir. Það er missterkt hvernig persónurnar virka á mig. Sumar koma einfaldlega bara til mín og þá veit ég alveg hvemig þær eru og reyni að púsla á þær búninga út frá því. En svo vill maður lika undir- strika ákveðna hluti. M: Eins og hvað? H: Nú eins og bara þætti í mann- eskjunni, undirferli, svik, ást. . . skilurðu. Til dæmis hæfir stundum mjög vel að klæða ástfangna konu í rautt þó að auðvitað séu til aðrar leiðir. M: Segðu mér frá rauða kjólnum í „Tár úr Steini“ H: Já sá kjóll kemur fyrir tvisvar við mjög mismunandi tækifæri. Myndin byijar á Annie þar sem hún er að spila konsert, hún blómstrar og á að taka alla athyglina. Ég vildi hafa efnið létt þannig að það sleikti hana, hafði kjólinn beran í bakið, setti spennur á axlirnar og lausa slæðu. Aðrar konur í senunni eru klæddar í aila liti nema rautt og karlarnir í smóking. Þessi fyrsta sýn af henni lifir í huganum sem saman- burður við það sem seinna kemur en hún hættir smátt og smátt að klæða sig í rautt og fer meira yfir Helga I. Stefánsdóttir leikmynda - og búningahöfundur er menntuð á Ítalíu og á að baki yfir tuttugu verkefni í kvikmyndum og leik- húsi, seinast fyrir kvikmyndimar „Tár úr steini“ og „Agnesi“ sem verður frumsýnd um jólin. Búningar segja langa sögu því um leið og persóna birtist á sviði eða tjaldi fær áhorfandinn tilfinningu fyrir því hvemig manneskjn er, út frá klæðnaðinum. Búningahöfund- ur þarf því að hafa sálfræðilegt innsæi auk listrænna hæfileika og kunna að tengja þama á milli. María Ellingsen leikkona kynnt- ist Helgu þegar þær unnu að gerð kvikmyndarinnar Agnesar. í grátt og svo loks yfir í svart þegar hún vill hverfa í fjöldann. í seinna skiptið er hún að fara á tónleika með Jóni tilneydd og tekur þá fram gamla sparikjólinn. í þess- ari senu þar sem henni líður illa, og hún er útskúfuð, virkar kjólinn þver- öfugt. Það er nöturlegt að sjá hana úti á götu, kjóllinn er allt of þunnur og fleginn og slæðan of smá til að geta skýlt henni. M: Ég sé oft kvikmyndir þar sem búningarnir eru áberandi flottir kannski of áberandi því i stað þess að fá dýpri tilfinningu fyrir persón- unni út frá því hvernig hún er klædd þá er stíll búningahöfundarins í að- alhlutverki. H: Það kemur oft fyrir get ég ímyndað mér, ekki síst þegar verið er að gera mynd frá ákveðnu tíma- bili. Þá hugsar búningahöfundur að svona hafi fólk verið klætt á þessum tíma, þannig að svona verði þetta að vera, í stað þess að hafa tímabil- ið til hliðsjónar og Ieika sér svolítið með það. Og þá er hætt við að þetta virki frekar sem heimildarmynd um „STUNDUM fer ég vísvitandi yfir strikið til að ná ákveðnum áhrifum, eins og í leikritinu Stræti.“ búningasögu en mynd um manneskj- ur, sem við getum samsvarað okkur. M: Eitt það fyrsta sem ég heyrði um þig sem búningahöfund var að þú værir ákaflega fær, en hefðir þann galla að vera of dugleg. H: Að ég væri of dugleg, já ... M: Þú værir vakandi um nætur að lita efni sjálf á meðan aðstoðar- fólkið færi heim að sofa. H: Jú, ég hef heyrt þetta og ég man hvað mér þótti þessa gagnrýni óskiljanleg því ég er alinn upp við að dugnaður sé kostur. En aðal- ástæðan er náttúrlega að ég lendi oft í því að vera undirmönnuð. Ég vel þess vegna stundum að senda fólkið mitt, klæðskera, saumakonur og aðstoðarmanneskju heim og vinna sjálf til að vera viss um að það sé þokkalega ánægt og mæti næsta dag því ég geri þetta ekki ein. Það er líka svo mikilvægt að vinnuandinn haldist góður. Maður fellur líka oft í þá gildru að vera alltaf að bæta við og gera ennþá betur sem kemur myndinni auðvitað oft til góða en stundum er líka verið að gera algjöran óþarfa. M: Nefndu dæmi? H: Þau eru mýmörg en ég man til dæmis í „Tár úr Steini“ að þar var ágætis eldri leikkona sem var mjög umhugað um útlit sitt, og átti í einu atriði að sitja inní bíl klædd í kjól og kápu. Henni fannst kápan ekki nógu flott um mjaðmirnar og það þýddi lítið að segja henni að það myndi aldrei sjást. Eg gerði það því fyrir hana að láta endursníða kápuna og í það fóru einir átta tímar. En þá leið henni líka rosalega vel, þegar hún var að drekka kaffi með starfsl- iðinu. Og í þessu tilfelli skipti það öllu máli að leikarinn væri ánægður. M: Erum við leikararnir stundum erfiðir? H: Nei, það heyrir undantekning- um til. Og ég verð ég að segja að ég hef yfir höfuð verið einstaklega heppin með samstarfsfólk í gegnum tíðina. Ég átti til dæmis alveg sér- lega ánægjulegt samstarf við leik- stjóra þessara tveggja mynda, þá Hilmar Oddsson og Egil Eðvarðsson sem eiga það sameiginlegt að vera einstök Ijúfmenni og kunna þá list að láta samstarfsfólk sitt blómstra. M: Segðu mér meira um það sem gerist áður en þú stendur .við hliðina á leikaranum í hverri senu, brettir upp ermar og lagar slifsi. H: Já, ef við tökum þessar tvær myndir, „Agnesi" og „Tár úr steini", þá les ég handritið oft og svo tekur við mjög tímafrekur kafli við að bijóta niður hvert atriði og finna út hvaða búninga þarf hvar. Síðan kafa ég ofan í tímabilin sem þær gerast á og vel hvað ég vil nota af því sem tíðkaðist á þeim tíma. í Agnesi er ekki verið að sýna almúgafólk við mjaltir heldur gerist myndin mikið hjá yfirstéttini, sýslumanni og hans vinum og í brúðkaupi dóttur hans. Þetta gaf mér ákveðið frelsi við að fara í dönsku tískuna. Nú, þegar ég er búin að teikna og allir eru orðnir sammála um hvaða leið á að fara fer ég í búningaleigur í þessum tilfellum og tíni til það sem ég finn þar og sé þá hvað þarf að sauma. Svo er að finna efnin og eft- ir það hefst vinna við að búa til snið og sníða og sauma og sauma og sauma. Handgera skinnskó og því- umlíkt. Þegar búningurinn er svo til- búinn er ennþá eftir mikil vinna í því að bijóta hann niður. Því flestir bún- ingamir eiga að líta út fyrir að vera notaðir og sumir slitnir. Ullin er brot- in niður með að svíða hana og tæta með vírbursta. Svo er hún þvegin og síðan straujuð í hana grænsápa til að gera hana glansandi. Fóður er litað og gert skítugt með því að spreyja í það og djöflast. Og svo er heljarinnar kapítuli þegar hálf bún- ingadeildin er komin í búningana til að fá hné í buxur, skríðandi á gólf- inu og dragandi rassinn á eftir sér. Það er voðalega skemmtilegt. M: Nú voru búningarnir mínir í Agnesi til dæmis ekki úr vaðmáli heldur úr silki og bómul. H: Sem auðvitað er banalt fyrir fátæka konu eins og hana. En ég kaus að fara þá leið að klæða þig í hefðbundin búning þessa tíma, upphlut og pils en sauma hann úr efni sem gerði meira fyrir þig og félli betur en vaðmálið. M: Ég man að mér fannst erfið frh. bls 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.